Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
MftAAfVI
Skrifarðu? En sniðugt - hverj-
um skrifarðu?
Og í kvöld vil ég að lokum segja
þetta: Guð hjálpi okkur í gegn-
um morgundaginn.
HÖGNI HKEKKVÍSI
JHtfgtmírltoííiíþ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Gvatemala: Börn götunnar
Frá Sigurði Einarssyni:
í Gvatemalaborg eru milli 5 og
10 þúsund götubörn. Um nætur
sofa þau á gangstéttum eða undir
strætisvögnum. Á daginn bursta
þau skó vegfarenda, þvo bíla, selja
sælgæti eða stela. Hungrinu og
kuldanum halda þau frá sér með
því að sniffa lím. 50 lögreglumenn
hafa verið ákærðir fyrir að hafa
misþyrmt eða myrt götuböm.
18. júlí á síðasta ári ók blár
BMW-bíll upp að stóru gráu húsi
í Gvatemalaborg. Einn af íjórum
mönnum sem í bílnum voru stakk
höfðinu út um gluggann og hróp-
aði: „Við ætlum að skjóta Bruce
Harris, taka myndir af starfsfólk-
inu og skjóta það allt ásamt
börnunum.“ Mennirnir hleyptu síð-
an fjórum skotum úr byssum sín-
um, að byggingunni og hvítu skilti
með nafninu Casa Alianza.
9. ágúst sátu tvö götubörn,
Carlos Hernandez og vinur hans
sem kallaður var „Hesturinn“, á
Amatebrúnni, uppáhaldsstað
götubarnanna í Gvatemalaborg.
Allt í einu birtist hvítur bíll með
tveimur mönnum og ók framhjá.
Án viðvörunar skutu þeir úr byss-
um sínum í átt að börnunum. Car-
los Hernandez hlaut skotsár á
hægra læri, en „Hesturinn" slapp
ómeiddur.
Þetta er umhverfið sem Bruce
Harris, forstöðumaður Casa Al-
ianza, athvarfs götubarna í Gvate-
malaborg, starfar í. Bruce Harris
er Englendingur sem búið hefur í
Gvatemala í mörg ár og hefur
helgað sig starfinu fyrir götuböm.
Nýlega fluttist hann til Mexíkó
vegna líflátshótana dauðsveita, en
fer reglulega til Gvatemala til að
sinna starfi sínu þar. Laugardag-
inn 1. maí er Bruce Harris væntan-
legur til Islands í boði Islandsdeild-
ar Amnesty Intemational og
Barnaheilla og mun halda hér
nokkra fyrirlestra.
Brace Harris hafði fyrst sam-
band við mannréttindasamtökin
Amnesty Intemational vorið 1990
eftir að lögregla hafði misþyrmt
götudrengnum Nahamán Carm-
ona með þeim afleiðingum að hann
lést af áverkunum: Að morgni hins
4. mars það ár sátu Nahmán
Carmona og fleiri götubörn á götu-
horni í miðborginni og sniffuðu
lím. Nokkrir lögreglumenn komu
gangandi og sáu strax hvað börn-
in aðhöfðust. Nokkur þeirra kom-
ust undan en lögreglumennimir
náðu fjórum barnanna, þar á með-
al Nahamán Carmona. Þeir tóku
límið og byijuðu að klesa því í hár
barnanna. Nahamán brást illa við,
en var þá fleygt í götuna af lög-
reglumanni sem sparkaði nokkr-
um sinnum af miklum krafti í
maga hans. Hin bömin komust
undan og þorðu ekki að snúa aftur
fyrr en hálftíma seinna. Þá lá
Nahmán meðvitundarlaus á göt-
unni. Honum var ekið á spítala
þar sem kom í ljós að tveir fíngur
á hægri hendi og sex rifbein vora
brotin auk þess sem hann hafði
opin sár á höfði. Tíu dögum síðar
var hann látinn.
Islandsheimsókn Brace Harris
er hluti af samvinnu Amnesfy-
deildanna á Norðurlöndum, en Is-
landsdeildin hefur tekið höndum
saman við Bamaheill um að und-
irbúa komu hans hingað og skipu-
leggja dagskrá meðan á dvöl hans
stendur. Um miðjan dag 1. maí
verður Brace Harris á Café Sólon
Islandus við Bankastræti þar sem
hann mun ræða við og svara fyrir-
spumum kaffihúsagesta og að
kvöldi sunnudagsins 2. maí heldur
hann fyrirlestur í Odda, stofu 101,
sem einnig er öllum opinn. Hann
mun ræða um aðstæður götubarna
í Gvatemala og hvemig alþjóðleg-
ur þrýstingur getur orðið þeim að
liði, markmið og starf athvarfsins
Casa Alianza og hvað íslendingar
geta gert til hjálpar götubömum.
SIGURÐUR EINARSSON
framkvæmdastjóri íslandsdeildar
Amnesty intemational, Hafnar-
stræti 15 Reykjavík.
Jónasi Ragnarssyni svarað
Frá Borgthor S. Kjærnested:
Jónas Ragnarsson, formaður
Stýrimannafélags Islands, ritar 15.
apríl sl. nokkrar línur um útför
fannennskunnar á íslandi.
