Morgunblaðið - 03.04.1993, Page 36

Morgunblaðið - 03.04.1993, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Hjónaminning * Jónas Olafsson bóndi og Guðbjörg Hannes- dóttir ljósmóðir, Jörfa Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? ' (M. Joch.) Ofanrituð orð komu í huga minn þegar ég heyrði andlát Guðbjargar á Jörfa. Það eru bráðum 43 ár síðan fyrstu fundum okkar Guðbjargar bar saman. Tilefnið var að nú þurfti konan mín að fæða sitt fyrsta bam. Ég hafði ekki hugmynd um hvar bær ljósmóðurinnar var í sveit settur. Varð því að biðja mínn kæra mág og vin, Stefán sáluga í Stóm-þúfu, að sækja ljósmóðurina. Þetta var 16. apríl 1950. Veturinn sem þá var að kveðja var mildur og veðragóður, ekki klaki á milli þúfna þennan dag, virkilegur vordagur. Þá var ekki sá tími kominn að konur í sveitum færu á sérstök fæðingarheimili til að ala böm sín. Ljósmæður voru sóttar og í þeirra höndum var líf bams og móður. Þegar í þetta sinn sem mín góða vinkona Guðbjörg tók á móti „stórum strák“ var fæðing erfíð og þá sá ég að í höndum henn- ar var sú líkn og nærgætni sem til þurfti að allt færi vel. Upp frá því skapaðist sú vinátta og kærleiksríka traust sem við hjón- in höfum alla tíð borið til Guðbjarg- ar sálugu á Jörfa. Síðar meir tók hún á móti þremur bömum okkar og allt gekk það á einn veg, guð og líknarhendur hennar voru það önd- vegi sem óhætt var að treysta. Hér í þessum fátæklegu orðum verða ekki rakin ætt og uppruni Guðbjargar. Það gera aðrir kunn- ugri því en ég. Þakkir eru fyrst og fremst í hugum okkar hjóna þegar þessi mæta höfðingskona kveður þetta líf. Farsæl og viðburðarík lífs- ganga hennar er á enda. Það er ekki sorgarefni þótt 92 ára kona kveðji, lífsganga okkar hér á jörð er sú að heilsast og kveðjast. Sumir kveðja oft of snemma, en aðrir lifa lífínu fram í háa elli. Þótt lífsþróttur tapist þá er hugur oft skýr og fylg- ist með lífsstriti líðandi stundar og dagarnir styttir með hannyrðum og fínu föndri sem ekki er öllum gefíð að láta eftir sér. Þannig held ég endilega að Guðbjörg á Jörfa hafi lifað sín síðustu ár, ekki viljað seinka því verki til morguns sem átti að gerast í dag. Lífsbók Gubjargar á Jörfa hefur verið lokað. Þar er skráð saga konu sem lifði lífínu í sveit með tryggum eiginmanni, Jónasi Ólafssyni, sér- stökum heiðursmanni. Eflaust hafa verið ýmsir þymar á þeirra braut, en bjartsýni og bjargföst trú á það líf sem þeim var gefíð, að eignast fjögur góð og efnileg böm, stóran hóp bamabarna, vina og vanda- manna. Að sjá jörðina sína vel yrkta, í bestu merkingu þess orðs, er eflaust sú stærsta guðsgjöf sem þau hlutu í þessu lífi. Við hjónin þökkum þá lífsgöngu sem við áttum með þeim hjónum. Glaðar stundir og traust vinátta er nú þökkuð af heilum hug. Ástvinum sendum við samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu góðra vina. Inga og Páll á Borg. Á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi - í sókn séra Árna prófasts Þórarins- sonar - bjuggu langafi minn og langamma, þau Ólafur Erlendsson bóndi, oddviti og sýslunefndarmaður og Agatha Erlendsdóttir