Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. APRIL 1993
35
Krisiján Kristíns
son - Minning
Fæddur 23. mars 1945
Dáinn 24. apríl 1993
Svili minn, Kristján Kristinsson,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
aðfaranótt 24. apríl. Hinn 15. des-
ember sl. var hann fluttur þangað
fársjúkur og varð banalegan bæði
löng og ströng.
Það er oftast erfítt að sætta sig
við dauðann, þó einkum ef um er
að ræða fráfall fólks á besta aldri.
Kristján lifði aðeins 48 ár, en eftir
skilur hann einstaklega góðar og
ljúfar minningar sem verða huggun
harmi gegn.
Segja má, að kynni okkar Krist-
jáns hafí fyrir alvöru hafíst fyrir
24 árum, er hann gekk að eiga
elskulega mágkonu mína, Nínu
Hafstein. Sérstaklega minnist ég
þess tíma er við bjuggum með fjöl-
skyldur okkar í sama húsi, sem var
í eigu Kristjáns og systkina hans.
Nábýlið var eins og best verður á
kosið, enda voru Kristján og Nína
afskaplega góðir grannar.
Seinni ár fækkaði samverustund-
unum, en samt er margs að minn-
ast. Ofarlega í huga er sólarlanda-
ferð, sem við fjölskyldurnar fórum
saman fyrir sex árum. Þar fór ekki
á milli mála hvað samskipti við
ættingja og vini skiptu Kristján
miklu máli, hann virtist njóta hverr-
ar stundar til hins ýtrasta, var hrók-
ur alls fagnaðar og virkur þátttak-
andi í að gera ferðina sem ánægju-
legasta fyrir alla fjölskyldumeðlimi.
í hugann koma líka heimsóknir
Nínu og Kristjáns til okkar í sumar-
bústaðinn. Þær stundir var glatt á
hjalla, farið í gönguferðir og leiki,
hlegið og sungið en síðast en ekki
síst setið langtímum saman og
spjallað um menn og málefni. í slíku
spjalli fór Kristján oftar en ekki á
kostum. Kom þar til einstakur frá-
sagnarmáti hans, svo og staðgóð
þekking á hinum margvislegustu
málum. Sá fjöldi samtíðarmanna,
sem Kristján ýmist þekkti eða kann-
aðist við fannst mér ótrúlegur og
segir það sitt.
Ég ætla ekki að rekja lífshlaup
Kristjáns, það eftirlæt ég öðrum.
Hann kom víða við og er vafalítið
mörgum .minnisstæður, þó ekki sé
nema vegna þægilegs og glaðlegs
viðmóts, slíkir eiginleikar eru dijúg-
ir er við leggjum á vogarskálarnar.
Ekki trúi ég að nokkrum hafi verið
illa við Kristján, hann átti ótal góða
vini og reyndist mörgum manninum
vel. Ætti eitthvað misjafnt um hann
að segja, er það helst að oft reynd-
ist hann sjálfum sér verstur.
Ég, eiginkona mín og dætur,
kveðjum Kristján með söknuði, en
jafnframt með þakklæti fyrir allt
sem hann var okkur í gegnum tíð-
ina. Við vitum að söknuður ykkar
er sár, elsku Nína og börnin. Við
biðjum góðan Guð að veita ykkur
styrk og blessun á þessum erfíðu
tímum.
Blessuð sé minning Kristjáns
Kristinssonar.
Guðlaugur Björgvinsson.
Mig langar til að minnast Krist-
jáns Kristinssonar, æskuvinar míns,
en hann lést á Landspítalanum 24.
apríl eftir erfiða sjúkdómslegu sl.
íjóra mánuði.
Við Kristján kynntumst á Lauf-
ásveginum þegar við vorum fímm
ára en kynni okkar hófust með
þeim einfalda hætti að Kristján
spurði: „Viltu vera með mér?“ og
ég svaraði: „Allt í lagi.“
Svona einfalt var það en þannig
eignaðist ég minn traustasta vin.
