Morgunblaðið - 30.04.1993, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
ÍÞRÚmR
FOLK
■ CHARLES Barkley verður kjör-
inn leikmaður ársins í NBA-deildinni
að máti sérfræðinga. Einungis er
tekið mið af frammistöðu leikmanna
í mótinu fyrir úrslita-
keppnina og verður
ekki á móti mælt að
Barkley á stóran
þátt í velgengni Pho-
Frá Gúnnarí
Valgeirssyni
i Bandaríkjunum
■ SHAQUILLE O’NenI er næsta
öruggur með að verða útnefndur
nýliði ársins.
H FJÓRIR þjálfarar eru taldir eiga
jafna möguleika á útnefningu sem
besti þjálfari ársins. Þeir eru Pat
Riley hjá New York, Paul Westp-
hal hjá Phoenix, George Karl hjá
Seattle og Rudy Tomjanovich hjá
Houston.
H MICHAEL Jordan er viss um
að Chicago og Cleveland komist
áfram og mætist í næstu umferð og
er viss um sigur Chicago. „Leikimir
fyrir úrslitakeppnina skipta engu.
Cleveland vann okkur sex sinnum
í röð 1988 til 1989, en við rúlluðum
liðinu upp í úrslitakeppninni og erum
með enn betra lið í ár.“
H „MAGIC" Johnson hefur verið
nefndur sem næsti þjálfari LA
Lakers, en hann segir að það hafi
' ekki verið rætt og félagið neitar
fréttum í þá veru.
H JOHNSON segist hvorki hafa
áhuga á að þjálfa né tíma til þess.
Hann segist eyða öllum tíma sínum
í undirbúning stofnun liðs í Toronto,
en gert er ráð fyrir að liðum verði
ijölgað í deildinni eftir tvö ár.
H RON Rothstein, þjálfari fyrrum
meistaraliðs Detroit Pistons hefur
verið rekinn frá félaginu. Ástæðan
fyrir því er að Pistons komst ekki í
úrslitakeppnina í fyrsta skipti í tíu ár.
IWI argir kunnir kappar, sem hafa
aldrei verið í sigurliðum í
NBA-deildinni, hugsa sér örugglega
■HHHHI gott til glóðarinnar.
Frá Leikmenn eins og
Gunnari Charles Barkley,
I/algeirssyni I Phoenix, Patrick
Bandaríkjunum Ewing New York,
eftir átta ára baráttu, Hakeem
Olajuwon, Houston og Clyde Drexl-
er, Portland, eftir níu ára baráttu,
sem vita að þetta gæti orðið síðasta
tækifæri þeirra til að hampa NBA-
titlinum.
Jordan erfiður
Stórstjömuslagur
BARÁTTAN um NBA-meistara-
titilinn hófst í nótt. Sextán lið
taka þátt í úrslitakeppninni og
verður fyrst barist á tveimur
vígstöðvum - í austur- og vest-
urdeildinni. Sigurvegararnir í
deildunum berjast sfðan til úr-
slita. Það verða margir stjörnu-
leikmenn í sviðsljósinu, eins og
Michael Jordan og félagar hjá
Chicago Bulls, sem hafa fagnað
sigri tvö sl. ár.
Flestir spekingar hér í Bandaríkj-
unum spá því að efstu liðin í deildar-
keppninni; New York Knicks og
Phoenix, komi til með að beijast um
titilinn eftirsótta, en það er þó ekki
hægt að afskrifa meistara síðustu
tveggja ára, Chicago Bulls. Það er
erfitt að leggja lið að velli sem hefur
Michael Jordan fremstan í flokki. í
vetur hefur verið mikið um meiðsli
hjá Chicago, en nú þegar úrslita-
keppnin er hafin eru allir leikmenn
liðsins heilir. Jordan hefur æft skot-
tækni sína sérstaklega - á daglegum
Leikmenn Portlands Terry Porter, Clyde Drexler, Burk Williams og Jorome Kersey.
einkaæfingum.
