Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRIL 1993 Ferðir í BÆKUR um ferðir og ferðalög njóta vinsælda jafnt í Danmörku og annars staðar. Hér á eftir verður sagt frá þremur bókum I þessa veruna. Tvær þeirra fjalla um ferðalög, sú þriðja um borg, sem einhverjir vildu vísast fræð- ast um annaðhvort af einskærum áhuga eða vegna þess að þeir hyggjast leggja leið sína þangað. í jeppaferð með Ragnari í Smára Erik Hoff. Ekspeditioner. Gronland og ísland. Fiskers forlag 1992. 183 bls. Erik Hoff er fæddur 1905 og starfaði sem lögfræðingur á árunum 1935-1989. Hann er meðlimur í Dansk bjergklub og hefur klifið fjöll í Noregi, á Grænlandi og í Himala- ya, að ógleymdum Öræfajökli. í ofannefndri bók segir hann frá átta leiðöngrum á árunum 1954 fram til síðasta leiðangursins, sem hann fór 1975, þá sjötugur að aldri. Hann hafði klifið fjöll hingað og þangað um heiminn þegar áhuginn á Grænlandsferð kviknaði. Honum fannst nærtækt að fara í þessi „heimafjöll", líka vegna þess að á þeim tíma fóru fáir þangað í klifur og alls ekki Danir. Fyrsta ferðin var i Staunings-alpana 1954. Ferðin lá um Reykjavík, þar sem hann bank- aði upp á hjá Jóni Stefánssyni list- málara, sem hann þekkti frá Kaup- mannahöfn, því hann var lögfræð- ingur málarans. í Reykjavík kynnti Jón hann fyrir vini sínum, Ragnari í Smára, svo Hoff komst í ferð með Ragnari á jeppanum fræga. Eftir þijár Grænlandsferðir 1954, 1957 og 1960 vaknaði áhugi Hoffs á að fara í fjallaferð á íslandi 1962. Sú ferð var öll minni í sniðum en Grænlandsferðirnar, meira ferð en leiðangur, enda Öræfajökull annars konar fjall en þeir félagar höfðu áður ráðist til atlögu við. Hann var ekki svikinn af ferðinni og segist í lok þess kafla undra sig á hvers vegna Danir og aðrir leggi ekki leið sína meira þangað til fjallaferða. Landslagið sé stórbrotið og fátt fólk, svo meira vit sé að halda til íslands en í yfírfulla Alpana. Síðasta ferðin, sem hann fór í, var fornleifaleiðangur með Eigil Knuth til Thule á Grænlandi í leit að leifum norrænna manna. Þá klifr- aði hann ekki lengur, en naut lands- lagsins og smvistanna við náttúr- una. Langur laugardagur Samfellur kr. 2.900,- Laugavegi30, sími 624225. PARÍSARbúðin Austurstræti 8, sími 14266. norðri og suðri H.C. Andersen í bók Hoffs er ekki að finna nein- ar nákvæmar svaðilfarafrásagnir. Hún er skemmtileg, þvi hún segir frá ferðum um slóðir, sem fáir aðrir hafa gert skil. Hún bregður líka upp skemmtilegum svipmyndum af þeim vandamálum, sem við er að glíma í fjallaferðum, bæði við undirbúning en ekki síst í mannlegu samneyti. Og fyrir Islending er hún kærkomin lesning, bæði vegna Öræfajökuls- ferðarinnar og eins vegna svip- mynda frá íslandi og íslendingum. Menningarferð HC Andersens um fyrirheitna landið Hans Edvard Nörregárd-Nielsen. Jeg saae det Land. H.C. Andersens rejseskitser fra Italien. Gyldendal 1992. 256 bls. Ítalíuferð var menntuðum Norð- ur-Evrópubúum algjör nauðsyn og afrakstur þeirra eru margar ferðabækur. Ein af þeim sem hæst ber er Ítalíuferð þýska skáldsins Goethes. Eins og svo mörg skáld og menntamenn undanfamar aldir fór danska skáldið og rithöfundur- inn Hans Christian Andersen til Ital- íu og það oftar en einu sinni. Hann hefur víða gert ferðum sínum skil í bókum, en Andersen gerði meira en að skrifa um landið. Hann teikn- aði fjöldann allan af myndum þar, bæði til að sýna vinum heima fyrir og eins til að festa áhrifin á blað, sjálfum sér til minningar og ánægju. Þessum teikningum hefur Nör- regárd-Nielsen, forstöðumaður Glyptoteksins, safnað í bók og gefíð út. í textanum fléttar Nörregárd- Nielsen saman skrifum Andersens, með ejgin athugasemdum inni á milli. Úr verður heillandi Ítalíuferð með skáldið sem leiðsögumann, bæði í orðum og myndum. Bókin segir einnig frá Andersen, frá sérkennilegri lyndiseinkunn hans, vináttusamböndum og lífs- hlaupi. Maðurinn, sem skrifaði fal- legu ævintýrin, var býsna samsett manngerð og kannski ekki