Upp frá þessu vorum við Kristján
saman nær því á hveijum degi
næstu 15 árin og féll þar aldrei
skuggi á. Þegar Kristján fór í sveit
í nokkrar vikur á sumrin var ég
eins og vængbrotinn fugl á meðan
og taldi ég klukkutímana þar til
hann kæmi aftur.
Kristján var minn besti vinur, en
hann var einnig einhver sá heiðar-
legasti og traustasti maður sem ég
hef nokkum tímann kynnst og allt-
af var hann langfýrstur til að bjóða
fram aðstoð sína ef eitthvað bjátaði
á hjá öðrum.
Það er sárt að þurfa að sjá á bak
þessum góða dreng.
Ég sendi þér, Nína mín, mínar
innilegustu samúðarkveðjur og bið
þess að góður Guð styrki þig og
bömin ykkar í þessari miklu sorg.
Gunnar Sch. Thorsteinsson.
Nú er tregt tungu að hræra, og
þá ekki síður að koma viðeigandi
orðum í form hins ritaða máls, þeg-
ar jafn hörmuleg tíðindi berast, að
vinur í blóma lífsins er fyrirvara-
laust burtkallaður úr faðmi fjöl-
skyldu, vina og vandamanna.
Hinn 24. apríl sl. lést á Landspít-
alanum vinur okkar hjónanna,
Kristján Kristinsson, eftir nokkurra
mánaða sjúkrahúslegu. Þegar litið
er til baka og rifjuð upp samskipti
okkar Kristjáns í gegnum árin get-
um við ekki annað en fýllst þakk-
læti yfir því að hafa verið svo lán-
söm að kynnast honum.
Orðin á þessu blaði verða því
varla mörg og skapast fyrst og
fremst af þörf til að koma á fram-
færi þakklæti til Kristjáns og fjöl-
skyldu hans fyrir ánægjuleg sam-
skipti og vináttu.
Vér biðjum góðan guð að blessa
minningu hans. Blessun guðs fylgi
þér, Nína mín, og börnum ykkar.
Jóhann Oddgeirsson,
Kristín Aðalsteinsdóttir.
Stundum nær og stundum fjær
kemur sá skuggi, sem mætir okkur
öllum á efsta degi. Sá sem rýfur
fjölskylduböndin, slítur vináttu-
tengslin og skilur að vini og frænd-
ur og þótt fáir fagni honum, og
hann taki frá okkur það dýrmæt-
asta sem okkur var gefíð, þá skilur
hann samt eftir það sem enginn fær
frá okkur tekið, minningu um góðan
dreng.
Minningin um frænda minn og
vin, Kristján Kristinsson, er minn-
ing um klingjandi hlátur, létt tilsvör
og lífsgleði. Og alltaf fannst mér,
að hvað sem öðrum liði, hér á hótel
jörð, þá ætlaði hann sér ekki að
vera einn af þeim, sem setjast við
hótelgluggann og bíða.
Þegar ég var lítill drengur, þá
stóð ég í þeirri trú, að Laufásvegur-
inn héti eftir versluninni, sem stóð
á horni Laufásvegar og Njarðar-
götu. Þangað fór ég oft með foreldr-
um mínum, því að verslunina áttu
Unnur, föðursystir mín, og hennar
maður, Kristinn Guðmundsson, og
bjuggu þau þar á efri hæðinni
ásamt sonunum þrem, Ingvari,
Guðmundi og Kristjáni og dóttur-
inni Kristínu.
Aldrei gleymast þær samveru-
stundir, ferðalögin með þeim út úr
bænum og norður í land, vináttan
og hlýhugurinn, sem ávallt var til
staðar, áldrei verður það allt full-
þakkað.
Og þegar ég kveð nú hann nafna
minn, þá kveð ég líka bræður hans,
þá Ingvar og Guðmund, og bið al-
máttugan guð að blessa minningu
þeirra. Ástvinum þeirra sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Kristján Hall.
í dag verður jarðsunginn elsku-
legur faðir minn og afi okkar, Krist-
ján Kristinsson. Það er margs að
minnast og minningin mun lifa í
huga okkur um þennan góða mann.
