Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 ________________ "N Bent Scheving Thorsteinsson hagfræðingur IT| Hagræðingaráform h hjá íslandsbanka F hafa ekki skilað sér 1 29 „HVAÐ varð um hagnaðinn við sameiningu bankanna og tilurð íslandsbanka? Hvað varð um fyrirheitin um að íslandsbanki yrði góður fjárfestingarkostur?“ Þessum spurningum varpaði Bent Scheving Thorsteinsson, hlut- hafi í Islandsbanka, fram á aðalfundi bankans fyrr í vikunni. Hann gagnrýndi sljórnendur bankans og bank- aráð fyrir óþarflega mikil framlög í afskriftareikning og of litlar arðgreiðslur. Bent segir að a.m.k. hafi tvenn stór mistök verið gerð í rekstri bankans. í fyrsta lagi hafi hagræðing sú sem stefnt hafi verið að með samein- ingunni ekki skilað sér og í öðru lagi var stýringu út- lána ábótavant. Á stundum hafi forsvarsmenn bankans jafnvel freistast til að kaupa sér skammtímavinsældir, oft með „vildarlánum til vonlausra vanskilamanna í bor- inni von um að Eyjólfur hresstist“. Þorkell Oánægður hluthafi í Islandsbanka BENT Scheving Thorsteinsson gagnrýnir stjórnendur íslands- banka og bankaráð fyrir óþai'flega mikil framlög í afskriftareikn- ing og of litlar arðgreiðslur. í viðtali við Morgunblaðið sagði Bent að þótt efnahagsum- hverfið á undanförnum misserum hafi að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á rekstur og stöðu bankans hafi fleira komið til. „í íslands- banka fór a.m.k. tvennt úrskeið- is. í fyrsta lagi fóru menn sér allt of hægt í hagræðingunni. Nú er verið að áforma að leggja niður þrjú útibú og í fyrra voru einnig lögð niður útibú, en af hveiju var þetta ekki gert á fyrsta starfsári bankans? Sparn- aðurinn sem átti að verða af sam- einingu bankanna og hagræðing- unni varð aldrei til. I staðinn kom kostnaður sem enginn átti von á. Enn er verulega mikið eftir af þeim markmiðum sem sett voru fyrir þremur árum síðan.“ Bent segir að annað sem farið hafí úrskeiðið var útlánastýring bankans. „Hún hefur ekki verið markviss heldur losaraleg. Það er ekki fyrr en nú sem Valur Valsson, bankastjóri, kemur með kynningu á því hvernig eigi að efla lánastýringuna og standa öðruvísi að henni. Þetta hefði átt að gera strax í upphafi. Vildar- lánin hafa verið öllurn til baga og þau hafa valdið stórtjóni sem aldrei fæst bætt.“ 5% lágmarksarður Áður hefur komið fram hér í Morgunblaðinu að Bent, ásamt mjög mörgum hluthöfum ís- landsbanka, er mjög óánægður með þær 2,5% arðgreiðslur sem ákveðnar voru á aðalfundinum. Bent telur að þær hefðu þurft að vera 7%. „Framlag í afskrifta- reikning bankans upp á 1.512 milljónir á einu ári er mikið álita- mál og er óvenju há upphæð. Það rýrir svo afkomu bankans að hún verður neikvæð og til stórskaða fyrir orðstír og traust bankans. Á Afskriftareikningi eru nú rúm- lega 2,5 milljarðar. Samkvæmt nýjum reglum er svo mælt fyrir að bankar eigi ekki að tekjufæra vexti af van- skilalánum, heldur eigi að af- skrifa þá. Sú upphæð sem þann- ig var afskrifuð var um 395 millj- ónir. Þetta samsvarar 2,5 millj- örðum í vanskilalán ef miðað er við 16% dráttarvexti. Þar sem forsvarsmenn bankans segja að 2,5 milljarðar séu í vanskilum verður maður að spyija hvort þeir reikni ekki með því að ein einasta króna fáist upp í vanskil- in þar sem sama upphæð er nú á afskriftareikningi bankans. Ótrúlegt er að svo illa inn- heimtist og þá er trúlega ekki nauðsynlegt að framlagið í af- skriftareikning útlána sé 1.512 milljónir króna. Ef það væri ein- ungis lækkað um 12% í 1.330 milljónir hefði útkoma bankans orðið jákvæð og eiginfé hefði hækkað. Að öllu öðru óbreyttu hefði arður til hluthafa orðið 7%, sem væri viðunandi í stöðunni. Ef nauðsyn krefur mætti síðar á árinu bæta þessum 12% við af- skriftasjóð útlána með sölu óarð- bærra eigna og þar er af nógu að taka.