Morgunblaðið - 03.04.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 03.04.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Nói-Síríus og H.Ben flytjast í GKS-húsið NÓI-SÍRÍUS flytur starfsemi sína í ágúst í GKS-húsið á Hest- hálsi 2-4. Gengið hefúr verið frá samningum um makaskipti Nóa-Síríusar og H. Benediktssonar hf., stærsta eiganda Nóa- Síríusar, á húseignum fyrirtækjanna við Barónsstíg og Suður- landsbraut 4, gegn húseigninni á Hesthálsi, sem var í eigu Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Starfsemi H. Benediktssonar verður einnig í nýja húsinu. Finnur Geirsson, framkvæmda- stjóri Nóa-Síríusar, sagði að húsið á Hesthálsi yrði sameign fyrirtækj- anna tveggja. „Öll starfsemi fyrir- tækjanna verður flutt í nýja hús- næðið,“ sagði hann. „Markmiðið er að sameina starfsemi Nóa-Sír- íusar, sem nú er á þremur stöðum í bænum og ná fram frekari hag- ræðingu með auknu samstarfí við H. Benediktsson hf. Nói-Síríus hefur fram að þessu séð um dreif- ingu fyrir fyrirtækið, fyrst og fremst á matvöru, en tekur nú að sér innflutninginn." Finnur sagði að ekki stæði til að sameina fyrir- tækin. H. Benediktsson hefði verið eignarhaldsfélag og yrði það áfram, en innflutningsstarfsemin samlagaðist starfsemi Nóa-Síríus- ar. 100 starfsmenn Húsið á Hesthálsi er um 6.000 fermetrar og þar munu starfa um 100 manns. Stefnt er að því að öll starfsemin verði komin í gang í nýja húsnæðinu þann 1. ágúst næstkomandi. „Húsið hentar okkur prýðilega og við þurfum ekki að gera á því miklar breytingar, þó ekki verði komist hjá því að gera einhveijar smávægilegar breytingar," sagði Finnur. Auk sælgætisframleiðslu, inn- flutnings og dreifingar verður að Hesthálsi til húsa sápuverksmiðjan Hreinn, sem er í eigu sömu aðila og Nói-Síríus, en fyrirtækin voru formlega sameinuð fyrir skömmu. „Það verður vel einangrað á milli sælgætisframleiðslunnar og sápu- verksmiðjunnar, svo það verða engin vandamál að vera með svo ólíka starfsemi í sama húsi,“ sagði Finnur. Milligjöf Finnur sagði að fyrirtækin tvö hefðu þurft að greiða Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði ákveðna upp- hæð í milligjöf við þessi húsaskipti, en vildi ekki gefa upp hver hún hefði verið. VEÐUR IDAGkl. 12.00 Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurepá kl. 16.15 f gær) VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 6 6 veður iéttskýjaö léttskýjað Sergen 6 alskýjað Helslnkl 5 alskýjað Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Naresarasuaq 6 skýjað Nuuk <■2 alskýjað Osló 7 skýjað Stokkhólmur 6 alskýjað Þórshöfn 6 rigning Algarve 18 helðsklrt Amsterdam 9 hálfskýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlín 12 heiðskfrt Chicago +3 alsýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 7 rigning Glasgow 11 léttskýjað Hamborg 11 mistur London 11 léttskýjað LosAngeles 12 heiðskírt Lúxemborg 6 skýjað Madríd 11 skýjað Malaga 18 lettskýjað Mallorca 15 léttskýjað Montreal +2 skafrenningur NewYork 3 súld Orlando 16 helðsklrt Parfc 11 skýjað Madelra 16 skýjað Róm 11 þrumuveður Vín 8 skýjað Washington 11 skúr Wlnnípeg +15 léttskýjað Slasaður sjómaður sóttur ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í togar- ann Engey RE 6 í gær. Togarinn var þá á Skeijadýpi, um 100 mílur suð-suð-vestur af Reykjavík. Maðurinn hafði fengið bobbing á sig og lærbrotnað. Þyrlan fór í loftið um kl. 11.30 og kom að togaranum kl. 12.13. Slæmt veður var, 8-10 vindstig og mikill sjór. Aðstæður voru því erfíðar, en greiðlega gekk að ná manninum um borð í þyrl- una. Hún lenti við Borgarspítalann kl. 13.50. Vesturbæingar kvarta yfír bræðslufnyk Lyktin frá Kletti - ekki Orfirisey VESTURBÆINGAR í Reylgavík hafa undanfarið fundið loðnu- bræðslulykt og eru dæmi þess að hringt hafl verið í Faxamjöl, sem rekur fiskimjölsverksmiðju í Örfirisey, og kvartað undan því að mengunarvarnabúnaður hennar virki ekki. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls, segir hins vegar að Iyktin berist með norðaustanáttinni frá eldri verksmiðju fyrirtæk- isins á Kletti og angri Vesturbæinga. Verksmiðjan í Órfirisey sé jafnlyktarlaus og áður, en hún er búin nútímalegum mengunar- varnabúnaði, sem ekki er á Kletti. „Því miður hefur verið austan- og norðaustanátt í nokkra daga og þá leggur reykinn frá Kletti yfír bæinn,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum verið að mestu lausir við slíkar áttir á loðnuvertíðinni í vetur, það hefur mest verið sunnanátt og reykinn lagt út á Sundin.“ Nokkrir dagar eftir Gunnlaugur sagði að nokkrir dag- ar væru eftir í bræðslu á Kletti. „Það eru enn bátar að tínast inn með slatta af loðnu. Við fengum leyfí fyrir verksmiðjuna út apríl,“ sagði hann. Til stóð að Faxamjöl hætti rekstri Kletts og afhenti Reykjavíkurborg verksmiðjuna í ársbyijun 1992. Hins vegar var sótt um leyfi til að starf- rækja hana á yfírstandandi loðnu- vertíð vegna þess að góðar horfur voru á loðnuveiði. „Það var leyft, ekki sízt vegna lélegs atvinnu- ástands. Verksmiðjan er orðin gömul og þreytt, en margir hafa af henni mikla atvinnu og tekjur, þannig að ég held að það sé veijandi að hafa staðið í þessu," sagði Gunnlaugur. Hann sagði að ekki hefði verið sótt um leyfi fyrir vinnslu á Kletti á næstu vertíð. Stakk sig á notaðri sprautunál í Sorpu STARFSMAÐUR SORPU stakk sig á notaðri sprautunál sem slæðst hafði inn í farm af ónýtum rafhlöðum frá sjúkrahúsi í borginm. Landlæknir hefur sent heilbrigðisstofnunum bréf þar sem meðferð sjúkrahússúrgangs er áréttaður. Maðurinn var meðhöndlaður strax við stungunni og hefur ekki kennt sér meins. Að sögn Einars Guðlaugssonar verkstjóra hjá Sorpu hefur þetta ekki gerst áður. Hann sagði að sér- stakar reglur giltu um meðferð á sorpi frá sjúkrahúsunum, og að Sorpa áskildi sér allan rétt til skaða- bóta við óhöpp af slíku tagi. „Þetta er ekkert annað en handvömm. Nál- arnar komu hingað inn í hús með rafhlöðum frá sjúkrahúsi. Það var verið að flokka rafhlöður þegar hann stakk sig. Þetta á að vera í plastílát- um sem sérstaklega eru ætluð undir sprautunálar. Þær eru síðan sendar úr landi til Danmerkur til eyðingar, þar sem þær eru brenndar við há- hita. Það er ekki hægt að gera það hérna ennþá, til þess þyrfti betri ofn,“ sagði Einar. Árétting til sjúkrahúsa Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að dreifibréf með ákveðnum fyrir- mælum hefði verið sent til allra sjúkrahúsa vegna þessa máls. Hann sagði að fræðilegur möguleiki væri fyrir því að illa hefði getað farið í þessu tilviki. „Þetta verður að skoð- ast sem einhver mistök. Það hefur verið rætt og frá því gengið að þetta komi ekki fyrir og við ætlum að skoða þetta betur," sagði Ólafur. ♦ ♦ »--- 600 manns dvelja á Kan- aríeyjum TÆPLEGA 600 íslendingar dvelj- ast á Kanaríeyjum yfir páskana á vegum íslenskra ferðaskrifstofa. Farið var úr landi 1. apríl og dvelst fólkið tvær til þijár vikur á eyjunum. íris Þráinsdóttir, sölumaður hjá Heimsferðum, sagði að tæplega 200 manns hefðu farið til Las Palmas á vegum skrifstofunnar. Flogið væri með spánska flugfélaginu Air Europa. Tvær Flugleiðavélar fóru með farþega til- Kanaríeyja, um 60 á vegum Samvinnuferða Landsýnar, 150 á vegum Úrvals-Útsýn og 150 á vegum flugfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.