Okkur langar til að þakka þér fyrir
frábæra umhyggju og stuðning
gegnum árin.
Vertu yfír og allt um kring
með eilífri blessan þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Blessuð sé minning þín. Hafðu
þökk fýrir allt.
Sigrún Hafstein og börn.
í dag kveðjum við í hinsta sinn
elsku frænda okkar, Kristján Krist-
insson, sem lést eftir langvarandi
veikindi 24. apríl síðastliðinn. Á
milli fjölskyldnanna var mikill sam-
gangur þar sem við systkinin ól-
umst upp í föðurhúsi Kristjáns á
Laufásvegi 58, og seinna höfðu
þeir bræður Ingvar, Gúndi og Krist-
ján atvinnurekstur sinn til nokkurra
ára í húsinu. Margar minningar
tengjast Kristjáni, þar með þau fjöl-
mörgu prakkarastrik sem við systk-
inin frömdum og vorum gómuð af
Kristjáni þegar vinnufriður var úti
í húsinu. Þó mættum við alltaf skiln-
ingi hjá honum, enda var hann
mikill húmoristi. Vorum við einstak-
lega hænd að Kristjáni og sóttum
í félagsskap hans og fjölskyldu
hans, þar sem okkur var ávallt tek-
ið opnum örmum. Þar var oft glatt
á hjalla, mikið hlegið og spjallað.
Minnisstæð er sex ára afmælis-
veisla Steinunnar. Voru þar saman-
komnir ættingjar og yinir og þegar
Steinunn átti að blása á kertin sex
logaði enn á þremur þrátt fyrir
mikinn blástur. Vakti þetta mikla
kátínu meðal yngri afmælisgesta
sem hrópuðu að Steinunn væri bara
þriggja ára. Þetta var meira en
afmælisbarnið þoldi sem rauk á
dyr, en náðist hágrátandi af Krist-
jáni frænda fyrir framan Laufásveg
60. Sagði þá Kristján að hvað sem
allri stríðni liði þá væri afmælis-
bamið sex ára og prinsessan sín
og færði Kristján afmælisbarnið
kokhraust á háhesti í afmælisveisl-
una aftur. Þetta er lítið dæmi um
þann stuðning sem Kristján átti
eftir að sýna okkur í gegnum árin.
Ógleymanlegustu gamlárskvöld-
in voru þau þegar hist var í Grænu-
hlíð 15 ásamt ættingjum, þar sem
þeir bræður Ingvar og Kristján
bjuggu ásamt fjölskyldum sínum.
Var þar mikið fjör á tveimur hæðum
ásamt tilheyrandi „skotgleði“ þeirra
bræðra.
Mikið skarð er höggvið í þessa
fjölskyldu á stuttum tíma. Móður-
bræður okkar eru allir látnir. Gúndi
lést í janúar síðastliðnum og Ingvar
lést 1986. Þeir bræður voru okkur
systkinunum miklu meira en bara
frændur. Elsku Nína, Sigrún, Eyj-
ólfur og Unnur, við vottum ykkur
okkar innilegustu samúð. Megi góð-
ur Guð styrkja ykkur á þessari erf-
iðu stundu.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijógvun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,-
líf mannlegt endar skjótt.
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
gló andi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
(H.P.)
Steinunn, Haraldur
og Heiðrún.
Traustur vinur og æskufélagi er
látinn. Kristján lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans eftir langvar-
andi og erfið veikindi í upphafi
sumars. Fyrstu uppvaxtarár okkar
lágu saman á Laufásveginum eftir
að ég fluttist þangað með foreldr-
um mínum fímm til sex ára gam-
all. Austanverður Laufásvegurinn
var leikvangur okkar strákanna.
Stutt var í Vatnsmýrina með heilu
þorpi af smáhýsum á lóðarskikum
kartöflugarðanna og spöl þaðan var
ævintýrastaðurinn Tívolí. Við enda
götunnar var gróðrarstöðin með
Einarsgarði austan við, þar sem
trén voru kjörin til klifurleikja. Á
veturna var farið í sleðaferðir í
Laufásbrekku, þar sem norska
sendiráðið er nú.