New York kom á mikilli siglingu
inn í úrslitakeppnina. Liðið vann
tólf af síðustu þrettán leikjum og
síðustu 20 heimaleikina. Vörn liðsins
er geysilega sterk, en leikmenn
verða að bæta- sóknarleikinn til að
standa uppi sigurvegarar í hinni
miklu rimmu sem framundan er.
Phoenix Suns vann aðeins fimm
af síðustu tíu deildarleikjum sínum.
Það hafði örugglega áhrif á leik liðs-
ins að það var búið að tryggja sér
öruggt sæti í úrslitakeppnipni fyrir
löngu síðan og þá var Charles Bar-
kley hvíldur, en hann átti við smá-
vægileg meiðsli að stríða. Aðaland-
stæðingur Phoenix í vesturdeildinni
er Houston, en liðið hefur verið nán-
ast ósigrandi að undanförnu.
Sektir og leikbönn
Forráðamenn NBA-deildarinnar
tilkynntu í gær, að hart verði tekið
á slagsmálum leikmanna í úrslita-
keppninni, en mikið hefur verið um
slagsmál síðustu átta vikurnar.
Sektir verða hækkaðar og leikmenn
sem lenda í slagsmálum fara sjálf-
krafa í tveggja til fímm leikja bann.
KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI NBA
Phoenix
San °
Antonio
Það lið sem verður á undan til að vinna þrjá leiki kemst
áfram. Liðin sem talin eru á undan leika fyrstu tvo leikina
heima, síðan tvo leiki úti og fimmta leik heima ef með þarf.
Pétur Guðmundsson lék með
þremur af úrslitaliðunum í
Vesturdeildinni, Portland, Los
Angeles Lakers og San Antonio
VESTU R D
Seattle •
Portland#
KYRRAHAFS-
REÐILL, 5 lið
Los Angeles Clippei
Urslitakeppni NBA- ★
deildarinnar í körfuknattleik
AUSTURDEILD *
lr §H|
^eveland
Indiana
VESTURDEILD
Phoenix - LA Lakers
Houston - LA Clippers
Seattle - Utah Jazz
San Antonio - Portland
6.
Utah
&
MIÐRIKJA
Los Angeles
Lakers
RIÐELL, 5 lið
Atlanta •
pwYork
ew Jersey
Charlotte
ATLANTS-
IHAFS-
RIÐILL, Tf
3 lið
IHHII.HW.
New York - Indiana
Chicago - Atlanta
Cleveland -NewJersey
Boston - Charlotte
eistarar^
1985: LALakers 1989; Detroit
1986: Boston ^1990: Detroit
1987: LALakers
1988: LALakers
1991: Chicago
1992: Chicago
Ikvöld
Handknattleikur:
FH og ÍR leika þriðja leik sinn
í undanúrslitunum uin ís-
landsmeistaratitilinn í Kapla-
krika kl. 20.
Knattspyrna:
Stjarnan og FH mætast í 8-
liða úrslitum Litlu-bikar-
keppninnar kl. 20.
KORFUKNATTLEIKUR / EM DRENGJA
Tap gegn Pólveijum
Islenska drengjalandsliðið í körfu-
knattleik náði ekki að fylgja
sigrinum gegn Búlgörum eftir og
tapaði í gær fyrir Pólveijum, 67:92,
í öðrum leik sínum í undanúrslitum
Evrópumótsins, í Panevezys í Lithá-
Knattspyrnufélagið
Fram 85 óra
Af því tilefni verður opið hús í Framheimil-
inu laugardaginn 1. maí frá kl. 15.00.
Framarar og velunnarar félagsins eru vel-
komnir og þiggja veitingar.
en. Pólska liðið náði strax 10 stiga
forskoti, en íslendingar náðu að
jafna um miðjan fyrri hálfeik 19:19
en Pólveijar höfðu yfir í hálfleik
30:43.
