Morgunblaðið - 30.04.1993, Qupperneq 34
34
ss—
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. APRIL 1993
eeer jihta
Áslaug Þórólfs-
dóttir - Minning
Fædd 23. mars 1924
Dáin 20. apríl 1993
Hún amma okkar, besta amma
í heimi, er dáin. Hún var svo veik,
en nú er hún komin til guðs þar
sem henni líður vel. Við systkinin
höfum alltaf átt athvarf í Blöndu-
hlíðinni hjá afa og ömmu. Til þeirra
vorum við velkomin, þar var hús
fullt af hjartahlýju fyrir litla anga
sem elskuðu það að vera hjá þeim.
Það er svo erfitt að trúa því að hún
amma sé dáin, hún sem hefur verið
svo stór hluti af tilveru okkar frá
fyrstu stundu. Það var svo gott að
koma í Blönduhlíðina, skríða upp í
fangið á ömmu og spjalla. Hún
hafði alltaf tíma til að útskýra fyr-
ir litlu fólki leyndardóma lífsins.
Amma, af hveiju? hljómaði svo oft
og alltaf átti amma svör svo við
skildum, um hvað málið snerist.
Þær eru ekki heldur svo fáar næt-
umar sem við höfum fengið að
kúra milli afa og ömmu í hlýju
holunni þeirra.
Já, við vorum heppin að eiga
hana ömmu og fá að njóta saimdst-
anna við hana. Það er nokkuð sem
við eigum eftir að búa að alla ævi
þó að árin hafí ekki verið mörg sem
hún var með okkur. Þau voru þó
full af elsku í okkar garð. Við eigum
svo fallegar og góðar minningar frá
skemmtilegum samverustundum
sem vom fastur punktur í tilver-
unni eins og jól, áramót, sumarbú-
staðaferðir og svo ótal margt fieira.
Ekki má gleyma því að hún amma
bakaði bestu pönnukökur í heimi,
ilmurinn af þeim var einstakur og
svo skemmdi ekki fyrir að við feng-
um svo oft að hjálpa til við bakstur-
inn.
Minningin um ömmu mun lifa í
barnabömunum sem þótti svo vænt
um hana. Elsku afi, mégi guð
.styrkja þig á þessari erfiðu stundu.
Aslaug, Brynja og Bjarki.
Mig langar til að minnast elsku-
legrar móðursystur minnar með
nokkrum orðum.
Við viljum oft gleyma því að dauð-
inn er óhjákvæmilegur fylginautur
lífsins. Ekki óraði mig fyrir því þeg-
ar ég hitti Ásu með móður minni á
afmælisdegi hennar, að lífsgöngu
frænku minnar væri senn lokið. Ása
lá þá í Landspítalanum og var að
jafna sig eftir uppskurð. Okkur
skildist að batahorfur væru sæmileg-
ar. Sjúklingurinn bar sig vel og var
hinn hressasti. En skjótt skipast
veður í lofti. Þegar ljóst varð hvert
stefndi var sem hún sætti sig við
örlög sín og taldi sig fara frá góðu
búi.
Fram í hugann kemur þakklæti
fyrir góðar viðtökur og glaða sum-
ardaga í Borgarfirði. Olafur, eftirlif-
andi eiginmaður Ásu, var skólastjóri
á Varmalandi og kona hans bústýra.
Þangað var ferð fjölskyldu minnar
oft heitið. I erfiðum veikindum föður
míns reyndust Ólafur og Ása traust-
ir vinir. Allar þessar minningar eru
of margar til þess að tíunda hér.
Við mæðgumar samhryggjumst
okkar góða vini, Ólafi, bömum,
bamabörnum og tengdabörnum á
þessu erfíðu tímamótum.
Elsa.
„Ein er drottning allra rósa,
engin jurt á dýrra skart,
henni næst er liljan Ijósa,
ljúf og skær með hörund bjart.
Þó á æðri ilm og Ijóma
öllu skrauti jarðarranns -
hreinni fegurð, hærri blóma:
Hjartarósin kærleikans!
(Þýð. Matth. Joch.)