Ekki leið langur tími, eftir að
ég kom á staðinn, þar til við Krist-
ján urðum heimagangar hvor
heima hjá öðrum annars að
ógleymdum Gunnari Magnúsi
(Massa), Einari, Pétri, Friðriki og
Herði (Bóbó), ásamt mörgum öðr-
um. Á þessum árum vorum við
mjög samrýndir og gengum að vild
inn og út hvor hjá öðrum. í áranna
rás höfum við „Kristján á Laufás-
veginum", eins og ég og margir
aðrir hafa kallað hann, til aðgrein-
ingar frá öðrum nöfnum Kristjáns,
verið tengdir sönnum og kærum
vináttuböndum sem ekki hafa rofn-
að hvað sem á hefur dunið.
Kristján var sonur Kristins Guð-
mundssonar (f. 13. ágúst 1900, d.
4. júlí 1972), kaupmanns í verslun-
inni Laufás við Laufásveg 58, og
hans góðu konu Unnar Valdísar
Kristjánsdóttur (f. 31. maí 1913,
d. 21. apríl 1990). Kristinn var af
Ásbúðarætt sem er þekkt að góðri
frásagnargáfu og kímni. Unnur
Valdís, móðir Kristjáns, var einnig
orðheppin og skemmtileg. Saman
ólust upp þau systkin, Kristján og
Ingvar verslunarinaður (f. 18. jan-
úar 1935, d. 5. september 986)
ásamt Kristínu (Kiddu, f. 11. ágúst
1942), húsmóður í Garðabæ, sem
nú sér á eftir þriðja og síðasta bróð-
ur sínum. Annar bróðir hennar lést
22. janúar síðastliðinn. Það var
Guðmundur Sigurður verslunar-
maður (f. 28. desember 1936).
Guðmundur (Gúndi) ólst upp við
gott atlæti hjá föðursystur sinni í
næsta húsi, Guðbjörgu og manni
hennar Geir Konráðssyni, en þau
voru barnlaus. Náinn samgangur
hélst alltaf á milli þessara heimila,
og var aldrei talað um Gúnda öðru-
vísi en hann hefði alist upp innan
sömu veggja og þau.
Kristján ólst upp á góðu heimili
þar sem kærleikur og rausnarskap-
ur foreldra til náungans sat i fyrir-
rúmi. Kristján erfði í ríkum mæli
þessa eiginleika og ósérhlífni til
handa þeim sem hann bast vináttu-
böndum við, og eiga þessir eigin-
leikar reyndar við um þau öll systk-
inin. Kristján var fríður sýnum,
kom vel fyrir sig orði og var hrók-
ur alls fagnaðar. Hann, og þau
systkin öll, erfðu sérlega skemmti-
iega frásagnargáfu og orðaval sem
kryddaði tilveruna mjög. Hann hat-
aði hræsni og fals og gaf lítið fyr-
ir titla. Hann skráði sig alltaf sem
sölumann.
Gæfuspor reyndist Kristjáni er
hann kvæntist Nínu Hafstein (f.
15. nóvember 1949) hinn 30. ágúst
1969. Nína átti fyrr Sigrúnu Haf-
stein, (f. 25. ágúst 1966). Kristján
gekk Sigrúnu í föður stað. Saman
áttu þau Nína tvö börn, þau Eyjólf
Hafstein, fæddan á afmælisdegi
föðurömmu sinnar, 31. maí 1969,
og Unni Valdísi, fædda á afmælis-
degi föðurafa síns, 13. ágúst 1972.
Þau eru mannkostabörn, fríð sýn-
um, erfa sérstaka frásagnargáfu
og orðaval föður sins. Þau búa
ennþá í foreldrahúsum.
Að loknu gagnfræðaprófi fór
Kristján til ýmissa starfa, m.a. að
hjálpa foreldrum sínum í verslun-
inni Laufási. Þá stundaði hann nám
í bændaskólanum á Hvanneyri og
lauk þaðan prófi. En ekki urðu
landbúnaðarstörf starfsvettvangur
hans, heldur urðu verslun og við-
skipti hans ævistarf og fetaði hann
þar í fótspor föður síns og bræðra.
