Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 49 Hvað er gert fyrir atvinnulaust fólk á N or ðurlöndum? Frá Reyni Hugasyni: UNDIRRITAÐUR fór nýlega í kynnisferð til vinnumarkaðsstofnana frænda okkar 'á Norðurlöndum til þess að kanna af eigin raun við hvaða skilyrði atvinnulaust fólk byggi í Skandinavíu. Skýrsla um ferðina hefur komið út á vegum samtakanna. Eftirfarandi atriði vöktu mesta athygli: Á Norðurlöndum eru starfandi vinnumiðlanir sem hafa mjög um- fangsmiklu hlutverki að gegna og ráða greinilega yfir miklu fjármagni. Þegar atvinnulaus maður kemur inn á vinnumiðlun þar er hann settur fyrir framan atvinnuráðgjafa. Hlut- verk ráðgjafans er að kynna sér starfsreynslu, starfsferil og menntun viðkomandi atvinnuumsækjanda og meta hvort reynsla hans og þekking sé næg til þess að hann eigi að geta fengið vinnu á fijálsa markaðnum í þeirri sámkeppni sem þar ríkir. Finnist ráðgjafanum skorta á ann- aðhvort menntun eða starfsþjálfun getur hann í samráði við þann at- vinnulausa skipulagt að umsækjand- inn fari í nám eða á námskeið til þess að gera hann betur samkeppnis- hæfan. Námið er greitt af vinnumiðl- uninni og getur varað allt frá nokkr- um vikum upp í nokkur ár. Hinn atvinnulausi fær námslaun eða atvinnuleysisbætur á námstím- anum. Atvinnuleysisbætur eru ca. 110.000 íslenskar krónur á mánuði, en námslaun nokkru lægri. Á Norðurlöndum þurfa menn ekki lengur að koma á vinnumiðlun og stimpla sig. Þeir eru í staðinn „til ráðstöfunar fyrir vinnumarkaðinn", þ.e. þurfa að vera tilbúnir til að taka starfi sem þeim býðst. Sérhver atvinnulaus er kallaður með reglulegu millibili til viðtals við ráðgjafa á atvinnumiðluninni. Þá er athugað hvort unnt sé að finna fyrir hann vinnu. Ef ekki, þá hentugt nám sem auki líkurnar á að hann fái vinnu eða að fínna fyrir hann atvinnubóta- vinnu ef um ungling er að ræða eða langtímaatvinnulausan mann. I Svíþjóð telst fullorðið fólk lang- tímaatvinnulaust ef það hefur verið atvinnulaust í 6 mánuði eða lengur og unglingar (17-20) ára ef þeir hafa verið atvinnulausir í 4 mánuði eða lengur. Á Norðurlöndunum er bannað með lögum að láta unglinga sem eru að koma út á vinnumarkaðinn ganga atvinnulausa lengur en fáeinar vik- ur. Þeir eru þá drifnir í nám eða launastyrkta vinnu. Norðurlöndin styðja öll þá viðleitni að menn setji á stofn eigin fyrir- VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Perlufesti HVÍT perlufesti, 90 sm löng, tapaðist í Reykjavík í febrúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 34809. Gullkeðja GULLHÁLSKEÐJA tapaðist í Kleppsholti eða í Árbæ. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 670572. GÆLUDÝR Köttur BRÚNBRÖNDÓTTUR köttur tapaðist fimmtudaginn 25. mars frá Skipasundi 47. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 814863. Týndur fress FRESS, grábröndótttur með hvíta bringu, tapaðist frá Nesvegi 24. mars. Kisi er gæfur og blíð- ur. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 612326. Svört læða -v FIMM mánaða gömul læða tap- aðist í fyrradag frá Hauntungu 97, Kópavogi, og hefur sést til hennar í vesturbænum. Hafi ein- hver orðið hennar var er sá vin- samlegast beðinn að hringja í síma 42337. ATHUGASEMD VEGNA UMMÆLA BJÖRNS TH. VEGNA ummæla Bjöms Th. Bjömssonar listfræðings, í endursýningu á þætti hans Á Hafnarslóð, þar sem hann hefur þau ummæli um langafa minn, Bjama Thorarensen amtmann og skáld, að hann hafí verið Sjá- landshatari, þá vil ég mótmæla því. Bjami var enginn Sjálands- hatari, enda þótt honum hafí þótt lítið koma til danskrar nátt- úm miðað við þá íslenzku. Ég veit allt um kveðskap Bjama um danskt landslag, eins og fleiri vita. Hér tók Bjöm Th. Björnsson of djúpt í árinni. Elín K. Thorarensen Hagamel 42-, Reykjavík GÓÐ GREIN ÉG VIL vekja athygli á góðri grein eftir Gyðu Jóhannsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 27. mars. Greinin bar fyrirsögnina Ný