Morgunblaðið - 18.04.1993, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993
SUWWUPAGUR 18/4
Sjónvarpið
9 00 RIIDklllFFIil ►Mor9unsj°n-
DAnllllLrill varp barnanna
Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.
HeiðaÞýskur teiknimyndaflokkur
eftir sögum Jóhönnu Spyri. Leikradd-
ir: Sigrún Edda Björnsdóttir. (15:52)
Álffinnur Pjórði hluti sögu með
hreyfimyndum eftir Hauk Halldórs-
son. Sögumaður: Ragnheiður Stein-
dórsdóttir. Frá 1979.
Þúsund og ein Ameríka Spænskur
teiknimyndaflokkur. Leikraddir: Al-
dís Baldvinsdóttir og Halldór Björns-
son.(16:26)
Feiix köttur Bandarískur teikni-
myndaflokkur um gamalkunna hetju.
Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal.
(13:26)
Púkablístran Leikbrúðuland flytur
leikþátt, sem byggður er á sam-
nefndri þjóðsögu um Sæmund fróða
og viðskipti hans og kölska. Frá
1983. Lífið á sveitabænum (10:13)
Enskur myndaflokkur. Sögumaður:
Eggert Kaaber.
Einkaspæjararnir Geirlaugur Áki
og Uggi Steinn fara í veiðiferð. Leik-
arar: Pálmi Gestsson og Öm Árna-
son. Frá 1987.
11.00 ►Hlé
12.35 ►Stórmeistaramót MS 1993 Stór-
meistaramir Judith Polgar, Helgi
Olafsson, Jóhann Hjartarson og Mar-
geir Pétursson tefla atskák í beinni
útsendingu. Judith Polgar er 16 ára
Ungveiji. Hún er yngsti stórmeistari
skáksögunnar og lagði nýlega að
velli kappa eins og Karpov, Short og
Spasskíj. Mótið fer fram í húsakynn-
um Mjólkursamsölunnar í Reykjavík
sem styrkir mótið og gefur verðlaun.
Stjórnandi er Hermann Gunnarsson,
Jón L. Árnason skýrir skákirnar og
útsendingu stjórnar Egill Eðvarðs-
son.
x 15.50 fhDfjTTip ►Enski deildarbikar-
IrllU I IIH inn Bein útsending
frá Wembley-ieikvanginum í Lund-
únum þar sem Arsenal og Sheffield
Wednesdáy leika til úrslita. Lýsing:
Arnar Björnsson.
17.50 ►Sunnudagshugvekja Guðlaugur
Gunnarsson kristniboði flytur.
18.00
RADIIJICEIII ►Stundin okkar
uAKIIALrnl Síðasta Stund
vetrarins er 836. Stundin okkar frá
upphafi. Lilli og Tijábarður syngja
með Þvottabandinu og Pandi, Vaskur
og Gómi taka líka lagið. Litið verður
inn hjá Leikbrúðulandi og sýnt leik-
rit sem gerist á skautasvellinu í
Laugardal. Káti kórinn tekur þátt í
gleðinni og vinningshafar úr síðustu
getraun koma í heimsókn. Umsjón:
Helga Steffensen. CO
18.30 ►Sigga Teiknimynd um litla stúlku
sem veltir fyrir sér snertiskyninu.
Lesari: Sigrún Waage. (5:6)
18.40 ►Börn i Gambíu (Kololi-bama)
Þáttaröð um daglegt líf systkina í
sveitaþorpi í Gambíu. Lesari: Kolbrún
Erna Pétursdóttir. (5:5)
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 ►Tíðarandinn Rokkþáttur í umsjón
Skúla Helgasonar.
