Morgunblaðið - 30.04.1993, Qupperneq 32
32;
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDÁGIÍR 3Ö. APRÍL -1993 ~
Minning
Guðmundur Péturs-
son frá Flateyri
Fæddur 10. marz 1891
Dáinn 21. apríl 1993
Guðmundur Pétursson andaðist
á Hrafnistu í Reykjavík 21. apríl
síðastliðinn eftir tæplega 13 ára
veru þar. Hann var fæddur á Bæ
í Trékyllisvík, 10. marz 1891 og
var því kominn á 103. aldursár
þegar hann dó. Það má segja að
það sé löng lífsganga, en hann hélt
sinni andlegu heilsu fram á síðustu
daga.
Foreldrar hans voru Pétur Ólason
Viborg frá Bæ í Trékyllisvík, síðast
á Kúvíkum í Reykjafirði og kona
hans, Elísabet Rakel Jóhannsdóttir,
prests á Snæfjallaströnd. Þegar
hann var sjö ára að aldri missti
hann móður sína og var þá hjá föð-
ur sínum þar til hann var 11 ára
eða til ársins 1902 að hann fór til
ísafjarðar til Ingvars bróður síns.
Þegar hann kom þangað, var þar
staddur Gísli Guðmundsson mágur
hans, giftur Halldóru systur hans,
og vill hann endilega fá Guðmund
norður í Hrútafjörð með sér til að
sitja yfir kindum fyrir sig. Þar var
hann um tveggja ára skeið, en ekki
var hann allskostar ánægður með
að vera þar, því að lítið var um
lærdóm, svo hann fór þá norður í
Ámes til séra Eyjólfs prests, og
fékk þar undirbúning fyrir ferm-
ingu. í Árnesi var einnig Jóhanna
systir Guðmundar. Líkaði honum
vistin þar vel og var hann þar í tvö
ár eða þar til hann fór til ísafjarðar
til að læra trésmíði í verksmiðjunni
*
Gísli Armann Ein-
arsson — Minning
Fæddur 5. desember 1920
Dáinn 25. apríl 1993
Alltaf er maður jafn óviðbúinn
fréttum af andláti góðs vinar. Okk-
ur langar til að minnast Ármanns,
eins og hann var ævinlega kallað-
ur, með nokkrum orðum. Hann var
faðir Freydísar vinkonu okkar og
skólasystur. Þegar við sveitastúlk-
urnar komum í Gagnfræðaskólann
á Selfossi áttum við vísan samastað
hjá þeim hjónum, Bubbu og Ár-
manni. í hádeginu fórum við alltaf
heim með Freydísi og beið okkar
þá heit máltíð. Voru þau ófá skipt-
in sem við dvöldum þar lengri eða
skemmri tíma. Á þeim árum fór
' ekki alltaf lítið fyrir þremur ijörug-
um stúlkum. Aldrei skipti Ármann
skapi eða byrsti sig við okkur. Það
var alltaf sama hæga og hlýja fram-
koman.
Ármann vann við bflaréttingar
heima í bílskúrnum, þannig að stutt
var að hlaupa út í skúr til hans
með ýmislegt kvabb, til dæmis að
keyra okkur í skólann, þó að þang-
að væri ekki nema tíu mínútna
ganga, og alltaf gaf hann sér tíma
til að sinna okkur.
Ármann var listhneigður mjög,
sama hvort efnið var viður, járn eða
litir, allt varð að listaverkum í hönd-
um hans. Báðar eigum við listaverk
eftir Ármann sem þau hjónin gáfu
okkur, og eru þau okkur mjög
kær. Og þó árin hafa liðið og við
eignast okkar fjjölskyldur þá hefur
alltaf verið tekið vel á móti okkur,
eins og við værum þeirra eigin börn.
Elsku Ármann, okkar bestu
þakkir fyrir allar þær góðu og
skeir.rntilegu samverustundir sem
við áttum saman.