húsfreyja. Þau eignuðust 13 böm og af þeim komust 11 til fullorðinsára. Elsti sonurinn Jónas, f. 27. apríl 1896, d. 18. ágúst 1978, tók snemma til við bústörf, eins og þá háttaði, og var bóndi alla tíð, lengst af á föður- leifð sinni Jörfa. Jónas var snemma mikill hestamaður og eignaðist góða hesta. Þá var algengt að riðnar væru fjörur og fylgdi hann ósjaldan ferðafólki í slíkum ferðum. Einnig var hann í vegavinnu með hesta og vagna, og öðmm flutningum á ferða- fólki og varningi. í einni slíkri ferð kynntist hann konuefni sínu, Guðbjörgu Hannes- dóttur. Hún var dóttir Hannesar Guðmundar Þorsteinssonar járn- smiðs, póst og bónda að Grunna- sundsnesi við Stykkishólm og konu hans Einbjargar Þorsteinsdóttur, húsfreyju. Guðbjörg var fædd 27. júlí 1901 en lést 20. mars sl. og verður jarð- sungin í dag frá Kolbeinsstaða- kirkju. Systkini Guðbjargar voru Ingibjörg húfreyja, Kristján læknir, og Þorsteinn, öll búsett í Reykjavík. Matthildur ljósmóðir lengst af í Reykholti og Kristjana skólastýra á Staðarfelli. Guðbjörg tók ljósmæðra- próf 1923 og þjónaði sem slík heima í héraði í um hálfa öld. Ekki var nú tækjabúnaðinum fyrir að fara, hvorki blóðþrýstingsmælar, rafsjá, eða ómtæki sem nú þykja lágmarks- búnaður. Aðalvopn Guðbjargar voru góðar gáfur, röggsemi og æðruleysi og varð hún farsæl ljósmóðir. Starfs- vettvangurinn var ekki alltaf líkur skurðstofum nútímans. Snemma á starfsferlinum var hún kölluð til konu er bjó í óþiljuðum torfbæ með moldargólfi. Öldruð og sjóndöpur móðir sængurkonunnar færði hinni ungu ljósmóður soðið vatn sem var svo skítugt að hún varð að hella því og sjóða nýtt. Guðbjörg þurfti einnig að nota eigin svuntu undir sængur- konuna vegna þess hversu skítug rúmfötin voru. Vart hefur viðurværi móðurinnar verið gott á með- göngunni né húsakynnin holl, enda fæddist barnið andvana. Minnsta barnið sem hún tók á móti var að- eins 6 merkur og bjó hún um það í bómull í skókassa og hlúði að því sem best hún kunni. Lifir það bam enn, nú fullorðin kona. Þau Jónas og Guðbjörg bjuggu mestallan sinn búskap á Jörfa og eignuðust fjögur böm: Ólaf Agnar, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur; Hönnu, gift Jóhannesi Guðmunds- syni; Helga, kvæntur Erlu Sigurjóns- dóttur, og Ingibjörgu- Jónu, gift Baldri Ólafssyni. Frá 1953 bjuggu þau með þeim Hönnu og Jóhannesi, en hann lést árið 1987. Móðir mín var í sveit á Jörfa hjá þeim Jónasi og Guðbjörgu, eins og tugir bama og ungmenna fyrr og síðar, þar á meðal ég, systir mín og bróðir. Guðbjörg var vönd að virð- ingu sinni og ömggt að enginn lenti á glapstigu sem var í hennar umsjá. Síðust gekk hún til náða og fyrst var hún á fætur og féll aldrei verk úr hendi á meðan heilsan leyfði. Ekkert var henni ofviða á sviði heim- ilishalds og úr öllu gat hún gert mat og enn fæ ég vatn í munninn þegar ég hugsa um rúgbrauðið hennar sem hún sendi mér oft. Hún var stofnfé- lagi í kvenfélagi hreppsins og for- maður þess í rúm 30 ár, og síðar heiðursfélagi. Þá átti hún gott að sækja til Kristjönu systur sinnar er nam húshald í Svíþjóð, en kvenfélag- ið beitti