Pólveijar hafa á að skipa mjög
hávöxnum leikmönnum og gekk
íslendingunum illa að ráða við þá
í fráköstunum. íslenska liðið lék 3-2
svæðisvöm og pressaði á Pólveijana
af og til. Ekki gekk að leika maður
á mann vörn þar sem Pólveijar
voru svo stórir og sterkir að okka
menn réðu ekki við þá.
Stig fslands: Hegli Guðfinnsson 24, Arn-
þórBirgisson 12, Gunnar Einarsson 11, Ólaf-
ur Ormsson 9, Hafsteinn Lúðvíksson 4,
Ómar Sigmarsson 4 og Bergur Emilsson 3.
Islenska liðið leikur í dag gegn
Lithaen og síðasti leikurinn verður
gegn ísrael á sunnudag.
Jordan jafnaði met
Wilts Chamberiain
Michael Jordan jafnaði met Wilts Chamberlain er hann varð stigahæst-
ur í NBA-deildinni sjöunda árið í röð. Jordan skoraði að meðaltaii
32,8 stig í leik með Chicago Bulls.
Dennis Rodman hjá Detroit Pistons tók flest fráköst, eða að meðaltali
18,3 í leik, en hann var í sérflokki.
John Stockton hjá Utah Jazz átti flestar stoðsendingar, eða að meðal-
tali 12 í leik.
Akeem Olajuwon hjá Houston varði flest skot, eða alls 342.
Mark Price hjá Cleveland náði bestu nýtingu í vítaskotum, eða 94,8%
sem er óvenjulega lélegt hjá honum. Hann hafði ekki misnotað vítaskot
á heimavelli fyrr en í síðasta leiknum - þá misnotaði hann tvö vítaköst.
KNATTSPYRNA
Zambíumenn lík-
legir til afreka
- þrátt fyrir að átján af bestu knattspyrnu-
mönnum þeirri hafi farist í flugslysi
rátt fyrir að átján af bestu leik-
mönnum Zambíu hafi farist er
flugvél, sem flutti landslið Zambíu
til Senegal, fórst skömmu eftir flug-
tak í Gabon, eru Zambíumenn taldir
líklegir til að leika í heimsmeistara-
keppninni í Bandaríkjunum 1994.
Landslið Zambíu átti að leika í und-
ankeppni HM gegn Senegal á sunnu-
daginn. Þriðja landið í undanúrslita-
riðlinum er Marokkó. Sigurvegarinn
í riðlinum tryggir sér farseðilinn til
Bandaríkjanna.
Margir snjöllustu knattspyrnu-
menn Zambíu voru ekki með í ferð-
inni, eins og fyrirliðinn Kalusha
Bwalya, sem leikur með hollenska
meistaraliðinu PSV Eindhoven,
Charles Musonda, Anderlecht og Jo-
hnstone Bwalya, sem leikur með
svissneska félaginu FC Bulle.
Tveir aðrir leikmenn sem leika í
Belgíu voru heldur ekki með og einn-
ig leikmenn sem leika í Þýskalandi,
Túnis og S-Afríku. Alls voru ellefu
leikmenn, sem hafa leikið með lands-
liðinu, ekki með.
Zambía er einnig með í baráttunni
um komst í úrslit Afríkumeistara-
keppninnar.
ÚRSLIT
Íshokkí
Leikir í NHL-deildinni í fyrrinótt:
Montreal - Quebec.................6:2
■Montreal vann 4:2.
Islanders - Washington............5:3
■islanders vann 4:2.
Handknattleikur
■ Síðustu línumar duttu aftan af upplýs-
ingum um leik Selfoss og Vals í 1. deild
karla í handknattleik f blaðinu i gær. Þær
áttu að vera svona:
Geir Sveinsson tvö mörk.
Utan vallar: Fjórar mínútur.
Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar
Viðarsson dæmdu vel og höfðu ágæta stjórn
á leiknum.
Áhorfendur: 850