Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 30
30 MORGUNBLABIf) MINNINGAR SUNNUDAGUK 18. APRÍL 1993
Lára Jóhannes-
dóttir — Minning
Fréttin um lát Láru Jóhannes-
dóttur kom eins og reiðarslag. Ung
kona í blóma lífsins er horfín. I
nýju starfí og með ný markmið.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Eg kynntist Láru í KR-konum
og Skíðadeild KR, þar sem hún og
eignmaður hennar störfuðu af mikl-
um áhuga. Það kom varla fyrir sú
helgi að þau mættu ekki í Skálafell-
ið á skíði. Ég var nýbúin að hitta
hana í fjallinu svo sæla og ánægða,
þar sem hún var að segja mér frá
ferð þeirra hjóna til Akureyrar með
vinahópi úr Skíðadeildinni. Ákváð-
um við þá að mæta vel í Skálafellið
um páskana. Nú er svo komið stórt
skarð í hópinn, þar sem Láru nýtur
ekki lengur við.
Hún tók einnig virkan þátt í starfí
KR-kvenna. Alltaf boðin og búin
að hjálpa til. í lokahófí okkar á síð-
asta ári sýndi hún dans ásamt
nokkrum öðrum konum, sem tókst
svo vel, að þær voru beðnar að
dansa aftur á árshátíð KR í mars
sl. Þá stóð einnig til að æfa saman
atriðið fyrir hóf KR-kvenna í lok
apríl. Við munum sakna Láru, sem
var svo hæglát, hlý og þægileg.
Fyrir hönd KR-kvenna sendi ég
Guðmundi og bömum þremur inni-
legar samúðarkveðjur. Guð gefí
ykkur styrk í mikilli sorg. Það er
huggun að eiga ljúfar minningar
um ástríka eiginkonu og móður,
sem ætíð hugsaði um velferð ást-
vina sinna og vildi öllum vel.
Blessuð sé minning Láru Jóhann-
esdóttur.
Elísabet Guðmundsdóttir,
formaður KR-kvenna.
Allt eins og biómstrið eina
upp vex á sléttri grund,
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(H.P.)
Það var að morgni skírdags sem
við fengum þá frétt að góð vinkona
okkar hefði látist kvöldið áður. Við
kynntumst henni Láru í gegnum
skíðadeild KR. Höfum við átt ótal
ánægjustundir með henni og fjöl-
skyldu hennar, jafnt sumar sem
vetur. Það var vart hægt að hugsa
sér betri ferðafélaga en Láru, hún
var alltaf kát og ljúf í lund. Við
minnumst t.d. síðustu ferðar sem
við fórum nokkrir félagar úr skíða-
deild KR með þeim hjónum til Akur-
eyrar í mars síðastliðnum og áttum
þar yndislega daga saman.
Þetta snögga andlát vinkonu
okkar minnti okkur óþægilega á
nálægðina við dauðann og hversu
stutt er á milli'lífs og dauða. Við
munum geyma minninguna um
Láru í hjörtum okkar.
Kæru vinir, Guðmundur, Kristín,
Jóhannes og Lilja, megi minningin
um Láru vera ljós á vegum ykkar
um alla framtíð. Blessuð sé minning
hennar.
Gaui og Hildur,
Keli og Björg ogbörn.
Þau stigu gæfuspor Lára og
Guðmundur móðurbróðir minn er
þau áttust fyrir rétt tæpum 25 árum
og samstíga voru þau alla tíð þótt
lífsleiðin væri oft grýtt og erfið
yfírferðar.
Lára var fædd í Reykjavík 22.
september 1946, eina bam hjón-
anna Jóhannesar Guðmundssonar
og Kristínar Eggertssonar sem lést
eftir áralöng veikindi og Lára þá
aðeins rúmlega tvítug. Segja má
að María Eggertsdóttir, móðursyst-
ir hennar hafi gengið henni í móður-
stað og verið bömunum hennar sem
önnur mamma.
Bömin þeirra Láru og Guðmund-
ar urðu fjögur. Elst þeirra er Krist-
ín, f. 1968, sem nú útskrifast úr
íþróttakennaraskólanum á Laugar-
vatni, Helga, f. 1969, d. 1979, Jó-
hannes, f. 1972, er langt kominn í
húsasmíðanámi og Lilja Sólrún, f.