MtRKINGHf
BRAUTARHOLT 24
SÍMI: 627044
INNANflÚSS
MTERKINGAR
HÓPFERÐIR
HÖFUM GÆÐA HÓPBIFREIÐAR
FRÁ 12TIL65 FARÞEGA
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HÓPFERÐAMIÐSTðÐIN
Bíldshöfða 2a,
sími 685055, Fax 674969
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Elsku Bubba, Freydís, Laufey,
Ómar, Einar og fjöískyldur. Við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að styrkja ykkur á þessari erf-
iðu sorgarstundu.
Ingibjörg, Svala og fjölskyldur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi, •
hafðu þökk fyrir alit og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. .
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem.)
Innilegar samúðarkveðjur til eig-
inkonu og annarra aðstandenda.
Kristín Brynjólfsdóttir.
Víkingi. Þar lauk hann trésmíða-
námi eftir þrjú ár og eftir það starf-
aði hann við sitt fag.
Á árunum 1910-11 kynntist
hann lífsförunaut sínum, Maríu
Hálfdanardóttur, Örnólfssonar í
Meirihlíð í Bolungarvík. Þau giftu
sig 2. september 1911 og byijuðu
að búa.
Um þessar mundir var ekki ýkja
mikið um vinnu og þá sérstaklega
ekki fyrir mann sem var að stofna
heimili. En þá voru Þjóðveijar að
byggja verksmiðju á Sólbakka í
Önundarfirði. Réðst Guðmundur
þangað í vinnu við bygginguna. Þá
fluttust þau til Flateyrar og var það
í byijun marz 1912. Þegar þau
komu til Flateyrar voru þau búin
að eignast sitt fyrsta barn, stúlku
fædda 12. desember 1911, er skírð
var Guðrún Halldóra. Síðan eignuð-
ust þau sex syni, alla fædda á Flat-
eyri. Elztur þeirra er Hálfdan,
fæddur 29. júlí 1913, næstur er
Jens, fæddur 15. ágúst 1915, þá
Garðar, fæddur 29. janúar 1917,
Elís, fæddur 27. júlí 1918, Marinó,
fæddur 9. desember 1920 og yngst-
ur Hreiðar, fæddur 3. febrúar 1923.
Þeir eru allir á lífí og er sá elzti
að verða 80 ára eftir þijá mánuði
og sá yngsti er 70 ára. Það má
kannski teljast einsdæmi að maður
sem var að deyja á 103. aldursári
hafi átt sex syni á lífi og alla á
svona háum aldri. Dóttur sína
misstu þau árið 1956 og varð það
þeim sár söknuður sem nærri má
geta.
Konu sína missti Guðmundur
1980 og var það honum sár söknuð-
ur og mikið áfall eftir 69 ára sam-
búð, en hann bar sorg sína vel.
Margt mætti um Guðmund segja
og hans hagleik, útsjónarsemi og
verklagni, það lék allt í höndunum
á honum. Ymislegt mætti nefna af
því sem hann gerði sem þurfti út-
sjónarsemi við. Til dæmis flutti
hann hús yfir fjörð, meira að segja
tvö hús. Hann flutti hús ofan frá
Sólbakka niður á Flateyri og var
það yfir helurð að fara, svo að það
þurfti að byggja undir það yfir
metra á hæð tií að fleyta því yfir
gijótið sem var á þessari leið. Það
gekk allt mjög vel. Allt vann hann
þetta með fjórum til fimm mönnum.
Það má segja að hann hafi haft
ánægju af að fást við erfiða hluti.
Hann vann við alls konar smíði,
eins og tíðkaðist á þeim tíma, húsa-
smíði, bátasmíði og bryggjusmíði.
Hann byggði til dæmis bryggjurnar
í Djúpuvík, á Sólbakka og Flateyri.
Svo fékkst hann við að flytja gufu-
katla og koma þeim fyrir þar sem
þeir áttu að vera í sfldarverksmiðj-
unum. Þetta voru þung stykki,
svona 35 til 50 tonn, og má segja,
að þurft hafi hugvitssemi og lagni
til að gera þessa hluti, en hann var
alltaf jafn rólegur og yfirvegaður
við allt sem hann fékkst við. Það
var nú öðruvísi þá en nú að flytja
stóra og þunga hluti. Þá var ekki
tækninni fyrir að fara, það var not-
ast við gangspil og tjakka, sem
voru skrúfaðir, ekki glussatjakka
eins og í dag. Svo var mikið notað
vogarafl. Það var oft gaman að sjá
hvernig hann hagaði hlutunum,
þegar hann var að fást við þunga
og erfiða hluti. Það var allt hnitmið-
að og vel hugsað.