Þriðjudaginn 20. apríl lést Áslaug
Þórólfsdóttir eftir harða baráttu við
erfíð veikindi. Áslaug fæddist á
Brekku á Mýmm 23. mars 1924,
en þar bjuggu þá foreldrar hennar,
Ingibjörg Jónasdóttir og Þórólfur
Þorvaldsson. Ég hitti Ásu fyrst árið
1946 um það leyti er ég kynntist
manninum mínum, en hann og Ólaf-
ur síðar eiginmaður hennar vom
æskuvinir, báðir ættaðir frá Seyðis-
fírði.
Okkur Ásu féll strax vel hvorri
við aðra og hefur vinátta okkar
enst alla tíð síðan. Ólafur og Áslaug
giftu sig 24. maí 1947. Ólafur hafði
þá lokið námi frá Kennaraskólanum
og fljótlega eftir giftingu þeirra
gerðist hann skólastjóri úti á landi,
fyrst á Strönd á Rangárvöllum í
nokkur ár, en síðan á Varmalandi
í_ Borgarfírði í 11 ár. Ég veit að
Ásu líkaði vel að komast á æsku-
slóðir sínar í Borgarfírðinum.
Árlega heimsóttum við þau hjón
á Varmalandi og varð það sérstakt
tilhlökkunarefni fjölskyldunnar að
fá að gista þama yfir helgi og njóta
gestrisni þeirra. Ása var mjög
myndarleg húsmóðir og lék allt í
höndum hennar hvort sem það var
matargerð eða saumaskapur. Oft
fannst mér gestagangurinn svo
mikill að engu var líkara en um
sumarhótel væri að ræða. Það seg-
ir sína sögu um hlýlegar móttökur
þeirra hjóna. Eitt sumarið meðan
við fjölskyldan fómm í reisu austur
á land höfðu þau yngsta son okkar
hjá sér í pössun. Fannst þeim of
mikið fyrir okkur að vera með fjög-
ur böm á ferðalagi. Ekkert var
sjálfsagðara en að bæta við sig einu
bami og gerðu þau þetta bæði af
heilum hug. Fyrir þetta viijum við
Guðmundur þakka þeim og allar
samvemstundimar sem við höfum
átt saman.
Áður en Ása gifti sig vann hún
við fatahreinsun í Efnalauginni
Glæsi og eftir að fjölskyldan fluttist
til Reykjavíkur fór hún að vinna
hjá vinahjónum sínum, Ragnheiði
og Magnúsi í Efnalauginni Björg.
Ása lét af störfum síðastliðið ár,
en Ólafur var þá hættur störfum
líka. Ása og Ólafur eignuðust þrjú
börn. Þau em: Þórólfur tannlæknir,
kvæntur Sigrúnu Aðalbjamardóttir
dósent, þau eiga tvo syni og eitt
bamabam; Ingvar stórkaupmaður,
kvæntur Björgu Benediktsdóttur,
þeirra böm eru tvö og eitt barna-
bam, dóttur Bjargar, sem hún átti
áður, gekk Ingvar í föðurstað;
Brynhildur kennari, gift Þór Otte-
sen rafvirkja, þau eiga þijú böm.
Ása bar hag fjölskyldunnar mjög
fyrir bijósti og nú þegar hún var
hætt að vinna hafði hún meiri tíma
og vildi njóta samvemstundanna.
Þau hjón tóku því að sér að passa
tvö lítil dótturbörn sín á morgnana
meðan mamma þeirra var við
Breyttur
opnunartími i sumar
Skrifstofa Rauða kross íslands
á Rauðarárstíg 18 verður
opin frá kl. 8.00-16.00 frá og
með 1. maí-1. september.
Rauói Kross lslands
+
kennslu. En margt fer öðmvísi en
ætlað er. Börnin njóta nú ekki
ömmu sinnar lengur, en minningin
um mikilhæfa og góða konu fyrnist
ekki. Elsku Ólafur og fjölskylda,
við Guðmundur og börn vottum
ykkur okkar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Aslaugar Þór-
ólfsdóttur.
Ingunn Erla Stefánsdóttir.
Á sólríkum vordegi kvaddi
tengdamóðir mín, Áslaug Þórólfs-
dóttir, þennan heim eftir stutta en
erfíða sjúkralegu á Landspítalan-
um. Áslaug var dóttir Ingibjargar
Jónasdóttur ög Þórólfs Þorvalds-
sonar. Þau bjuggu í Brekkunesi í
Mýrasýslu þegar Áslaug fæddist
en fluttu síðar að Litlu-Brekku í
sömu sveit. Fullu nafni hét hún
Áslaug Ragna Þóra í höfuðið á
þremur systkinum sínum sem lét-
ust ung úr berklum með aðeins
nokkurra mánaða millibili. Herdís
Lyngdal lifír ástkæra systur sína,
en bræður þeirra, Jónas og Krist-
ján, era báðir látnir.
