Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993 23 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Þjóðarsaga á matarborðinu PÁSKASIÐIRNIR hér eru svipaðir og í ná- grannalöndunum, páskaskraut heima fyrir og í búðum, páskasælgæti og páskamatur. En rödd kirkjunnar manna heyrist ekki oft. Fyrir skömmu kom fram tillaga um að breyta illa nýttum kirkjum í menningarmiðstöðvar. Sem ég hugleiddi þetta barst mér boð frá vinkonu minni um að taka þátt í seder-veislu í tilefni framhjágöngunnar og flóttans frá Egyptalandi. Með framhjágöngunni er átt við þegar Drottinn leiddi tiu plágur yfir Egypta fyrir að halda þjóð hans í ánauð. Til að sleppa hjá síðustu plágunni, þegar Drottinn deyddi alla frumburði, bauð hann þjóð sinni að rjóða dyrastafinn blóði fórnarlambsins, svo hinn refsandi engill færi framhjá. Eftir þetta gaf faraó gyðingum leyfi til að hverfa úr landi. Drottinn leiddi þá yfir Rauðahafið, sem skall yfir faraó og hermenn hans. í eyðimörkinni hélt hann lífi í þeim í fjörutíu ár. Vinkona mín er af argentínskum gyðinga- ættum, en ekki alin upp í rétttrúnaði. Enginn gestanna var gyðingur utan húsmóðirin og aldraður hollenskur gyðingur, sem hefur búið í Bandaríkjunum um árabil. Við hvern disk lá lítið kver á ensku og hebresku, fallega skreytt viðeigandi myndum rússneska lista- mannsins Marcs Chagalls, sem hefur sótt svo mikið í gyðinglega æsku sína. Aðeins fyrir þá umskornu Hollenski gesturinn tók að sér að stjóma borðhaldinu og fræða viðstadda um sögu og siði seder-veislunnar. Um leið og borðhaldið hófst sagði hann af gyðinglegri glettni að máltíðin væri að sjálfsögðu aðeins fyrir þá umskomu ... Á heimilum gyðinga átti veisl- an sér langan aðdraganda. Allt var þrifíð hátt og lágt og svo þurfti að ganga úr skugga um að ekkert gler eða geijað brauð væri í húsinu, því þetta er veisla hinna ósýrðu brauða. Gyðingar flúðu í skyndi svo brauð- deigið var tekið ósýrt-með. Síðan er borðað ósýrt brauð þessa dagana. í fjölskyldu Hol- lendingsins fór fjölskyldan um húsið með kertaljós og leitaði hátt og lágt og bömupum til ærinnar gleði fundust súkkulaðibitar hér og þar. Gyðingurinn skýrði fyrir okkur seder- diskinn á borðinu. Ofnsteikt bein úr lamba- læri minnir á páskalambið er forfeðumir fóm- uðu Guði, harðsoðið egg á hringrás lífs og dauða, beiskar jurtir á beiskju egypska þræla- lífsins og lítil bolla úr söxuðum hnetum, þurrkuðum ávöxtum, víni og kryddi táknar steinlímið sem forfeðumir notuðu í egypsku píramídana. Steinselja táknar von og end- urnýjun og beisk jurt minnir á að forfeðum- ir snæddu hana og ósýrð brauð í eyðimörk- inni. Maturinn sem borinn var á fagurlega dúkað borðið var hefðbundinn gyðingamatur, tilreiddur eftir öllum kúnstarinnar reglum. Gesturinn, sem var okkar andlegi leiðtogi þetta kvöld, átti margar ljúfar minningar bundnar seder. Gyðingar leggja mikla rækt við böm sín og þau eiga sér sérstakan yett- vang þetta kvöld. Á milli bænahalds, lestra og sálmasöngs ræða viðstaddir allt milli him- ins og jarðar. Fjölskyldufaðirínn stjórnaði borðhaldinu og böm og ungmenni vom sér- staklega hvött til að spyija um hvaðeina sem þeim datt í hug. Faðirinn sat ekki uppréttur við borðið, heldur hallaði sér við hliðina á disknum. í seder-textunum er talað um að liggja til borðs, því það gerðu heldri menn meðal Egypta og Rómveija. Þess minnast gyðingar og minna á að þeir eru herra í eigin húsi. Skopsögur sem viðbit í gleði og sorg Gyðingar eru annálaðir fyrir skopsögur og leiðtogi okkar var engin undantekning. Gyð- ingatrú gerir ekki ráð fyrir lífi eftir dauð- ann. Lífíð er hér og nú, engin hótun um helvíti. Eitt sinn leit Guð