Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 Stefnir í skort á útsæði í vor MIKIL eftirspurn hefur ver- ið eftir útsæði og stefnir allt í að skortur verði á því er líða fer á vorið. „Ég sé ekki betur en það stefni í skort á útsæði, það hefur verið mikil eftirspurn, einkum hjá stærri framleiðendum á Suðurlandi og það hefur ekki tekist að uppfylla allar óskir þeirra,“ sagði Sveinberg Laxdal bóndi í Túnsbergi á Sval- barðsströnd. Minni uppskera Sveinberg sagði að í kjölfar þess- arar miklu eftirspurnar frá fram- leiðendur yrði framboð til smærri aðila minna, þ.e. til minni framleið- enda og þeirra sem stunda kartöflu- rækt fyrir heimilið. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er tiltölulega lítið af útsæði eftir í Eyjafirði og Hornafirði sem eru helstu svæðin núna,“ sagði Svein- berg, en helsta skýring þess. að útsæði er af skornum skammti nú er að uppskera síðasta haust var undir meðallagi og eins eru menn hættir að bíða langt fram á vorið með sölu á útsæði. „Það hafa marg- ir brennt sig á því undangengin ár meðan uppskera var meira að bíða með sölu útsæðis, en hafa svo set,- ið uppi með mikið óselt.“ Sveinberg sagði að eitthvað væri um erlent útsæði á markaðnum sem menn myndu bjarga sér með, en þar væri um að ræða aðrar tegund- ir en fólk á að venjast. „Kannski gengur þetta upp, en það verður þá rétt með naumindum að ég tel,“ sagði Sveinberg. Grenilundarmál- inu verður áfrýj- að til Hæstaréttar BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að leggja til við bæjar- stjórn Akureyrar að vísa til Hæstaréttar máli húseig- enda við Grenilund gegn bænum, en fyrir skömmu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra dómur þar sem Akur- eyrarbæ var gert að greiða skaðabætur vegna vatnstjón sem varð í íbúðunum í maí árið 1990. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að málið snerist um það að lagt væri til grundvallar í dómnum að við hönnum lagnakerfis inn á svæðið hefði tæknideild bæjar- ins ekki lagt til grundvallar réttar forsendur og ætti það þá væntanlegt einnig við um lagnakerfí sveitarfé- laga almennt. „Það er ekki hægt annað en fá endanlega niðurstöðu þegar um er að ræða svona mál,“ sagði Sigurður. „Það kemur fram að lagnir séu of grannar, þær hafí ekki getað tekið við því magni af vatni sem eðlilegt sé talið.“ Mikið fannfergi var á Akureyri fyrstu mánuði ársins 1990, en asa: hláku gerði síðast í apríl. Starfsmenn bæjarins höfðu mokað snjó í skafl syðst við Grenilund og myndaðist mikið uppistöðulón sunnan götunnar. Þegar rás var rofín á binginn flæddi vatn niður eftir götunni og að húsun- um við Grenilund þar sem það fór inn í kjallara. Tjón varð í 10 íbúðum og var það metið á um 17 milljónir, en framreiknuð skaðabótakrafa allra íbúanna er um 30 milljónir króna. Suðvestanrok við Mývatn SETFLUTNINGAR í Mývatni ráðast fyrst og fremst af vindknúnum straumum, eink- um suðvestlægum vindum, að því er fram kemur í niðurstöð- um verkefnahóps umhverfis- ráðuneytisins um Mývatnsrann- sóknir, sem birtar voru í vik- unni. Myndin var tekin í fyrra- sumar í miklu suðvestanroki og reynist sjálfsagt mörgum erfitt að bera kennsl á Mývatn. Morgunblaðið/Rúnar Þór í lyftunni EF AÐ líkum lætur verða skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli keyrðar á fullum afköstum næstu daga. Nú stendur yfir Skíðalandsmót íslands, en síð- an tekur páskavikan við og er ævinlega margt um manninn í Hlíðar- ijalli þá daga. Eftir páska tekur við alþjóðlegt skíðamót og loks hinir sívinsælu Andrésar andar leikar þar sem um 800 börn munu keppa í ýmsum greinum skíðaíþróttarinnar. * Urskurðað- ur í gæslu- varðhald KARLMAÐUR á fimmtugs- aldri var á miðvikudag úr- skurðaður í sjö daga gæslu- varðhald á meðan verið er að rannsaka ýmis brot hans á Akureyri, Dalvík og jafnvel fleiri stöðum í Eyjafirði. Maðurinn er m.a sakaður um tékkamisferli, greiðslusvik og þjófnað. Hann komst með ólög- mætum hætti yfir tékkhefti sem hann notaði óspart til að greiða með