Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUQARPAGUR 3. APRÍL.1993 jO(fi 'viiv4'l/.1 .r, ,'T.'i.'11.Aii ■•r ■ rr—4»; 25 Utandagskrárumræða um stöðu sj ávar útvegsins Þúsund króna gjald á þorskígildislest í Þróunarsjóð sj ávarútvegsins VANDI sjávarútvegsins og stefnan í hans málum voru rædd utan dagskár í gær að beiðni framsóknarmanna. Umræðan bar þess merki að stundu fyrr hafði sjávarútvegsnefnd Alþingis fengið í hendur drög að skýrslu svonefndrar tvíhöfðanefndar um mótun fiskveiðistefnu og einnig drög að frumvarpi um Þróunarsjóð sjáv- arútvegsins. Það mátti ráða af orðum alþýðubandalagsmanna og kvennalistakvenna að þeim þætti stefnan slæm. Framsóknarmönn- um þótti ríkissljórnin hafa verið stefnulítil og frumvarpið um Þróunarsjóðinn óljóst orðað. Málshefjandi Halldór Ásgríms- son (F-Al) fyrrum sjávarútvegsráð- herra taldi sig varla þurfa á minna á mikilvægi sjávarútvegsins og þann vanda sem hann nú væri í. Og sá vandi væri stór. Að mati Þjóðhag- stofnunar væri sjávarútvegurinn nú rekin með 8,3% tapi. Halldór sagðist viðurkenna að þetta væri margslung- inn vandi og ekki yrði allt það böl skrifað á ríkisstjórnina. En það væri mikilvægt að ríkisstjórnin hefði for- ystu en á það hefði skort. Halldór talaði um „hringlandahátt" og svikin loforð frá í ágústmánuði um að sjáv- arútveginum yrði bætt með fjárfram- iögum sú skerðing veiðiheimilda sem þá var ákveðin. Skuldbreyting Halldór lagði ríka áherslu á að vandi sjávarútvegsins væri vandi þjóðarinnar. Það yrði að stöðva halla- rekstur atvinnugreinarinnar. Halldór sagði að skuldbreyta yrði til lengri tíma og sætta sig við það að sjávarút- vegurinn gæti ekki greitt af skuldum sínum á næstu árum. Þessi aðgerð yrði ekki framkvæmd nema í góðri samvinnu lánastofnana, ríkisstjórn- ar, atvinnugreinarinnar og jafnframt verkalýðshreyfingarinnar. Fyrrum sjávarútvegsráðherra gerði að umtalsefni að nú hefði ríkis- stjórnin loks lagt fram drög að frum- varpi um þróunarsjóð sjávarútvegs- ins. Halldóri sýndist vera margir þættir jákvæðir á því máli eins og það hefði verið kynnt. Það væri já- kvætt að sjávarútvegurinn reyndi með sameiginlegum hætti að úrelda framleiðslutæki sín, skip og hús, og til þess_ þyrfti ákveðið fjármagn. Halldór Ásgrímsson ítrekaði þá skoð- un sína að ef sjávarútvegurinn greiddi í sameiginlegan sjóð, sem notaður væri til hagsbóta fyrir at- vinnugreinina sjálfa, væri ekki um auðlindaskatt að ræða. En ef hins vegar væri verið að skattleggja sjáv- arútveginn til að greiða almenn út- gjöld ríkisins, t.d. hafrannsóknir, þá væri það auðlindaskattur. Halldóri þótti þetta afar óljóst í frumvarps- drögunum; þar segði að gjaldið skyldi verða a.m.k. þúsund krónur fyrir hveija þorskígildislest og opnað fyrir það að hægt yrði að hækka gjaldið að vild eftir síðari ákvörðunum. Þetta væri allt of opið. Fórnir og kjaramál Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra gat tekið undir margt í ræðu fyrri ræðumanns, m.a. um mik- ilvægi og vanda sjávarútvegsins, sem hefði ofan í aflabrest mátt sjá af 5 milljarða króna tekjum vegna verð- falls afurða að undanförnu. Þorsteinn sagði sína skoðun um- búðalaust að vonlítið væri um raun- verulegan árangur nema tækist að ná almennri samstöðu í þjóðfélaginu um að tryggja hag