Morgunblaðið - 18.04.1993, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
M0RGUKBLAÐI8 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993
ERLENT
INNLENT
Vikuna 11.04-17.04
Slitnaði
upp úr
samninga-
viðræðum
Ekki tókst að semja um kaup
og kjör í þríhliða viðræðum aðila
vinnumarkaðarins og ríkisvalds-
ins eftir yfirlýsingu þeirra síðar-
nefndu á fímmtudag. Því hefur
verið gert hlé á samningaviðræð-
um um stundarsakir.
Tap á Landsvirkjun
Afkoma Landsvirkjunar hefur
aldrei verið verri en á sl. ári þeg-
ar fyrirtækið var rekið með tapi
upp á liðlega 2,1 milljarð króna.
A þessu ári er gert ráð fyrir að
afkoman batni en þó verði halli
upp á tæplega 1,2 milljarða.
Nýtt Morgunblaðshús
Morgunblaðið hefur flutt alla
starfsemi sína úr Aðalstræti 6 í
nýtt hús við hlið prentsmiðju
Morgunblaðsins í Kringlunni 1.
Fyrsta tölublaðið sem unnið var
í nýju húsi kom út á miðvikudag.
Borað í hafsbotn
Alþjóðleg samtök um rann-
sóknarverkefni á sviði jarðfræði
hafsbotnsins (Ocean Drilling Pro-
gram) gangast fyrir því að borað-
ar verða rannsóknarholur í hafs-
botninn vestan, austan, og norðan
við ísland í sumar og haust. Verk-
efnið er eitt hið stærsta á sviði
jarðvísinda í heiminum og er gildi
þess fyrst og fremst vísindalegt.
ERLENT
Hóta að af-
létta vopna-
sölubanni
á Bosníu
OWEN lávarður, milligöngu-
maður Evrópubandalagsins (EB)
í viðræðunum um frið í fyrrver-
andi lýðveldum Júgóslavíu, kvaðst
á fimmtudag óttast að Rússar
myndu sjá Serbum fyrir vopnum
yrði banni við sölu vopna til Bosn-
íu aflétt. Regínald Bart-
holomew, sérlegur sendimaður
Bandaríkjastjómar, hafði sagt
daginn áður að féllust Serbar ekki
á friðaráætlun Sameinuðu þjóð-
anna og Evrópubandalagsins inn-
an skamms myndi stjómin beita
sér fyrir því að vopnasölubanninu
yrði aflétt. Tugir manna biðu bana
í vikunni sem leið í hörðum stór-
skotaárásum Serba á borgina Sre-
brenica í austurhluta Bosníu og
friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð-
anna reyndu án árangurs að flytja
fólk úr borginni. Bandarískar,
franskar og hollenskar orrustu-
þotur hófu á mánudag eftirlitsflug
yfir Bosníu til að framfylgja flug-
banni Sameinuðu þjóðanna og er
þetta fyrsta hemaðaraðgerðin á
vegum Atlantshafsbandalagsins
frá því það var stofnað árið 1949.
Meint mafíutengsl Andreottis
rannsökuð
Guilio Andreotti, fyrrverandi
forsætisráðherra Ítalíu, mætti á
fimmtudag fyrir þingnefnd sem
er að rannsaka meint tengsl hans
við mafíuna. Hann kvað ásakanir
fyrrverandi mafíuforingja um slík
teflgsl „ósvífna lygi“. Búist er við
að þingnefndin ljúki rannsókninni
á næstu dögum
og öldungadeild ítalska þingsins
tekur síðan afstöðu til þess hvort
svipta beri hann þinghelgi. Lög-
maiður Andreottis vísaði á mið-
Hjartaþræðingaforrit
Stefán Kristjánsson, íslenskur
læknir við Huddinge-sjúkrahúsið
í Stokkhólmi, hefur gert tölvufor-
rit vegna hjartaþræðinga og hefur
það verið tekið í notkun á öllum
sænskum sjúkrahúsum þar sem
slíkar þræðingar eru gerðar. Með
notkun forritsins er auðvelt að fá
yfírlit yflr einkenni sjúklingsins,
eðli aðgerðanna og síðar meðferð.
Til stendur að kynna notkun for-
ritsins utan Svíþjóðar.
íslenskir námshestar
Háskólinn í Skövde í Suður-Sví-
þjóð hefur ákveðið að bjóða a.m.k.
tíu íslendingum til náms í skólan-
um á næsta skólaári gagngert til
að bæfá námsárangur í skólanum.
Ný lög hafa verið sett um mennta-
kerfíð í Svíþjóð og hafa háskólar
þar frjálsari hendur um val á nem-
endum en áður.
Perlan greidd
Hitaveita Reykjavíkur greiðir
Perluna upp að fullu á næsta ári.
Niðurstöður vegna rekstraraf-
komu síðasta árs liggja ekki fyrir
en hagnaður fyrir greiðslu í borg-
arsjóð nam 170 milljónum króna.
