Morgunblaðið - 03.04.1993, Side 52

Morgunblaðið - 03.04.1993, Side 52
MICROSOFT, einar j. WlNDOWS SKÚLASONHF TVÖFAIDUR1. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Fiskiskipaflotinn of stór að mati nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu 60-80% flotans nægileg við kjörástand fískistofna NIÐURSTÖÐUR nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu voru lagðar fyrir ríkissljórn og kynntar opinberlega í gær. Athuganir á vegum nefndarinnar benda til þess að fiskiskipaflotinn sé of stór fyrir þörfina í dag og unnt væri að komast af með 10-20% minni flota. Takist að byggja fiskistofnana upp í kjörstærð nægi að gera út 60-80% af núverandi flota. Þá telur nefndin að frystihús á landinu séu fimmfalt fleiri en þau þyrftu að vera ef unnið væri á « vöktum allan sólarhringinn. Niðurstöður nefndarinnar um hæfilega stærð íslenska fiskiskipaflotans byggja á athugunum í sjávarútvegshermi, líkani sem unnið hefur verið að í samvinnu íslenskra og norskra vísinda- manna. Niðurstaðan er að þrátt fyrir lélegt ástand fiskistofnanna bendi athuganirnar til þess að unnt væri að komast af með 10-20% minni flota en nú. Takist hins vegar að byggja fiskistofnana upp í kjörstærð nægi að gera út 60-80% af núverandi flota. í skýrslunni kemur fram það álit að 20% nýting sé á frystihúsum landsins og er þá mið- að við mögulega nýtingu húsanna með vakta- vinnu allan sólarhringinn. Frystihúsin séu því 400% eða fimmfalt fleiri en vera þyrfti. Þá mætti fækka pillunarvélum í rækjuvinnslunni um helming, að mati nefndarinnar, ef tekin væri upp vinna á tveimur vöktum í vinnslunni. Þróunargjaldið lækkar ekki Frumvarp sjávarútvegsráðherra um Þróun- arsjóð sjávarútvegsins var rætt í ríkisstjóm í gær og kom til tals í utandagskrárumræðum um sjávarútvegsmál á Alþingi. Þar kom fram hjá Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra að 1.000 króna þróunargjaldi á hvert þorskígildis- tonn, sem rennur í sjóðinn til að greiða fyrir hagræðingu í greininni, verður ekki breytt nema með lögum. Verði gjaldinu breytt, verði það ekki til lækkunar. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, segir líklegast að þróunargjaldið hækki fremur en lækki á síðari hluta áratugarins. Sjá fréttir á miðopnu og þingsíðu, bls. 25. Sorp flutt til Ejrja UPP á síðkastið hefur Sorp- eyðingarstöð Vestmannaeyja tekið við sorpi frá nokkrum aðilum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi, en að sögn Guðmundar Richardssonar starfsmanns stöðvarinnar virð- ist áhugi ýmissa aðila á því að fá sorpi frá sér eytt í Vest- mannaeyjum. Þeir sem sent hafa sorp til Eyja hafa greitt af því allan flutningskostnað, en þeir hafa ekki þurft að greiða fyrir eyðinguna. Meðal sorps sem sent hefur verið til eyðingar í Vestmannaeyjum eru um 32 tonn af pappír frá Gagnaeyð- ingu, 20-30 tonn af pappírsúrgangi frá Papco og auk þess hafa tveir gámar borist af sorpi frá sjúkrahús- um í Reykjavík. Orka frá Sorpeyðingu Vest- mannaeyja er notuð inn á hitaveit- una í Vestmannaeyjum og framleið- ir stöðin 1200-1300 kílóvött á klukkustund sem á að geta kynt um 200 hús. Morgunblaðið/Jðhann Óli Hilmarsson Sjaldséður fugl TVEIR nátthegrar sáust í Reykjavík í gær og fyrra- dag; annar í Elliðaárdal, þar sem myndin var tekin, hinn í Fossvogi. Að sögn fuglaskoðara er þetta í fimmta skipti sem þessi suðræna hegrategund sést hér á landi. Nátthegrar eru á stærð við hrafna og því mun minni en gráhegrinn sem hér hefur vetrar- dvöl og er eini hegrinn sem kemur reglulega hingað til lands. Að sögn fuglaskoðara fljúga nátthegrar um þetta leyti árs frá vetrarstöðvum sínum í Afríku til varpstöðva í S-Evrópu og er talið sennilegt að fugl- ana tvo, sem hér hafa sést, hafi borið af leið með suðaustlægum vindi. Morgunblaðið/Kristinn Krossá Selijarnarnes- kirkju RÚMLEGA 4 metra háum krossi var komið fyrir á þaki Seltjarnar- nesskirkju í blíðviðrinu í fyrra- dag, um það bil fjórum árum eftir að kirkjan var vígð. Að sögn séra Sólveigar Láru Guðmunds- dóttur hafði þess verið beðið um nokkurra vikna skeið að viðraði til verksins, þar sem um mikið nákvæmnisverk er að ræða. Krossinn er úr ryðfríu stáli og smíðaður í Vélsmiðju Gríms Jónssonar í Reykjavík. 