fyrir ýmsa vöru og þjónustu. Þá er hann grunaður um að hafa stolið kirkjumunum úr Dalvíkur- kirkju á mánudag auk fleiri brota, svo sem töskuþjófnaðar. Maðurinn kom til Akureyrar á sunnudag, að álitið er, og var hann handtekinn á Dalvík á þriðjudags- morgun. Var hann þá með með ýmsa hluti í fórum sínum sem tal- ið var að væru illa fengnir. Þegar maðurinn var handtekinn var hann í vímu og reyndist ekki unnt að yfirheyra hann strax. -----» ♦ ♦--- Tónleikar í Dynheimum TÓNLEIKAR verða haldnir í fé- lagsmiðstöðinni Dynheimum í kvöld, laugardagkvöldið 3. apríl. Fram koma hljómsveitirnar k.y. sem er frá ísafirði, Svörtu kaggarn- ir, sem leikur rokkabillí í harðari kantinum, og Hún andar, sem vak- ið hefur nokkra athygli á Akureyri og í Reykjavík. Tónleikamir hefjast kl. 21. Hhitafé Foldu auk- ið um 16 milljónir BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að hlutafé bæjarins í ullariðnaðarfyrirtækinu Foldu verið aukið um allt að 8 milljónir króna, en sljórn fyrirtækisins hefur óskað eftir því við hluthafa að hlutafé verði aukið um 25% eða 16 milljónir alls. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að fram hefði komið ósk frá stjórn fyrirtækisins um að hlutfé þess yrði aukið og á fundi bæjarráðs á fímmtudag hefði verið samþykkt tillaga um að bærinn myndi auka hlutafé sitt að hámarki 8 milljónir. Bær- inn á tæpan helming hlutafjár í fyrirtækinu, en alls verður hlutafé aukið um 16 milljónir króna. Mikið í húfi „Menn eru að hamast við að ná betri tökum á rekstrinum og að fengnu fyrsta reynsluári fyrirtækis- ins er útlitið ekki verra en það að við höfum trú á að dæmið gangi upp,“ sagði Sigurður. „Við teljum að það sé þess virði að reyna að koma þessu 100 manna fyrirtæki á réttan kjöl og sá tími sem það hefur starf- að sé ekki nægur til að taka endanlega afstöðu um framhaldið. Það er mikið í húfi.“ TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Styrkur til tónlistarnáms úr Minningarsjódi Þorgerdar Eiríksdóttur Nemendur, sem stundað hafa nám við Tónlistarskólann á Akureyri og hyggja á háskólanám í tónlist, eða hafa þegar hafið það, eiga rétt á að sækja um styrk úr Minn- ingarsjóði Þorgerðar Eiríksdóttur. Umsóknarfrestur er til 1. maí og þurfa umsækjendur að greina frá námsferli og námsáformum í umsókn sinni. Umsóknir skulu sendar til undirritaðs. Skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Ráðstefna haldin um gæðastjórnun REKSTRARDEILD Háskólans á Akureyri efnir til ráðstefnu um gæðastjórnun og menntunarmál í byrjun júní næstkomandi, en hún er haldin í samvinnu við Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og Gæðastjórnunarfélag íslands. Yfírskrift ráðstefnunnar er: Menntun, fræðsla og þekking sem forsenda fyrir gæðastjómun. Tilefni ráðstefnunnar er útskrift fyrstu nemendanna af sérstakri námsbraut í gæðastjómun hér á landi og verður lokaverkefnum þeirra gerð skil. Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu um gildi menntun- ar í tengslum við gæðastjómun og að varpa ljósi á þá fræðslu sem boð- in er á þessu sviði. Auk kynninga á lokaverkefnum úrskriftamema verður fjallað um þörf fyrir fræðslu í gæðastjórnunar- málum hér á landi og þá þróun sem orðið hefur í gæðastjórnun erlendis á síðustu árum. Ráðstefnan verður haldin í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju og á Hótel KEA og stendur í einn dag. (Fréttatilkynning) MESSUR Akureyrarkirkja: Hádegis- tónleikar í dag, laugardag kl. 12. Hádegisverður í Safnaðar- heimili eftir tónleika. Ferming- arguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30 á morgun. Altaris- ganga mánudagskvöld kl. 19.30. Æskulýðsfélagið heldur fund í Kapellunni kl. 17 á pálmasunnudag. Glerárkirkja: Fermingarguðs- þjónusta pálmasunnudag kl. 10.30 og 14. Fermingarguðs- þjónustur verða einnig á sama tíma á skírdag og annan páska- dag. Messa skírdagskvöld kl. 21. og guðsþjónusta kl. 14 á fóstudaginn langa. Hátíðar- messa kl. 8 á páskadag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.