alltaf jafn bærilegur vinum sínum. Bókin segir fallega frá honum, upphefur hann ekki, en veltir sér heldur ekki upp úr sérlyndi hans. Hún er bæði skemmtileg lesning um skáldið sjálft og um líf og hugsunarhátt á hans tímum. Leið Andersens lá yfir Alpana, niður stígvélið og til Rómar. Síðan áfram til suðurs, yfír Terraeina til Napólí og síðan að grísku rústunum í Paestum og í þorpin meðfram sjón- um, til Amalfí og Sorrento, auk þess sem hann brá sér út á Napólí- flóa yfir til Capri. Þeir sem þekkja staðina munu vafalaust njóta þess að sjá þá með augum Andersens, bæði í gegnum myndirnar og text- ann. Þeir sem ekki hafa verið á þessum slóðum fá góða leiðsögn um heillandi land, sem enn hefur upp á margt það sama að bjóða og á tím- um Andersens. Bókin er eins og sneið af menningarsögunni, bæði með mynd sinni af skáldinu, en ekki síður af þeim andblæ sem lék um Ítalíu á þessum tíma. Og þeir sem hafa gaman af dönsku geta hér glaðst yfir einstaklega fallegum texta. Svipmyndir frá Róm til forna Rom - en antik storby. Utg. Hanne Sigismund Nielsen og Hans Erik Mathiesen. SFINX 1991. 208 bls. Borgin eilífa virðist eilíflega sjá bókaútgefendum og lesendum fyrir efni. Umrædd bók er greinasafn um lífíð í Rómaborg til foma. Þar er flallað um aðskiljanlegustu efni, svo sem samspil stórborgarinnar og nágrennisins, um lífslíkur og fjöl- skyldumynstur, atvinnulífíð, kjör fátæklinga, tómstundaiðju borg- arbúa, húsin, klóakið, heilbrigðis- mál, uppeldi og menntun, dauðann, guðina og kristindóminn í Róm. Aftast í bókinni er listi yfir róm- verska rithöfunda ‘og helstu verk þeirra, kort af miðborg Rómar og yfírlit yfír keisarana og tímabil í sögu fornborgarinnar. Bókin er skrifuð af fræðimönn- um, en ætluð fyrir áhugasaman al- menning, svo greinamar gefa les- andanum yfírlit yfir efnið án þess að fara í smáatriði. Ekki dylst les- andanum að hver grein er byggð á djúpstæðri þekkingu á viðfangsefn- inu, svo þær eru fullar af lærdómi, en um leið auðlesnar. Saman gefa þær skemmtilega mynd af borgarlíf- inu um og upp úr fæðingu Krists. Róm var stórborg og lífið þar því margslungið og litskrúðugt og fjöl- breytileiki borgarlífsins kemst vel til skila með bókinni. Lífið þar er í sjálfu sér fróðlegt umhugsuanrefni og lestur bókarinnar gefur nýja vídd í Rómarheimsókn. Sigrún Davbíðsdóttir UM HELGINA Ljóðlist Ljóðleikhúsið Næstsíðasta Ijóðakvöld Ljóðleik- hússins á þessum vetri verður haldið í Þjóðleikhúskjallaranum, mánudaginn 5. apríl klukkan 20.30. Rétt er að benda gestum á að koma tímanlega til þess að unnt verði að koma öllum í sæti áður en dagskráin hefst. Að þessu sinni eru sjö skáld gestir Ljóðleikhússins, en það eru Einar Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Kristján Kristjánsson, Nína Björk Árnadóttir, Sveinbjörn Baldvinsson, Þorgeir Þor- geirson og Þuríður Guðmundsdóttir. Halldóra Björnsdóttir leikari les úr Ijóðum Gyrðis Elíassonar og Guðný Ragnarsdóttir leikari les úr ljóðum Þuríðar Guðmundsdóttur, en að öðru leyti lesa skáldin sjálf úr verkum sín- um. Ljóðabókamarkaður verður á staðn- um sem fyrr. Aðgangseyrir er 250 krónur. Síðasta ljóðakvöld Ljóðleik- hússins á vetrinum verður mánudaginn 3. maí. (Fréttatilkynning) Myndlist Sýning á vegum Mynd- listarskóla Kópavogs í Gallerí Ispan Myndlistarskóli Kópavogs gengst fyrir samsýningu nokkurra myndlist- armanna í Galleríi Ispan, Smiðjuvegi 7, í dymbilvikunni. Myndlistarmennim- ir sem eiga verk á sýningunni tengjast allir Myndlistarskólanum með einhverj- um hætti. Nokkrir þeirra eru kennarar við skólann og aðrir eru meðlimir skóla- félagsins sem stendur að rekstri hans. Sýningin er sölusýning og er ætlað að styrkja skólann fjárhagslega. Eftir- taldir myndlistarmenn eiga verk á sýn- ingunni: Ásdís Sigurðardóttir, Bene- dikt Gunnarsson, Björn Birnir, Erla Listamennimir þrír, en þeir kalla sig „Alle tre“. Þeir eru frá vinstri: Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld, Grímur Marínó