atvinnufyrirtækj- anna. Það dygði ekki að auka erlend- ar lántökur og halla ríkissjóðs. Það væri skammtímalausn ef lausn væri hægt að kalla. Hitt væri væri væn- iegra, ekki hvað síst m.t.t. langtíma- hagsmuna launafólks í landinu, að treysta undirstöðuna og færa þær tímabundnu fórnir sem væru nauð- synlegar. Nú ræddu launamenn og atvinnurekendur kjarasamninga, samtímis vildu þeir eðlilega ræða við ríkisstjórnina um forsendur slíkra samninga. Meðal annarra hefðu for- ystumenn í sjávarútveginum rætt við ríkisstjórnina. Það væri ekki komin botn í þær viðræður. Sjávarútvegsráðherra benti á að lántökur og halli ríkissjóðs hækkaði vextina. Ef aukin ríkisumsvif og skattalækkanir ættu ekki að vinna gegn hagsmunum atvinnulífsins yrði að skera niður ríkisútgjöldin að sama skapi og fækka ríkisstarfsmönnum umtalsvert. Þorsteinn Pálsson sagði að oft hefði verið gripið til aðgerða af því tagi sem Halldór Ásgrímsson hefði hvatt til, s.s. að lengja lán eða frysta. Það væri nú svo að lánastofnanir væru á hverjum degi að vinna að endurskipulagningu á fjármögnun atvinnufyrirtækjanna. Sjávarútvegs- ráðherra taldi þau mál vera í eðlilegu horfí. Ef ætlunin væri að gera þetta með öðrum hætti yrði að stofna sjóð sem yfirtæki skuldir fyrirtækjanna hjá bönkum og lánastofnunum. Ráð- herra taldi óheppilegt að stofna opin- beran sjóð í þessu skyni, þetta væri hlutverk banka og lánastofnana. Gjald í Þróunarsjóð Sjávarútvegsráðherra fagnaði skilningi Halldórs Ásgrímssonar á því að gjald í sjóð sem varið væri til hagsbóta fyrir atvinnugreinina væri ekki auðlindaskattur. Sjávarútvegs- ráðherra vildi skýra nokkuð drögin að frumvarpi um Þróunarsjóðinn. Þessi sjóður væri þáttur í heildarsam- stöðu sem hefði tekist innan þeirrar nefndar sem skipuð var til þess að endurskoða fískveiðilöggjöfina. Nefndin hefði komist að þeirri niður- stöðu að byggja áfram á aflamark- skerfinu. Þar með væri lagður grund- völlur að nauðsynlegri festu um framtíðarstefnu sem sjávarútvegur- inn þyrfti. Endskoðunarákvæði gild- andi laga og sá pólitíski ágreiningur sem verið hefði uppi hefði valdið óvissu á undanförnum misserum. Sjávarútvegsráðherra vænti þess að samstaða næðist um þessa niður- stöðu í ríkisstjórn og á Alþingi, þótt það yrði vafalaust svo að fram kæmu skiptar skoðanir í öllum stjómmála- flokkum. Sjávarútvegsráðherra benti á að gjaldtaka af veiðiheimildum féllu nið- ur í 3 ár en frá óg með 1. septem- ber 1996 hæfist innheimta á gjaldi til Þróunarsjóðs af úthlutuðu afla- marki. Gjaldið skildi vera a.m.k. 1.000 krónur fyrir hverja þorskígild- islest. Sjávarútvegsráðherra sagði að segja mætti að bæði væri um há- mark og lágmark að ræða. I frum- varpsdrögunum væri kveðið á um að Ríkisendurskoðun ætti að fylgjast með tekjustofnum Þróunarsjóðsins. Ef hún kæmist að þeirri niðurstöðu að gjaldið stæði ekki undir skuldbind- ingum sjóðsins þá bæri sjávarútvegs- ráðherra að leggja fyrir Alþingi til- lögur um breytingar á gjaldinu. Gjaldinu yrði ekki breytt nema með lögum. Það væri 1.000 krónur. Sjávarútvegsráðherra vék nokkru að þeirri óvissu sem ríkt hefur um málefni sjávarútvegsins og niður- stöðu svonefndrar tvíhöfðanefndar. Hann sagði að ætlunin væri að á næstu vikum færi fram samráð við sjávarútvegsnefnd Alþingis