Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 12

Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 18. APRÍL 1993 ríkisráðherra ákváðu síðastliðinn fimmtudag að þá um kvöldið yrði gefin út yfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar um hvaða aðgerðum hún vildi beita sér fyrir, til þess að kjara- samningar næðust. Greindu þeir Magnúsi Gunnarssyni, formanni VSI, og Benedikt Davíðssyni, for- seta ASÍ, frá því að hér væri um lokaorð ríkisstjórnarinnar að ræða og hún myndi í engu hvika frá þeirri ákvörðun. Það væri því í höndum aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um hvort þeir næðu samningum eða ekki. Forsætisráðherra gagn- rýndur í ríkisstjórn Það að forsætisráðherra tók þessa ákvörðun mun ekki síst hafa verið fyrir þá staðreynd að hann hefur verið gagnrýndur harðlega innan ríkisstjórnarinnar fyrir að hafa gengið of langt í tilboðum sín- um til aðila vinnumarkaðarins. Hann mun hafa tekið þeirri gagn- rýni nokkuð vel og í ákveðnum til- vikum haft á henni skilning, án þess þó að hafa viljað hverfa frá því markmiði að tryggja að hér næðust kjarasamningar. Hann mun jafnan hafa lýst því sjónarmiði að hann teldi mjög mikið á sig leggj- andi, til að samningar tækjust. Það mun samdóma mat ríkis- stjórnarinnar að lengra geti hún ekki teygt sig, til þess að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins, en hún gerði í yfírlýsingu sinni á fimmtudagskvöld. Raunar er það mat ákveðinna ráðherra að þegar hafí verið boðið of mikið. Sé það borðleggjandi að halli ríkissjóðs á þessu ári verði ekki undir 13 milljörðum króna, og stefni að óbreyttu í 18 milljarða króna á því næsta, miðað við að kjarasamningar verði á endanum gerðir í þá veru sem rætt hefur verið um, þá hlýtur að þurfa meira en bjartsýni til þess að halda því fram að umræðan um vaxtalækkun muni að lokum leiða til lækkunar raunvaxta hér á landi, eins og kveð- ið er á um í yfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar, þar sem segir orðrétt: „Ríkisstjórnin mun stuðla að áframhaldandi lækkun vaxta.“ Markmið um vaxtalækkun lögð fyrir róða Raunar var það eitt af gagn- rýnisatriðum ASI aðfaranótt föstu- dagsins að yfirlýsing ríkisstjómar- innar í vaxtamálum væri allt of veik, en þá hlýtur að vakna sú spuming hvort aðilar vinnumark- aðarins sjálfír hafí ekki lagt fyrir róða þetta höfuðmarkmið, raun- vaxtalækkun launþegum og at- vinnulífí til góða, með kröfum sín- um um aukna útgerð á hallarekinn ríkissjóð, sem hefði einfaldlega þurft að auka lántökur sínar innan- lands og utan, til þess að fjár- magna kostnað kjarasamninganna. Er eitthvert vit í því að ráðast í erlendar lántökur til þess að greiða niður matinn ofan í íslendinga? Væri ekki nær að ná fram lækkun matvömverðs, með því að opna fyrir samkeppni erlendis frá? Vinnuveitendur og launþegar hafa sagt sem svo að fjárlagahall- inn hafi ekki verið búinn til í drög- um þessa kjarasamninga, þótt hann hefði aukist um 3 milljarða og hafa þar mikið til síns máls. Hann hafí verið gífurlegur fyrir og öll mark- mið og loforð stjórnvalda um raun- vaxtalækkun hafí hvort eð er verið orðin ein, en engar efndir. Þeir telja það því afar óréttmæta einföldun, þegar aðilar vinnumarkaðarins eru gerðir ábyrgir fyrir hallarekstri rík- issjóðs. Ríkisstjórnin hefur tæki til raunvaxtalækkunar Þar til fyrir skömmu hafa helstu fjármagnseigendur landsins, lífeyr- issjóðirnir, verið mjög ákveðnir í þeirri afstöðu sinni að krefjast hárr- ar raunávöxtunar á eignum sínum, og hafa þeir fengið raunávöxtun frá 6% til 10% á ári. Framreikning- ur