Morgunblaðið - 03.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993
Um inenniiigii rísa
og grænar bólur
eftir Guðrúnu
Alfreðsdóttur
Það eru miklir óvissu- og um-
brotatímar gengnir í garð hér á
landi sem víða annars staðar. Það
eru efnahagsþrengingar og at-
vinnuleysi, með ófyrirsjáanlegar
afleiðingar. Niðurskurði er óspart
beitt á öllum sviðum þjóðfélagsins.
Og það eru víðtækar umbreytingar
í vændum, í kjölfar aðildar íslands
að Evrópska efnahagssvæðinu.
Evrópsk landamæri opnast upp á
gátt og samstarf þjóðanna verður
nánara á öllum sviðum.
Þetta eru alkunnar staðreyndir
og margtuggnar svo ekki er
ástæða til að dvelja sérstaklega
við þær hér. Hins vegar gefur sú
staðreynd, að tímar umbreytinga
og erfíðleika skuli verða samferða
inn í veruleika okkar hér á ís-
landi, ástæðu til að staldra ræki-
lega við. Sjálfsvitund lítillar þjóðar
gæti verið íhúfi.
Saklaust orð í banni
Breytingatímabil þjóðar er að
sjálfsögðu ekkert nýtt fyrirbrigði.
Umbreytingar eru lögmál lífsins
og forsenda framþróunar. Og að
þessu sinni munu þær eflaust einn-
ig hafa eitt og annað gott í för
með sér. - Eða gætu haft það ef
við höfum gát á þróun mála og
látum ekki efnahagserfiðleika
spilla fyrir.
Það .sem einkum er ástæða til
að staldra við í þessu sambandi
er framtíð íslenskrar tungu og
menningar. Menningar í víðasta
skilningi þess orðs - sem einhverra
hluta vegna virðist hálfgert feimn-
ishugtak eða jafnvel bannorð í
huga margra íslendinga. Menn
taka sér það orð vart í munn leng-
ur nema í hefðbundnum hátíðar-
ræðum. Og sumir virðast reyndar
ekki mega heyra á það minnst
öðru vísi en að fá „grænar bólur“.
En þetta saklausa og ágæta orð,
menning, merkir þó ekkert annað
en það sem við mennirnir höfumst
að, tileinkum okkur og skilum til
afkomenda. Atferii mannsins og
hefðir. Eða eins og orðabók Menn-
ingarsjóðs skilgreinir hugtakið
m.a.: 1. þroski mannlegra (and-
legra) eiginleika mannsins, það
sem greinir hann frá dýrum, þjálf-
un hugans, andlegt líf, sameigin-
Iegur arfur (venjulega skapaður
af mörgum kynslóðum). -
Það eru fjölmargir þættir sem
við góð skilyrði geta sameinast um
að gera menningu þjóðar fagra og
blómlega. Þættir sem móta og
þroska mannlega eiginleika og at-
ferli og auðga tungumálið. Sam-
nefnarar fyrir þá helstu eru mennt-
un, bókmenntir og listir lærðra og
leikra. Sagan segir okkur að þær
þjóðir sem búið hafa við hvað blóm-
legasta menningu hafi einmitt haft
þessa þrenningu í hávegum.
Hér á landi eiga allir þessir
þættir sína sögu, þó hefð þeirra
sé misjafnlega löng eða rík. Stolt
okkar er tungumálið og hinn ein-
stæði sagna- og bókmenntaarfur
sem ekki hvað síst hafa gefið þjóð-
inni sín séríslensku einkenni. I ald-
anna rás hafa síðan hinir ýmsu
ólíku þættir náð fótfestu, þróast
og smám saman sett svip sinn á
öll svið samfélagsins. Þannig hefur
til orðið undirstaða þess sem ein-
faldlega nefnist íslensk menning.
| henni felst sjálfsvitund okkar sem
íslendinga, sem sjálfstæðrar þjóð-
ar.
Risamir koma
Oft hefur verið haft á orði að
langvarandi einangrun þessarar
litlu þjóðar eigi mikinn þátt í því
hversu vel hefur tekist að auðga
og varðveita menningu hennar og
menningararf. Vafalaust er það
rétt. En í þau skipti sem hætta
hefur steðjað að íslenskri tungu
og menningu fór vel að lokum
vegna þess að þjóðin bar gæfu til
að eiga ábyrga og framsýna syni
og dætur. Menning smáþjóðar er
viðkvæm, jafnvel þó hún hafi fest
rætur. Og enn er hætta á ferðum.
Aðild íslands að EES gefur á viss-
an hátt ástæðu til að óttast óbeina
aðför að menningu okkar og tungu.
Augljósasta hættumerkið eru þær
hömlulausu útsendingar erlends
sjónvarpsefnis um gervihnetti sem
innan skamms munu í æ ríkari
mæli herja á landsmenn.
- Til að fyrirbyggja misskilning
vil ég taka fram, áður en lengra
er haldið, að ég aðhyllist ekki ein-
angrun til að vernda íslenska
menningu. Þvert á móti. Menning-
arleg samskipti við aðrar þjóðir eru
ekki aðeins æskileg heldur nauð-
synleg. Þannig öðlumst við víðsýni
og þangað getum við sótt nýjar
stefnur og strauma. En forsendan
fyrir jákvæðum áhrifum slíkra
samskipta er að þau verði aldrei
yfirþyrmandi. Að hægt sé að hafa
stjórn á þróuninni, að geta valið
og hafnað. Og það hefur þjóðinni
blessunarlega tekist hingað til. -
Eins og kunnugt er fylgir sú
kvöð EES-aðildinni að íslendingar
þurfa meira og minna að lúta þeim
lögum og reglum Evrópubanda-
lagsins er gilda um fjórfrelsi innri
markaðarins; frjálst flæði vöru,
þjónustu, fjármagns og vinnuafls.