og hags- munaaðila um niðurstöðu nefndar- innar og að því samráði loknu myndi ríkisstjórnin og þingflokkar hennar taka ákvörðun um framlagningu þessara mála á þinginu. Hann vænti þess að ekki þyrfti meira en þijár vikur til að fara í gegnum þessi mál. Æskilegt væri að geta leitt þau til lykta á vorþinginu, eins og marg- ir stjórnarandstæðingar hefðu reynd- ar hvatt til. Stuttaralegt samráð Jóhanni Ársælssyni (Ab-Vl) fannst lítil stoð í orðum sjávarútvegs- ráðherra um samráð það, sem ætlun- in er að hafa við sjávarútvegsnefnd Alþingis. Ríkisstjórnin hefði þegar þverbrotið gildandi lög um stjórn fiskveiða hvað varðaði samráð við endurskoðun laganna. Eftir að hafa velkt málinu á milli sín í tvö ár, ætti að afgreiða samráðið við aðra á þremur vikum. Ekki sýndist Jó- hanni heldur að niðurstaða tvíhöfða- nefndar væri sá viðræðu- og sam- ráðsgrundvöllur sem sátt myndi tak- ast um. Eignarréttur veiðheimilda er festur í sessi með þeim afleiðing- um að störfin væru flutt milli lands- hluta og úr landi. Og nú sættu fyrir- tæki sem ættu kvóta færi á því að þvinga fram lægra fiskverð af sjó- mönnum og í krafti þess hagnaðar væri enn keyptur viðbótarkvóti. Stefán Guðmundsson (F-Nv) vildi benda tilheyrendum á að aðstoð við banka eins og t.d. Landsbankann væri ekkert annað en deyfilyf á meðan sjávarútvegurinn væri rekinn með 8-10% tapi. Jóna Valgerður Krisljánsdóttir (SK-Rv) taldi feril ríkisstjórnarinnar í þessu máli vera varðaðan sviknum loforðum og sinnuleysi um vandann. Ríkisstjórn- inni hefði mátt lengi vera ljóst í hver stórvandræði stefndi. Nú talaði ráð- herra um samstöðu og samráð. Hing- að til hefði ríkisstjórn ekki haft mik- ið fyrir slíku. Rétt í þessu hefði hún fengið í hendur drög að skýrslu nefndar um sjávarútvegsstefnu. Þarna væri lagt til óbreytt ástand, óbreytt kvótakerfi en kverkatökin hert á krókaleyfisbátum og línu- veiðabátum. Ræðumaður taldi vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar forkastan- leg. Jónu Valgerði var skapi næst að segja að ríkisstjórninni bæri nú að leysa þann vanda sem hún hefði komið sjálfri sér og sjávarútveginum í. Einar K. Guðfinnsson (S-Vf) vildi benda mönnum á að jafnvel þótt vextir lækkuðu verulega dygði það ekki til að leysa úr vanda sjávarút- vegsins. Einar sagði sína persónu- legu skoðun að ekki yrði undan því vikist að fara í ennþá frekari skuld- breytingar. Einar var sammála sjáv- arútvegsráðherranum í því að ekki ætti að stofna opinberan sjóð í þessu augnamiði. Það væri núna verið að gera þetta í þeim sjóðum og lána- stofnum sem þegar væru til. Hann sagði að jafnvel þótt þessir sjóðir og bankar yrðu að grípa til erlendrar lántöku til að skola okkur yfir flúð- irnar, væri það réttlætanlegt. Túlkunaratriðí Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) sagði það ítrekað henda þessa ríkisstjórn að varla væri blekið þorn- að á pappírunum fyrr en ráðherrarn- ir væru komnir í hár saman um hvernig bæri að túlka niðurstöðurn- ar. Nú hefði frést af niðurstöðum tvíhöfðanefndarinnar. Ekki hefðu margar stundir liðið frá því þegar heyra mátti í hádegisfréttum utan- ríkisráðherrann og sjávarútvegsráð- herrann túlka samkomulagið sitt í hvora áttina, t.d. 6. grein frumvarps- draganna varðandi veiðheimilda- gjaldið í