Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 17
■
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRIL 1993
„Verdbréfasalinn er sérfraeóingur i markaéinum, nauésynlegur milliliéur og ráégiafi fyrir kaup-
andann sem hefur um nég annaé aé hugsa og þarf aé geta treyst á þau ráé sem hann fser,"
segir Ouémundur en hér er hann á markaésgélfinu hjá Oppenheimer.
Guðmundur
Franklin Jónsson
starfar sem verð-
bréfasali hjá einu
af stóru
fjármálafyrir-
tækjunum i New
York og þar fær-
ast peningarnir
ört á milli manna
Starf verébréfasalans byggist mikié á tölvunni og símanum.
„Maéur er meé símtélié vié eyraé frá morgni til kvölds," seg-
ir Guémundur.
geta treyst á þau ráð sem hann fær.“
Sex milljarðar dollara
Viðskipti með verðbéf eru mörg-
um framandi og Guðmundur segir
það eðlilegt að fólk hafi undarlegar
hugmyndir um peningamarkaðinn
og stofnanir hans. Kauphöllin í New
York er staðasett við Wall Street
og er fjármálahverfið þar í kring í
raun kennt við þessa einu götu.
Verðbéfafyrirtækin, sem eru fjöl-
mörg, eiga síðan tiltekinn fjölda
sæta í Kauphöllinni, en þar fara öll
kaup endanlega fram þótt sölumenn
í hinum ýmsu fyrirtækjum annist
þau. „Kauphöllin hér í New York,
sem er 200 ára gömul, er stærsti
og fullkomnasti verðbréfamarkaður
heimsins, og þetta er tilboðsmarkað-
ur,“ segir Guðmundur. „Það er kaup
og sala sem gildir og allt sem þú
kaupir geturðu selt undir eins aftur,
ef þú kærir þig um. Fyrirtæki, eins
og Oppenheimer, sem eiga í viðskipt-
um í Kauphöllinni skipta tugum, og
smærri fyrirtæki skipta jafnvel þús-
undum. En þau nóta yfrleitt þessi
stóru til að sjá um sín mál á sjálfum
markaðinum, því þau hafa ekki efni
á að eiga sæti þar. Þannig höfum
við fimm sæti í dag, en þau ganga
kaupum og sölum eins og annað.
Af þessu sex biljóna dollara efna-
hagssvæði sem Bandaríkin eru, þá
eru rúmar fjórar biljónir Bandaríkja-
dala í þessum rúmlega tvöþúsund
fyrirtækjum sem eru á verðbréfa-
markaðinum hér. Og um þessar
mundir fara að meðaltali sex millj-
arðar dollara gegnum kauphöllina
daglega."
- Hvað áttu við með því að sex
milljarðar dala fari í gegnum Kaup-
höllina daglega? Þetta eru svo háar
upphæðir að maður nær þeim varla.
„Já, þetta eru ótrúlegar upphæðir
en þetta er það fjármagn sem skipt-
ir um eigendur daglega. Upp á síð-
kastið hafa um milljarður verðbréfa
verið seld hér á viku. Þessi miklu
viðskipti koma að vissu leyti til af
því að vextir hafa ekki verið lægri
í tuttugu ár og fólk er að reyna að
ná sér í sem besta ávöxtun. Þannig
er mikið steymi peninga út úr spari-
sjóðsbókum og inn í fyrirtæki sem
annaðhvort borga góðan arð eða
fólk er að vona að hækki í verði.
Og lækkandi vextir í Evrópu hafa
líka áhrif og útlendingar eru mikið
að fjárfesta hér á þessum stærsta
fjármagnsmarkaði heimsins. Það eru
líka aðrar reglur sem gilda fyrir
útlendinga. Þeir borga ekki skatta
af hagnaði ef bréfin þeirra hækka,
en það þurfa heimamenn að gera.
Þannig soga Bandaríkjamenn fjár-
magn úr öllum heimshomum inní
efnahagsmaskínuna hér. Og mikið
af þessum stóru bandarísku fyrir-
tækjum eru náttúrlega með útibú
víða um heiminn og skapa þannig
störf í viðkomandi löndum aftur.“
Gengur allt út á sparnað
Viðskiptin á peningamarkaðinum
snúast að mestu um skulda- og
hlutabréf, „bonds“ og „stock“. Opp-
enheimer fæst þó ekki eingöngu við
viðskipti með þetta tvennt. Guð-
mundur segir að fyrirtækið annist
peningaviðskipti í víðum skilningi.
„Við bjóðum upp á allskyns fjár-
málaþjónustu, eins og „fjárfestinga-
bankastarfsemi", gjaldeyrisvið-
skipti, „fjárvörslu", og þá erum við
líka í því að útvega peninga fyrir
fyrirtæki sem þurfa á þeim að halda.
