Morgunblaðið - 30.04.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.04.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 • • Onnur umræða um frumvarp til breytinga á lögum um EES Ekkí merkjanleg afstöðu- breyting gagnvart EES AFSTAÐA.þingmanna til frum- varps um nauðsynlegar breyt- ingar á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, virðist sú sama og þingmenn höfðu þegar þeir samþykktu EES- samninginn 12. janúar síðastlið- inn. Fulltrúar sljórnarflokk- anna í utanríkismálanefnd mæla með samþykkt frum- varpsins. Ingbjörg Sólrún Gísladóttir fulltrúi Kvennalist- ans í utanríkismálanefnd sagði sína afstöðu ekki hafa breyst og hyggst sitja hjá. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru skoðanir þingmanna Fram- sóknarflokksins óbreyttar en í janúar sátu sex framsóknar- menn hjá í atkvæðagreiðslu um staðfestingarfrumvarp EES. Aðrir þingmenn stjórnarand- stöðu verða væntanlega líkt og í janúar andvígir. Ráð er fyrir því gert að greiða atkvæði um breytingarfrumvarpið í dag. Mi PSffeg PSfÍ: pft Með frumvarpi því sem var til annarrar umræðu í gær er leitað eftir heimild Alþingis til að full- gilda þær bókanir sem aðilar að EES urðu ásáttir um að gera á EES- samningnum og fylgisamn- ingum vegna þeirrar ákvörðunar Svisslendinga að gerast ekki aðilar að EES. Að lokinni 1. umræðu var málinu vísað til utanríkismála- nefndar. Meirihluti nefndarinnar skilaði áliti síðasta mánudag en 1., 2. og 3. minnihluti í gær. Meðmæli meirihluta Bjöm Bjarnason formaður ut- anríkismálanefndar mælti fyrir áliti meirihluta nefndarinnar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks skipa. Hann benti á að með frumvarpinu væri verið að gera breytingar á þeim lögum sem Aþingi hefði samþykkt 12. janúar síðastliðinn. Þessar breyt- ingar væru tæknilegar fremur en efnislegar. Bjöm sagði að við meðferð málsins í nefndinni hefði verið fjallað um 3. bókun við EES- samninginn en sú bókun varðaði landbúnaðarmál en samningavið- ræðum um endanlegan frágang hennar væri enn ólokið. Bjöm sagði að talsmenn landbúnaðarins hefðu komið á fund nefndarinnar og ekkert hefði fram komið sem ætti að hafa áhrif á afgreiðslu þessa framvarps. En meirihluti utanríkismálanefndar hefði þó tal- ið rétt að árétta að Alþingi fengi nákvæmar upplýsingar um fram- vindu mála í samingaviðræðum um landbúnaðarmálin. Hann var þess fullviss að utanríkismála- nefnd og landbúnaðamefnd fengju þess kost að fylgast með gangi þeirra viðræðna. Það var afstaða meirihlutans að mæla með sam- þykkt þessa framvarps. „Ótrúleg mistök“ 1. minnihluti í utanríkismála- nefnd era fulltrúar framsóknar- manna í utanríkismálanefnd, Páll Pétursson (F-Nv) og Steingrímur Hermannsson (F-Rn) sem hafði framsögu fyrir áliti 1. minnihluta. Steingrímur sagði að menn yrðu að gera ráð fyrir því að EES-samn- ingurinn væri loks kominn í endan- legt form og afstaða fulltrúa fram- sóknarmanna í utanríkismála- nefnd væri enn sú sama. Það valdaafsal sem fælist í þeim laga- gjörningi fengi ekki staðist gagn- vart stjórnarskrá. Framsögumað- ur var og þeirrar skoðunar að nú undanfarið hefðu komið í ljós „ótrúleg mistök“ í meðferð land- búnarmála í samningaviðræðum um innflutning landbúnaðarmála samkvæmt bókun 3. Úr því yrði að leysa áður enn EES-samning- urinn yrði endanlega afgreiddur. Steingrímur vildi og benda á að afdrif EES-samningsins væri enn mjög óviss og það væri ljóst að fullgilding EES-samningsins fre- staðist. Því gæfst nægur tími til