Ég held að Guðmundur hafi ver-
ið mjög lánsamur í einkalífi sínu.
Hann átti mjög duglega og rögg-
sama konu, og þau voru samhent
í öllu sem sneri að heimilinu. Það
þurfti mikið að vinna til að sjá fyr-
ir mannmörgu heimili og svo var
mjög gestkvæmt hjá þeim. Það má
nærri geta hvort ekki hafi verið oft
margt um manninn, þegar sjö
krakkar uxu úr grasi og eignuðust
vini og kunningja. Já, þá var oft
mannmargt, og það var sungið og
spilað. Þau virtust vera sæl og ham-
ingjusöm, ef nógu margt var um
manninn, því þau voru svo sérstak-
lega gestrisin. Maður sá ljómann
yfir þeim ef nóg var af gestum og
glaðværð á heimilinu.
Minning
Anna Mikkalína
Guðm undsdóttir
Fædd 16. júní 1909
Dáin 23. apríl 1993
Upphefð, ætt, með fleiru,
er ekki mikils vert;
hitt skiptir miklu meiru,
hve margt til þarfa er gert.
Unz dagur lífs réð dvína,
með dug og kjark jrá vannst,
og alla ævi þína
þér enginn trúrri fannst.
(Einar Asmundsson í Nesi)
Amma mín, Anna Mikkalína
Guðmundsdóttir, lést í Dvalarheim-
ili aldraðra að Hrafnistu í Reykja-
vík fyrir réttri viku, og verður útför
hennar gerð frá Bústaðakirkju nú
sídðegis. Þar með er fallinn í valinn
enn einn íslendingurinn af hinni
svokölluðu aldamótakynslóð, sem
kunni vart að beija lóminn og vann
í hljóði hnýttum höndum að þeirri
efnahagslegu velsæld sem við höf-
um notið á síðustu áratugum.
Að ömmu stóðu sterkir vestfirsk-
ir stofnar. Hún var fædd á Bólstað
í Súðavíkurhreppi, dóttir Guðmund-
ar Jóns Guðbjartssonar (1873-
1938), bakara og síðar sjómanns á
ísafirði, og Sigríðar Símonardóttur
(1871-1943). Guðmundur Jón var
sonur Guðbjarts, skipstjóra og bæj-
arfulltrúa á Isafirði, Jónssonar
prests á Álftamýri, Ásgeirssonar,
prófasts í Holti í Önundarfirði, Jóns-
sonar. Kona Guðbjarts var Andría
Kristín Andrésdóttir, formanns í
Arnarfirði, Eyjólfssonar. Sigríður
var dóttir Símonar smiðs í Alfta-
firði, Eldjárnssonar, bónda á Hrafn-
fjarðareyri og víðar, Sigurðssonar,
vinnumanns í Sléttuhreppi, Þor-
steinssonar. Kona Símonar var Sig-
ríður Rósinkransdóttir, bónda á
Svarthamri og Hesti, Hafliðasonar.
Foreldrar Ónnu voru í vinnu-
mennsku á bæjum við Skutulsfjörð
og í Súðavík framan af öldinni og
reyndist þeim torsótt að fá að hafa
böm sín hjá sér. Önnu var því kom-
ið í fóstur til Guðmundar Bjarna-
sonar og Hallfríðar Þórðardóttur á
Saurum við Súðavík strax á fyrsta
aldursári. Þar bjó hún við gott at-
læti í nokkur ár, eða til þess tíma
er Hallfríður veiktist alvarlega og
heimilið leystist upp. Þá var Anna
á hrakhólum um nokkurt skeið og
bjó oft við þröngan kost. Hún var
rétt innan við fermingu þegar
Andrea systir hennar var send til
að sækja hana og flytja heim til
foreldranna á ísafirði, sem þá höfðu
stofnað þar heimili af litlum efnum.