tryggingafræðinga, varðandi afkomu lífeyrissjóða hefur yfírleitt verið miðaður við 2,5% til 3,5% raunvexti. Nú munu ákveðnir líf- eyrissjóðsstjórnendur hafa snúið MAGNÚS Gunnarsson formað- ur Vinnuveitendasambandsins: VSÍ telur loforð stjómvalda um raun- vaxtalækkun hafi verið orðin ein og efndir hafí engar verið. Kjarasamning- ar hefðu lítil áhrif haft á vaxtastigið. við blaðinu, hvað varðar kröfuna um háa raunávöxtun, ekki síst vegna þess að raunávöxtun sem enginn atvinnuvegur getur borgað, sé ekkert annað en blekking. Slíkt muni þegar enn harðnar á dalnum koma lífeyrissjóðunum í koll, vegna þess að ávöxtun sem ekki byggi á atvinnulífi sé ekki raunhæf, auk þess sem lífeyrissjóðimir þurfi hér eftir sem hingað til að byggja á iðgjöldum. Það geti þeir ekki, nema þeir geti fjárfest í íslensku atvinnu- lífí. Miðað við þessa afstöðu ákveð- inna lífeyrissjóða, meira að segja stórs sjóðs eins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, mætti því ætla að umræðan um nauðsyn raun- vaxtalækkunar ætti að geta leitt til raunverulegrar lækkunar, ef aðilar vinnumarkaðarins, stjórn- völd og bankakerfi væru sama sinnis. Þótt „handafl" sé bannorð, og samráð sé ólöglegt, þegar rætt er um vaxtalækkun, má til sanns veg- ar færa að ríkisvaldið hefur þau tæki í höndum sem þarf til þess að knýja fram raunvaxtalækkun: Það liggja fyrir loforð lífeyrissjóð- BENEDIKT Davíðsson forseti Alþýðusambandsins: Gagnrýnir ónógar yfirlýsingar ríkis- stjómarinnar í vaxtamálum harðlega, en krefst aukinna útgjalda og aukins hallarekstur ríkissjóðs á hinn bóginn. anna um að kaupa ríkisbréf, spari- skírteini og ríkisvíxla, þótt vextir lækki umtalsvert. Stjórnvöld hafa einnig það tæki í höndum að beita Seðlabankanum fyrir sig í kaupum á ríkisbréfum. Með þessum tveimur ijárfestum getur ríkisvaldið haft þau áhrif að viðskiptabankamir verði að lækka vexti sína. Boðið til skattsvikaveislu Sú krafa verkalýðshreyfíngar- innar að lækkun virðisaukaskatts á matvæli í 14% tæki gildi þann 1. nóvember næstkomandi vakti mikla reiði innan ríkisstjórnarinnar og ráðherrar bentu á að þeir sem gerðu kröfu um stórhert skattaeft- irlit, væru á sama tíma með kröfu sem þessari að efna til stórkostlegr- ar skattsvikaveislu smásöluversl- unarinnar. Aðalkauptíð íslendinga stendur jafnan síðustu tvo mánuði ársins og því gætu smásalarnir haft það að vild, hvað þeir hefðu selt fyrir 1. nóv. og hvað eftir. Það er mat manna að slík kerfisbreyting á virðisaukaskattinum á þessum tíma hefði leitt til skattsvika upp á mörg hundruð milljónir króna, sem ríkissjóður hefði þar með orðið af. Til þess að koma í veg fyrir að fleiri vsk. þrep væru tekin upp, áður en árlegt uppgjör hefði farið fram var ríkisstjórnin tilbúin til þess að greiða niður búvöruverð meira en gert er, kjötvöru frá 1. maí og mjólkurvöru frá 1. septem- ber, en launþegarhreyfingin taldi að á skorti 200 til 300 milljónir í tilboð ríkisstjómarinnar, til þess að það væri ásættanlegt. Gengisfelling nánast samningsbundin Aðilar vinnumarkaðarins höfðu gengið frá því í samningsdrögum sínum að endurskoðunarákvæði væri í honum, í þá veru að verð sjávarafurða var vísitölutryggt. Raunar er það samdóma álit við- mælenda minna að með þessu ákvæði hafi ASÍ og VSÍ verið að semja um innbyggt gengisfelling- arákvæði, ef verðþróun sjávaraf- urða á erlendum markaði yrði enn niður á við. Ríkisstjórnin hefur svarið af sér þetta ákvæði og sagt sem svo: „Þetta endurskoðunar- ákvæði um vísitölutryggingu sjáv- arafurða, í samningnum, það er ekki samningur við okkur, svo mik- ið er víst.