að leita álits þjóðarinnar á samn- ingnum. Steingrímur Hermannsson sagði 1. minnihluta styðja tillögu sem formenn þingflokka stjómar- andstöðu myndu leggja fram. Þingflokksformenn legðu til að þessu máli yrði vísað til ríkisstjórn- arinnar. Steingrímur vænti þess að tillaga þessa efnis kæmi fram fljótlega. MMlKSI „Veik von“ Hjörleifur Guttormsson var talsmaður 2. minnihluta í utanrík- ismálanefnd, þ.e. Alþýðubanda- lagsins. Hjörleifur ítrekaði með nokkram orðum andstöðu sína við aðild að EES. Hann sagði nú veika von til þess að hnekkja þeim „ólög- um“ sem samþykkt hefðu verið í janúar. Hann minnti þingmenn á ábyrgð sína og þungan dóm sög- unnar ef þeir samþykktu þetta framvarp. Með afgreiðslu þessa framvarps réðist afstaða Alþingis til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn bryti gegn ákvæðum íslensku stjómarskrárinnar og skerti raun- veralegt löggjafarvald Alþingis. Hjörleifur varaði við að aðild að EES myndi mjög styrkja þau öfl sem knýðu leynt og ljóst á um aðild íslands að EB. Það var afstaða Hjörleifs Gutt- ormssonar og Alþýðubandalagsins að Alþingi ætti að hafna þessum samningi og hefja undirbúning að bættum samskiptum við umheim- inn út frá íslenskum forsendum. Það yrði best gert með því að land- ið skipaði sér utan stórra efna- hagsheilda þar sem hagsmunir stórvelda og fjölþjóðafyrirtækja réðu ferðinni. Óbreytt afstaða og frávísunartillaga 3. minnihluti utanríkismála- nefndar var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv). Hún sagði að þau rök og forsendur sem lágu til grundvallar umræðunni um EES í janúar ættu enn við. Á sömu forsendum og þá teldi hún að ríkisstjómin og stjórnarflokkarnir yrðu að bera hina pólitísku ábyrgð á þeirri samningsniðurstöðu sem fyrir lægi. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir kvaðst því myndu sitja hjá við afgreiðslu þessa frumvarps. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) lýsti yfir stuðning við tillögu þing- flokksformanna stjórnarandstöðu um að vísa málinu til ríkisstjómar. Páll Pétursson (F-Nv) gerði grein fyrir tillögu sem hann flutti ásamt Ragnari Amalds (Ab-Nv) þingflokksformanni Alþýðu- bandalags og Kristínu Ástgeirs- dóttur (SK-Rv) þingflokksform- anni Samtaka um kvennalista: „Mikil óvissa ríkir nú um afdrif samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið og hefur utanríkisráð- herra m.a. viðurkennt að ólíklegt sé að hann taki gildi á þessu ári. Samningurinn hefur enn ekki ver- ið tekinn til afgreiðslu nema á fáum þingum EB-Ianda. Jaframt er talið að verði Maastricht-samn- ingurinn ekki staðfestur af Dönum eða Englendingum muni EES- samningurinn ekki ná fram að ganga á öllum þjóðþingum EB- ríkjanna. í sumar kann því að vera komin upp allt önnur staða en nú er uppi í þessu máli. Þegar af þeirri ástæðu telur Alþingi ekki rétt að afgreiða þetta framvarp og samþykkir að vísa því til ríkis- stjómarinnar. Jafnframt sam- þykkir Alþingi að samningurinn verði ekki lagður fram á ný á Alþingi til staðfestingar nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu." Svavar Gestsson (Ab-Rv) sagði að þótt nú lyki formlegri meðferð EES-samningsins á Al- þingi, þá ætti það mál eftir að koma aftur og aftur fyrir þingið. Svavar taldi ekki undan því vikist að nefna ýmis atriði sem hann taldi enn óljós. Hann minnti á fylgiframvörp EES sem ekki hafa verið lögð fram og spurði utanrík- isráðherra m.a. eftir framvarpi um virkjunarrétt fallvatna og fram- varpi um eignarrétt auðlinda