í grein sinni hælir Jónas DIS
sem allsheijar bjargvætti danskrar
farmannastéttar. Af því tilefni vil
ég fá að benda á eftirfarandi:
Allan þann tíma sem DIS hefur
verið til, frá 1989, hefur dönskum
tonnafjölda undir erlendum fána
Ijölgað hraðar en í DIS.
Með tilkomu nettó-launa dan-
skra farmanna sparaði útgerðin
sér um 30% af launakostnaði, þar
sem skattar voru þá tiltölulega
háir í Danmörku.
Með ijölgun skipa undir dönsk-
um fána í DIS 1989 fjölgaði að
sjálfsögðu einnig dönskum far-
mönnum. Sú fjölgun hélt áfram til
haustsins 1992. Síðan hefur dönsk-
Víkveiji
Með hækkandi sól lyftist brúnin
á mannfólkinu. Lundin léttist
og fólk hyggur gott til glóðarinnar
að komast í sumarfrí eftir langan
og strangan vetur. Það er óhætt
að segja að veturinn og skammdeg-
ið hefur reynst mörgum þungur í
skauti, enda hefur hann verið
óvenju umhleypingasamur og
hryssingslegur ef minnið svíkur
ekki. Vonandi verður sumarið gott
til að bæta upp veturinn. Góð ís-
lensk sumur eru óviðjafnanleg og
ekki eins fátíð og íslendingar vilja
vera láta. Það er lenska að kvarta
yfir veðrinu. Að mörgu leyti veldur
það því undrun hvað margir Islend-
ingar fara til útlanda á besta tíma
ársins hér heima í stað þess að
lengja sumarið með því að fara
þegar hausta tekur eða stytta vet-
um farmönnum um borð í DIS
farið fækkandi. Sl. mánuði hafa
útgerðarfélög í ríkara mæli en
áður skipt um áhafnir, sent danska
farmenn í land og tekið ódýra er-
lenda yfirmenn um borð í DlS-skip-
in í staðinn.
Samkvæmt 10 grein DlS-lag-
anna geta danskir útgerðarmenn
gert kjarasamninga við hvaða er-
lenda stéttarfélag sjómanna sem
er eða ráðningarsamning við hvaða
einstakling sem er í þessum heimi
á „heimalands kjöram“. Þetta þýð-
ir það að skip, sem era ekki sam-
keppnishæf með innlendri áhöfn á
nettólaunum, verða að skipta um
og ráða áhöfn frá láglaunasvæði
til að geta haldið áfram rekstri
skipsins í DIS.
I norska NIS sjáum við nú að
Filipseyingar, sem hafa um 1.000
US dollara/mán. verða að víkja
fyrir Kínveijum á lágmarkslaunum
skrifar
urinn með því að bregða sér af landi
brott þegar skammdegið er hvað
dimmast ef á annað borð efni og
ástæður leyfa.
x x x
að er fátt sem jafnast á við það
að ferðast um ísland sérstak-
lega ef maður er heppin með veður
og íslendingar margir hveijir gera
alltof lítið af því að kynnast land-
inu. Víkveiji lagði land undir fót í
fyrrasumar með tjald í farteskinu
og átti sérdeilis góða daga í glamp-
andi sól og hita fyrir norðan. Þegar
veðrið sýndi á sér hina hliðina var
fljótlegt að bregða sér inn á Eddu-
hótel eða í bændagistingu í svefn-
pokapláss á vel viðráðanlegu verði.
Raunar kom það Víkveija á óvart
hversu víða bændur eru famir að
ILO (alþjóðavinnumálastofnun SÞ)
sem era um 350 US dollara/mán.
Þetta sýnir að ekki er um nokkra
tryggingu á atvinnuöryggi danskra
farmanna í DIS.
Dansk Navigatorforening telur
að afnema beri rétt útgerðarfélaga
að ráða erlent láglaunafólk á skip-
in. Dönsk skip sem ekki era fær
um að heyja samkeppni með
danskri áhöfn á nettólaunum eiga
að fá að fara á hausinn. Við teljum
að dönsk farmennska geti aðeins
lifað af á grandvelli betri fram-
leiðni, rannsókna, hátækni, þekk-
ingu og miklum gæðum.
Að öðra leyti höfum við enga
skoðun á íslenskri umfjöllun þess-
ara mála.
BORGTHOR S. KJÆRNESTED,
framkvæmdastjóri Félags
danskra skipstjómarmanna.
bjóða upp á gistingu og hefur þar
orðið mikil breyting á fáum áram.
Annað sem vakti athygli var hversu
margir útlendingar voru á ferð um
landið. Það var bæði áberandi á
tjaldstæðum og út um þjóðvegina
og mjög margir þeirra ferðuðust
annað hvort fótgangandi eða á reið-
hjólum, fóru hægar yfir og kynnt-
ust landinu betur. íslendingar era
undantekningalítið á bílum, fara
mikinn og .virðast miklu fremur
vera að flýta sér milli staða en raun-
veralega njóta þess að kynnast
landinu. Svona kom þetta Víkveija
að minnsta kosti fyrir sjónir, en það
er auðvitað erfitt að alhæfa um
slíka hluti. Alla vega er full ástæða
til að hvetja sem flesta til ferðalaga
um Island í sumar og vonandi á
sumarið eftir að verða gott.