yfír jörðina og sá að hún var harla syndug. Hann ákvað því að senda annað syndaflóð yfír jörðina, en í þetta skipti yrði engin örk, dúfa eða olíuviðar- grein, bara tíu fet af vatni yfír allt. Gabríel erkiengill flaug með boðskapinn til jarðar og kom fyrst á fund páfa. Hann brást fljótt við boðskapnum og skipaði fólk sínu að biðja og lifa í hreinlífí síðustu dagana, svo það kæm- ist í himnaríki. Æðsti prestur múhameðstrú- armanna brást eins við. Þá fór Gabríel til rabbíans. Eftir boðskap engilsins hugsaði rabbíinn sig um stutta stund og sagði svo: Já, lífíð verður liklega erfítt undir tíu fetum af vatni... Dómsdagur er þó hluti af trú þeirra. Þeg- ar rithöfundurinn Bashevis Singer var spurð- ur af hveiju hann skrifaði á jiddísku en ekki á ensku, svaraði hann: Sjáðu til. Þegar þjóð mín vaknar upp á dómsdegi veit ég að ein- hveijir verða til að spyija, hvort ekki hafí verið skrifað eitthvað gott á jiddísku nýlega. Þá vil ég gjaman vera nefndur til... Þegar gyðingar deyja á að grafa þá sem fyrst eftir andlátið. Síðan tekur við sjö daga sorgartími. Þá er fjölskyldan saman heima við, tekur sér ekkert fyrir hendur annað en að taka á móti gestum, sem fá hvorki vott né þurrt. Faðir Hollendingsins dó snögglega eftir að sonurinn var orðinn fullorðinn og fluttur til Bandaríkjanna. Hann kom strax heim til að vera við jarðarförina og sorgartím- ann. Jafnvel sorgin megnaði ekki að slá á skopskynið, svo hann fór ósjálfrátt að segja gamansögur. Þegar gesti bar óvænt að garði urðu þau öll að taka sig á að koma andlitinu í alvarlegar skorður, því um stund hafði sorg- in gleymst og hláturinn fyllt húsið. Þegar móðir hans dó var hann orðinn einn eftir og sá engan tilgang í að halda sorgarviku einsamall. Hann var lengi að komast yfír móðurmissinn og er ekki í vafa um að skýr- ingin er að sorgarvikan eftir föðurmissinn gaf honum tíma til að upplifa sorgina. Helgis- iðir gegna oft tilgangi, þegar að er gáð. Tengiafl sögunnar Þrátt fyrir sterkt trúarlegt uppeldi leitaði efinn snemma á gyðinginn. Þegar hann var um ellefu ára gamall laumaðist hann eitt sinn óséður inn í eldhús á hvíldardeginum. Þann dag má ekkert taka sér fyrir hendur, heldur ekki að kveikja eld. Með dúndrandi hjartslátt kveikti hann eldsnöggt á eldspýtu, slökkti jafnskjótt aftur og hljóp fram . .. en ekkert gerðist. Guð refsaði honum ekki, hafði kannski ekki einu sinni séð til hans. Þar með var efanum sáð. Seinna sagði hann félaga sínum söguna, en sá var einnig gyðingur og alinn upp í rétttrúnaði. Efi hans hafði kvikn- að á svipuðum aldri. í sínagógunni má ekki líta á prestinn við ákveðnar aðstæður, því annars getur Gúð slegið niður eldingu og blindað þann sem brýtur af sér. Stráksi dró annað augað í pung og gjóaði hinu eldsnöggt á prestinn, svo hann missti þá aðeins sjón á öðru auga, ef Guð refsaði honum. En ekkert gerðist, nema að trúin dofnaði og efínn óx. En skiptir þá gyðinglegt uppeldi hollenska. gyðinginn einhveiju máli, úr því hann er ekki trúaður? Já, hvort það gerir. „Ég fædd- ist sem gyðingur og dey sem gyðingur." Við skildum vita að gyðingdómur væri miklu meira en trú. Og reyndar færði borðhaldið okkur heim sanninn um það, þvi eins og aðrar gyðingahátíðir snerist það allt um þjóð- arsöguna. Gyðingdómur snýst um þjóðina sjálfa og sögu hennar, auk lögmálsins. Há- tíðahald þeirra er ekki aðeins tilbeiðsla, held- ur minnir gyðinga á þjóðarsöguna, sem teng- ir þá alla saman, bæði trúaða og vantrúaða. Þess vegna segja þeir „þegar við fórum frá Egyptalandi“ og „við sem vorum í helför- inni“, þó þeir hafí hvergi verið þar nærri. Gesturinn sagðist glaður og þakklátur fyr- ir uppeldi sitt, þó hann saknaði ekki trúarinn- ar. Gyðingar álitu sig sem kunnugt væri Guðs útvöldu þjóð „og gallinn er að of marg- ir trúa því!