Þeir bræður voru hörkuduglegir
verslunar- og sölumenn og átti
Kristján sérlega gott með að um-
gangast fólk. Gat Kristján komið
hinum ólíklegustu mönnum til að
hlæja og líða vel. Kristján starfaði
sem sölumaður hjá heildversluninni
H. A. Tulinius og verksmiðjunni
Dúk um ára bil. Einnig tók hann
þátt í landhelgisstríðinu og var um
tíma á varðskipinu Þór. Smám sam-
an varð sú löngun yfirsterkari að
stofna eigið fyrirtæki og hófu þau
hjón eigin innflutning undir nafn-
inu K. Kristinsson um 1978, og
hafa síðan rekið fyrirtækið með
dugnaði og þrautseigju.
Fjölskylda og aðstandendur vilja
þakka læknum og hjúkrunarfólki á
gjörgæsludeild Landspítala íslands
innilega fyrir frábæra ummönnun
og fórnfýsi í mjög svo erfiðum veik-
indum hans. Það gladdi Kristján
ósegjanlega mikið á síðasta afmæl-
isdegi sínum, að starfsfólkið hélt
honum veislu með kaffi og dýrindis
rjómatertu.
Á sumardaginn fyrsta sl.
auðnaðist mér að kveðja minn
kæra og trausta vin i síðasta sinn.
Ég fékk að vera einn með honum
fáeinar mínútur. Fór með bæn og
bað Guð um að umvefja Kristján í
sínum náðarríka faðmi. Ég er sann-
færður um bænheyrslu og einnig
það, að Guð gefí eftirlifandi konu,
börnum, systur og öðrum ástvinum
og vinum styrk í þeirra miklu sorg
og söknuði.
Við Signý og börnin þökkum
fyrir trúfesti og sanna vináttu alla
tíð. Kristján verður lagður til hinstu
hvílu við hlið foreldra sinna og
Gúnda bróður í Fossvogskirkju-
garði.
Útförin fer fram í Háteigskirkju
í dag, föstudag 30. apríl, og hefst
klukkan 15.00.
Örn Jónsson.
Hjónaminning
Guðrún A. Sigmundsdóttir
og Amgrímur Siguijónsson
Guðrún
Fædd 10. apríl 1916
Dáin 20. apríl 1993
Arngrímur
Fæddur 26. febrúar 1912
Dáinn 12. mars 1993
Það er fremur af vilja en mætti
að ég skrifa þessi fátæklegu kveðju-
orð um hjónin Öldu og Arngrím sem
látin eru með stuttu millibili. Ég
bjó í sama húsi og þau í 17 ár á
Hjallavegi 42. Það yrði efni í heila
bók ef telja ætti upp allt sem þau
gerðu fyrir mig. Enda væri það síst
í þeirra anda að skrifa upp allt það
lof sem þau eiga skilið.
Eitt helsta áhugamál þeirra var
garðurinn og gróðurhúsið. Alltaf
var vel tekið á móti manni þegar
maður kom í heimsókn og maður
drifinn í kaffi og meðlæti. Svo var
spjallað og hlegið og minnst á
gamla daga. Stundum spilaði Arn-
grímur á píanóið sitt og ég tók lag-
ið eins og í gamla daga, en þá hlust-
uðum við líka á Rígólettó, enda
kallaði Arngrímur mig Míu Fíu. Við
þessar minningar og margt fleira
ylja ég mér nú þegar ég kveð mína
góðu vini og þakka samfylgdina.
Elsku Simmi^ Bói, Halli og aðrir
aðstandendur. Ég og fjölskylda mín
biðjum Guð að veita ykkur styrk
við fráfall foreldra ykkar. Blessuð
sé minning þessara elskulegu hjóna.
í morgun saztu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
en veist nú, í kvöld
hvernig vegimir enda
hvemig orðin nema staðar
og stjömurnar slokkna.
(Hannes Pétursson)
Soffía Ragnarsdóttir
Kirkjubæjarklaustri.