19.30 ►Fyrirmyndarfaðir(TAe Cosby
Show) Bandarískur gamanmynda-
flokkur. (23:24) OO
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 ►Húsið í Kristjánshöfn (Huset pá
Christianshavn )Sj álfstæðar sögur
um kynlega kvisti, sem búa í gömlu
húsi í Christianshavn í Kaupmanna-
höfn og næsta nágrenni þess. (13:24)
21.00 ►Veiðivötn Heimildamynd um
Veiðivötn, sem eru kunn fyrir feg-
urð, gróður, fuglalíf, jarðmyndanir
og þó einkum fyrir mikla silungs-
veiði. í myndinni er vötnunum og líf-
ríki þeirra lýst en einnig er fylgst
með netaveiðum bænda, seiðaslepp-
ingum og stangveiði. Umsjón: Ari
Trausti Guðmundsson og Halldór
Kjartansson.
21.25 ►Glötuð kynslóð (Corpus delicti)
Tékknesk sjónvarpsmynd frá 1991,
sem gerist rétt fyrir fall kommúnista-
stjómarinnar 1988-89. Leikstjóri: Ir-
ena Pavláskova. Aðalhlutverk: Lenka
Kovinkova og Simon Pánek.
23.15 ►Sögumenn (Many Voices, One
World) Þýðandi: Guðrún Amalds.
.23.20 ►Útvarpsfréttir i dagskrárlok
Stöð tvö
9 00 RMDklACCkll ►' Bangsalandi
DflRnACrm Nú ætla fallegu
bangsamir í Bangsalandi að kveðja
okkur.
9.20 ►Kátir hvolpar Fjörug teiknimynd
fyrir yngstu börnin.
9.45 ►Umhverfis jörðina í 80 draumum
Teiknimynd um Kalla sjóara, Óskar
páfagauk og alla hina.
10.10 ►Ævintýri Vífils Nú höldum við
áfram að fylgjast með leit litla músa-
stráksins að fjölskyldu sinni. Hann
lendir í mörgum skemmtilegum æv-
intýrum og eignast góða vini. (4:13)
10.30 ►Ferðir Gúllívers Ævintýralegur
teiknimyndaflokkur. (2:26)
10.50 ►Kalli kanfna og félagar (Looney
Tunes) Teiknimynd fyrir alla aldurs-
hópa.
11.15 ►Ein af strákunum (Reporter Blu-
es) Teiknimynd um unga og dug-
mikla stúlku sem reynir fyrir sér sem
blaðamaður.
11.35 ►Kaldir krakkar (Runaway Bay)
Spennandi myndaflokkur fyrir börn
og unglinga sem gerist á eynni Mart-
inique í Karíbahafinu. Þeir, sem hafa
eitthvað óhreint í pokahominu, mega
heldur betur taka til fótanna þegar
þessir krakkar eru annars vegar.
(3:13)
12.00 ►Evrópski vinsældalistinn (MTV -
The European Top 20) Tuttugu vin-
sælustu lög Evrópu kynnt.
13.00 íhDflTTID ►NBA-tilþrif (NBA
Ir flU I I llm Action) Skyggnst bak
við tjöldin í NBA-deildinni.
13.25 ►Handbolti íþróttadeild Stöðvar 2
og Bylgjunnar fer yfir stöðu mála í
Islandsmótinu í handknattleik karla
í 1. deild.
13.55 ►ítalski boltinn Bein útsending frá
ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu.
Urslitin í ítalska pottinum
15.45 ►NBA-körfuboltinn Einar Bollason
aðstoðar íþróttadeild Stöðvar 2 og
Bylgjunnar við að lýsa leik í NBA-
deildinni.
17.00 ►Húsið á sléttunni (Little House
on the Prairie) Myndaflokkur fyrir
alla fjölskylduna um hina yndislegu
Ingalls fjölskyldu. Aðalhlutverk: Mel-
issa Gilbert og Michael Landon.
(11:24)
17.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt-
ur frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi.
18.00 ►öO mínútur Bandarískur frétta-
skýringaþáttur.