“ Bent telur jafnframt að lágmarksarðgreiðslur eigi að vera 5% hveiju sinni, sem tryggja beri með sérstökum arðjöfnunar- sjóði. Stuðpúðar sljórnenda Bent bendir á að þrátt fyrir tap hjá Flugleiðum hafi stjórnin ákveðið að greiða hluthöfunum arð upp á 7%. „Með hliðsjón af þessu er sárt að viðurkenna að Flugleiðum er meira annt um sína hluthafa, en íslandsbanki tekur ekki tillit til þeirra sem leggja sparnaðinn sinn í hlutafé í bankanum. íslandsbanki er með 900 milljónir undir liðnum óráð- stafað eigið fé sem hægt hefði verið. að ráðstafa í arð en bank- inn notar 10% af honum til arð- greiðslu. Þar fyrir utan tel ég heitið „óráðstafað eigið fé“ vandræða- heiti og legg til að þessum bók- haldslið verði skipt i tvennt. Ann- ars vegar í arðjöfnunarsjóð, sem sér um að hluthafar fái reglu- bundinn arð, og hins vegar í við- lagasjóð, sem tekur við tapi þeg- ar illa árar. Þetta er t.d. gert hjá Sjóvá-Almennum. “ Bent segir stjórnendur fyrir- tækja á Islandi hafa tilhneiginu til að safna í sjóðinn „óráðstöfuðu eigið fé“. „Með því móti hafa þeir afnot af miklum fjármunum sem þeir greiða aldrei arð eða vexti af. Þannig eru þeir að svíkja sína hluthafa. Þetta er hlutur sem Eimskip hefur stundað árum saman. Félagið hefur notað slíka sjóði til að fjárfesta í öðrum hlutafélögum eftir geðþótta stjórnenda hveiju sinni án þess að það sé borið undir hluthafa. Þeir telja sig bersýnilega hafa vit fyrir hluthöfunum í fjárfest- ingum en það er vissulega mikill misskilningur eins og ótal dæmi sanna. Nær væri að hluthafar fengju þessa fjármuni í hendur og fjárfestu eftir eigin vali. Þetta er spilling sem þarf að koma í veg fyrir en lög á þessu sviði eru ákaflega vanþróuð hér á landi. Það hefur verið árátta hjá mörg- um stjómendum að koma sér upp slíkum stuðpúðum. Því vanda- laust er að reka fyrirtæki með vaxtalausum víkjandi lánum sem aldrei þarf að greiða." 5% hámarksatkvæðavægi Á aðalfundi íslandsbanka bað Bent forsvarsmenn lífeyrissjóða um að tjá sig um hvort þeir teldu arðgreiðslurnar nægjanlegar en fátt varð um svör þeirra. „Ástæð- an fyrir því að ég óskaði eftir svari þeirra var sú að lífeyrissjóð- irnir eru ákaflega stórir hluthafar og geta ráðið mörgu. Þeir eru þarna væntanlega fyrst og fremst sem fjárfestar til að lífeyr- issjóðimir hagnist. Ég vildi fá að vita hvort forsvarsmenn lífeyris- sjóðanna teldu sig hafa umboð síns félags til að hafna hærri arði en þeim 2,5% sem stjómin lagði til, þrátt fyrir augljósa getu til þess að greiða þrefalt meira. Það er hins vegar spurning hvort lífeyrissjóðir eigi yfirleitt að fara með svo mörg atkvæði á hluthafafundum sem þeir gera og greiða atkvæði með allt öðrum hætti en eðlilegt er fyrir venju- lega fjárfesta. Venjulegir fjár- festar hafna ekki arði og bíða eftir að fá meira seinna eða til að tryggja sjálfum sér stjórnar- setu.“ Bent sagði það vera spum- ingu hvort ekki ætti að takmarka atkvæðamagn lífeyrissjóðanna, annarra stofnana og stórfyrir- tækja, við 5% hámark í hlutafé- lögum. „Það þarf að stoppa ríkj- andi fyrirkomulag áður en þessir aðilar ráða lögum og lofum í öll- um hlutafélögum þessa lands.“ Hagsmunatengsl Bent segir að innan lífeyris- sjóðanna sé pólitíkin því miður of ráðandi og þar að auki sé of mikið um hagsmunatengsl stjórnenda hlutafélaga við ýmsa hagsmunahópa. „Tökum sem dæmi Kristján Ragnarsson sem bankaráðsformann íslands- banka. Hann situr þar sem full- trúi Landssambands íslenskra útvegsmanna og fyrir hönd Fisk- veiðasjóðs, sem eru stórir hlut- hafar í íslandsbanka. LÍtJ predik- ar um að útvegsmenn séu undir- staða atvinnulífsins og að taka þurfí sérstakt tillit til þeirra. Þeir þurfi sérstaka fyrirgreiðslu í lán- um, vöxtum og gjaldeyrismálum. Kristján getur því varla verið heppilegur maður sem bankar- áðsformaður, þótt hann sé hinn mætasti maður. Það sem hins vegar bjargar miklu er að þessir kappar í bank- aráði eru fulltrúar mismunandi hagsmunahópa og hafa talsvert eftirlit hver með öðrum. Guði sé lof fyrir að þeir skuli veita hver öðrum aðhald. Það hjálpar hinum almenna hluthafa." Bent er mjög ánægður með kosningu Orra Vigfússonar for- stjóra Sprota í bankaráð og seg- ist vera sammála gagnrýni Orra á stjórnskipulag bankans. „Stjómun bankans yrði skilvirk- ari ef stjórnendum yrði fækkað um helming eða meira. Það er nóg að hafa einn bankastjóra. Standi hann sig ekki verði hann látinn fara. Samábyrgð, þar sem hver getur vísað á annan ef eitt- hvað fer úrskeiðis, gengur ekki upp.