Morgunblaðið - 18.04.1993, Síða 13
»3
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Menntaskólakórinn
Kór Menntaskólans að Laugarvatni syngur undir stjórn Hilmars
Agnars Agnarssonar.
Menntaskólinn að
Laugarvatni 40 ára
Laugarvatni.
MENNTASKÓLINN að Laugarvatni var stofnaður með formleg-
um hætti og hátíðlegri athöfn 12. apríl 1953 fyrir réttum fjöru-
tíu árum. Þeirrar stundar var minnst í skólanum með veglegri
veislu þann 13. apríl sl. sem til var boðið öllum íbúum Laugar-
dals og velunnurum skólans. Margar veglegar gjafir og heilla-
óskir bárust skólanum af þessu tilefni. Kór skólans söng og flutti
atriði úr velheppnaðri leiksýningu skólans á „Land mins föður“
eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Ingunnar Jensdóttur.
Kristinn Kristmundsson skóla-
meistari flutti yfírlit yfir sögu
skólans, upphaf hans og þróun í
gegnum árin. Gat hann nokkurra
manna sem sérstaklega hefðu
komið við sögu skólans við stofn-
un hans og fyrstu árin. Var þar
fyrstan að nefna Bjarna Bjarna-
son skólastjóra Héraðsskólans,
Þórð Kristleifsson þýskukennara
sem einnig stjómaði kór og söng-
lífi skólans, Dr. Svein Þórðarson
sem var skólameistari fyrstu
fimm árin og úrvals kennaralið
sem starfaði við skólann þegar
hann var stofnaður.
Kristinn taldi til sérstöðu skól-
ans að bakland hans væri ekkert
sérstakt landsvæði, hingað
kæmu nemendur af öllu landinu
og þannig hefði það alltaf verið.
Skólameistari sagði skólann vera
valkost þeirra sem vildu stunda
bóknám, hafa góða möguleika til
iðkunar íþrótta og búa á heima-
vist. Skólinn er bekkjaskóli og
skiptist hvert námsár í tvær ann-
ir. Námsárin eru fjögur og enda
með stúdentsprófi.
Með tilkomu fleiri framhalds-
skóla hefur nokkuð dregið úr
aðsókn frá því sem hún hefur
mest verið um 1985, þá fór nem-
endafjöldinn í fyrsta og eina
skiptið yfir tvöhundmð. Nú era
um 150 nemendur við skólann.
Hefur þeim einkum fækkað
vegna þess hve margir nemendur
hætta námi á fyrstu námsárun-
um.
Menntamálaráðherra, ólafur
G. Einarsson, ávarpaði samko-
muna og flutti starfsliði og nem-
endum heillaóskir sínar. Hann
kvað framsýna menn hafa staðið
í forystu um stofnun skólans á
sínum tíma. Lofaði hann áfram-
haldandi uppbyggingu þessa frið-
sæla og fagra skólaseturs í takt
við tímann og að áfram yrði unn-
ið af metnaði að þeirri uppbygg-
ingu.
Sandra Dís Hafþórsdóttir,
vara-stallari, flutti ávarp fyrir
hönd nemenda. Lýsti hún áhrif-
um hins nána sambýlis á sam-
band og samheldni nemenda-
hópsins og stolti þeirra á skólan-
um sínum.
Margar góðar bókagjafir voru
færðar skólanum. Lionsklúbbur
Laugardals færði skólanum eitt-
hundraðþúsund krónur að gjöf
til tölvukaupa. Hreppsnefnd
Laugardalshrepps færði skólan-
um fimmhundruðþúsund krónur
til bókasafns með því skilyrði að
skólinn hefði forgöngu um að
sameina bókasöfn skólanna og
hreppsins í eitt-safn sem veitt
gæti góða og faglega þjónustu á
því sviði.
Við upphaf og lok samkom-
unnar söng kór menntaskólans
nokkur lög undir stjórn Hilmars
Arnar Agnarssonar.
Samkomunni var síðan slitið
með því að samkomugestir risu
úr sætum og sungu skólasöng
Menntaskólans „Rís þú unga ís-
lands merki...“ eftir Einar Bene-
diktsson.
- Kári.
aðstaeður
smurSurv^nviarogbetn
Við smynjum bílinn á meðan
pú færð pér kaffi og með því,
kíkin í blöðin - eða skoðar
úrvalið í vensluninni.
Smurstöð fyrir allar tegundir
bíla-ogfólk!
Skeljungurhf.
Einkaumboö fyrir SheH-vörvr á Islandi
HEKLA
SMURSTÖÐ
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500
SÍMI695670
FJÓRAR SÓLRÍKAR VORVIKUR Á
M A- L- L O R* C* A
MEÐ ROYAL-BRAG.
Glæsilegt sólartilboð Royal-hótelanna í fjögurra vikna ferð 21. apríl-19. maí.
K60.260 kr*
Heildarverð á mann í tvíbýli.
VERÐLÆKKUN Á SÓLINNI
Verð miðast við staðgreiðslu ferðakostnaðar fyrir 15. apríl. Að öðrum kosti hækkar verð um 5%. Flugvallarskattar, innritunargjald og forfaliagjald er innifalið í verði.