18.50 ►Mörk vikunnar Farið yfir stöðu
mála í ítalska boltanum og besta
mark vikunnar valið.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 ►Bernskubrek (The Wonder Years)
Bandarískur myndaflokkur um ungl-
ingsstrákinn Kevin Amold. (17:24)
20.30 ►Sporðaköst íslenskur þáttur um
stangveiði. Umsjón. Pálmi Gunnars-
son. (4:6)
21.05 ►Hringborðið (Round Tablc) Vin-
irnir, sem hittast á veitingastaðnum
Hringborðinu, hafa frá mörgu að
segja, enda eru störf þeirra spenn-
andi og persónulegt líf stundum dálít-
ið flókið. (3:7)
21.55 VUIVIIYUniD ►Pabbi (Daddy)
nliniu I nUllt Oliver er í góðri
stöðu, á yndislega eiginkonu, þijú
böm og glæsilegt heimili. Lífið virð-
ist leika við hann þar til kona hans,
Sara, lýsir því yflr að hún ætli að
yfirgefa heimilið til þess að fara í
háskóla langt í burtu. Hún lofar því
að koma heim um helgar en stendur
ekki við það og Oliver stendur einn
eftir með börnin. Börnin kenna föður
sínum um hvernig komið er fyrir
heimilinu og Oliver þarf að endur-
vinna traust barna sinna, komast
yflr skilnaðinn og finna aftur öryggi
og ást. Aðalhlutverk: Patrick Duffy,
Lynda Carter og Kate Mulgrew.
Leikstjóri: Michael Milier.
23.30 ►Ógnir eyðimerkurinnar (High
Desert Kill) Hér er á ferðir.ni hörku-
spennandi vísindaskáldsaga. I
óbyggðum Nýju-Mexíkó er eitthvað
á sveimi sem virðist yfirtaka líkama
og sálir fólks. Aðalhlutverk: Chuck
Connors, Anthony Geary og Marc
Singer. Leikstjóri: Harry Falk. 1989.
Lokasýning. Maltin segir myndina
fyrir ofan meðallag. Bönnuð börn-
um.
1.00 ►Dagskrárlok
Veiðivötn
Heimildamynd
um Veiðivötn
Þáttur I umsjón
jarðfræðing-
anna Ara
Trausta
Guðmundsson-
ar og Halldórs
Kjartanssonar
SJÓNVARPIÐ KL. 21.00 Veiði-
vötn er samnefni fjölda vatna á
hálendinu norður af Landmanna-
laugum og Tungnaá og eru þau
talin hafa myndast í miklu gjósku-
og hraungosi á 15du öld. Þau eru
kunn fyrir fegurð, gróður, fugla-
líf, jarðmyndanir en þó einkum
fyrir silungsveiði. I þessari heim-
ildamynd er vötnunum og lífríki
þeirra lýst. Þá er fylgst með neta-
veiðum bænda, sem taka fisk til
seiðaræktunar, og einnig er fylgst
með mönnum við seiðasleppingar
og stangveiði. Umsjónarmenn eru
jarðfræðingamir Ari Trausti Guð-
mundsson og Halldór Kjartansson
en Saga film annaðist dagskrár-
gerð.
Glötuð kynslóð - Myndin gerist í Tékkóslóvakíu rétt fyrir
fall kommúnismans.
Saga þríggja para
í Tékkóslóvakíu
Ljóðatón-
leikar í
Gerðubergi
Ingibjörg
Guðjónsdóttir
syngur við
undirleik
Jónasar
Ingimundar-
sonar
RÁS 1 KL. 18.00 Ingibjörg
Guðjónsdóttir sópran söng á
ljóðatónleikum Gerðubergs í
vetur og verður fyrri hluta
tónleikanna útvarpað í þætt-
inum Úr tónlistarlífinu.