Þróunarsjóðinn. Hann sagði það forheimskun að ætla sér að ganga frá samkomulagi um Þróun- arsjóðinn sem kæmi að mestu til framkvæmda árið 1996 í illdeilum innbyrðis og án nokkurs samráðs við aðra stjórnmálaflokka. Það sæju það auðvitað allir að þannig festu menn ekki niðurstöðu sem ætti að taka gildi á næsta kjörtímabili. Jón Kristjánsson (F-Al) taldi orðið til- gangslítið að reyna að koma stjórn- arliðinu í skilning um vanda sjávar- útvegsins. Það örlaði e.t.v. á honum hjá sjávarútvegsráðherranum en þó ekki til fulls því þá væri Þorsteinn Pálsson fyrir löngu búinn að segja af sér til að mótmæla þeirri meðferð sem hans málaflokkur mætti sæta. Jón Kristjánsson taldi það til vitnis um skilningsleysi alþýðuflokks- manna að þeir hefðu ekki séð ástæðu til að taka þátt í þessari umræðu um stöðu sjávarútvegsins. Um afstöðu Alþýðuflokksins segði þögnin meira en málæðið. Samráð um að breyta „a.m.k.“ Halldór Ásgrímsson lagði áherslu á að til þess að hægt væri að sjávarútvegurinn gæti unnið sig úr vandanum yrði að koma til skýr stefna stjórnvalda og einnig leiðsögn gagnvart lánastofnunum, og þessi stefna væri ekki fyrir hendi. Menn í greininni yrðu að geta treyst því sem stjórnvöld segðu. Halldór sagði að í sjávarútveginum væri mikið van- traust í garð ríkisstjórnarinnar. Ræðumaður tilgreindi sérstaklega forsætisráðherrann og utanríkisráð- herrann. Halldór sagðist hins vegar taka mark á orðum sjávarútvegsráð- herrans varðandi 1.000 króna gjaldið til Þróunarsjóðsins. Utanríkisráð- herrann túlkaði það sem loforð um hærri gjaldtöku ef á þyrfti að halda en sjávarútvegsráðherra fullvissaði menn um að slíkt stæði ekki til.. Halldór sagði að þá þyrfti að breyta frumvarpinu til að tryggja túlkun sjávarútvegsráðherra. Þarna stæði að gjaldið skyldi „nema a.m.k. 1.000 krónum“. Engum hefði hingað til dottið í hug að skrifa tekjuskattslög- in t.d. þannig að skattprósentan skyldi „nema a.m.k. 40%“. Halldóri var spurn hvort þessi skammstöfun, „a.m.k.“, væri einhver sálgæsla eða málamiðlun fyrir Alþýðuflokkinn. Halldóri þótti þessi lagatexti nýstár- legur, e.t.v. bæri að lesa úr þessu, „Alþýðuflokkur með kommu“ eða kannski „Alþýðuflokkur með kvóta“? Halldór vænti þess að sjávarútvegs- ráðherra væri reiðubúinn í samráðs- ferli næstu vikna að breyta þessum lagatexta. Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs- ráðherra þótti gagnrýnisorð Stein- gríms J. Sigfússonar athyglisverð. Sjávarútvegsráðherra vildi að stjóm- arandstaðan gerði grein fyrir því hvort hún ætlaði sér að ganga til næstu kosninga með yfirlýsingum um að hún hygðist breyta grundvall- aratriðum fiskveiðistefnunar. Ekki væri útlokað að Alþýðubandalagið hygði á slíkt. En honum var það þó til efs að fullur stuðningur yrði um það innan Alþýðubandalagsins. Hann taldi líka ólíklegt að forystumenn Framsóknar myndu ljá máls á slíku. Auk fyrrgreindra tóku til máls, Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl), Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rv) og Jón Helgason (F-Sl). ALVEG MAGNAÐ! i Sherwood SMÁST7EÐAN Falleg og vönduð hljómflutningstœki fyrir unga fölkið. Verð aðeins 52.500 Stgr. 49.900 tfý Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMl: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.