sér fyrir ýmsum framfömm á því sviði, t.d. við ræktun matjurta. Við Jónas spjölluðum mikið saman og vomm einkavinir, þrátt fyrir 65 ára aldursmun. Hann hafði ánægju af því að ræða landsins gagn og nauðsynjar og gang mannlífsins við okkur ungdóminn. Hann spurði og Minning Bjarney Helgadóttir Fædld 13. mars 1903 Dáin 23. mars 1993 í dag kveð ég ömmu mína Bjarn- eyju Helgadóttur, Ásgarðsvegi 3 á Húsavík. Hún fæddist í Múla í Aðal- dal 13. mars 1903 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Helga Jóhann- essyni og Karólínu Benediktsdóttur. Systkini hennar voru sex: Regína Magdalena, f. 18. mars 1897, d. 21. janúar 1948; Benedikt, f. 10. nóvem- ber 1899, d. 23. janúar 1900; Ásta, f. 17. apríl 1901, búsett á Litlu- Grund í Reykjavík; Jökull, f. 12. júní 1906, d. 9. júlí 1978; Haukur, f. 17. nóvember 1908, d. 4. nóvem- ber 1935; og Logi, f. 14. desember 1910, d. 15. nóvember 1936. Fyrsta nám ömmu var hjá heimiliskennur- um í Múla. Hún var í Kvennaskólan- um I Reykjavík 1921-1922, og einn- ig fór hún á hannyrðanámskeið í Reykjavík, á Húsavík og Sauðár- króki. Amma var mikil hannyrða- kona, hún bæði bróderaði dúka og pijónaði úr silkigami og jafnvel tvinna fram á síðast dag, sem hún gaf síðan bömum, bamabömum og vinum. Amma kynntist afa, Kristni Ársæli Bjamasyni, stuttu eftir að fjölskylda hennar fluttist til Saltvík- ur sem er rétt sunnan við Húsavík. Þau giftu sig 7. júní 1931 og flutt- ust til Húsavíkur, jiar sem afí byggði húsið Múla við Ásgarðsveg 3. Þar bjuggu þau alla tíð og amma ein eftir að afí lést 9. apríl 1976. Á síð- astliðnu ári fluttist hún svo í Hvamm, sem er dvalarheimili aldr- aðra á Húsavík. Amma og afi eign- uðust fímm böm: Karólína, móðir min, er elst, þá Kristgerður, Hauk- ur, Bjarni og yngstur var Logi sem þau misstu aðeins tveggja ára gaml- an. Barnabörnin eru fjórtán og barnabamabörnin fímmtán. Ég fæddist í stofunni í Múla og bjó þar fyrstu tvö ár ævi minnar í miklu ástríki hjá stórri fjölskyldu, þ.e. foreldrum, ömmu og afa og móðursystkinum. Eftir að ég fluttist til Akureyrar með foreldrum mínum, var alltaf farið á hverju sumri til Húsavíkur og oft urðum við Bjarney systir mín eftir hjá ömmu og afa, sem vildu allt fyrir okkur gera. Amma fór að vinna á saumastofunni Fífu 1960, og oft fór ég til hennar þangað og þar þótti mér mest spenn- andi þegar ég mátti klippa sprota á gallabuxur fyrir hana. Þegar hún hætti á Fífu fór hún að snyrta físk í fiskhúsinu, og því næst vann hún í rækju, skreið og saltfiski og hún endaði vinnu sína í sláturhúsinu rétt fyrir áttatíu ára afmælið. Amma hafði gaman af tónlist og sat oft heilu kvöldin fram eftir nóttu með handavinnu hér áður fyrr og hlust- aði gjarnan á Radio Luxembourg eða hljóðsnældu. Eftir að Rás 2 fór að hljóma á Húsavfk hlustaði hún oft á þá rás og þá gjaman þætti sem tileinkaðir voru „unga fólkinu", en hún var mjög ánægð með ungu kyn- slóðina sem var að vaxa úr grasi og flest sem tilheyrði því. Elsku amma mín, margs er að minnast frá liðinni tíð. Alltaf tókstp hlýlegpa á móti mér, þótt ég kæmi heim rennandi blaut eftir busl við Búðarána eða úr fjörunni, þar sem ég átti alls ekki að vera. Göfug minning er gulli dýrmæt- ari. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Auður. Nú er löngu ævistarfi lokið, stundaglasið tæmt. Minningarnar leita á hugann, nú þegar Bjarney, vinkona mín, er kvödd hinsta sinni. Frá því ég fyrst man eftir mér, hef- ur hún á einn eða annan veg tengst lífshlaupi mínu. í gegnum þijá ættl- iði hefur vinátta haldist með hennar fólki og mínu. Guðrún amma mín og Karólína móðir Bjameyjar voru einlægar vinkonur meðan ævi beggja entist. Báðar voru þær aldar upp í Aðaldalnum. Karólína var dótt- ir séra Benedikts á Grenjaðarstað og síðar búandi í Múla í sömu sveit. Amma var dóttir Guðna í Grímshús- um. Ekki er þar í sveit langt á milli bæja og bundust þær einlægum vin- áttuböndum strax í bernsku. Vinátta föður míns við þau Karólínu og Helga mann hennar, ásamt þeirra börnum, kom síðan til. Þegar ég svo fæddist var það einlæg ósk ömmu að ég bæri nafn æskuvinkonu henn- ar. Enn í dag haldast þessi traustu vináttubönd og nú milli mín og dætra Bjameyjar, sérstaklega við Gerðu nú á seinni ámm. Þegar Bjarney og Kristinn maður hennar fluttust í sitt nýja hús á Húsavík, sem þau nefndu Múla, var stutt í Sýslumannshúsið, handan götunnar. Það vom ófá spor- in milli húsanna meðan ég átti þar heima. Mamma og Bjarney urðu góðar vinkonur og mér fannst af- skaplega gaman að leika mér við þær systur Kæju og Gerðu. Þótt nokkur aldursmunur væri milli mín og Bjameyjar héldust sam- skiptin engu að síður gegnum árin. Bjamey var ung í anda lengst af, fylgdist vel með nýjum tíma og lag- aði sig eftir breyttum aðstæðum eins vel og henni var mögulegt, þó voru það vissar hefðir sem hún vildi halda í heiðri frá gamla tímanum og gaf henni sjálfri, og þar af leiðandi henn- ar heimili, sérstakt lag á að flétta saman það gamla og nýja, svo að heildarsvipur heimilisins varð af- skaplega vinalegur og þangað var gott að koma og sitja í hlýlegu og notalegu umhverfi. Ógleymanleg eru þau kveldin, er við sátum saman með handavinnuna okkar yfír kaffi- bolla og kræsingum, stundum langt fram eftir nóttu, og var ætíð nóg umræðuefni. Auðvitað fóru okkar skoðanir ekki alltaf saman og mein- ingamunur um aðferðir að settu marki. Báðir vildu gjarna halda sín- um hlut. Oft urðu því fjörugar um- ræður. Bjarney var rökföst í umræðu og var alla tíð trú sinni sannfæringu svo að henni var ekki auðvelt að skeggræddi svör okkar og hló ógur- lega ef honum líkuðu tilsvörin. Sagði: „Þú ert séður,“ ef maður taldi að fískur lægi undir steini í ein- hveiju máli. Samvistirnar við hann og jafnaldra hans voru meira þro- skandi en nokkurt háskólapróf í fé- lagsvísindum og mannlegum sam- skiptum. Jónas var hár maður og digur, talaði hátt og hló enn hærra. Á mannfagnaði eins og hestamótum var jafnan hópur í kringum hann og leiddist engum. Voru þeir sem hann þekktu almennt sammála um að hann væri einhver skemmtileg- asti maður sem þeir hefðu fyrir hitt og er þá ekkert ofsagt. Báðar ömm- ur mínar þær Helga Laufey, sem nú er látin, og Valgerður Sóley, sem