viðhorf til aldraðra og vorum við nokkrar vinkonur mjög sam- mála því sem þar var sagt. Jóhanna tæki. í Danmörku t.d. fá menn greiddar sem svarar hálfum atvinnu- leysisbótum (66 þús. ísl. kr. á mán- uði) í 3‘A ár ef þeir vilja prófa að koma undir sig fótunum sjálfir. Atvinnuleysi er talið orsakast fyrst og fremst af skorti á þjálfun og þekk- ingu. Úrræði vinnumarkaðsstofnana Norðurlanda felast því einkum í því að mennta fólk og veita því starfs- þjálfun. Til hliðar við vinnumiðlanirnar á Norðurlöndum og samsíða almenna skólakerfínu em risastórar mennta- stofnanir sem sjá um meginhluta ofannefndrar starfsmenntunar. Sem dæmi má nefna að í Noregi voru 1992 um 110 þúsund einstaklingar atvinnulausir og 60.000 þar fyrir utan í vinnumarkaðsaðgerðum, þ.e. í námi eða í atvinnu sem var styrkt með einum eða öðmm hætti. Vinnumiðlanir á Norðurlöndum styðja fyrirtæki í að koma í kring breytingum, svo sem til að læra nýja tækni eða taka í notkun ný tæki. Vinnumiðlunin greiðir þá námskeiðs- kostnað og laun þeirra sem í hlut eiga. Slík námskeið geta varað í nokkra mánuði. Vinnumiðlanir aðstoða unglinga við að setja á fót klúbba þar sem þau læra að bera sig við að leita sér að starfí. Klúbbamir starfa þar til allir em komnir í vinnu. Þannig er það gert að leik að finna sér starf. Augljóst virðist að íslendingar geti mikið lært af frændum sínum, Norðurlandabúum. Fyrst og fremst geta þeir lært að umgangast atvinnu- laust fólk eins og það væri einhvers virði. Þeir þurfa að læra að hlú að kunnáttu þess og viðhalda henni, mennta það áfram og rækta það en láta það ekki bara mæla götumar og þiggja atvinnuleysisbætur eins og nú er gert. Erlendar rannsóknir sýna að það tekur ótrúlega stuttan tíma að eyðileggja fólk með atvinnuleysi. REYNIR HUGASON, formaður Landssamtaka atvinnulausra. LEIÐRÉTTINGAR Prentvilla í minningargrein Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, um Selmu Dóm Þorsteinsdóttur, for- mann Fóstmfélags íslaiids, í Morg- unblaðinu í gær, slæddist aukaorð inn í fyrstu efnisgreinina. Rétt hljóð- ar hún svona: „Selma Dóra er fallin frá langt fyrir aldur fram. Öllum þeim sem kynntust henni er hún mikill harmdauði. í vihahópi og á sviði félagsmálanna þar sem Selma Dóra lét mjög til sín taka er nú stórt skarð fyrir skildi." Viðkomandi em innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Röng fyrirsögn Röng fyrirsögn var á bréfi eftir David Butt í Bréf til blaðsins sl. föstudag. Fyrirsögnin átti að vera: Athuga- semd við svar umhverfísráðherra. Kór rangnefndur í frétt í Morgunblaðinu 1. apríl, um tónleika Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð á Húsavík var kórinn ranglega nefndur Hamrahlíðarkór- inn í myndatexta. Er beðist velvirð- ingar á því. Tívolí Opnum um helgina. Opið allar helgar, alla páskana og sumardaginn fyrsta. Spennandi, vélknúin leiktæki. Hjá okkur er alltaf gott veður. Góð fjölskylduskemmtun. Til okkar er styttra en þú heldur. Tívolí# HveragerÖi (Opiðtil kl. 16.00fyrsta laugardag hvers mánaðar) Bfla naust Borgartúni 26 sími 62 22 62 Leðursófasett og hornsófar Frdbœrt verð - margir litir Frá Ameríku sófasett og stakir sófar á verði sem kemur á óvart. Frá Þýskalandi sófasett á tilboðsverði. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, síma 812275 og 685375. Til afgreióslu strax • Opið virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardagn ld. 11:00 - 15:00 • Honda • Vatnagörðum 24 • Sími (91) 68 99 00 HONDA Á RÉTTRi LÍNU AÐEINS EINN BÍLL Frá upphafi hafa hönnuðir Honda Civic viljað framleiða eins umhverfisvæna bíla og mögulegt er. Þetta hefur tekist með hreinbrunavélinni (VTEC) sem skilar meiri orku á hvem lítra af bensíni og mengar minna en áður hefur þekkst. Til að fullkomna verkið er Civic settur saman úr 80% endurvinnanlegum efnum. Þessir „umhverfis- vænu“ bílar em nú fáanlegir hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.