Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993
19
Náin tengsl við atvinnulífið
Náin tengsl við atvinnulífíð heitir ljósmynd Svavars B. Magnússonar á
Olafsfírði sem valin var besta myndin úr daglega lífínu. I mörgu er að
snúast hjá Júlíusi Magnússyni trillukarli á Ólafsfírði enda verkar hann
fískinn sinn sjálfur. Myndin var tekin af honum á gangi niður við höfn
með saltfísk og umbúðir í hjólbörunum. Frændi hans, Lúðvík Már
Ríkharðsson, fékk að sitja í. Myndin sýnir á skemmtilegan hátt einn þátt
daglegs lífs í sjávarþorpi.
Bættákílóin
Bætt á kílóin, mynd Svavars B. Magnússonar, fékk fyrstu verðlaun í
flokki spaugilegra mynda. Umfang konunnar vakti athygli ljósmyndarans
þar sem þau hittust á fömum vegi í Kaupmannahöfn. Þegar að var gáð
reyndist hún vera að bæta á kílóin.
*
Astarleikur steinbítsparsins
Ástarleikur steinbítsparsins er heiti mynda Sigurgeirs Jónassonar í Vest-
mannaeyjum sem dómnefndin valdi bestu myndröðina. Steinbítspar fijóvg-
aði hrogn í Náttúrugripasafninu í Vestmannaeyjum í byijun desember
1991, í fyrsta sinn í viðurvist mannskepnunnar. Sigurgeir myndaði öll
stig ástarleiksins, líklega fyrstur ljósmyndara. Hér á opnunni er ein
mynd úr röðinni. Hún sýnir móðurlega umhyggju hrygnunnar þegar hún
hefur safnað hrognunum saman í kúlu og hringað sig um þau.
Hreinsað frá ungunum
Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum fékk viðurkenningu fyrir bestu
myndina í opnum flokki og heitir hún hreinsað frá ungunum. Sigurgeir
fylgdist með sólskríkjupari bera mat til unga sinna í hreiður í gamalli
steinhleðslu í Sæfelli á Heimaey. Einstöku sinnum sást kvenfuglinn koma
út með eitthvað sem líktist hvítum poka en þá brá svo við að fuglinn
var sérstaklega var um sig og flaug upp um leið og hann kom út í
hreiðuropið. Eftir mikla yfirlegu náði ljósmyndarinn einni mynd af þessari
athöfn. Við skoðun hennar kom í ljós að sólskríkjan var að hreinsa
úrganginn úr hreiðrinu. Ungarnir mynda poka úr himnu utan um skítinn
og skila honum þannig frá sér.
Kraftakeppni
Kraftakeppni, mynd Róberts Schmidt á Bíldudal, varð hlutskörpust í flokki
íþróttamynda. Fyrsta aflraunakeppnin á Vestfjörðum fór fram á héraðs-
móti Ungmennasambandsins Hrafna-Flóka á Bfldudal í júlí 1992. Ellefu
kraftakarlar sýndu trukkadrátt, bankastjórakast, glerbrotagöngu og fleira.
Viðtökur áhorfenda voru góðar og var köppunum klappað lof í lófa. Spenna
og átök eru í myndinni sem sýnir Kjartan Guðbrandsson lyfta handlóðum.
(