Steindórsson, myndlistarmaður og Hrafn Harðarson, ljóðskáld. VEÐRUN Sýning Gríms Marínós Steindórssonar í Perlunni GRÍMUR Marínó Steindórsson opnaði sýningu á myndum úr málmum og gijóti auk klippi- mynda í Perlunni síðastliðinn laugardag, og stendur sýningin til 18. apríl. Grímur Marínó hefur haldið einkasýningar á verkum sínum, tekið þátt í samsýningum og unn- ið til verðlauna. Hann nýtir sér tilfallandi efni hveiju sinni, málma, gijót, við, pappír og striga við listsköpun sína. Á sl. ári kom út bók með ljós- myndum af nokkrum verka Gríms Marínós, Tónmyndaljóð, sem gef- in var út í samvinnu þriggja lista- manna, Gríms Marínós, Gunnars Reynis Sveinssonar tónskálds og Hrafns Harðarsonar. Ennþá eru fáanleg nokkur eintök af bókinni á íslensku og verða þau til sölu á sýningu Gríms Marínós ásamt enskri útgáfu. Á þessu ári verða vígð tvö útiverk Gríms Marínós úti á landi. Málmgrímur Við opnun sýningarinnar síð- astliðinn iaugardag var frumflutt tónlist eftir Gunnar Reyni Sveins- son tónskáld, m.a. píanósónata í þremur þáttum sem tónskáldið nefnir Málmgrímur. Gunnar Reynir sagði í sfuttu spjalli við blaðamann Morgunblaðsins að auk píanósónötunnar hefðu tveir lagaflokkar eftir hann verið frum- fluttir við sama tækifæri fyrir Grímur Marínó Steindórsson opnaði sýningu í Perlunni á myndum úr málmum og grjóti auk klippimynda. réttri viku síðan. „Tilurð þessarar tónlistar minnar varð með þeim hætti að Grímur gerði kannski myndir eftir ljóðum Hrafns og ég gerði svo músík við myndina og ljóðið. Við notum allar mögulegar aðferðir við þetta samstarf og röðin á sköpun verkanna þarf alls ekki að verða sú sem ég var að lýsa. Eiginlega má segja að hver kveikir í öðrum,“ sagði Gunnar Reynir. Aðspurður um nafngiftina á píanósónötunni hans, Málmgrím- ur sagði Gunnar: „Ljóðskáldið hann Hrafn, hann fann upp þetta nafn síðastliðið haust á honum Grími, að kalla hann Málmgrím, vegna þess að hann gerir svo mörg verka sinna í málm,“ sagði Gunnar Reynir Sveinsson. Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Hanna G. Ragnarsdóttir, Ingiberg Magnússon, Ingunn Erna Stefánsdótt- ir, Sigrún Sveinsdóttir og Tumi Magn- ússon. Sýningin verður opnuð laugardaginn 3. apríl klukkan 15 og verður opin sunnudag 4. apríl, skírdag, laugardag 10. apríl og annan í páskum klukkan 14-18 alla dagana. Tónlist Astarvalsar eftir Jó- hannes Brahms Vortónleikar Selkórsins á þessu ári verða haldnir í Seltjarnameskirkju, þriðjudaginn 6. apríl klukkan 20.30. Á fyrrihluta efnisskrár eru ýmis lög bæði íslensk og erlend en á síðari hluta tón- leikanna verða fluttir átta ástarvalsar eftir J. Brahms, þar sem leikið er und- ir fjórhent á píanó. Undirleikarar eru þær Kristín Guðmundsdóttir og Arndis Inga Sverrisdóttir. Stjóranandi Sel- kórsins er Jón Karl Einarsson. Selkórinn á Seltjamarnesi er 25 ára um þessar mundir. Hann var stofnaður árið 1968 af Kvenfélaginu Seltjörn og var þá eingöngu skipaður konum og bar nafn félagsins. Árið 1977 fékk kórinn til liðs við sig karlaraddir og núverandi nafn. Ilann hefur starfað óslitið síðan. Starfsemin er ákaflega íjölbreytt, árlega heldur kórinn jóla- og vortónleika og ennfremur hefur hann sungið í nágrannabyggðum, fanð söngferð til Norðurlands og einnig til Norðurlanda. Nú fyrir skömmu fór kórinn vestur á ísafjörð og hélt þar velheppnaða tónleika ásamt Sunnu- kórnum, sem hafði allan veg og vanda af komu Selkórsins þangað. Þegar kórinn hóf starfsemi í haust bættust við margir nýir félagar og hófust strax æfingar á Messu í G-dúr eftir Schubert, sem flutt var á jólatón- leikum ásamt jólalögum. Háskólakórstónleikar Háskólakórinn heldur tónleika í Sel- tjarnarneskirkju, sunnudaginn 4. apríl klukkan 20.30. Kórinn er nýkominn úr tónleikaferð um Norðurland þar sem haldnir voru tónleikar á Dalvík og Húsavík. Einnig voru Verkmenntaskól- inn og Menntaskólinn á Akureyri sótt- ir heim og sungið fyrir nemendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.