Hlustendur heyra þijá söngva
úr Pétri Gaut eftir Hjálmar
H. Ragnarsson, Þijá söngva
eftir Karl 0. Runólfsson og
Sjö
söngva
eftir
Leonard
Bern-
stein. Að
venju er
það Jónas
Ingi-
mundar-
son sem Jngibjörg Guð-
spilar á Jónsdótt.r
píanó. Ingibjörg er tónlistará-
hugamönnum vel kunn, enda
tekið þátt í tónlistarkeppnum
og spreytt sig á óperusviðinu.
Hún keppti fyrir Islands hönd
í einsöngvarakeppninni í
Cardiff 1985, komst í úrslit
í keppninni um Tónvakann í
fyrra og vann nú nýverið
keppni meðal íslenskra ein-
leikara og einsöngvara um
réttinn til að táka þátt í Bi-
enal ungra norrænna einleik-
ara og einsöngvarsöngvara,
en sú keppni verður haldin í
Stokkhólmi í september ’93.
Umsjón með þættinum Úr
tónlistarlífínu hefur Tómas
Tómasson.
Fólk lét sig
dreyma um að
alræðisríkið
liði undir lok
SJÓNVARPIÐ KL. 21.25 Glötuð kynslóð (Corpus
Delicti) er tékknesk bíómynd frá 1991. Þetta er
saga af þremur pörum og hún gerist stuttu fyrir
fall kommúnistastjómarinnar 1988-89. Á þeim
tíma gat þó enginn vitað hvað færi í hönd né að
alræðisríkið væri að líða undir Iok - fólkið gat
aðeins látið sig dreyma um það. Söguhetjumar
eiga við ýmiss konar persónuleg vandamál að
stríða. Þær lifa í mikilli spennu - þær skortir frelsi
og sjá ekki fram á að geta nokkum tíma öðlast
það. Þær sækjast eftir ást en særa hver aðra; þær
þrá frelsi en binda sig í báða fætur; þær vilja láta
gott af sér leiða en kalla þó yfir sig hörmungar;
þær eru í senn bráð og ránfuglar, saklausir syndar-
ar og syndugir sakleysingjar. Leikstjóri myndarinn-
ar er Irena Pavláskova og í aðalhlutverkum em
Lenka Korinkova, Simon Panek, Jirina Bohdalova,
Karen Roden, Jitka Asterova og Michal Docoloman-
sky. Jóhanna Þráinsdóttir þýðir myndina.
Menning og mannlrf
í Austur-Þýskalandi
Fyrri þáttur
Einars
Heimissonar
Einar
Heimisson
Hrafn Hrafnhildur
Jökulsson Hagalín
RÁS 1 KL. 14.00 Árið 1989 var gerð bylting í Aust-
ur-Þýskalandi. Stjómkerfi var fellt og þar með sú
menning, sem var hluti af því. Síðan hefur orðið til
ný menning, nýjar bókmenntir í Austur-Þýskalandi.
I þættinum verða atburðir haustsins 1989 rifjaðir upp
ogfluttir kaflar úr ræðum byltingarmanna en sjónum
svo beint að þeim nýju bókmenntum, sem síðan hafa
orðið til í Austur-Þýskalandi. Haldið er á slóðir Goet-
hes, Schillers og Bachs, skyggnst um í borgum hins
klassíska Þýskalands, Leipzig, Dresden og Weimar,
og lesið úr verkum skáldkvennanna Anne Dorn og
Anne Dessau, sem fangað hafa nútímann og söguna
í verkum sínum. Uppgjörið við Hitler, Stalín og Honec-
ker er kjami verkanna auk þess sem þau fjalla sér-
staklega um skiptingu landsins og fólksins og þann
menningarlega múr milli Austur- og Vestur-Þýska-
lands, sem ekki hefur enn veðrast burt. í þættinum
er flutt tónlist eftir Bach, Albinoni, Janacek og Ny-
man. Umsjón hefur Einar Heimisson og flytjendur
auk hans eru Hrafnhildur Hagalín og Hrafn Jökuls-
son.