Strax á unglingsaldri fór Áslaug
að vinna fyrir sér og var skóla-
ganga hennar ekki löng frekar en
flestra á þeim tíma. Þó fór hún í
unglingaskóla á Akranesi í einn
vetur og síðar í Húsmæðraskólann
á Blönduósi. í höfuðborginni kynnt-
ist hún eftirlifandi manni sinum,
Óiafi Ingvarssyni skólastjóra og
kennara. Áslaug og Ólafur gengu
í hjónaband á afmælis- og útskrift-
ardegi Ólafs úr Kennaraskólanum,
24. maí 1947. Þau eignuðust þijú
börn. Yngst er Brynhildur kennari
og er hún gift Þór Ottesen raf-
virkja, þá Ingvar stórkaupmaður,
kvæntur Björgu Benediktsdóttur
stórkaupmanni, og elstur er Þórólf-
ur tannlæknir, kvæntur undirrit-
aðri, dósent við Háskóla íslands.
Barnabörnin eru orðin átta og
barnabarnabörnin tvö.
Áslaug og Ólafur hófu búskap
sinn í Reykjavík en fluttust ári síð-
ar að Strönd á Rangárvöllum, þar
sem Ólafur gerðist skólastjóri á
árunum 1948-1954. Þau fluttu sig
síðan um set nær heimabyggð Ás-
laugar að Varmalandi í Borgarfírði
og bjuggu þar frá árinu 1954 til
ársins 1965. í sveitinni var gest-
kvæmt og oftar en ekki dvöldust
börn ættingja hjá þeim hjónum.
Síðustu þijátíu árin hafa Áslaug
og Ólafur búið í Reykjavík. Hjá
þeim bjó lengi móðir Ölafs, Kristín
Einarsdóttir, og var hlýtt á milli
tengdamæðgnanna.
Við andlát Áslaugar hefur
hugurinn reikað til liðinna sam-
verastunda okkar. Sú minning sem
leitar hvað fastast á hugann er
hvernig hún kom mér fyrir sjónir
þegar ég gerðist heimagangur hjá
þeim hjónum í Blönduhlíðinni á sjö-
unda áratugnum. Ég hef oft dáðst
að henni fyrir það hve vel hún tók
því að eldri sonur hennar, þá að-
eins 16 ára gamall, og unglings-
stúlka á sama aldri, skyldu taka
saman. Mæður eru oft viðkvæmar
fyrir því að „missa“ syni sína í
hendur annarra kvenna, hvað þá
þegar þeir eru ungir að árum og
elstir barna þeirra. Áslaug virtist
hins vegar hafa nokkurt gaman af
þessum samdrætti okkar, tók hlý-
ega -4- -raóti--mér og.glettist við-
okkur. Hún ræddi ýmis viðkvæm
mál unglinga við okkur á opinskáan
hátt, en ég er feimin og minnist
þess hve ég var í miklu basli með
hvernig ég átti að bregðast við svo
hispurslausu tali. Þannig var hún
blátt áfram, eðlileg og raunsæ. Mér
fannst hún mjög hugguleg kona,
dökk yfirlitum, svipsterk og afar
vel klædd. Allt var svo snyrtilegt
í kringum hana, íbúðin hreinleg,
þvotturinn vel frágenginn og fötin
stífpressuð. Hún eldaði góðan mat
og bar hann fallega fram. Hún var
líka afar handlagin og saumaði
marga flíkina. Þessi mynd af Ás-
laugu, myndarlegu og fijálslegu
húsmóðurinni, greyptist í huga mér
vorið 1966. Ég lærði að bera virð-
ingu fyrir verðandi tengdamóður
minni.
Önnur sterk minning, sem fyllir
mig einnig þakklæti í garð hennar,
er nær í tíma. Sú minning tengist
aðdáunarverðum skilningi hennar
og áhuga á námsbrölti mínu. Það
er sérstök manneskja sem hvetur
í stað þess að letja tengdadóttur
sína og móður barnabarna hennar
til að fara í margra ára nám við
erlenda skóla án fjölskyldunnar.