“ Son sinn hefur hann ekki alið upp í trúnni, þó hann hafí tekið sárt að geta ekki veitt honum sama uppeldi og hann fékk sjájfur. í landi þar sem talað er um að breyta kirkj- um í „menningar“-miðstöðvar er fróðlegt að heyra riíjað upp að trú sé ekki aðeins spum- ing um trúarkjamann sjálfan, heldur um menningarlega kjölfestu. Kristin trú er einn- ig slík kjölfesta. Það er sorglegt að sjá þekk- ingu á henni vanrækta, ekki aðeins trúarinn- ar vegna, heldur einmitt vegna þess að hún er lykill að listum, sögu og mörgu fleiru sem við bemm í okkur, hvort sem við erum trúuð eða ekki. Sigrún Davíðsdóttir. Um leið og vi& birtum nöfn vinningshafa þökkum viö þeim þúsundum sem tóku þótt í þessari léttu og skemmtilegu getraun. Svara ótti tveimur spurningum; 1. Frá hvaða landi eru HYUNDAI bílarnir? Rétt svar: Frá Suður Kóreu. 2. HvaS eru margar LADA bifreiðar í umferðinni hérlendis? Rétt svar: Um 11.000. Svör viS spurningunum komu fram í bæklingnum. VERÐLAUNAHAFAR: I Nýr LADA SAFIR beint úr kassanum. Hulda Árnadóttir Suðurgötu 7 Keflavík. , . Helgarferð með FLUGLEIÐUM -J * I fyrir tvo til AMSTERDAM. Gist á Holiday Inn Crown Plaza. Helga Ingvarsdóttir Bræðraborgarstíg 41 Reyk|avík. 40 AUKAVINNINGAR: lOstk. SEL 8x40 sjónaukar. 10 stk. ARQIC CAT leður vélsleðahanskar. 10 stk. Buröarbogar á bíla. 10 stk. Bílmottusett. 40 AUKAVINNINGSHAFAR: 10 stk. SEL 8x40 sjónaukar. Elísabpt Kristinsdóttir Hólagötu 37 Vestmannaeyjum. Sjöfn Isaks.dóttir Heiðarhrauni 5 Grindavík. SigurSur Orvar Sigurmonsson Þúfur Hofsósi. Friögeir Gar&arsson SuSurbraut 24 Hafnarfiröi. Arnfríður Jónasdóttir Móasíðu 36 Akureyri. Helgi Ágústsson Vesturberai 118 Reykjavík. Dröm Guðbjörnsdóttir Hlíðardalsskóla Selfossi. Anna P. Aylett Hvarfi Laugarvatni. Guðmundur Jónsson Vogatungu 59a Kópavogi. Valgerður Jakobsdóttir Kolbeinsgötu 11 Vopnafirði. 10 stk. ARCTIC CAT leður vélsleóahanskar. Magnús Hilmarsson Lyngbergi 23 Þorlákshöfn. Haltdór Sigfússon Geldingsá Akureyri. Egill Einarsson Kringlunm 25 Reykjavík. Þurlður Jóhannsdóttir Jaðri Borgarnesj. Guðný H. Gunnlaugsd. Brattavöllum Árskógshr. Ak. Pétur Guðmundsson Völusteinsstrætí 18 Bofungarvík. Anna K. Daviðsdóttir Fjarðarstræti 39 Isafirði. Jórunn Sigfúsdóttir Arnartanga 66 Varmá. Einar Arngrímsson Sunnubraut 4 Dalvík. Hiörtur Holm Hermannsson Laugaskóla Laugum. 10 stk. Burðarbogar á bifa. Sólveig Snorradóttir Holtsdötu 1 Njarðvík. Ásta Oddsdóttir Norðurtúni 23 Siglufirði. Svava Blandon Syðra-Laugalandi Akurpyri. Helgi Kr. Einarsson Hjarðarlandi Bisk. Árnessýslu. Þorvaldur Sverrisson Heiðarhrauni 44 Grindavík. Guðfinna B. Hjarðar Sleðbrjót Jökulsárhlíð Egilsstöðurr Björn Þór Guðmundsson Miklubraut 16 Reykiavik. Monica Magnúsdóltir Hjarðarholti 4 Mosfellsbæ. Dóra Kristjánsdóttir Smaratún 6 Svalbarðseyri. Ingunn Þórðardóttir Safamýri 15 Reykjavík. 10 stk. Bílmottusett. Sif Aðils Miklubraut 56 Reykjavík. Páll Hannesson Fjarðarbraut Stöðvarfirði. Kristján A. Kristjánsson Laugagerði 70 Reykjavík. Þórunn J. Kristinsdóltir Túni Borgarhr. Borgarnesi. Sigurjón Hreinsson Goðheimum 14 Reykjavík. Jón Ingipnarjson Hafnargötu 15 Grímsey. Eiríkur Oli Olafsson Kirk|uteig 2 Eskifiröi. Svanhvít Guðmundsdóttir Búöaveg 30a Fáskrúðsfirði. Dagmar Þórisdóttir Breiðvangi 52 Hafnarfirði. Anna GuÖmundsdóttir Næfurás 15 Reykjavik. 2 Mmmm ARCnCCAI Allar nánari upplýsingar veitir Pétur hjá B&L i síma: 681200 - Vinningshöfum óskum viS til hamingju meS árangurinn! Ármúla 13 Sími: 681200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.