Garðar Cortes heldur áfram
Garðar Cortes, óperustjóri við
Gautaborgaróperuna, segir al-
rangt að hann sé að láta af störf-
um við óperuna eins og haldið
hafí verið fram í Svenska Bladet
í Gautaborg. Hann ætlar ótrauður
að halda áfram skipulagningu
fyrir næsta starfsár og flutning í
nýtt óperuhús á næsta ári.
vikudag á bug
ásökunum um að
skjólstæðingur
sinn hefði skipað
fyrir um morðin
á Aldo Moro,
fyrrverandi for-
sætisráðherra,
og mafíuand-
stæðingnum
Carlo Alberto
Dalla Chiesa.
Þessar ásakanir komu fram í vitn-
isburði tveggja fyrrverandi mafíu-
foringja í Bandaríkjunum.
Evrópubankinn gagnrýndur
Endurreisnar- og þróunarbanki
Evrópu, öðru nafni Evrópubank-
inn, var sakaður um taumlaust
sérgæði í vikunni sem leið. Sam-
kvæmt upplýsingum Financial
Times, hafði bankinn um síðustu
áramót ráðstafað sem svarar 10,1
milljarði króna til uppbyggingar
í Mið- og Austur-Evrópu frá því
hann hóf starfsemi í apríl 1991.
Á sama tíma eyddi bankinn hins
vegar jafnvirði um 20 milljarða
króna til eigin þarfa. Þar ber
hæst kostnað við húsnæði bank-
ans í Lundúnum, rúmlega flmm
milljarðar króna, og risnu- og
rekstrarkostnað. Iðnríkin stofn-
uðu bankann til að stuðla að efna-
hagslegri uppbyggingu í komm-
únistaríkjunum fyrrverandi. ís-
lendingar eiga aðiid að bankanum
og hafa þegar greitt 80 milljónir
af 228 milljóna framlagi sínu til
hans.
Færeysku frystihúsin seld
Richard Mikkelsen, formaður
fjárfestingarsjóðs sem stofnaður
var í tengslum við efnahagsaðstoð
Dana við Færeyinga í fyrra, sagði
í viðtali við blaðið Dimmalætting
á miðvikudag að flest ef ekki öll
frystihús í Færeyjum yrðu seld.
Búist væri við að eitt móðurfyrir-
tæki í eigu banka myndi kaupa
frystihúsin og setja þeim starfs-
reglur en ekki taka við daglegum
rekstri.
Bill Clinton nýtur minni vinsælda en forverar hans
Reuter
Á ferð og flugi
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, talar á ráðstefnu um áform sín um að verja milljarði dala til
að veita ungu fólki frá fátækrahverfum borganna sumarvinnu. Forsetinn gagnrýndi þar málþóf
repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hefur tafið afgreiðslu efnahagstillagna hans, og
sagði að aðgerðaleysi væri ekki lausnin á efnahagsvanda Bandaríkjanna. Clinton stendur nú höllum
fæti samkvæmt skoðanakönnunum og hefur verið gagnrýndur fyrir að ferðast of mikið um landið
til að afla stefnu sinni stuðnings í stað þess að reyna að semja við þingið um tillögur sínar í efna-
hagsmálum.
Vasast í of mörgu og van-
metur samvinnu við þingið
BILL Clinton nýtur minni vinsælda en nokkur annar forseti í
nútímasögu Bandaríkjanna nú þegar tæplega 100 dagar eru frá
því hann tók við embættinu. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir forset-
ann og margir telja að hann ætli sér að gera of marga hluti í
einu. Clinton á nú í erfiðri glímu við repúblikana í öldungadeild
Bandaríkjaþings, sem hafa beitt málþófi til að hindra að hægt
verði að afgreiða tillögu hans um að auka ríkisútgjöldin um 16,3
milljarða dala til að blása lífi í efnahaginn. Sú glíma er fyrsti
prófsteinninn á hvort Clinton sé gæddur nógu miklum leiðtoga-
hæfileikum til að knýja fram hin fjölmörgu markmið sín.
Inýlegri'skoðanakönnun kváðust
aðeins 49% aðspurðra vera
ánægð með frammistöðu Clintons
í forsetaembættinu. Jafnvel Ger-
ald Ford kom betur út úr skoðana-
könnunum þremur mánuðum eftir
að hann var settur í embættið.
50% aðspurðra voru þá ánægð
með frammistöðu Fords þótt hann
hefði byijað á
því að taka þá
umdeildu
ákvörðun að
veita forvera
sfnum í emb-
ættinu, Ric-
hard Nixon, sakaruppgjöf. George
Bush naut stuðnings 58% að-
spurðra, Ronald Reagan 67% og
Jimmy Carter 63% í könnunum
sem gerðar voru þremur mánuð-
um eftir innsetningu þeirra.