“ Bent segigt vona að Orri starfi í bankaráði sem fulltrúi hins al- menna hluthafa en ekki stofnana eða sjóða. „Slíkan talsmann hef- ur okkar hluthafa vantað.“ Af segulbandsupptöku Hrafns Gunnlaugssonar eftirKarl Th. Birgisson Hrafn Gunnlaugsson hefur verið formlega áminntur tvisvar fyrir dónaskap við starfsfólk Sjónvarps- ins. Það var líklega svipaður rudda- skapur og hann lætur frá sér í grein í Mbl. í gær um frásögn mína í Pressunni af umræðum á útvarps- ráðsfundi um meinta óleyfilega seg- ulbandsupptöku Hrafns af fundi ráðsins 19. mars sl. En Hrafn hrjá- ir líka ólæsi, því úr greininni les hann hluti sem ekki eru þar og virð- ist ekki skilja hitt, sem skrifað er. Staðreyndirnar eru þessar: Um þetta mál stendur þrennt í Press- unni; að útvarpsráð hafi haft veður af upptökunni og heyrt að Hrafn hafí spilað hana fyrir vini sína; að Hrafn og stuðningsmenn hans neiti að upptakan hafi nokkurn tíma verði til; og að Pétur Guðfinnsson hafi haft það eftir Hrafni að upptak- an hefði verið gerð, en henni síðan eytt. Það var líka haft eftir for- manni útvarpsráðs, Halldóru Rafn- ar, að ráðið hefi fengið staðfestingu á að upptakan hafí verið gerð, án vitundar þess, sem ráðsmönnum þótti eðlilega ekki sérstaklega smekklegt. Þessu til áréttingar er hér orð- réttur kafli úr samtali mínu við Halldóru: Annað mál er nokkuð óljóst í mínum huga, sem er þetta segulbandsupptökumál. Sú skoðun mun hafa verið uppi (á útvarpsráðs- fundi) að Hrafn hafi tekið upp fund- inn á ykkar vitundar ... „Það er ekki skoðun. Við fengum staðfestingu á því að svo hafí verið og okkur fannst það náttúrlega ekki eiga við ..." Sjálfur heldur hann því fram og einhveijir kunningjar hans að hann hafí ekki notað tækið þótt það hafí verið þarna. Fenguð þið staðfest- ingu á því að svo hafi verið? „Hann sagði það við mann sem var á fundinum að hann hefði tekið upp fundinn, hann hefði hlustað á hann, en tekið yfír hann eða eitt- hvað svoleiðis." Þessi maður var Pétur Guðfínns- son framkvæmdastjóri. Að fengn- um þessum upplýsingum var mín niðurstaða þessi: „Að samanlögðu má gera ráð fyrir að upptakan hafi verið gerð, en Pressunni tókst ekki að hafa uppi á neinum sem hafði „Hitt er deginum ljós- ara að útvarpsráðs- menn töldu og telja sig hafa fullvissu um að Hrafn hafi tekið upp fundinn án þess að spyrja leyfis og enginn vafi leikur á að það hafði veruleg áhrif á afstöðu þeirra til Hrafns sem starfs- manns Sjónvarpsins.“ heyrt hana eða gat staðfest hvers eðlis hún var.“ Það eru ósannindi Hrafns að full- yrt hafí verið um að upptakan hafí verið gerð, enda getur enginn dreg- ið aðra ályktun af ofangreindum upplýsingum en að einhver sé ekki að segja alveg satt um málið. Er það útvarpsráð, Pétur eða Hrafn og vinir hans? Hrafn veit væntan- lega svarið við þeirri spumingu. Hitt er deginum ljósara að út- varpsráðsmenn töldu og telja sig hafa fullvissu um að Hrafn hafí tekið upp fundinn án þess að spyrja leyfis og enginn vafí leikur á að það hafði veruleg áhrif á afstöðu þeirra til Hrafns sem starfsmanns Sjónvarpsins. Það hefði fallið vel inn í það hegðunarmynstur hans sem þeir töldu sig greina að öðru leyti. Þetta eru staðreyndirnar um „sefa- sýkina“ og „blaðamennskuna sem menn stunda“. Ég kæri mig ekki einu sinni um að hugleiða hvað það er í skapgerð Hrafns sem kallar fram þessi viðbrögð, en þegar ég hringdi í Hrafn vegna greinarinnar voru viðbrögðin dónaskapur sem ekki er hægt að hafa eftir á síðum Morgunblaðsins nema efnislega; farðu til fjandans. Hrafns vegna er vonandi að hon- um takist að finna sér vinnustað þar sem enginn kippir sér upp við skapgerðarbresti hans. Þeir koma hins vegar ekki í veg fyrir að þessi blaðamaður sinni því starfi sínu að útskýra fyrir lesendum Pressunnar hvað réð því, satt eða ímyndað, að hann var rekinn af Sjónvarpinu. Höfundur er blaðamaður á Pressunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.