Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR18. ARRÍL 1398 Húsnæðisstofnun býð- ur út húsbréfaumsýslu HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur óskað eftir tilboðum frá verðbréfafyrirtækjum í umsýslu með húsbréf til allt að næstu 5 ára. Útboðið er lokað þannig að einungis verðbréfafyrirtælg- um sem eru aðilar að Verðbréfaþingi íslands gefst kostur á að gera tilboð. Frá því húsbréf voru fyrst gefin út hafa Landsbréf hf. annast þetta verkefni og verið svokallaður viðskiptavaki húsbréfa en samningur Húsnæðisstofnunar við fyrirtækið rann út um síðustu áramót. Tilboðsgjafi skal veita húsbréfa- deild Byggingarsjóðs ríkisins ráð- gjöf um húsbréf og gæta þess að öll skilyrði laga varðandi útgáfu markaðsverðbréfa séu uppfyllt. Þá skal hann sjá til þess að umræddur verðbréfaflokkur uppfylli öll skil- yrði sem sett eru fyrir skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþingi Is- lands og verði skráður á þinginu áður en bréfin fara í umferð. Tilboðsgjafí skal vera viðskipta- vaki fyrir húsbréfaflokka frá samn- ingsdegi vegna núverandi flokka og frá og með útgáfudegi nýrra flokka. Hann þarf að vera reiðubú- inn að kaupa bréf úr flokkunum fyrir a.m.k. 500 milljónir króna að nafnverði á mánuði, enda sé boðið til sölu svo mikið af bréfum á verði sem tilboðsgjafí sættir sig við. Til- boðin skulu berast til Húsnæðis- stofnunar ríkisins fyrir kl. 14.00 mánudaginn 26. apríl. Verða þau opnuð þann dag að viðstöddum til- boðsgjöfum. Húsnæðisbréf Húsnæðisstofnun hefur einnig óskað eftir tilboðum frá verðbréfa- fyrirtækjum í verkefni vegna út- boðs á húsnæðisbréfum. Hingað til hefur Verðbréfamarkaður íslands- banka annast útboð húsnæðisbréfa að öllu leyti. Hins vegar hyggst stofnunin sjálf eftirleiðis ásamt veðdeild Landsbankans taka á móti tilboðum og afgreiða bréfín. Er gert ráð fyrir að það verðbréfafyrir- tæki sem verði fyrir valinu muni annast ýmiss konar þjónustu varð- andi útboðin. Þar er um að ræða gerð útboðslýsingar, auglýsinga og tilkynninga sem senda þarf Seðla- banka íslands. Jafnframt þarf að senda reglubundnar upplýsingar til Seðlabankans um frumsölu flokks- ins og markaðsverð hans. Þessar upplýsingar ber að senda allt til lokagjalddaga skuldabréfanna. Loks felur verkefnið í sér að fyrir- tækinu ber að sækja um skráningu skuldabréfanna á Verðbréfaþingi íslands og vera umsjónaraðili flokksins á þinginu auk þess að sjá um upplýsingamiðlun milli þingsins og Húsnæðisstofnunar. A-Barðastrandasýsla Innbrot í Kiðaberg í Gufudal UPPVÍST varð um inn- brot í Kiðaberg í Gufudal í Austur-Barðastranda- sýslu, sem er útibú frá Reykhólaskóla, þegar lög- reglan á Blönduósi stöðv- aði nokkur reykvísk ung- menni undir tvítugu á leið um Húnavatnssýslu um miðnætti aðfaranótt laug- ardags. Unga fólkið, þrír piltar og ein stúlka, var ökuréttinda- laust og reyndist vera með þýfí úr innbroti í selið í bifreið sinni, m.a. ljósritunarvél og farsíma. Það braust inn í skól- ana aðfaranótt föstudags. Litlar skemmdir voru unnar á skólanum við innbrotið. Hhitafjárútboð hjá Tímanum