“ Sjávarútvegurinn hefur marg- lýst því yfír að hann getur ekki staðið undir neinum launahækkun, þar sem hann er rekinn með 8% halla; iðnaðurinn, sem er rekinn með 2-3% halla, telur sig heldur ekki geta hækkað launin og versl- unin, hverrar rekstur stendur í járnum, ekki heldur. En ríkissjóður sem rekinn er með 12% halla, hann á að mati aðila vinnumarkaðarins og opinberra starfsmanna að taka á sig margra milljarða aukin út- gjöld til þess að bæta kjörin í land- inu. Hvernig getur þetta komið heim og saman? Minniháttar sparifjár- eigendur áttu að borga Fjármagnstekjuskatturinn svo- nefndi, var hugsaður sem 10% nafnvaxtaskattur, sem einvörð- ungu legðist á sparifé í innláns- stofnunum. Alþýðuflokkurinn var með tillögur um að greiddur yrði tekjuskattur af fjármagni með sama hætti og atvinnutekjuskattur, þ.e. að einungis yrði greiddur skatt- ur af fjármagnstekjum umfram verðbólgustigið og þeir sem hefðu vaxtagjöld á móti gætu talið þau fram og greiddu einungis skatt af mismuninum. Launþegar og at- vinnurekendur hafa lagst gegn þeirri hugmynd að um upplýsinga- skyldu væri að ræða, af hálfu þeirra sem greiða vexti um það hveijum þeir greiða vextina og því varð nafnvaxtaleiðin fyrir valinu. Auk þess var samstaða um það meðal aðila vinnumarkaðarins að ekki mætti skattleggja fjármagns- tekjur stærstu sparifjáreigendanna í landinu, lífeyrissjóðanna. Skatt- heimtan átti að vera með þeim hætti að flatur 10% nafnvaxta- skattur, væri lagður á alla greidda vexti í innlánsstofnunum, hvort sem um væri að ræða vexti fyrir neðan verðbólgustig eða ofan. Hver banki átti að senda ríkissjóði ávísun einu sinni í mánuði, og fylgiskjal með þar sem greint væri frá því hversu há upphæð hafi verið greidd í vexti tiltekinn mánuð, og bankinn hafi haldið eftir 10% þeirrar upp- hæðar, sem þar með sendist ríkis- sjóði. Áætlað var að þessi skatt- heimta, miðað við núverandi sparn- að landsmanna skilaði ríkissjóði á bilinu 700 til 1000 milljónum króna á ári. Það hefur verið gagnrýnt af mörgum að þeir sem kæmu til með að greiða slíkan nafnvaxtaskatt væru einkum minniháttar sparifjár- eigendur, eldra fólk, börn og ung- lingar. Þeir sem eigi umtalsverða ijármuni hafi fjárfest í verðbréfum og hlutabréfum, en geymi ekki sparifé sitt í bönkum. Gagnrýnendur þess fyrirkomu- lags sem náðst hafði samstaða um, benda á að líkast til yrði þróunin sú að fyrst lífeyrissjóðirnir verði undanþegnir skattlagningu þá muni rísa hér ýmiss konar lífeyris- sjóðir, eða lífeyrissjóðaígildi, sem Það er sennilega óhætt að fullyrða að djúp- stæðari ágreiningur hafi ekki komið upp fyrr í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar en þessi um hver aðild stjórnvalda að kjarasamning- um ætti að vera, nema ef vera skyldi deilur þeirra Davíðs og Þorsteins Pálssonar í fyrrasumar um hversu mikinn þorskafla skyldi heimila á yfirstandandi fiskveiðiári. Það mun samdóma mat ríkisstjórnarinnar að lengra geti hún ekki teygt sig, til þess að koma til móts við aðila vinnumarkaðar- ins, en hún gerði í yfirlýsingu sinni á fimmtudagskvöld. Raunar er það mat ákveðinna ráðherra að þegar hafi verið boðið of mikið. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu gengið frá því í samningsdrögum sínum að endurskoð- unarákvæði væri í honum, í þá veru að verð sjávarafurða var vísitölutryggt. Raunar er talið að með þessu ákvæði hafi ASÍ og VSÍ verið að semja um innbyggt gengisfelling- arákvæði, ef verðþróun sjávaraf urða á er- lendum markaði yrði enn niður á við. hefðu það hlutverk að greiða mönn- um út áunnin lífeyrissjóðsréttindi jafnharðan. Með slíkum sjóða- stofnunum sjái menn leið til þess að komast hjá skattheimtunni sem verði í bönkunum. Þetta muni óumflýjanlega leiða til þess að sparifé landsmanna hverfi í miklum mæli úr bönkunum og renni í slíka sjóði. Því sé sú hætta fyrir hendi að bankarnir missi af miklum fjár- munum, sem atvinnulífíð í landinu þurfi á að halda. Þjóðartekjur munu enn dragast saman Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði hér í blaðinu síðast- liðinn föstudag að búast megi við því að Hafrannsóknastofnun geri tillögur um 175 þúsund tonna þorskveiðiheimildir á fiskveiðiárinu 1993-94. Á yfirstandandi fiskveiði- ári er heimilt að veiða 205 þúsund tonn, samkvæmt ákvörðun ráð- herrans, en líkast til verður þó veið- in um 25 þúsund tonnum meiri. Verði ákvörðun ráðherra á þessu ári í samræmi við tillögur Hafrann- sóknastofnunar, dragast þjóðar- tekjur íslendinga enn saman, og má raunar búast við að efnahags- og atvinnuástand hér á landi eigi eftir að fara í enn dýpri öldudal, áður en úr rætist. Raunar má fast- lega búast við að ákvörðun ráðherr- ans verði í samræmi við tillögur HAFRÓ, því hann hefur ítrekað lýst því yfir að það verði að byggja þorskstofninn upp. Það er ekki björgulegt að hugsa til þess, að komið getur að því fyrr eða síðar, að launþegar neyðist til þess að horfast í augu við valkosti sem geta ekki talist annað en afar- kostir, þ.e. að betra sé að hafa óbreytt laun, jafnvel lægri fyrir atvinnu sína, heldur en að missa vinnuna. Miðað við þær horfur sem framundan eru, eru engar líkur á öðru en atvinnuleysi eigi hér enn eftir að aukast og tekjur að drag- ast saman. Þeir svartsýnni segja að þakka megi fyrir ef atvinnuleys- istalan verður eins stafs tala, þegar líða tekur á næsta ár. Enginn ber ábyrgð á ríkissjóði Ef þjóðin væri spurð í dag: Styðj- ið þið að kjarasamningar verði leystir með aðgerðum ríkisstjórnar, yrði svarið líkast til á þann veg að menn væru því hlynntir. í hugum íslendinga virðist sá hugsunarhátt- ur vera mjög útbreiddur, að það sé í lagi að leggja svo og svo miklar byrðar á ríkissjóð, þar sem ábyrgð- artilfinningin hvað varðar eyðslu og sparnað nær einfaldlega ekki til hans. Það er einhvem veginn þannig að skuldbindingar hans þarf enginn að borga, ekki satt? Þó kann þetta að vera að breyt- ast, þótt hægt og sígandi sé. í við- skiptablaði Morgunblaðsins á skír- dag, fyrir hálfri annarri viku, voru birtar niðurstöður í skoðanakönnun á því hversu mikill hluti þjóðarinn- ar teldi vera hættu á þjóðargjald- þroti á íslandi, með beinni tilvísan til þess sem gerst hefur í Færeyj- um. Niðurstaðan varð sú að 43,2% aðspurðra töldu þessa hættu vera fyrir hendi, en 47,3% töldu svo ekki vera. Samkvæmt þessu gerir tæplega helmingur þjóðarinnar sér grein fyrir því að efnahags- og atvinnulíf okkar íslendinga er kom- ið á mikið hættustig og er þar af leiðandi væntanlega andvígur því að auknar byrðar séu lagðar á ríkis- sjóð, sem rekinn er með 12% halla, og stefnir í 18 milljarða hallarekst- ur á næsta ári. Nú er lag Svo er að sjá, með hliðsjón af þeirri skoðanakönnun sem hér var vitnað til, að sá jarðvegur hafi skapast til þess að gera kjarasamn- inga um nánast ekki neitt, þar sem ekki sé til neitt til þess að semja um. Sé það rétt ályktun, þá er hér lag fyrir stjórnvöld og aðila vinnu- markaðarins til að setja kúrsinn á það höfuðmarkmið að ná niður raunvaxtastigi í landinu, sem þá leiðir til þess að hjól atvinnulífsins færu að snúast fyrir alvöru á nýjan leik, allri þjóðinni til hagsbóta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.