1973, lýkur stúdentsprófí frá
Kvennaskólanum í Reykjavík nú í
vor.
Mér hefur alltaf fundist að erfíð-
leikamir og mótlætið sem Lára
mætti á lífsleiðinn fyrst í móður-
missinum og seinna í veikindum og
missi dótturinnar Helgu hafí helst
þroskað með henni hæfíleikann til
að sjá og kunna að meta hvað er
einhvers virði í lífinu. Hlaup eftir
einskis nýtum hlutum var óþarft,
en þó var ekkert nógu gott handa
öðmm. Þú hittir Lám aldrei öðm-
vísi en jákvæða, stutt í brosið og
glettnina. Það var sama á hveiju
gekk, aldrei heyrðist hún kvarta eða
biðja um aðstoð. Sjálf var hún allt-
af boðin og búin með útrétta hjálp-
arhönd. Á ég eða viltu, vom orð
sem alltaf heyrðust þegar Lára var
annars vegar.
Guðmundi, bömunum og föður
sínum var hún ekki aðeins eigin-
kona, móðir og dóttir, heldur og
besti vinur og félagi. Fjölskyldan
öll var samkvæmt því. Samheldnin
var meiri og samverustundimar
fleiri en gengur og gerist. Það var
alltaf allt svo sjálfsagt. Hvort sem
krakkamir vom smáböm, böm,
unglingar eða komin á fullorðinsár
þá fóm þau og gerðu allt í samein-
ingu. Gönguferðir, á skíði, í ferða-
lög, öll saman eins oft og kostur var.
Það er svo ótalmargt ef að er
gáð. Myndir og minningar hrannast
upp í huganum. Ég stóra-litla
frænkan, þá tæplega ellefu ára
hugsaði ekki um að það væra þijár
vikur sem mamma og pabbi ætluðu
að vera í burtu í fríi, heldur um það
sem mér fannst vera stóri vinning-
urinn, að fá að vera hjá Lám og
Gumma í vellystingum á meðan.
Tíu ámm síðar, Lára í klippingu
hjá mér. Hún var ánægð með allt
sem lærlingurinn og seinna sveinn-
inn og meistarinn framkvæmdi á
kollinum - þetta er fínt, sagði hún
alltaf.
Fjölskyldumar saman í hjólhýs-
um á sumrin, hittumst í Skálafellinu
á vetuma, og ferðalögin á öllum
árstímum.
Elsku Gummi, Kristín, Jóhannes,
Lilja Sólrún, Jóhannes eldri og
amma. Þið vorað rík að eiga hana
og verðið það um alla tíð, af falleg-
um og góðum minningum um yndis-
lega konu.
Guð gefi ykkur styrk.
Guðrún Helga Gylfadóttir.
Mín hjartkæra tengdadóttir,
Lára Jóhannesdóttir, andaðist á
heimili sínu 7. apríl sl. Snöggt og
óvænt var eins og ský drægi fyrir
sólu. Erfítt er að trúa því, hvað það
er kalt þetta líf.
Eftir stendur elskulegur eigin-
maður, böm in og aldraður faðir
ásamt öðmm, sem elskuðu hana
og virtu. Mér var hún sem besta
dóttir allt frá fyrstu kynnum okk-
ar, björt og glöð og jákvæð, hvem-
ig sem á stóð. Hjálpsemin var sjálf-
sögð, þegar hún átti S hlut. Og er
þess skemmst að minnast, hvflík
hjálparhella hún var Rúnari mági
sínum í veikindum hans síðastliðið
haust, og verður mér og honum
sífellt þakkarefni. Þau vom ófá
sporin og ferðimar hennar til mín
og nokkra kaffisopa fengum við
okkur saman. Það vom góðar sam-
vemstundir.
Ég kveð Lám mína. Hún bar birtu
inn í líf okkar.
Þau gleymast ekki þín björtu bros,
þau bros náðu allra hylli.
Þeir töfrar geymast, þó tíminn líði
og tjald hafí faliið á milli.
Helga Jónsdóttir.