Menningar- og listastarfsemi teng-
ist þessum þáttum meir en virðist
í fljótu bragði og er því ekki undan-
skilin þessum reglum. Kvikmyndir
og sjónvarpsefni telst t.d. hrein og
klár menningarleg söluvara. Mark-
mið sérstakrar myndmiðlunaráætl-
unar EB-rikja - og nú einnig aðild-
arríkja EES - er að þróa miðlunar-
tækni og auka samkeppnismögu-
leika evrópsks myndefnis. Og fyrir
nokkru tók gildi tilskipun EB um
„Sjónvarpssendingar án Ianda-
mæra“; óheft myndmiðlun um
kapalkerfi og gervihnetti. Gífur-
legum fjárhæðum er varið í þetta
miðlunarátak og m.a. stefnt að því
að gera útsendinga- og móttöku-
tækni sem auðveldasta og ódýr-
asta. Það er því ástæðulaust að
vanmeta áhrif EB-risanna er fram
í sækir.
Guðrún Alfreðsdóttir
„Markmið EB-ríkja er
einfaldlega að vernda
evrópska menningu
með því að snúa vörn í
sókn í samkeppninni við
aðra risa, myndefnis-
og miðlunartækni-
risana á heimsmarkað-
inum, Bandaríkin og
Japan.“
- Út af fyrir sig er þetta miðlun-
arátak þó hið besta mál. Markmið
EB-ríkja er einfaldlega að vernda
evrópska menningu með því að
snúa vörn í sókn í samkeppninni
við aðra risa, myndefnis- og miðl-
unartæknirisana á heimsmarkað-
inum, Bandaríkin og Japan. 0g
það eru ofur eðlileg viðbrögð, ekki
satt!
Okkar einasta vörn
En það eru erfiðir tímar. Og við
efnahagslegar þrengingar er venja
að skera niður á öllum sviðum.
Sagan hefur þó sýnt að þegar að
kreppir hefur manneskjan aukna
þörf fyrir að njóta menningar og
auðga sitt andlega líf. Trúlega er
það sáluhjálparatriði. Hvers kyns
niðurskurður á framlagi til menn-
ingarmála er því vægast sagt vafa-
söm aðgerð. En öllu alvarlegri
verða slíkar aðgerðir með tilliti til
hinna breyttu tíma. Eða hvers virði
teljum við menningu okkar í raun?
Er hægt að leggja hana á ís með-
an þjóðin samviskusamlega spar-
ar? Varla. Hætt er við að dapurleg-
ar afleiðingar niðurskurðar segi
fljótlega til sín ef erlent, óþýtt sjón-
varpsefni fær að hertaka íslensk
heimili án minnsta viðnáms. Án
nokkurra möguleika til eðlilegrar
samkeppni með innlent dagskrár-
efni. Og ef svo fer'hefur þjóðin
sannarlega ástæðu til að fá græn-
ar bólur. En það yrðu þó vægustu
afleiðingarnar.
Það er deginum ljósara að ef
lítil þjóð á að geta lifað af hol-
skeflu erlendra menningaráhrifa
þarf hún með öllum ráðum að
styrkja og efla sína eigin menn-
ingu. Og þegar áhrifsvaldurinn er
jafn afgerandi og sjónvarpsmiðill-
inn er þá er nauðsynlegt að milda
áhijfín, m.a. með stóraukinni
framleiðslu innlends sjónvarpsefn-
is. Það er afar brýnt að þeir ábyrgu
synir og dætur sem þjóðin á nú,
og eflaust unna menningu sinni
og tungu ekki síður en foi'verar
þeirra, grípi nú þegar í taumana
svo ekki fari illa. Enn er ekki of
seint að snúa vörn í sókn ... Fetum
í fótspor EB; veijumst risunum
sem ógna íslenskri menningu, rétt
eins og EB verst nú risunum sem
ógnað hafa evrópskri menningu! -
Höfum erlenda menningu og
tungumál áfram sem ánægjulega
viðbót við okkar eigin menningu
og tungu!
En það er ekki nóg að ætla að
klóra í bakkann. Það er löngu tíma-
bært að láta af þeirri skammsýni
að fjárveitingar til menningarmála
sé glatað fé. Við verðum að dekra
við menningar- og listastarfsemi
almennt og við verðum að dekra
við tungumál okkar og annan
menningararf, með því að gera
betur en nokkru sinni fyrr við
stofnanir, samtök og einstaklinga
sem sinna menningarmálum. Að-
eins þannig getum við varðveitt
sjálfsvitund þjóðarinnar og aðeins
þannig getum við skammarlaust
skilað íslenskri menningu og
menningararfi til komandi kyn-
slóða.
Höfundur er leikari og
áhugamaður um íslenska
menningu.
HEIMSFRUMSYNING
SIMI 32075
»©
HORKUTOL
Charlie
SHEEN
Linda
FIORENTINO
FIXING THE
MYND LARRY FERGUSON ( „The Hunt For Red October", „Highlander11, „Beverly Hills Cop 2“, „The Presidio")
Lögreglumaður á tvo kosti: Hætta í löggunni eða smygla sér inn í hættulegustu mótorhjólaklíku Bandaríkjanna
og fletta ofan af vopna- og eiturlyfjasölu klíkunnar. Einhver magnaðasta mynd síðan „Easy Rider“.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 - Bönnuð innan 16 ára