ÆTLUNIN er að breyta útgáfufélagi dagblaðsins Tímans í almenmngs- hlutafélag að því er fram kemur í viðtali við Steingrím Hermannsson, formann nýrrar stjórnar útgáfufélagsins, í Tímanum í gær. Meginhlut- verk stjórnarinnar er að standa fyrir hlutafjárútboðinu og á því að vera lokið fyrir 1. júlí næstkomandi. í viðtalinu kemur fram að tími flokksmálgagna sé liðinn og að Framsóknarflokkurinn megi ekki eiga meira en 20% í blaðinu til að það sé trúverðugt að blaðið sé óháð flokknum. Blaðið sé hugsað sem vett- vangur fyrir allt félagshyggjufólk. Steingrímur segir að unnið hafí verið undanfarna mánuði að fram- gangi málsins bak við tjöldin og að á næstunni verði kaupendum biaðs- ins skrifað og þeim boðið að kaupa hlutafé. Ekki sé um stórar fjárhæðir að ræða heldur sé talað um 20-30 milljónir króna að meðtalinni við- skiptavild og núverandi eign blaðs- ins. { viðtalinu kemur fram að um ára- mótin 1991-92 hafí staða blaðsins verið mjög tæp. Síðan þá hafí tilraun verið í gangi með að snúa halla- rekstri við og það hafí tekist og blað- ið hafí á síðasta ári verið rekið án halla. Það sé ótrúlega góður árangur og beri fyrst og fremst að þakka starfsliði blaðsins sem hafí lagt sig mjög eindregið fram. ------♦ ♦ «---- Tvö innbrot á Akranesi BROTIST var inn í Grundaval og bifreiðaverkstæði Halldórs Guð- mundssonar á Akranesi aðfara- nótt laugardags. Nokkrar skemmdir voru unnar, sérstaklega á verkstæðinu, og tóbaki stolið úr matvöruversluninni. Hvorki er vitað hvenær um nóttina innbrotin voru framin eða hvetjir voru þar að verki. Lögreglan á Akra- nesi rannsakar nú málið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Gjöf til Náttúrugripasafnsins NÝIR safngripir bætast ört við eldri gripi Náttúrugripasafns Vestmanna- eyja. Mest er um alls kyns kynjafiska en ekki alls fyrir löngu færði Hall- dór Bjömsson á Kvískeijum safninu fiðrilda- og pöddusafn sem Kristján Egilsson, safnvörður, heldur hér á. Gjöfín á eflaust eftir að verða mörgum til fræðslu og ánægju í framtíðinni. Formaður landbúnaðamefndar um álagningn verðjöfnunargjalda á búvörur Fimm ráðuneyti fullyrtu að verðjöfnun yrði heimil EGILL Jónsson, formaður landbúnað- arnefndar Alþingis, segir að þegar samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið var afgreiddur á Alþingi í vet- ur hafi legið fyrir staðhæfing fimm ráðuneyta um að ótvíræður réttur væri til verðjöfnunar á innfluttum matvælum unnum úr kjötvörum. Það hafi því óneitanlega komið mjög á óvart þegar þau tíðindi bárust, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, að af hálfu Evrópubandalagsins sé þess krafist að jöfnunargjaldið verði ekki lagt á. „Samkvæmt nefndaráliti meirihluta utanrík- ismálanefndar lá ótvírætt fyrir í gögnum máls- ins sú staðhæfíng fímm ráðuneyta, viðskipta-, landbúnaðar-, utanríkis-, iðnaðar- og fjármála- ráðuneytis, að réttur til þess að leggja verðjöfn- unargjald á unnar landbúnaðarvörur væri ótví- ræður. Út frá þessu var gengið þegar Alþingi afgreiddi þetta mál, og þar af leiðandi kemur þetta mjög á óvart. Hitt ber vissulega að hafa í