Þetta er þó ekki almennur viðskipta-
banki, það er allt annað kerfi."
Síðan Guðmundur var ráðinn til
fyrirtækisins hefur hann verið að
afla sér viðskiptavina. „Fyrirtækið
styður vel við bakið á manni, kemur
með hugmyndir um í hveija sé gott
að hringja og um hugsanleg við-
skipti. Síðan vísa viðskiptavinir vin-
um sínum gjaman á mann og þann-
ig stækkar kúnnahópurinn smám
saman. Þetta er mikil símavinna,
maður er með símtólið við eyrað frá
morgni til kvölds. Regla númer eitt
á Wall Street er að maður verður
að þekkja viðskiptavinina, traustið
skiptir öllu máli. Ef eitthvað er að
gerast þá hringir maður í viðkom-
andi viðskiptavin og segir honum
hvað er á seyði í fyrirtækinu hans,
hvort sem það er gott eða slæmt.
Einn helsti kosturinn við að vera
miðlari í stóru fyrirtæki eins og
Oppenheimer er að við erum með
hóp ráðgjafa sem skoða stöðu fyrir-
tækja og gefa þeim einkunnir dag-
lega, eins og „kauptu“, „seldu“ eða
„haltu að þér höndum". Þeir rann-
saka hinar ýmsu iðngreinar og reyna
að finna eitthvað sem er á góðu
verði, til að kaupa. Stundum fáum
við þannig upplýsingarnar á undan
öðrum og þá er um að gera að not-
færa sér það.“
- Eftir að vinna allan daginn með
svimandi upphæðir, hvernig er þá
að fara út að versla, og að halda
verðskyninu í lagi?
„Eg er nú bara öreind á milljarða-
markaðnum. En það er annars ekk-
ert vandamál. Ég klippi út spamað-
armiða eins og aðrir, maður reynir
alltaf að spara; þetta gengur allt út
á sparnað hjá fólki og fyrirtækjum,
og ávöxtun. Hér bítast menn um
einn hundraðshluta úr prósentu. Það
er alltaf verið að reyna að ná sem
bestum kjörum, bestri ávöxtun, og
sparnaður hjá einstaklingum á auð-
vitað að byggjast á því að leggja
markvisst fyrir.“
- En hvernig er það í vinnunni,
þar sem hver verðbréfasali hefur
eigin viðskiptavini, og er að þjónusta
þá eins og hann getur. Skapar það
ekki mikla samkeppni milli verð-
bréfasalanna?
„Jú, auðvitað er viss samkeppni;
allir verðbréfasalar eru á prósentum,
ekki á föstum launum. En sam-
keppnin felst aðallega í því að afla
fyrirtækinu sem mestra tekna. Mað-
ur reynir alltaf að leysa verkin af
hendi á sem bestan hátt, til þess að
fyrirtækið dafni og gangi vel“
- Og sölumaðurinn um leið.
„Einmitt! En það er ekki sam-
keppni milli miðlara um viðskipta-
vini. Annar miðlari í fyrirtækinu
getur ekki hringt í sama viðskipta-
vin og ég er með og opnað reikning
á hann. Það myndi ekki ganga.“
Alltaf gefast ný tækifæri
Guðmundur heyrir því oft fleygt
að menn séu að tapa aleigunni á
einum degi í verðbréfabraski, en
segir það íslenskar tröllasögur. „Það
eru jafn öfgafull dæmi og þau að
menn séu að tvöfalda ágóðann á
einum degi. Þegar slíkt gerist, sem
er mjög sjaldan, eiga alltaf í hlut
menn sem eru vanir að taka áhættu.
Og menn ráða því vissulega hvaða
áhættu þeir taka og það er eitt af
því skemmtilega við þennan bransa.
Það er hinsvegar góð regla að vera
með bland í poka, að eiga skulda-
bréf og hlutabréf saman. Það er visst
öryggi og dregur úr áhættunni. Og
ef óvissan er einhver þá er yfirleitt
best að bíða, því alltaf gefast ný
tækifæri."
- En hvað telst þá góð ávöxtun
á markaðinum í dag?
„Okkar sjóðir hafa upp á síðkast-
ið verið með 15 til 20 prósent ávöxt-
un á ári - og þykir alveg frábært.
Auðvitað fá margir minna, en það
er bara eftir hvað þú kaupir og nú
er ég að tala um hlutabréfasjóði.
Skuldabréfasjóðir gefa minna. En
menn verða að gera sér grein fyrir
því að á meðan vextir voru yfir tíu
prósent þá var gott að ná 20 til 30
prósenta ávöxtun, en meðan vextir
eru ekki nema milli 6 og 7 prósent,
þykir gott að ná milli 10 og 15 pró-
sent ávöxtun. Forsendumar breytast
alltaf með vaxtabreytingum. Þá
skipta sveiflur á gjaldeyrismörkuð-
unum einnig máli, en þær geta ver-
ið mjög miklar."
