Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993 RUÐNINGUR Gunnlaugur *ítögnvaldsson skrifar Ef einhverjir í þessum heimi lifa sig inn í íþróttir, þá eru það Ameríkanar. Þegar þeir sýna ein- hveiju áhuga, þá er krafturinn slíkur að auglýsingamar og umtalið tröllríður öllu, ekkert annað kemst að. Þessvegna verður fróðlegt að sjá hvað þessi vestræna þjóð ger- ir úr heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu næsta sumar. Ef marka má hvað þeir gera úr ameríska fótboltan- um, þá er engu að kvíða. Ólíkt venju- legum knattspymuleik, með 11-14 leikmenn til taks, þá skipta leikmenn í amerískum fótbolta mörgum tug- um. Sumir leikmenn hafa lítið hlut- verk, aðrir em leiðandi og hlutverk bakvarðarins er það mikivægasta, hann sér um að koma knettinum sérkennilega á réttan stað, kasta honum á mann sem er í góðri stöðu til að koma honum lengra áleiðis á 'vellinum á meðan andstæðingamir ryðjast í gegnum vamamúr leik- manna, sem veija bakvörðinn. Gald- urinn er að koma boltanum yfir völl andstæðingsins og í endamark vallarins, sem er býsna stór flötur, en það er samt enginn leikur að ryðj- ast gegnum röð fílelfdra tröllvaxinna karlmanna. Meiðsli em enda ekki óalgeng, þó dauðsföllum hafi farið fækkandi, en til skamms tíma stóð mönnum ógn af leiknum, því mjög harðsvíraðir leikmenn áttu það til að leggja þá bestu í einelti í leikjum og mörg slæm slys urðu. En á endanum var tekið hart á slíku og íþróttinn þykir ekki eins hættuleg og áður, en engu að síður erfið og tekur sinn toll. Ahorfendur sækja í tuddaskap, samanber íshokkí og fleiri íþróttir þar sem harkar er oft meiri en leikni. Margir telja það ekki góðan jarðveg fyrir unga menn hvað framtíðará- form varðar að lifí á því að beija á hvor öðmm því vissulega em átök í ameríska fótboltanum, þó hnefar séu ekki látnir ráða ferðinni, heldur ýmis- komnar önnur bellibrögð og fellur. Það er ekkert grín fýrir leikmenn að standa með knöttinn á miðjum vellinum og sjá 5-6 ,100 kílóa karl- menn koma á æðandi ferð, tilbúna að hlammast yfír þig með öllum þunga og tillitslaust. Það gagnar ekkert að hrópa á mömmu þegar út í alvömna er komið... Dyggilega studdir af 100.000 áhorfendum vom kapparnir á Rose Bowl úrslitaleiknum grimmir í sókn og vöm, þó lipurð leikmanna skipti talsverðu máli, þá er það krafturinn og líkamsburðimir sem ráða hvað mestu um getu manna. þeir sem em AÐ standa innan vallar á úr- slitaleik í amerískum fótbolta, eða ruðningi, er upplifun sem seint gleymist. Tveir úrslita- leikir standa uppúr á hverju ári, í deild atvinnumanna og svo háskólaliða. í háskóla- keppninni eru lætin og fjörið enn meira, þó peningarnir séu meiri og auglýsingaskrumið í hinni deildinni. Áhorfendur öskra sig hása, mörg hundruð manna hljómsveitir berja bumbur og blása i blásturs- hljóðfæri í takt við það sem er að gerast á vellinum. Ungar stúlkur, framagjarnar klapp- stýrur, reyna að vekja á sér athygli og þær sem ekki eru klappstýrur koma til að gagn- rýna frammistöðu þeirra. En meirihlutinn kemur þó fremur til að fylgjast með frammi- stöðu leikmanna á leikvellin- um en spá í aðgerðir limafagra kvenna. Bandarískir áhorf- endur lifa sig svo sannarlega inn í atburðina og bestu leik- mennirnir eru sannkölluð goð. Hetjur og harðjaxlar Ruðningur er stolt Bandaríkjamanna og leikmenn gefa engin grið í þessari þjóðaríþrótt vestanhafs Tröll að burðum Leikmennimir eru sterklega vaxnir og oft yfir 100 kíló. Búningurinn er m.a. með axlarhlífum, bijóstvöm og hlífum á fót- Klapp- stýrurnar Það eru ekki bara föngulegar stúlkur sem hvetja liðsmenn áfram, heldur em karlmenn í fullum skrúða, sem dansa og syngja til að halda áhorfend- um í fulhi flöri. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Atgangur. Þeir sem taka þátt í ruðningi mega eiga von á sífelldum pústrum frá andstæðingunum og ósjaldan lenda þelr í einni kös og sá sem hefur boltann treðst undir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.