huga, eins og reyndar hefur komið skýrt fram í Morgunblaðinu, að um kröfu Evrópubanda- lagsins er að ræða, og samningur liggur ekki ennþá fyrir um þessi efni,“ sagði Egill. Málið enn í vinnslu Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að mál þetta væri enn í vinnslu, en þetta væri einn þáttur EES-samningsins sem enn væri ekki fullfrágenginn. Hann sagðist telja óþarfa að gera mikið veður út af því á þessu stigi. „Krafa EB er sú að þau rfki sem ekki lögðu á verðjöfnunargjald 1. janúar 1992 megi ekki leggja jöfnunargjald á kjöt þar sem þá væri verið að taka upp ný gjöld. Það á við um okk- ur því við höfum flutt hér inn pizzur og pasta- rétti án þess að setja á nokkur gjöld. Það er því einhver fyrirstaða hjá Evrópubandalaginu við því að við erum núna í aðdráganda EES- samningsins að setja á ný gjöld, en þetta er alls ekki útrætt mál. Við höldum fast við að halda þessari verðjöfnun, og þeir hafa alls ekki útilokað að það sé hægt að hafa aðra dagsetningu fyrir Island,“ sagði Gunnar Snorri. Búnaðarfélagið óskar skýr- inga landbúnaðarráðherra Egill Jónsson sagði að þegar hefði verið hafinn víðtækur undirbúningur að umræðu um þetta mál. Þá sagði hann að á fimmtudaginn hefði Búnaðarfélag íslands skrifað landbúnað- arráðherra og óskað skýringa á því misræmi sem upp væri komið, og þess jafnframt óskað að ríkisstjómin eyddi nú þegar öllum efa um að Alþingi hafi verið gefnar réttar forsendur fyrir fullgildingu EES-samningsins. Ráðherrar óánægðir en létu gott heita ►Slitnað hefur upp úr kjarasamn- ingum um sinn. Ágreiningur hefur verið innan ríkisstjómarinnar hvort stuðla ætti að kjarasamning- um. Sumir ráðherranna eru þeirrar skoðunar að ekkert sé um að semja./lO Skólabörn með gas- grímur ►Loftmengun er geysileg í Tékk- landi og því þurfa skólabömin að ganga með gasgrímur./14 Verðbréfasali íWall Street ►Guðmundur Franklín Jónsson er verðbréfasali f Wall Street, stærsta fjármagnsmarkaði heims./16 Lífið í landinu ►Verðlaunamyndir úr ljósmynda- samkeppni fréttaritara Morgun- blaðsins./18 B ► 1-28 Eldhuginn ►Hannes Þ. Hafstein hefur verið nátengdur slysavömum á sjó og landi um áratuga skeið./l Er á móti danskeppn- um ►Svavar Guðmundsson hefur kennt bömum dans um þriggja áratuga skeið./6 Höndlað í gömlu húsi ►Fjórar konur hafa komið sér fyrir í Grófínni þar sem þær hafa til sölu brúðuhús, körfur og tré- muni./lO Réttlát reiði ►Einkaviðtal Morgunblaðsins við hljómsveitina „Rage Against the Machine" sem skaust óvænt upp á topp bandaríska breiðskífulistans með sína fyrstu plötu./12 Stríðshetja og byssubófi ►Samuel J. Morton gerðist ungur félagi í götugengi Gyðinga í Chicago og skaraði fram úr í götu- slagsmálum./18 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 14b Leiðari 24 Fðlk í fréttum 22b Helgispjall 24 Myndasögur 24b Reykjavfkurbréf 24 Brids 24b Minningar 26 Stjömuspá 24b íþróttir 42 Skák '24b Útvarp/sjónvarp 44 Bíó/dans 25b Gárur 47 Bréf til blaðsins 28b Mannlifsstr, 8b Velvakandi 28b ídag 20b Samsafnið 30b Kvikmyndir 15b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.