Stór hluti starfsins er að meta
stöðu fyrirtækja og Guðmundur seg-
ir að um þessar mundir geti verið
gott að fjárfesta í vissum fyrirtækj-
um í kapal- og töluviðnaði. Og hann
telur upp stór fyrirtæki í hinum og
þessum greinum: eins og Time-
Warner í Kapaliðnaðinum; Chrysler
í bílaframleiðslunni, Intel sem fram-
leiðir tölvuhluti. í lífefnaiðnaði nefn-
ir hann Chyron; Motorola í hátækni-
iðnaði; AT&T í símaiðnaði; Cogate
og Gillette á heimilismarkaðinum.
Þá eru nokkur traust banka- og fjár-
málafyrirtæki, auk fyrirtækja sem
eru með umhverfisvænar vörur en
þær njóta sífellt meiri vinsælda.
Guðmundur segir að væntalegir
kaupendur hlutabréfa þurfi að hafa
nokkur atriði í huga áður en þeir
fjárfesta í fyrirtækjum. „Það þarf
að athuga hvað fyrirtækið er að
framleiða og hvernig sölumöguleik-
amir eru fyrir þá vöru eða þjónustu.
Þá skiptir efnahagsumhverfið í við-
komandi grein á hverjum tíma máli,
svo sem ávöxtun fyrirtækisins,
stjórnunin á því og verðið á hluta-
bréfunum. Þegar ákvörðun um kaup
er tekin á viðkomandi yfirleitt að
líta á þau sem langtímafjárfestingu.“
ísland er sérstakur heimur
Guðmundur segir að sér hafi ekki
þótt koma til greina að fara heim
til íslands strax eftir að hann lauk
náminu hér ytra. „Starfsþjálfun hjá
stóru fyrirtæki er í raun stór hluti
námsins og þá er markaðurinn á
mínu sviði líka svo lítill á íslandi,
tækifærin svo fá, að í dag myndi
ég ekki vilja skipta.
íslenskur fjármagnsmarkaður er
auðvitað lítill og óþroskaður, en á
eftir að eflast og styrkjast með tím-
anum. Ég hugsa að við getum aldrei
fjármagnað fyrirtæki af verulegu
marki, en við erum ansi sniðugir
íslendingar við að róa á miðin og
afla okkur tekna, og í þessari kreppu
sem er á íslandi eru menn auðvitað
að hugsa um það hvað þeir geti
gert til þess að efla atvinnulífið og
margt á eftir að fæðast þar. En
þegar við tölum um íslenskt efna-
hagslíf er ekki hægt að miða við
neitt annað, umfangið er svo lítið.
Þetta er sér heimur.“ Guðmundur
bætir við að ef ísland tengist Evr-
ópsku efnahagssvæði þá muni það
skapa ákveðið og nauðsynlegt að-
hald. „Við getur endalaust lært af
öðrum þjóðum, og auðvitað öfugt;
aðrir geta líka lært af okkur, til
dæmis af fiskveiðimálum okkar og
tækninni sem við höfum þróað á
þeim vettvangi og erum í farar-
broddi með.“
- Ef þú værir að fjárfesta í ís-
lenskum fyrirtækjum, hvar myndi
þig þá bera niður?
„Ég mundi kaupa hluti í undir-
stöðufyrirtækjum í íslensku þjóðfé-
lagi; traustum fyrirtækjum í fiskiðn-
aði og skyldum greinum, fyrirtækj-
um í olíusölu, tryggingum og flutn-
ingum.“
En skyldi Guðmundur nota tæki-
færið og fjárfesta sjálfur í verðbréf-
um? „Já, hvað heldurðu," segir hann
og brosir. „Það er hluti af mínum
tekjum. Þótt maður hafi ekki mikla
peninga umleikis er alltaf hægt að
ávaxta það litla sem maður hefur.
Þá verður maður líka að vera tilbú-
inn til að leggja eigin peninga und-
ir, annað væri vantrú á þekkingu
manns á bransanum."
FAGOR
FAGOR FE54
Magn af þvotti
Þvottakerfi
Afgangsraki
Hitastillir
Rúmmál tromlu
Hraðþvottur
Áfangaþeytivinda
Sjálfvirkt vatnsmagn
Hæg vatnskæling
Barnavernd
Hljóðlát
4,5kg
17
77%
‘-90 °C
42 1
VORTILBOÐ
GE RÐ FE54 - STAÐGREITT KR.
39.900-
KR. 41990 - MEÐ AFBORGUNUM
m
RONNING
SUNDABORG 15
SÍMl 68 58 68