Morgunblaðið - 18.04.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993
19.-25. aprtl 1993
Mánudagur 19. apríl kl. 20:00
Tónlfjkarávegum
Tónlistarskóla Kópavogs
Fjölbreytt dagskrá nemenda og kennara
sem flytja fjölbreytta tónlist eftir
öndvegishöfunda.
Þriðjudagur 20. apríl kl. 20:00:
Kvöldbænir með kirkjulegri Iðnlist
Kvöldbænir, stutt helgistund í umsjá
sr, Ægis Fr. Sigurgeirssonar.
Stefán R. Gíslason leikur á orgelið.
Miðvikudagur 21. apríl kl. 20:00:
Tónleikar á vegum
Tónlislarskóla Kðpavogs
Fjölbreytt dagskrá nemenda og kennara
sem syngja og leika fjölbreytta tónlist
eftir ýmsa öndvegishöfunda.
Fimmtudagur 22. apríl,
sumardagurinn fyrsti, kl. 17:00:
Skólakór Kársness,
Stóri kór og Litli kðr
Um 200 grunnskólanemendur úr Kársnessókn
syngja fjölbreytta dagskrá
undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.
Fimmtudagur 22. apríl, kl. 20:00:
Hljómkórinn syngur sumartónlist og andleg
lög, innlend og erlend.
Stjórnandi: Stefán R. Gíslason
Valdimar Lárusson, leikari
Föstudagur 23. apríl kl. 20:00:
Kirkjukðr Kðpavogskirkju
Stjórnandi: Stefán R. Gíslason.
Einsöngvari: Eiríkur Hreinn Helgason.
Undirleikari: Reynir Jónasson.
Sungin m.a. hin fræga þýska messa Schuberts.
Laugardagur 24. apríl kl. 16:00:
Samkór Kópavogs
Stjórnandi: Stefán Guðmundsson.
Einsöngvarar; Katrín Sigurðardóttir (sópran)
og Tómas Tómasson (bariton).
Undirleikari: Ólafur Vignir Albertsson.
Sunnudagur 25. apríl kl. 17:00:
Kirkjukðr Kópavogskirkju
Endurteknir tónleikar frá föstudeginum .
Metsölublað á hverjum degi!
Garðyrkjuskóli ríkisins
Opið hús á sum-
ardaginn fyrsta
SÚ HEFÐ hefur skapast hér við
Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykj-
um, Ölfusi, að nemendur hafa
staðið fyrir opnu húsi á sumar-
daginn fyrsta í skólanum þar sem
nemendur kynna námsefni og
starfsemi skólans auk þess að
hafa kaffi og ýmsan varning sem
tengist garðyrkju á boðstólum.
Fyrirtæki sem tengjast garðyrlqu
verða með kynningarbása þar
sem þeim gefst tækifæri til að
kynna og selja þær vörur sem þau
hafa á boðstólum.
Starfræktar eru fimm brautir við
skólann, ylræktarbraut, skrúðgarð-
yrkjubraut, garðplöntubraut, blóma-
skreytingabraut og umhverfisbraut.
Kynningar á brautunum verða allan
daginn þar sem fólki gefst kostur á
að ræða við nemendur og fá upplýs-
ingar um skólann og námsefni hverr-
ar brautar og skoða plöntusöfn og
dagbækur sem nemendur hafa unn-
ið. Skólablað nemenda, Vorboðinn,
verður afhentur öllum sem leggja
leið sína í Garðyrkjuskólann þann
22. apríl á sumardaginn fyrsta auk
þess sem því verður dreift til garð-
yrkjubænda og þeirra sem styrktu
okkur við útgáfu blaðsins með aug-
lýsingum eða styrktarlínu. Heitt
verður á könnunni strax kl. 10 um
morguninn þegar skólinn opnar og
verður ekki hætt að hella upp á fyrr
en um kl. 18 þegar opnu húsi lýkur.
Veitingar verða einnig á boðstólum.
Börnin ættu einnig að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi t.d. leiktæki
og sitthvað fleira. Eins og fyrr er
getið verður ýmiss konar vamingur
á boðstólum í sölubásum í garðská-
lanum þar sem verður sannkölluð
markaðsstemmning. Garðskáli garð-
yrkjuskólanna er einn sá stærsti
sinnar tegundar í landinu og er
óhætt að segja að það sé komið vor
í skálanum á þessum tíma en sjón
er sögu ríkari.
(Fréttatilkynning)
Doktor í sálfræði
ÓLAFUR Steinn Pálsson varði í
ágúst sl. doktorsritgerð í klín-
ískri sálfræði við læknaskóla
Austur-Virginíu (Eastern Virgin-
ia Medical School) í Norfolk i
Virginíufylki í Bandaríkjunum.
Ritgerð hans nefnist „Sálfræðileg
og sállífeðlifræðileg áhrif steitulos-
unar með aðstoð hópdáleiðslumeð-
ferðar" (Psychological and psychop-
hysiological effects of stress reducti-
on by means of a group hypnosis
intervention). Rannsókn sú sem rit-
gerðin fjallar um var framkvæmd í
streiturannsóknastofu læknaskólans.
Ólafur sýndi í ritgerðinni fram á að
stöðluð sex vikna hópdáleiðslumeð-
ferð sem hann hannaði dregur veru-
lega úr bæði sálfræðilegum og sállíf-
eðlisfræðilegum einkennum streitu
og er því líkleg til að reynast ódýr
og hagkvæm lausn til að koma í veg
fyrir og meðhöndla streituvandamál
og streitusjúkdóma. Aðalleiðbeinandi
Ólafs í þessu verkefni var dr. Ian
Wickramasekera, prófessor í geð-
læknisfræði og yfirmaður atferlis-
læknisfræðideildar og streiturann-
sóknastofu læknaskólans.
Ólafur kynnti niðurstöður sínar
nýverið í erindi á ársþingi banda-
rískra Iandssamtaka á sviði sállífeðl-
isfræði (Association for Applied
Psychopsiológy and Biofeedback) í
Los Angeles.
Dr. Ólafur Steinn Pálsson.
Ólafur fæddist í Reykjavík 26.
ágúst 1962. Hann lauk stúdentsprófí
frá Menntaskólanum við Sund 1982
og BA-prófi í sálfræði með summa
cum laude í Bandaríkjunum 1988,
frá University of North Carolina í
Greensboro.
Foreldrar Ólafs eru Páll Ólafsson
verkfræðingur og Þuríður Guðjóns-
dóttir stjómarráðsfulltrúi. Ólafur
starfar sem stendur við fylkisgeð-
sjúkrahúsið í Norður-Dakótafylki.
NÉ
vorið
' Kynnum nýja vor-matseðilinn
með girnilegum
suður-amerískum réttum,
sem gæla við bragðlaukana.
Starf smannaf élög
- saumaklúbbar -
vinir og kunningjar
Sértilboð fyrir hopa (minnst 8 manns)
Sækjum og fylgjum ykkur heim að
r skemmtun lokinni.
Þríréttaður kvöldverður af
vormatseðlinum að eigin vali
kr. 2.950,-* (Akstur innifalinn)
*Gildir ekki laugardaga
stemmng
o
Hinir frabæru
LOS
PARACAYOS
skemmta matargestum öll kvöld
vikunnar og í síðdegiskaffi-
tímanum laugardag og
sunnudag.
HÓTEL ÖÐK:
HVERAGERÐI • SÍMI 98-34700