Með þessum orðum langar okkur
að minnast elskulegrar systurdóttur
og frænku, sem skyndilega er látin,
langt um aldur fram.
Lára Jóhannesdóttir lést á heim-
ili sínu, Framnesvegi 16, að kvöldi
7. þessa mánaðar. Hún var hraust
alla tíð og þess vegna er erfiðara
en orð fá lýst að sætta sig við þá
staðreynd að hún sé ekki lengur á
meðal okkar. Fráfall Láru er jafn
fyrirvaralaust og fæðingu hennar
bar brátt að. Hún var aðeins fjórar
merkur þegar hún leit dagsins ljós
haustið 1946. Á þeim tíma efuðust
margir um lífslíkur þeirrar litlu
mannvem, sem seinna átti eftir að
verða sólargeislinn í lífí foreldra
sinna.
Lára var dóttir hjónanna Kristín-
ar Eggertsdóttur (f. 3. ágúst 1924,
d. 4. desember 1967), húsmóðir í
Reykjavík, og Jóhannesar Guð-
mundssonar (f. 26. febrúar 1917)
prentara, frá Núpi í Haukadal í
Dalasýslu. Lára var sannur Vest-
urbæingur, ólst upp í Sörlaskjóli
90 og gekk í Melaskóla og síðar í
Hagaskóla.
Hinn 12. júní 1968 giftist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum, Guð-
mundi Albert Jóhannssyni á 25 ára
afmæli hans. Guðmundur er sonur
hjónanná Helgu Jónsdóttur (f. 23.
september 1918) og Jóhanns Al-
bertssonar (f. 26. júní 1899, d. 16.
febrúar 1967). Lára og Guðmundur
hófu búskap í Sörlaskjóli, en síðar
fluttust þau, ásamt Jóhannesi föður
Lára, á Framnesveginn.
Bömin urðu fjögur: Kristín (f.
3. febrúar 1968) íþróttakennari,
Helga (f. 16. júlí 1969, d. 10. júlí
1979), Jóhannes (f. 17. mars 1972),
nemi í húsasmíði og Lilja Sólrún (f.
17. ágúst 1973), nemi í Kvennaskó-
lanum í Reykjavík.
Lára og Guðmundur vom alla tíð
mjög samrýnd og áttu mörg sam-
eiginleg áhugamál, sem þau sinntu
ásamt bömunum.
Fjömtíu og sex ár em ekki löng
ævi. Þó mátti Lára Jóhannesdóttir
þola meira mótlæti í lífinu en marg-
ir aðrir á lengri tíma. Kristín, móð-
ir hennar, var veik eins lengi og
Lára mundi eftir sér. Tíu ára að
aldri horfði hún upp á móður sína
lamast, missa málið og eiga í erfíðu
veikindastríði, sem lauk ellefu ámm
síðar. Sumarið 1979 sáu Lára og
Guðmundur á eftir 10 ára dóttur
sinni, Helgu, eftir löng og erfið
veikindi. A slíkum stundum kemur
í ljós hvers virði það er að eiga fjöl-
skyldu sem stendur saman. Lára
var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
góða að. Hamingja hennar fólst í
því að eiga eiginmann og böm sem
reyndust henni alltaf frábærlega
vel.
Samband Lám og Jóhannesar
föður hennar var einstakt. Frá því
hún mundi eftir sér var Jói henni
allt í senn: faðir, móðir og umfram
allt góður vinur. Ásamt eiginmanni
sínum og börnum þakkaði Lára
fyrir sig með því að annast Jóa
heima þegar heilsu hans tók að
hraka. „Lára er mesti gleðigjafi lífs
míns,“ var Jói vanur að segja. Sama
sagði hann um dótturbömin.
Með þessum orðum elskulegs
föður kveðjum við Lám Jóhannes-
dóttur, systurdóttur og frænku okk-
ar, sem við litum oft á sem dóttur
og stóm systur. Við þökkum henni
fyrri allar góðu samverastundimar,
sem hefðu átt að verða miklu fleiri.
Að lokum fæmm við Guðmundi,
Kristínu, Jóhannesi, Lilju Sólrúnu
og Jóhannesi föður Lám og fjöl-
skyldunni allri, innilegustu samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Lám Jóhann-
esdóttur.