býr í Kópavogi, voru systur Jónasar. Önnur systkini þeirra voru þau Ingi- björg, Ágústa, Þuríður, Stefanía, Kjartan, Elínborg, Þuríður og Elísa- bet sem öll eru látin og þeir Erlend- ur og Gunnar, sem búsettir eru í Reykjavík. Óskráð einkunnarorð Jörfafólksins hafa alla tíð verið úr Hávamálum: „Maður er manns gam- an“. Á öndverðri öldinni var ekki mul- ið undir alþýðu manna og þótti gott ef ekki þurfti að líða hungur. Unga- böm dóu í stórum stfl og fólk á öll- um aldri dó úr sjúkdómum sem nú þykja ómerkilegir. Þjóðfélagið var hægt að breytast úr því bændasam- félagi sem það hafði verið um aldir. Snemma skynjaði ég mér til undrun- ar að aldamótakynslóðin var alls ósnortin af því lífsgæðakapphlaupi sem við bamabörn þeirra erum að eyðileggja okkur á. Þó að þetta fólk vildi eiga smá varasjóð til að mæta óvæntum útgjöldum var samt fjarri því að það héldi að peningar gætu fært því einhveija lífshamingju og innri frið. Hvað þá allur sá óþarfí og ímynduðu lífsgæði sem við bama- bömin vinnum fyrir myrkranna á milli. Fyrir mörgum árum varð mér ljóst að aldamótakynslóðin hafði rétt fyrir sér: Það em allt aðrir hlutir sem gefa lífinu gildi en að geta gef- ið börnum sínum vélsleða o.þ.h. í fermingargjöf, og má vel líta glaðan dag með minna. Á mannamótum leyndi sér ekki að þau heiðurshjónin Guðbjörg og Jónas nutu vinsælda og virðingar samferðarmanna sinna og var það að verðleikum. Ég og mitt fólk þökk- um samfylgdina og allar velgjörðir og biðjum þeim Guðs blessunar. , Viggó Jörgensen. breyta fyrirvaralaust. Til Reykjavíkur kom Bjarney af og til að heimsækja börn sín og vini og vandamenn og heimsótti mig þá alltaf. Á meðan Kristinn maður hennar lifði og var með í för var stundum tekið í spil og var þá oft glatt á heimilinu, því að bæði voru þau gestir góðir og nutu þess í mikl- um mæli að taka í spil. Eins var það, þegar ég kom til dvalar um lengri eða skemmri tíma á heimaslóðir, þá var heimsókn í Múla til Bjarneyjar fastur liður. Starfsdagurinn var orðinn langur og ekki ævinlega taldar stundirnar uppá mínútu. Báru verk hennar og heimili þess ljósan vott. Myndar- skapur og gestrisni hennar var slík, að engum duldist, sem til þekktu, að þar fór kona á kostum, sem vel kunni til verka. Handavinna var Bjarneyjar stóra áhugamál og alveg ótrúlegt hve miklu hún kom í verk af einstaklega vel unnum munum, sem prýða mörg heimili vina og vandamanna víða um land. Bjarney var stór persónuleiki, glæsilegur fulltrúi sinnar kynslóðar, afburða vinnusöm og ósérhlífín. Hún gerði miklar kröfur til annarra, en þó fyrst og fremst til sjálfrar sín og vissi sem sagt er, að enginn sefur sér sigurinn í hendur. Æviferil Bjarneyjar rek ég ekki frekar hér, það verða aðrir mér fær- ari að gera. Þetta er aðeins lítil kveðja við ferðalok. Söknuður er mér nú í huga, er ég kveð vinkonu mína, og allar þær ánægjustundir sem við áttum saman vil ég þakka, það var lærdómsríkt um áratuga samleið. Aðstandendum öllum vottum við hjónin innilega samúð. Guðrúri Karólína Jóhannsdóttir frá Hjarðarkoti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.