Morgunblaðið - 18.04.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 18.04.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993 15 reykskýi, sem flest barnanna hafa alizt upp við að líta á sem sjálfsagð- an hlut, þar sem þau hafa aldrei þekkt neitt annað. „Það voru aðallega stúlkumar sem sýndu mótþróa í bytjun. Þær hugsuðu að sjálfsögðu um útlitið, og grímurnar eru ekki beinlínis sam- kvæmt nýjustu tízku,“ játar Stovic- ek. „En eftir að við höfðum útskýrt fyrir þeim áhrif þessarar daglegu „þoku“ á heilsufar þeirra og framtíð hafa flestar sætt sig við grímurnar. Ég reikna með að 70% bamanna noti nú grímur þegar mengunin ér hvað mest. í upphafi var algengt að bömunum væri strítt þegar þau settu upp grímurnar, en nú hefur þetta svo til snúizt við. Bömin em að gera sér grein fyrir því að útlitið skiptir minna máli en heilsan og líf- ið“, segir hann. Þegar Milan Stovicek fyrir nokkm sneri sér til bæjarstjórnarinnar með ósk um peningaframlag til kaupa á grímum handa skólabömunum mætti honum kuldalegt viðmót þess- ara stórlátu bæjarfulltrúa. Þeir kærðu sig ekki um að skólastjóri bæjarins, sem var í miklum metum hjá bæjarbúum, væri að vekja upp ótta og grafa undan virðingu bæjar- ins með því að benda á mengunar- hættuna. Þeir reyndu að taka um- sókn hans sem lélegri fyndni. En Stovicek lét sig ekki. Hann fór hins- vegar beint til fundar með forstjór- um fyrirtækjanna sem menguninni ollu og gerði þeim grein fyrir þeirri ábyrgð er þeir bæm gagnvart böm- unum á svæðinu. Skýrsla hans um fósturlát, bamadauða, ofnæmi, krabbameinstíðni og ævilíkur hafði mikil áhrif á forstjórana sem síðar féllust á að fjármagna grímukaupin. „Við emm einmitt nú í samvinnu við mengunarfýrirtækin að þróa nýja gerð af grímum sem á að fram- leiða, og verður þeim dreift til bama á öllu svæðinu. Grímurnar sem börn- in nota núna em of þröngar og ósjá- legar,“ segir hann og dregur fram átta fmmútgáfur. Gul gríma með skiptanlegri síu er vinsælust hjá stúlkunum. Brezk-tékknesku sam- starfsfyrirtæki hefur verið falið að framleiða öndunargrímur fyrir 34.000 börn á verstu mengunar- svæðunum. Á nítjándu öldinni var Most-hér- aðið fjárkista Bæheims vegna auð- ugra járn og surtarbrandsnáma, sem voru gull þeirra tíma á dögum iðn- væðingarinnar. í síðari heimsstyij- öldinni arðrændu nazistayfirvöldin í Þýzkalandi svæðið til hins ítrasta án tillits til umhverfísins, og eftir valdarán kommúnista var þessari tillitslausu rányrkju náttúmauðlind- anna haldið áfram. I dag fer um 60% heildarframleiðslu Tékklands á raf- magni fram í Usti, Teplice, Chum- utov og Most. Landsvæðið milli þess- ara fjögurra borga er þéttskipað efnaverksmiðjum og orkuvemm sem brenna surtarbrandi, en hann hefur tiltölulega lágt hitagildi og gefur frá sér kæfandi svartan reyk. Yfirvöld kommúnista höfðu lítinn áhuga á reyksíum, og hreinsibúnaði, og af- leiðingin í dag er ólýsanleg umhverf- isspilling í miðri Evrópu. Bara í ná- grenni Mezibori, þar sem 5.000 manns búa, em 12 verksmiðjur og iðnver sem halda áfram að spúa svörtum, óhreinsuðum reyk út í and- rúmsloftið, á þrískiptum vöktum all- an sólarhringinn. Staðsetning svæð- isins í dal milli tveggja fjallgarða gerir það að verkum að þar blæs sjaldan vindur. Stundum er þar al- gjör stilia vikum saman og skil heits og kalds lofts verka eins og pottlok yfir dalnum. Vaxandi umhverfisvitund er ný- mæli, og fyrir stuttu fóm þúsundir borgarbúa í hópgöngu til stuðnings við nýtt kjarnorkuver í Temelin sem gæti leitt til lokunar fimm surtar- brands-orkuvera. Nýliðin 40 ár und- ir kommúnisma var fræðsla um umhverfísmál bönnuð og talin skað- leg starfsemi ríkisins og grafa undan stöðugleika í landinu. Flestir íbú- anna eru fæddir í menguðu um- hverfi og hafa vanist því. Mengandi iðnver eru ekki aðeins dauðadómur þeirra, heldur einnig lífsviðurværi og vinnustaður. En á síðustu mánuð- um hefur myndin af börnum að leik með öndunargrímur haft mikil áhrif á alla. „Það var dálítið óþægilegt þegar Þá daga þegar brennisteinsdíox- iðmagnið er óvenju hátt er börnunum einnig ráðlagt að bera grímurnar innan- dyra í kennslu- stundum. mengunin var hvað mest nýlega," segir Jana Malinova, sem er 12 ára og nemandi í Mezibori skólanum. „Við neyddumst til að vera innan- dyra í sjö daga. Það var líkast því að vera í fangelsi,“ segir hún. „Mér finnst ég öruggari þegar ég er með grímuna," bætir hún við. „Ef til vill verður það okkur til bjargar að yfirvöld vilja koma upp kjarnorkuveri," segir vinkona henn- ar, Petra Zavazalova. „Kjarnorka er. betri en kol, þar sem hún mengar ekki andrúmsloftið." Skólinn hefur nemendaskipti við skóla í Maribo í Danmörku. Alls hafa 100 börn heimsótt Danmörku frá árinu 1991 og fengið að kynnast fersku lofti, bláu hafi, grænum skóg- um og sólskini. Heimsóknirnar til Danmerkur breyta ekki hversdagslífi þeirra í reykskýinu yfir Most, en nú vita Jana og félagar hennar þó hvernig sólin lítur út á bláum himni. 3 linuna uni haluína í verslun okkar í Skeifunni 11 Sölusýning á öllum nýju 1993 árgerðunum af fjallahjólum og hefðbundnum hjólum, fyrir fullorðna og böm, tvthjól og þrthjól. • Nýip iitir • Nýp vélbúnaður • Ný hönnun Nýjar gerðir • Nýir demparagafflar • Nýir gírar Verslunin verður opin: Laugardaginn kl. 10.00 til kl. 16.00 Sunnudag kl. 13.00 til kl. 17.00 orninnÞ* WBSIBPWBM ■5*' i V/5A" BBHHBI SÉRVERSLUNí 68 ÁR raðgreiðslur PÓSTSENDUM UM LAND ALLT SKEIFUNNI V V VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐI SÍMI 679891 TREK ■ JAZZ ■ SPECIALIZED ■ GT ■ WINTHER ■ PEUGEOT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.