Morgunblaðið - 18.04.1993, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTR/ETl 85
LANDSBOK
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
SUNNUDAGUR 18. APRIL 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Vegurinn yfir Lágheiði enn lokaður
Rætt umjarðgöng
milli Siglufjarð-
/ O tl
ar og Olafsfjarðar
VEGURINN yfir Lágheiði á Tröllaskaga hefur verið iokaður nánast
í allan vetur og þó langt sé liðið á apríl er vegurinn enn ófær og
óvíst hvenær fært verður milli Ólafsfjarðar og Fljóta. Ekki er fyrir;
hugað að gera endurbætur á veginum á næstu árum en rætt hefur
verið um gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Að sögn Jónasar Snæbjömssonar,
umdæmisverkfræðings Vegagerðar
ríkisins á Sauðárkróki, er ekki fyrir-
hugað að endurbæta veginn yfir
Lágheíði samkvæmt langtímaáætlun
Vegagerðarinnar fyrr en á árunum
2000 til 2005.
Hefluð slóð
Sagði hann að vegurinn, sem er
tæplega 40 km langur, væri nánast
ekki annað en hefluð slóð og þyrfti
að breyta vegarstæðinu og hækka
veginn víðast hvar til þess að hann
yrði fær yfir vetrarmánuðina. Áætlað
er að þessar framkvæmdir myndu
kosta 300 til 400 milljónir króna.
Jarðgöng
Jónas sagði að nýlega hefði komið
fram hugmynd um gerð jarðganga
milli Sigluíjarðar og Ólafsfjarðar og
yrði þá farið í gegn um Héðinsfjörð.
Áætlað er að jarðgöngin myndu
kosta um tvo milljarða króna en þau
myndu koma í staðinn fyrir veginn
um Lágheiði. Sagði Jónas að sjálf-
sagt væri að möguleikar jarðganga
yrðu vandlega kannaðir áður en ráð-
ist yrði í endurbætur á veginum.
Þrjú sendi-
ráð undir
Framboð
aukistá
tómötum
FRAMBOÐ á íslenskum tóm-
ötum hefur aukist til muna í
verslunum á höfuðborgar-
svæðinu undanfarna daga. Að
sögn Kolbeins Ágústssonar,
sölusljóra hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna, er búist við því
að íslenskir tómatar verði á
boðstólum mjög viða um land
upp úr næstu mánaðamótum.
„Þetta er svipað með tómat-
ana og með gúrkumar og fleiri
grænmetistegundir að uppsker-
an er um viku síðar á ferðinni
nú en í meðalári. Samt sem áður
tóku plöntumar mjög vel við sér
í vetur, en síðan kom eitthvað
bakslag í þetta. Fyrstu tómata-
kassamir bámst í lok mars, en
hinn 29. kom kassi frá Guðjóni
Birgissyni á Melum á Flúðum
og hinn 31. kom kassi frá Guð-
mundi Sigurðssyni á Áslandi á
Flúðum. Það er hins vegar rétt
núna sem þetta er farið að ber-
ast eitthvað fyrir alvöm," sagði
Kolbeinn.
Hann sagði að sem fyrr væri
verðið nokkuð hátt í byijun en
síðan félli það mjög hratt með
auknu framboði.
sama þak?
VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli
sendiráða Breta, Þjóðverja og
ítala á íslandi um að sendiráðin
standi saman að nýbyggingu á
Laufásvegi 31 og starfi þar í
einu húsi í framtíðinni.
„Við vonumst til að innan
mánaðar náist samkomulag um að
reist verði bygging við Laufásveg
31 þar sem breska sendiráðið,
þýska sendiráðið og ef til vill ít-
alska sendiráðið verði til húsa í
framtíðinni," sagði Alper Mehmet,
sendifulltrúi við breska sendiráðið,
í samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði að lóðin væri í eigu breska
ríkisins en bygging hússins yrði
kostuð af þjóðunum þremur. Me-
hmet sagði að von væri á fulltrúum
frá Englandi og Þýskalandi sem
kæmu hingað til að semja um
málið.
Tómatamir komnir
Friðgeir Gíslason, starfsmað-
ur Hagkaups í Kringlunni,
kemur fyrir nýjum íslenskum
tómötum í grænmetisborðinu.
BÁTAR VIÐ BRYGGJU í ÓLAFSVÍK
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Deilur í ríkisstjórninni vegna undirbúnings nýrra kjarasamninga
Djúpstæður ágreiningur
var um þátttöku ríkisins
Halli á ríkissjóði stefndi í 18 milljarða króna á næsta ári miðað við kjaratillögur
DJÚPSTÆÐUR ágreiningur kom upp í ríkisstjórninni við undirbúning ákvarð-
ana um opinberar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins var Davíð Oddsson, forsætisráðherra reiðubúinn að ganga
mun lengra en Friðrik Sophusson fjármálaráðherra taldi ráðlegt. Að minnsta
kosti þrír ráðherrar Alþýðuflokksins voru sama sinnis og fjármálaráðherra,
svo og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur Davíð Oddsson forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að
miklu megi til kosta, til þess að tryggja frið á vinnumarkaðnum, einkum með
hliðsjón af því að samningurinn hafi átt að gilda út næsta ár.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, ásamt
Jóni Sigurðssyni, Þorsteini Pálssyni, Sighvati
Björgvinssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni
hvöttu á hinn bóginn til þess að spornað yrði
við auknum álögum á ríkissjóð. Þeir lýstu þeirri
skoðun í ríkisstjóm að það væri ótrúverðugt
að auka við lánsfjárþörf ríkissjóðs, sem hefði
ekkert annað í för með sér, en að raunvaxta-
stig færi hér hækkandi, þvert á yfirlýst mark-
mið ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðar-
lnS- 13 milljarða halli
Morgunblaðið hefur upplýsingar um að ef
samið hefði verið á þeim grundvelli sem rætt
var um, allt þar til upp úr viðræðum slitnaði,
aðfaranótt sl. föstudags, þá hefði hallarekstur
ríkissjóðs á þessu ári numið um 13 milljörðum
króna, í stað 10 og á næsta ári hefði hallarekst-
urinn orðið um 18 milljarðar króna.
Sjá bls. 10-12: „Ráðherrar óánægðir..."