í jörðu. Kl. 18.30 bað þingforseti, Sturla Böðvarsson, ræðumann um að fresta sinni ræðu því samkomu- lag væri um að gera tveggja stunda hlé á þingfundi vegna nefndarstarfa. Svavar Gestsson varð við þessari bón. Ráðgert var að ljúka umræðu á kvöldfundi og greiða atkvæði um framvarpið í dag. í i I 4 4 4 4 4 Eitt atriði úr myndinni. Gengið um gömul mann- < virki og mannvirkjastæði < Bíóhöllin sýn- irmyndina Handagang- ur í Japan BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýn- ingar á myndinni Handagangur í Japan eða „Mr. Baseball". Framleiðendur eru Fred Schep- isi, Doug Claybourne og Robert Newmyer, leikstjóri er Fred Schepisi og aðalhlutverk í hönd- um Tom Selleck, Ken Takakura og Aya Takanashi. Tom Selleck leikur Jack Elliot, ærslafullan og óhlýðinn hafna- boltaleikmann sem þarf að ná sér á strik í íþrótt sinni þegar hann er seldur til Japan. Þar hittir hann fyrir þjálfarann Uchiyama sem stjómar liði sínu af hörku og á allt annan hátt en Jack hefur van- ist hingað til. Þegar Jack lék í Bandaríkjunum hafði hann sinn hátt á. Svo lengi sem hann sló boltann út yfir enda- mörkin stóð yfírmönnum hans á sama um hvað hann gerði af sér nóttina áður. Jack átti margar vin- konur, gerði nýliðum í liðinu grikk og tók ekki eftir á æfingum. Nú á hann við eitt vandamál að stríða, hann hefur ekki slegið boltann að undanförnu og þrátt fyrir mikil mótmæli er hann sendur til Japan. Þama er allt annar heimur, áhorfendur borða smokkfísk á leikjum, æfingarnar era allt öðru- vísi en Jack á að venjast og menn gleðjast mikið ef leikimir enda með jafntefli. Jack þarf því að finna sér eitthvert séreinkenni, eitthvað sem aðgreinir hann endanlega frá heimamönnum. Nú er spurningin sú hvort Jack geti spilað þennan bandaríska leik eftir japönskum leikreglum. Getur hann lært að vinna með liðinu eða fella sig að landi þar sem Twin Peaks eru í fyrsta sæti vinsældar- lista í sjónvarpi. (Fréttatnkynning) Hafnargönguhópurinn stendur fyrir stuttri gönguferð um hafn- arsvæði gömlu hafnarinnar laug- ardaginn 1. maí. Gangan hefst kl. 16 við Hafnarhúsið að vestan- verðu. Eftir að hafa skoðað tveggja manna far, léttbát, sem þar er, verð- ur gengið upp í Grófina. „Á sjávar- kambinum“ spjallar Vilhjálmur Hall- dórsson sjómaður um róðra til fi- skjar á árabáti. Síðan verður farið í gegnum Bryggjuhúsið (Álafossbúð- ina) niður á bólvirkið þar á bak við. Þar lýsir Guðný Ámadóttir verka- kona vaski á saltfiski. Frá bólvirkinu verður gengið „Með ströndinni“ eftir Hafnarstrætinu út á Steinabryggju. Ólafur Kristjánsson verkamaður segir þar frá uppskipunarvinnu á fyrri hluta þessarar aldar. Að þessu loknu verður gengið til baka um nýja Miðbakkann sem er í byggingu. Gömlu fánamir verða dregnir að húni fyrir framan Borgarhúsið og konur í íslenskum búningum taka á móti hópnum í Bryggjuhúsinu. Allir er velkomnir í gönguna. (Fréttatilkynning) ------ ♦ ♦ ♦------ Kaffisala hjá Kristni- boði kvenna KAFFISALA Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík verður á morgun, 1. maí, í Kristniboðssaln- um á Háaleitisbraut 58, 3. hæð, - frá kl. 14 til 18 síðdegis. I fréttatilkynningu segir meðal annars: „Verkefnin eru óþrjótandi og þörfin brýn. Allt þetta starf er borið uppi af kristniboðsvinum og velunnurum. Kaffihlaðborð kristni- { boðsfélagsins veitir gestum og gang- andi tækifæri til að njóta um leið og þeir leggja sitt af mörkum til styrktar umfangsmiklu verki.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.