Aldrei var hún með úrtölur heldur
leitaði eftir fréttum og gladdist
yfír velgengni. Áslaug sýndi okkur
fjölskyldunni mikið traust með
þessum viðbrögðum, traust sem
fólst í því að hún taldi okkur í senn
vera fær um að hlúa hvert að öðru
og geta um leið sinnt krefjandi
námi og starfí. Á þann hátt veitti
hún okkur styrk til að takast á við
tilfinningalega erfíðar aðstæður.
Áslaug og Ólafur náðu vel saman
og var samband þeirra innilegt.
Þegar Áslaug talaði um Ólaf bónda
sinn sagði hún gjaman „maðurinn
minn“ og fór ekki á milli mála hjá
þeim sem á hlýddu að í þeim orðum
fólst mikil virðing og væntum-
þykja. Það er sárt til þess að hugsa
að þau skyldu ekki fá tækifæri til
að veija ævikvöldinu saman. Við
töldum að enn væru mörg og góð
ár framundan hjá þeim. Barnabörn-
in, sólargeislarnir þeirra, hafa skip-
að æ stærri sess í lífi þeirra. Sam-
an hafa þau notið þess að hafa
ungviðið á vappi í kringum sig og
fylgjast vel með þeim eldri í námi
og leik.
Sá tími, eftir að ljóst var fyrir
aðeins þremur vikum að Áslaug
gekk með ólæknandi krabbamein
og ætti skammt eftir ólifað, hefur
verið fjölskyldunni erfiður. Um leið
var hann dýrmætur þar sem
kveðjustund var undirbúin. Áslaug
tók því af ótrúlegri ró og æðru-
leysi þegar ljóst var hvert stefndi.
Samfara umhyggju fyrir fólkinu
sínu og vangaveltum um framtíðina
var stutt í glettnina til hinstu stund-
ar. Hinn mikli styrkur hennar gerði
ástvinum áfallið léttbærara. Ólafur
og börnin vöktu yfír henni dag og
nótt og var hún umvafin ást og
umhyggju þeirra. Áslaugu þótti
afar vænt um kærleika þeirra og
samhug. Hún geislaði af hlýju til
allra sem heimsóttu hana og kvaddi
ættingja og vini með þéttum faðm-
lögum. Um leið sagðist hún fylgj-
ast með okkur hinum megin frá
og taka á móti okkur þar á bakkan-
um.
Hjúkmnarfólki á Krabbameins-
deild kvenna 21A á Landspítalan-
um skulu færðar alúðarþakkir fyrir
umönnun þess. Áslaug mat natni
þess mikils og hafði oft á orði
hversu einstakt hjúkrunarfólkið
væri, elskulegt og gefandi í starfi
sínu.
Ólafí og öðmm ástvinum Ás-
laugar votta ég mína dýpstu samúð
og bið þeim huggunar í sorg sinni.
Tengdamóður mína kveð ég með
hlýju, virðingu og þökk. Blessuð
sé minning hennar.
Sigrún Aðalbjarnardóttir.
Hinn 20. apríl lést í Reykjavík
Áslaug Þórólfsdóttir. Hún fæddist
á Litlu-Brekku í Borgarhreppi í
Mýrasýslu hinn 23. mars 1924,
dóttir hjónanna Ingibjargar Jónas-
dóttur óg Þórólfs Þorvaldssonar.
Hún hét fullu nafni Áslaug
Ragna Þóra eftir systkinum sínum
þremur, Áslaugu, Ragnari og Þor-
valdi. sem foreldrar hénnar misstu
barnung úr bráðaberklum, með
nokkurra mánaða millibili.
Hún fluttist ung að aldri með
foreldrum sínum og Jónasi yngri
bróður sínum til Borgarness, en
Jónas lést á síðastliðnu hausti. Þar
ólst hún upp, stundaði nám við
Gagnfræðaskólann á Akranesi og
Kvennaskólann á Blönduósi, en
fluttist til Reykjavíkur um tvítugt
og hóf þar verslunarstörf.
Þar kynntist hún eiginmanni sín-
um, Ólafi Ingvarssyni, síðar kenn-
ara og skólastjóra, og gengu þau í
hjónaband hinn 24. maí 1947, á
afmælisdegi Ólafs sem jafnframt
var útskriftardagur hans úr Kenn-
araskóla íslands.