Málþóf á þinginu
Fréttaskýrendur telja helstu
ástæðuna fyrir litlum vinsældum
Clintons þá að hann hafí orðið
fyrir álitshnekki í deilunni við
repúblikana í öldungadeildinni,
sem hafa látið móðan mása til að
hindra atkvæðagreiðslu um efna-
hagstillögur hans. 57 demókratar
eiga sæti í öldungadeildinni og
aðeins 43 repúblikanar, en meiri-
hluti demókrata nægir þó ekki til
að knýja fram atkvæðagreiðslu
um málið, því til þess þarf 60 þing-
menn.
Repúblikanar eru hlynntir
nokkrum af tillögum Clintons, svo
sem hugmyndum hans um auknar
atvinnuleysisbætur og bólusetn-
ingu barna. Þeir eru hins vegar
andvígir áformum forsetans um
aukin útgjöld til að koma í veg
fyrir nýja efnahagslægð, einkum
tillögu hans um að veija 2,5 millj-
örðum dala í styrki til borga og
sveitarfélaga sem eiga að geta
notað þá að eigin vild. Repúblik-
anar hafa gagnrýnt þessa tillögu
vikum saman, hæðst að sundlaug-
unum og skautahöllunum sem
kynnu að verða reistar fyrir pen-
ingana.
Andóf repúblikana í öldunga-
deildinni er sig-
ur fyrir leiðtoga
þeirra, Bob
Dole, sem er
sagður gera sér
vonir um að
verða frambjóð-
andi repúblikana í forsetakosning-
unum 1996 þótt hann verði þá
orðinn 73 ára gamall. Hann hefur
haldið því fram að efnahagstillög-
ur Clintons séu alls ekki nógu
viðamiklar til að örva efnahaginn.
Áform forsetans um flugvalla- og
vegaframkvæmdir, auk styrkj-
anna til sveitarfélaganna, séu að-
eins til þess fallin að ýta undir
kjördæmapot og framkvæmdirnar
komi aðeins einstaka ríkjum til
góða.
Ónóg samvinna við þingið
Útséð er um að Clinton takist
að knýja allar efnahagstillögurnar
fram og hann verður því að sætta
sig við málamiðlun. Dole tókst að
tryggja einhug á meðal þing-
manna repúblikana vegna
óánægju með að stjórnin skyldi
ekki hafa leitað eftir samvinnu
við þingið um aðgerðirnar en kos-
ið þess í stað að veitast að and-
stæðingunum í fjölriíTðlum. Repú-
blikanar segja að Clinton hafi til
að mynda notað svokallaða vor-
rúlluveislu í Hvíta húsinu um
páskana, sem er ætluð börnum,
til að skjóta á andstæðinga sína.
Hann sagði að málþóflð í öldunga-
deildinni hindraði að áformin um
bólusetningu barna kæmust til
framkvæmda.
Repúblikanar segja að engu sé
líkara en Clinton sé enn í kosn-
ingabaráttu og líti á alla sem óvini
sína. Það sé löngu orðið tímabært
að kosningabaráttunni ljúki og
forsetinn sýni forystuhæfíleika,
hætti að veitast að repúblikönum
og reyni að semja við þingið um
aðgerðir í efnahagsmálum.
Færist of mikið í fang
Margir eru nú þeirrar skoðunar
að Clinton færist of mikið í fang
og að ungu mennimir í stjóm
hans séu að fást við of mörg verk-
efni í einu; reyna að blása lífí í
efnahaginn, minnka fjárlagahall-
ann, bæta heilbrigðiskerfíð og
stuðla að réttlátari telquskiptingu,
svo fátt sé nefnt. „Hann heldur
að hann geti þetta allt vegna þess
að hann er klókur stjómmálamað-
ur. Hann hefur of mikið sjálfs-
traust svo það jaðrar við hroka,"
segir Steve Schier, stjómmála-
fræðingur við Carleton College í
Minnesota.
Málþóf repúblikana gæti haft
afdrifaríkar afleiðingar fyrir önn-
ur mikilvæg stefnumið Clintons.
Haldi svo fram sem horfir verður
mjög erfítt fyrir hann að koma
nokkru í framkvæmd.
Of mikið um ferðalög
Ýmsir fréttaskýrendur telja að
Clinton hafí eytt of miklum tíma
í að ferðast um landið til að sann-
færa almenning um ágæti efna-
hagsstefnunnar í stað þess að
ræða við einstaka þingmenn til
að tiyggja framgang hennar.
Stuðningsmenn forsetans segja
hins vegar að repúblikanar sýni
nú sitt rétta andlit og að banda-
rískur almenningur sé að átta sig
á að stjómarandstöðuflokkurinn
standi fyrir algjöra kyrrstöðu og
aðgerðaleysi. Slæm útkoma Clint-
ons í skoðanakönnunum bendir
hins vegar til þess að pattstaðan
á þinginu hafi ekki síður skaðað
forsetann sjálfan.
BAKSVID
eftir Boga Arason