María, Ingólfur,
Jóhann og Halldóra.
Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á
metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að
koma og fara.
K. Gibran.
Kær vinkona er fallin frá langt
um aldur fram. Við snöggt og
ótímabært andlát eins og hér átti
sér stað, verðum við sem eftir
stöndum sem felmtri slegin. Okkur
setur hljóð og minningamar
streyma fram í hugann.
Minningar um sterkan persónu-
Ieika, styrka, ömgga og gefandi
konu, sem jafnframt skartaði prúð-
mennsku, hógværð og stillingu í
öllu sínu dagfari og lífí.
Um 25 ára skeið höfum við vin-
konumar í saumaklúbbnum hist
reglulega, blandað geði og deilt
gleði og sorg hver með annarri.
Seint verður metið eins og vert er
og þakkað, hve slík vináttubönd em
mikils virði í daglegu amstri hvers-
dagsins.
Að eiga sér athvarf innan góðs
og tryggs vinkvennahóps, þar sem
hægt er að ræða málin, skiptast á
skoðunum og hjálpa hver annarri
þegar á reynir, í fáum orðum sagt,
styrkja hver aðra, er ómetanlegt.
Lára var fædd í Reykjavík 22.
september 1946 og var því á fertug-
asta og sjöunda aldursári þegar hún
lést. Lára var einkadóttir hjónanna
Kristínar Eggertsdóttur, sem nú er
látin og Jóhannesar Guðmundsson-
ar, prentara, sem lifír dóttur sína.
Hinn 12. júní 1968 gekk Lára
að eiga Guðmund A. Jóhannsson
verslunarmann. Stofnuðu þau heim-
ili sitt í Reykjavík og eignuðust fyög-
ur böm.
Snemma á ævinni reyndi á þrek
Lára og stillingu því erfíðleikar og
. alvara lífsins hófst snemma. Þegar
hún enn var bamung, varð móðir
hennar, Kristín, fyrir áfalli, sem
gerði það að verkum að hún þurfti
æ síðan að vera langdvölum inni á
sjúkrastofnunum. Árið 1979 urðu
þau hjón Lára og Guðmundur fyrir
þeirri sára sorg að missa dótturina
Helgu 10 ára gamla en hún var
næst elst bama þeirra. Þessi áföll
bar Lára með einstakri stillingu og
kjarki og hjálpaði og styrkti alla
þá sem nærri stóðu með hugprýði
sinni. Heimilislíf þeirra hjóna var
til einstakrar fyrirmyndar. Sam-
hentari hjón var vart hægt að hugsa
sér bæði í leik og starfí.
Þau bám gæfu til að vera miklir
félagar og vinir bamanna sinna,
jafnframt því að sinna uppeldishlut-
verkinu af stakri prýði. Útivist og
íþróttir vom snar þáttur í lífsstíl
fjölskyldunnar. Áttu þau því með
börnum sínum ótaldar ánægju-
stundir í ferðalögum vítt og breitt
um landið á sumrum og í skíðaferð-
um á vetmm.
Sár harmur er nú kveðinn að
Guðmundi og ástvinunum öllum.
Faðir Lám, Jóhannes, sem ávallt
Hinn 28. janúar sl. lést í Váxjö
í Svíþjóð á 81. aldursári Torsten
Jerrer fyrmm yfirlæknir á Bæklun-
arskurðdeild Centrallasarettsins í
Vásterás. Hann fæddist í Lundi og
stundaði nám sitt við háskólann þar
og varði doktorsritgerð sína um
„kastios í mjöðm hjá bömum“.
Torsten Jerre starfaði við Vanföre-
anstalten í Helsingborg og 1957
varð hann dósent við háskólann í
Lundi, en sama ár tók hann við
yfirlæknisstarfi við nýstofnaða
Bæklunarlækningadeild í Vásterás.
Því starfí gegndi hann til ársins
1975.
Á starfsáram Torstens Jerres í
Vásterás mynduðust sterk tengsl
hans og sjúkradeildar hans við Is-
land og íslenska lækna, er hófu fjöl-
margir sitt framhaldsnám undir
hans handaijaðri. Má fullyrða að
hefur átt heimili sitt með fjölskyld-
unni, missir kæra dóttur og sína
styrkustu stoð, farinn að heilsu.