Þau eignuðust þijú börn, Þórólf
tannlækni, sem kvæntur er dr. Sig-
rúnu Aðalbjarnardóttur uppeldis-
fræðingi, dósent við Háskóla ís-
lands, og eiga þau tvo syni; Ingvar
framkvæmdastjóra sem kvæntur er
Björgu Benediktsdóttur verslunar-
manni og eiga þau þijú böm; og
Brynhildi kennara sem gift er Þór
Ottesen rafvirkja og eiga þau þijú
börn.
Einhveijar fyrstu endurminning-
ar mínar tengjast Ásu, móðursystur
minni. Hún bjó á heimili foreldra
minna fyrstu árin í Reykjavík. I
minningunni situr hún hjá mér,
ung, dökkhærð með sítt hrokkið hár
og við syngjum saman einhvern
eftirstríðsáraslagara.
Þótt hún og móðir mín væru ein-
ungis hálfsystur var ævinlega mjög
kært með þeim og dvöldumst við
systumar oft hjá þeim hjónunum á
sumrin. Á þeim árum fóm Reykja-
víkurböm í sveit á sumrin. En að
vera í sveit hjá Ásu frænku var
allt annars konar sveit en önnur
böm fóm í. í sveitinni hjá þeim
vom engin dýr nema ef til vill hund-
ar og hænsni og húsakynnin vora
stórir skólar.
Ólafur varð skólastjóri á Strönd
á Rangárvöllum árið 1948 og var
þar um sex ára skeið.
Þar var mín fyrsta „sveit“, þessi
stóri, gamli skóli, með auðum dular-
fullum kennslustofum og úti fyrir
geisuðu sandstormarnir á auðnum
Rangárvalla, sem nú hafa sem bet-
ur fer breyst í gróðurlendi.
Frá Strönd fluttust Ása og Ólaf-
ur að Varmalandi í Borgarfirði árið
1954, þegar Ólafur var skipaður
skólastjóri í nýjum barnaskóla þar.
Skólahúsið þótti mjög glæsilegt og
íbúð skólastjórahjónanna var í
skólahúsinu sjálfu.'Það þótti sjálf-
sagt að gestir og gangandi, kunn-
ugir og ókunnugir, sem þangað
komu fæm í skoðunarferð um húsa-
kynni skólans og voru skólastjóra-
hjónin sjálfskipuð í hlutverk leið-
sögumannsins. Á eftir var vitanlega
jafnsjálfsagt að bjóða fólkinu inn í
kaffí og var ævinlega mikill gesta-
gangur á heimili þeirra hjóna, enda
gestrisni mikil. Var föstudagurinn
alltaf bökunardagur hjá frænku
minni og ekki skorið við nögl sér.
Árið 1965 fluttust hjónin til
Reykjavíkur þar sem þau bjuggu
síðan. Stundaði Ólafur kennslu-
störf, en Ása vann í efnalauginni
Björg allt þar til hún hætti störfum
á síðasta hausti.
Áslaug Þórólfsdóttir var mann-
kostakona. Hún var dugnaðarfork-
ur í hveiju starfí. Hún var greind,
hreinskiptin og jákvæð, en horfði
raunsæjum augum á lífið og tilver-
una. Fyrir um það bil fjórum árum,
þegar hún fyrst veiktist af þeim
sjúkdómi, sem nú dró hana til
dauða, sagði hún_mér að hún væri
tilbúin að deyja. Hún væri sátt við
líf sitt, hefði átt góðan mann og
mannvænleg börn og gæti ekki
annað en verið þakklát fyrir það
hlutskipti sem henni hefði verið
úthlutað.
Um tíma var heilsufar hennar á
þann veg að vonir stóðu til að hún
hefði komist yfir sjúkdóminn, en
svo reyndist þó ekki vera. Ása var
lögð inn á kvennadeild Landspítal-
ans í marsmánuði og gekkst undir
uppskurð. Um mánaðamótin mars-
apríl var henni tjáð að hún ætti
eftir ólifaðar þrjár til fjórar vikur.
Þeim tíðindum tók hún með reisn,
eins og henni var lagið. Fjölskyldu
hennar sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Svala Thorlacius.