11 punda sjó- birtingur úr Geirlandsá ÁGÆT sjóbirtingsveiði var í Geirlandsá og í Vatnamótum Skaftár, Hörgsár og Geirlandsár fyrstu daga veiðitimans, en veiði hófst á fimmtudag. 15 sjóbirting- ar veiddust fyrsta daginn í Geir- landsá, þar af 11 punda fiskur sem veiddist á flugu I svokölluð- um Ármótum. í Vatnamótunum fengust 10 birtingar fyrsta dag- inn, allt að 7 punda fiskar. Gunnlaugur Óskarsson formaður árnefndar Stangaveiðifélags Kefla- víkur var við Geirlandsá og sagði hann horfur góðar, talsvert virtist af fiski og væri þetta betri byrjun en í fyrra. Sjá bls. 7: „Eru þeir að fá ’ann?“ Á kreik í blíðunni HANN Bjöm Hjartarson, sem á heima á Vesturgötunni, fékk óvæntan gest inn um opinn gluggann hjá sér í gær, en það var bústin hunangsfluga. Birni þótti flugan undarlega snemma á ferli og Erling Ólafsson, skor- dýrafræðingur, staðfesti að svo væri. „Hunangsflugumar fara yfirleitt á stjá um 20. apríl, en ein og ein birtist fyrr, ef óvenju hlýtt er í veðri,“ sagði hann. „Núna hefur verið hlýtt og það platar þær sumar úr dvalanum, enda hafa þær ekki aðlagast ís- lenskum aðstæðum til fulls. Ef aftur kólnar þá lifa þær af, þrátt fyrir frumhlaupið, því þær leggj- ast bara fyrir og hægja á starf- seminni.“ Á meðfylgjandi mynd- um sést Björn Hjartarson og óboðni gesturinn hans. Morgunblafl5* 'Sigga Míkil óvissa ríkir um stöðu þríhliða víðræðnanna Komið að ákvörðun ENN ríkir mikil óvissa um hvort samkomulag tekst í þrí- hliða viðræðum ríkisstjórnarinnar, VSÍ og ASI um forsend- ur og gerð kjarasamninga til ársloka 1994 án almennra Iaunabreytinga. Fulltrúum ASÍ og VSÍ og heimildum innan ríkissljórnar bar þó saman um það í gærkvöldi að komið væri að því að teknar yrðu ákvarðanir um framhaldið þótt menn væru ekki á einu máli um hvort það réðist í dag eða á morgun, en samningaráð VSI kemur saman á hádegi í dag og stóra samninganefnd ASI hefur verið boð- uð til fundar kl. 13.30. Ekkert varð úr fyrirhuguðum fundi fulltrúa ASÍ og VSÍ með ráð- herrum í gær, en sídegis átti Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsæt- isráðuneytinu fund með forystu- mönnum samtakanna, þar sem hug- myndum ríkisstjómarinnar var lýst. Ekki er búist við fundi með ráðherr- um í dag, en aðilar munu halda áfram óformlegum samtölum um forsendur samninga i dag. Vsk. og atvinnumál erfiðust Stærstu mál viðræðnanna nú snúast annars vegar um framlög ríkisins til atvinnumála, en sú upp- hæð er enn á reiki, og hins vegar um lækkun virðisaukaskatts af matvöru. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segir að þær hugmyndir sem uppi eru muni ekki valda grundvallarbreytingum á lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs á þessu ári. ASÍ hefur m.a. lagt til fjár- magnstekjuskatt, en ekki hefur fengist niðurstaða um hversu breið- ur sá skattstofn ætti að vera. Að mati ríkisins gæti skatthlutfallið verið lægra ef skattstofninn næði til vaxtatekna lífeyrissjóða, en því hefur algerlega verið hafnað af ÁSÍ og VSÍ. Skv. upplýsingum blaðsins munu ráðherrar ekki ætla að halda skatti á lífeyrissjóðina til streitu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.