Sömuleiðis er missirinn sár
Helgu, tengdamóður Láru, en mikið
ástríki var ávallt með þeim tengda-
mæðgum.
Þegar við nú kveðjum Lára, okk-
ar kæra vinkonu, er efst í huga
okkar þakklæti fyrir að hafa kynnst
slíkri afbragðskonu. Við vottum
Guðmundi og ástvinum öllum okkar
innilegustu samúð og biðjum góðan
Guð að styrkja þau í þeirra miklu
sorg og blessa þeim minningamar
um góða og göfuga konu.
Saumaklúbburínn
Á skírdag bámst okkur félögun-
um í Skíðadeild KR þau dapurlegu
tíðindi, að hún Lára félagi okkar
hefði orðið bráðkvödd kvöldið áður
á heimili sínu. Fréttin kom sem
reiðarslag og sló skugga á þá hátíð
skíðamanna, sem páskar em.
Lára var fædd árið 1946 og ólst
upp í Vesturbænum. Hún var dóttir
hjónanna Kristínar Eggertsdóttur
og Jóhannesar Guðmundssonar.
Kristín er látin fyrir mörgum ámm
en Jóhannes lifir einkadóttur sína.
Lára gekk að eiga eftirlifandi eigin-
mann sinn, Guðmund Jóhannsson
verslunarmann, árið 1968. Gerðu
þau sér vistlegt heimili á Framnes-
vegi 16 ásamt föður Láru. Þau eign-
uðust fjögur böm, Kristínu, Helgu,
sem er látin, Jóhannes og Lilju.
Um 1980 fóm þau Lára og Guð-
mundur að venja komu sína á skíði
í Skálafell með bömin. Hófst þá
fljótlega þátttaka þeirra í leik og
starfí skíðadeildar KR. Bömin æfðu
og kepptu, Guðmundur sinnti
stjómarstörfum og Lára var bak-
hjarl þeirra allra í blíðu og stríðu.
Var sérstaklega til þess tekið, hve
samhent fjölskyldan var I öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur.
Lára var hlédræg í daglegri um-
gengni og hafði sig lítið í frammi.
Hún var orðvör og góðmælt í garð
annarra. Hún var ætíð boðin og
búin til að starfa fyrir Skíðadeildina
og þau hjónin létu sig ekki vanta,
hvort sem um var að ræða skíða-
ferðir innanlands eða utan, sumar-
ferðir eða aðrar uppákomur hjá
deildinni. Var Lára þar hrókur alls
fagnaðar í hópi góðra vina. Ein af
síðustu minningunum er frá því,
að Lára stóð í eldhúsinu í KR-ská-
lanum með öðram konum úr deild-
inni og bakaði vöfflur af miklum
krafti fyrir keppendur á Unglinga-
meistaramóti Islands.
Að leiðarlokum viljum við félagar
í Skíðadeild KR þakka Láru sam-
fylgdina og við vottum Guðmundi,
börnunum og öldruðum föður henn-
ar okkar innilegustu hluttekningu.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E. Ben.)
sérstakur hlýhugur Torstens Jerres
til íslands og íslenskra Iækna hafí
með beinum og óbeinum hætti rennt
stoðum undir öra þróun bæklunar-
lækninga á íslandi, enda var vís-
indaáhugi hans mikill og beindist
m.a. að þróum aðgerða við slitgigt
bæði í mjöðmum og hnjám. Þá var
hann einnig framarlega í félagsskap
sænskra bæklunarlækna og vara-
formaður félags þeirra frá 1968-
1972.
Ég vil vegna þeirra lækna ís-
lenskra, er nutu þess að nema og
starfa við Bæklunarskurðdeild
Centrallasarettsins í Vásterás,
minnast hans með þakklæti og virð-
ingu og senda eftirlifandi konu
hans, frú Margareta Jerre, og son-
um þeirra smúðarkveðjur.
Bragi Guðmundsson.
Skiðadeild KR.
Dr. med. Torsten
Jerre - Minning