Á þriðja áratugnum settist
Andrea, systir Önnu, að í Reykjavík
og giftist ungum sjómanni þaðan,
Sveinjóni Ingvarssyni. Ekki leið á
löngu þar til Anna Mikkalína fylgdi
á eftir, enda var alla tíð mjög kært
Það má segja að Guðmundur
hafi átt því sérstaka láni að fagna
í lífínu að eiga þess kost að vera í
samfylgd sona sinna og fjölskyldna
þeirra í öll þessi ár. Það má teljast
nokkuð sérstakt ef ekki einsdæmi,
því hann slitnaði aldrei úr tengslum
við þá. Og síðan hann fór á Hrafn-
istu held ég að það hafi aldrei liðið
sá dagur að einhver þeirra bræðra
hafi ekki komið til hans. Ég er ekki
í nokkrum vafa um, að hann mat
það mikils hvað hann átti ástríka
fjölskyldu. Og það má svona til
dæmis nefna, að ég veit að einn
sonur hans kom til hans á hveiju
einasta kvöldi öll árin og á hann
sérstakar þakkir skildar fyrir artar-
semi sína. Ég veit að Guðmundur
mat það mikils og ég veit að hann
kvaddi þennan heim sæll og glaður
yfír að hafa átt trygga og góða fjöl-
skyldu. Ég veit líka að synir hans
eru sælir og glaðir yfír að hafa átt
svona raungóðan og góðan föður.
Hafí Guðmundur þökk fyrir sam-
fylgdina öll þessi ár og allt það
góða sem hann sýndi ættingjum
sínum. Ég veit að hann fær ljúfa
og góða heimkomu, enda lagði hann
ekkert nema gott til í þessu lífí.
Því að svo sem maðurinn sáir í
þessu lífí, mun hann og uppskera.
Hafðu svo hjartans þökk fyrir
samfylgdina og allar góðar stundir.
Innilegar samúðarkveðjur til allra
ættingjanna.
Hittumst seinna.
Vinur.
Elsku afí.
Hjartans þakkir fyrir samfylgd-
ina. Upp í hugann koma minningar
um sunnudagsbíltúra niður á höfn
og gönguferðir um bryggjurnar
með þér og pabba, meðan sunnu-
dagsmaturinn var undirbúinn
heima. Og jólaboðanna á jóladag,
þegar öll fjölskyldan kom í Barma-
hlíðina og gekk í kringum jólatréð
og drakk jólakaffí. Það var nú líka
alltaf spennandi að fá að kíkja á
verkstæðið í kjallaranum og finna
timburlyktina. Mér fínnst hún alltaf
góð og hún minnir mig á þig.
Bömin mín minnast þín líka og
muna hvað það var gaman að fara
með afa á Hrafnistu og hitta lang-
afa og fá mola úr boxinu á borðinu.
Marý og hennar íjölskylda í
Kanada senda sínar bestu kveðjur. 1
Hvfldu í friði, elsku afí.
Jóhanna Dúna, Höskuldur,.
Sindri, Logi og Eygló.
með þeim systrum. Önnu var tekið
opnum örmum á heimili þeirra
hjóna og hjá þeim bjó hún um sinn,
eða þar til hún kynntist Ragnari
Þorkeli Guðmundssyni sjómanni,'1
einnig ættuðum að véstan. Þau 1
stofnuðu síðan heimili, giftu sig '
árið 1931 og hófust þegar handa ;
við að búa í haginn fyrir sig og
sína. Anna vann ýmis störf utan
heimilis, en Ragnar nam við Stýri- I
mannaskólann meðfram sjó-
mennskunni. Börn þeirra hjóna
urðu fjögur: Kristjana, fædd 1930, |
dáin 1990, eftirlifandi eiginmaður :
hennar er Stefán Guðmundsson 1
leigubifreiðarstjóri; Guðmundur, (
fæddur 1932, veiðieftirlitsmaður,
kvæntur Sigríði Jóhannesdóttur,
afgreiðslustjóra hjá Gjaldheimtunni
í Reykjavík; Ragnar Ásgeir, fæddur