Morgunblaðið - 18.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1993, Blaðsíða 10
M<JRGU«BWÍ)IBi ;SGNimDA<3UB ;1B.; APHÍ1; 1993 ÍtO RÁÐHERRAR ÓÁNÆGÐIR EN LÉTU GOTT HEITA Slitnað hefur upp úr kjarasamn- ingum um stundarsakir að minnsta kosti. Ágreiningur hefur verið um það innan ríkisstjórnarinnar hvort ástæða væri til að stuðla að kjarasamningum. Ákveðnir ráðherrar eru þeirrar skoðunar að ekkert sé til að semja um. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra: Vill takmarka útgjöld ríkissjóðs eins og unnt er og semja um ekki neitt. Hann telur samninga stofna markmið- um ríkisstjórnarinnar í hættu. ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra: Vildi ekki tefla efnahagslegum mark- miðum ríkisstjómarinnar í tvísýnu með því að stofna til aukinnar lánsfjár- þarfar hins opinbera. DAVÍÐ Oddsson forsætlsráðherra: Taldi að kaupa mætti frið á vinnu- markaðnum háu verði og tryggja þannig stöðugleika og bætt atvinnu- ástand út næsta ár. eftir Agnesi Bragadóttur HVERSU háu verði á að kaupa kjarasamninga? Það er sú spurning sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa velt fyrir sér dag og nótt að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Svo er að heyra sem grundvallar- skoðanamunur hafi verið um þetta atriði innan ríkis- stjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum mínum hefur Davíð Oddsson forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að kaupa megi frið á vinnumarkaðnum ærið háu verði, enda sé þar með tryggt að friður haldist á markaðnum út næsta ár, eða til ársloka 1994. Hann mun hafa talið að það borgaði sig að auka áætlaðan halla ríkissjóðs, til þess að fá frið út næsta ár og ná KRATARÁÐHERRARNIR, þelr Jón Baldvln Hannlbalsson, Jón Sigurðsson og Sighvatur Björgvlnsson: Vildu allir styðja fjármálaráðherra í þeirri viðleitni að draga úr hallarekstri ríkissjóðs, en gerðu ekki ágreining. þannig samningum sem þýddu heldur betra atvinnu- stig, sem þýddi aftur meiri stöðugleika. En um þetta hafa verið mjög skiptar skoðanir innan ríkissljórnar- innar og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra hefur verið í forsvari þeirra sem tejja slíka ákvörðun of kostnaðarsama og ábyrgðarlitla, þegar horft sé til framtíðar. Ekki sé forsvaranlegt að ríkissjóður gefi út innstæðulausa ávísun á framtíðina, upp á svo og svo marga milljarða króna, til þess eins að tryggja falskan frið á vinnumarkaðnum. Raunar mun fjár- málaráðherra hafa talið að fátt eitt myndi gerast hér á vinnumarkaðnum, þótt ekki væri samið í bráð. Laun- þegahreyfingin hafi enga stöðu haft til þess að efna til átaka og ófriðar og betra sé og ábyrgðarmeira að bíða, eða það sem fjármálaráðherra mun helst vilja semja um ekki neitt, þar sem ekki sé neitt til þess að semja um. Krataráðherrarnir Jón Baldvin, Jón Sigurðsson og Sighvatur voru í grófum dráttum sömu skoðunar og fjármálaráðherra. ðfaranótt síð- astliðins föStudags slitnaði upp úr viðræðum á milli aðila, að minnsta kosti um stundarsakir, þar sem launþegar töldu að lokayfirlýsing ríkisstjórn- arinnar um aðgerðir tengdar kjara- samningum á vegum hins opinbera væru ekki grundvöllur fyrir samn- inga til hálfs annars árs. Ríkis- stjórninni telst til, eins og fram kom hér í blaðinu á föstudag, að út- gjaldaauki ríkissjóðs vegna kjara- samninganna, samkvæmt lokatil- boði hennar hefði orðið um 5,5 milljarðar króna. Ríkissjóðshalli næsta árs 18 miHjarðar? Miðað við þann samdrátt sem áætlaður er í þjóðartekjum þegar á þessu ári, verður halli ríkissjóðs ekki undir 10 milljörðum króna, og þá eru áhrif kjarasamninga þeirra sem rætt hefur verið um að undan- förnu ekki reiknuð þar inn, en með þeim yrði hallinn ekki undir 13 milljörðum króna og ekki undir 18 milljörðum á því næsta. Raunar mun staðan hafa verið sú innan ríkisstjómarinnar að þeir Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra studdu Friðrik Sophusson fjármálaráðherra eindregið í við- leitni hans til þess að draga úr halla ríkissjóðs og reyndu að spoma við auknum álögum á ríkissjóð. Þeir munu hafa lýst þeirri skoðun sinni í ríkisstjórn að það væri sér- staklega ótrúverðugt að kaupa kjarasamninga á kostnað ■ ríkis- sjóðs, sem hefði ekkert annað í för með sér, en að raunvaxtastig færi hér hækkandi, þvert á yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Það er senni- lega óhætt að fullyrða að djúpstæð- ari ágreiningur hafi ekki komið upp fyrr í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar en þessi um hver aðild stjórnvalda að kjarasamningum ætti að vera, nema ef vera skyldi deilur þeirra Davíðs og Þorsteins Pálssonar í fyrrasumar um hversu mikinn þorskafla skyldi heimila á yfir- standandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir framangreint verður ekki annað sagt en að allir eigi sök á vissan hátt, vegna þess að innan ríkisstjómarinnar steig enginn fram fyrir skjöldu og gerði ágrein- ing út af því hvernig var á málum haldið. Hvorki ríkisstjórnin né VSÍ hafa þorað að láta bijóta á sér. „Allt í einu vom menn komnir inn í farveg þjóðarsáttarblekkingar aldarinnar og enginn þorði að vera vondi maðurinn." Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utan-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.