Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30- APRÍL 1993
45
Svar menntamálaráðherra við
opnu bréfi Gunnars Markóssonar
í bréfi þínu í Morgunblaðinu 27.
þ.m. hefur þú eftirfarandi eftir mér
frá umræðum á Alþingi: „Hafi
Hrafn Gunnlaugsson haft fé af Rík-
isútvarpinu með lagalega eða sið-
ferðilega vafasömum hætti, þá er
það að sjálfsögðu sök útvarpsins.“
Þetta sagði ég ekki en kem að því
síðar. Þessi ummæli segir þú hafa
glatt þig mjög, þar sem ykkur hjón-
in langar til Vancouver en skortir
farareyri. Því megi kippa í liðinn
með því að þú „skryppir eitthvert
föstudagskvöldið hérna niður í
Kaupfélagið og næðir þar „með
lagalega eða siðferðilega vafasöm-
um hætti“ í það fé sem á vantar“.
Og hvort ég myndi þá ekki hringja
fyrir þig í kaupfélagsstjórann og
sannfæra hann um að sökin væri
hans.
Við þessari beiðni þinni get ég
ekki orðið. Ástæðan er sú að hér
væri um þjófnað af þinni hálfu að
ræða og sökin þín en ekki kaupfé-
lagsstjórans.
Orð þau, sem þú hefur eftir mér
innan tilvitnunarmerkja, hef ég ekki
viðhaft.
Ég sagði þetta: „í allri þeirri
dæmalausu umræðu, sem orðið hef-
ur undanfarnar vikur er látið líta
svo út sem Hrafn Gunnlaugsson
hafi haft fé af Ríkisútvarpinu með
annaðhvort ólögmætum eða þá
ósiðlegum hætti. Fyrir fram trúi ég
því ekki, en ef svo verður talið, þá
hljóta yfirmenn Ríkisútvarpsins að
bera ábyrgð.“
Út úr þessum orðum mínum
verður ekkert snúið. Komið hefur
fram að gerður hafi verið samning-
ur milli Hrafns Gunnlaugssonar og
Ríkisútvarpsins um sýningarrétt á
kvikmynd hans, „Hin helgu vé“, en
það jafngildir ekki að fjármunir
hafi verið teknir ófrjálsri hendi.
Komist Ríkisendurskoðun að þeirri
niðurstöðu að Hrafni hafi verið
greiddar of háar fjárhæðir sam-
kvæmt þessum samningi, þá hlýtur
Ríkisútvarpið að bera á því ábyrgð.
Þessi voru mín orð. Áf þeim má
ekki ráða að ég sé líklegur til að
hringja fyrir þig í kaupfélagsstjór-
ann og koma sök á hann, ef þú
tekur fé úr kaupfélagskassanum.
Ef kaupfélagsstjórinn lætur þig
hins vegar fá farareyri, sem þú átt
ekki skilið, er líklegt að hann þurfi
að standa kaupfélagsstjórninni
reikningsskil gerða sinna. Hann ber
með öðrum ábyrgðina.
ÓLAFUR G. EINARSSON
Opið bréf til Þorgeirs
Þorgeirsonar rithöfundar
Frá Jens í Kaldalóni:
ÞAR SEM ég álít þig nú einn af
þeim úrvalsmeisturum í sögufræð-
um öllum, skáldskap og göfgi, þá
langar mig nú, þótt tæpum sendi-
bréfseiginleikum ég hafi úr að spila,
á við þína andagift og hæfileika,
að senda þér línu. Ég las þarna um
daginn eftir þig ágætan kafla í
Morgunblaðinu í þættinum „Bréf
til blaðsins", bréf til Birgis Sigurðs-
sonar rithöfundar: j þættinum segir
þú „vöflulaust". Ég hef heyrt að
vöfflur væru bakkelsi, og þyki, með
HEILRÆÐI
ÞEGAR FARJÐ ER YFIR GÖTU
ER ÖRUGGAST AÐ DRAGA BARNA-
VAGN EÐA KERRU EFTJR SÉR.
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
YELVAKANDI
ITILEFNI
REYKLAUSS DAGS
Ef þú tóbak alveg látið
ósnert getur,
lifirðu bæði
lengur og betur
Auðunn Bragi Sveinsson
TAPAÐ/FUNDIÐ
Myndavél tapaðist
MYNDAVÉL, Olympus AS-1
Super, verksm.nr. 1198854
(34), tapaðist frá Hávallagötu
36 í febrúar. María Ingvars-
dóttir tekur við upplýsingum
um myndavélina í síma
94-4947. Fundarlaun.
Hjól töpuðust
TVÖ hjól, annað er hvítt Trek-
hjól, en hitt rautt og svart af
gerðinni Pro Style, töpuðust frá
Bústaðavegi 49 fýrir röskum
hálfum mánuði. Finnandi vin-
samlega hafi samband í síma
32676.
GÆLUDYR
Týnd kisa
SVÖRT læða með hvítan blett
á bringu týndist sl. miðvikudag
frá Bárugötu. Svarar nafninu
Stjarna. Hún er ómerkt. Upp-
lýsingar í síma 626764.
Týndur köttur
GULUR fressköttur, geltur,
hvarf miðvikudaginn 21. þ.m.
fráNjálsgötu 102. Svararnafn-
inu Paco. Hann var með svarta
ól með merki í og eyrnamerkt-
ur. Upplýsingar í síma 19091.
AlúÖarþakkir flyt égfjölda einstaklinga víðsveg-
ar um land og félagasamtökum, sem sýndu
mér vináttu og hlýju viÖ 80 ára aldursmörkin
þann 18. mars sl. með góðum gjöfum, heilla-
skeytum, bréfum og ýmsum öörum hœtti.
MeÖ kœrri kveöju og bestu sumaróskum.
Akranesi, 22. apríl 1993.
Daníel Agústínusson.
þeyttum rjóma, sælgætismeðlæti
með kaffí.
Aftur á móti, þar sem þú talar
um þessar vöfflur í .sambandi við
hið fræga Gunnlaugssonar-mál,
hefði að mínum smekk átt að koma
„að hann hefði sagt þetta vöblu-
laust“, þ.e.a.s. að hann hefði ekki
verið að væblast neitt yfir því, en
ekki að vöfflast yfír því.
Ég er lengi búin að sjá þetta
„vöfflast" á prenti nú undanfarin
ár, en kann illa við það, því hitt
situr svo í minni mínu að átt sé við
orðið vöblulaust, því það var í mínu
ungdæmi kallað að væblast, þegar
maður var óákveðinn, og var að
væblast í einu og öðru. En ég er
líka löngu búinn að sjá það leiðin-
lega orðbrengl, að vöfflast yfir ein-
hveiju og eiga blessaðar vöfflumar
ekkert skilið að vera blandað í það
vöblustúss.
En svo er annað ekki síður óvið-
kunnanlegt þegar sagt er dróst
áfram. Finnst mönnum virkilega
smekklegt að segja: að draa sleð-
ann, þá sleppt er orðinu að draga
sleðann, og segja bara að draa
hann. Eða þetta dróst hjá honum
eða henni, en því ekki að segja
þetta drógst. Ég hélt að þetta væri
dregið af orðinu að draga, og g-ið
ætti því að fylgja með í þessu orði
í flestum föllum.
Ég er því ekkert hissa á því,
þótt Gunnlaugssonurinn kæmi
vöfflulaus til skjalanna og hefði sízt
farið að stássast með slíkt bakkelsi
í farteski sínu.
Með bestu kveðju,
JENS í KALDALÓNI
LEIÐRETTING
Nafn misritaðist
í gagnrýni eftir Braga Ásgeirs-
son í Morgunblaðinu síðastliðinn
þriðjudag misritaðist nafn listmál-
arans, sem um var (jallað. Hann
heitir Höskuldur Harri Gylfason og
var með sýningu í Listhúsi Úmbru.
Beðist er velvirðingar.
Misritun á bæjar-
nöfnum
í frétt í Morgunblaðinu í gær um
heimsókn sunnlenskra sauðfjár-
bænda í Snæfellsnes misrituðust
tvö bæjarnöfn en þau eru réttilega
Hjarðarfell í Miklaholtshreppi og
Berserkseyri í Eyrarsveit. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Tvær gerðir af
pizzum
í helgartilboðunum á neytendaopn-
unni í gær var frá því greint að
Ömmupizzur væru á tilboðsverði í
tveimur verslunum, og á mun lægra
verði í Bónus en í Nóatúni. Hið
rétta er að hér er um tvær ólíkar
pizzugerðir að ræða sem þó eru
framleiddar af sama aðilanum.
Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð-
ingar.
Veiðifélag Elliðavatns
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst
1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og
Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr
Sjálfsbjörgu, unglingar (12-16 ára) og elli-
lífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi feng-
ið afhent veiðileyfi án greiðslu.
Veiðfélag Elliðavatns.
Ltrra
Vinn ngstölur ,-------------
miðvikudaginn:! 28- aPrfl 1993
j VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
m63,6 0 17.363.000.-
[178 5 af 6 ICÆ+bónus 0 366.512,-
0 5af6 8 35.996,-
|0 4af6 262 1.748,-
|r« 3 af 6 ItAH+bónus 902 218,-
Heildarupphæð þessa viku
18.672.092,-
áisi.: 1.309.092,
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEO FTRIRVARA O'J PREHTVILLUR
Kjuklingar
á kostabobi
Velkomin í kjúklingakrœsingarnar okkar
Fjölskyldupakki fyrir 5.
10 kjúklingabitar, franskar,sósa og salat Verö 1990 kr
Athugið aðeins 398 kr á mann
Fjölskyldupakki fyrir 3.
6 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verb 1290 kr.
Pakki fyrir 1
2 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verb 490 kr
BL Hraórétta veitingastaóur
í hjarta borgarinnai
W Sími 16480
Þú getur bæöi tekiö matinn meö þér heim eöa boröaö hann á staðnum