Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 48

Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 48
MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SlMI 631100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Hlutabréf Softis á 30-földu nafnverði Markaðsvirði bréf- anna milljarður kr. HLUTABRÉF í Softis hf., framleiðanda Louis-hugbúnaðarins, voru í byrjun vikunnar seld á 32-földu nafnverði og hafði gengið hækkað úr 28 frá því á föstudag. Á bak við þetta gengi voru tiitölulega lítil viðskipti og eingöngu milli einstaklinga. Kaupþing hefur hafið sölu á hlutabréfum sem óseld voru úr útboði frá því í lok siðasta árs og voru bréfin seld á 30-földu nafnverði í gær. Miðað við gengi hlutabréfanna í gær er markaðsverð þeirra 1.200 þúsund kr. hlutabréfa sem fyrirtækið ætlar að selja um 36 milljónir kr. Þessi sömu hlutabréf voru boðin hlut- höfum í hlutfalli við hlutafjáreign á 4-földu nafnverði í desember. Verð þeirra hefur hækkað á þessum tíma úr 4,8 í 36 milljónir kr. Heildarhlutafé í Softis hf. er 33 milljónir kr. að nafnverði. Miðað við gengi 30 er markaðsvirði þeirra nú tæpur milljarður. Bréfin voru seld á genginu 7 í byijun ársins og hefur markaðsvirði þeirra því hækkað úr 230 milljónum kr. í milljarð það sem af er þessu ári. Vonir um frekari hækkun Jóhann Pétur Malmquist, stjórnar- formaður Softis hf., sagðist ekki hafa slcýringar á þessari hækkun hlutabréfanna, aðrar en þær að menn hefðu trú á Louis-forritinu. Hann sagði að hann gerði sér vonir um að verðið ætti enn eftir að hækka. Jó- hann sagði að bréfin sem nú koma á markað væru seld á markaðsverði og sagðist hann bjartsýnn á að menn högnuðust á kaupunum. Veiðivötn á Landmannaafrétti í hættu Bleikjan þrengir að urriðastofnum BLEIKJA hefur tekið sér bólfestu í mörgum af bestu veiðivötnum ■Veiðivatna á Landmannaafrétti hin seinni ár. Henni fjölgar ört. Ein- ungis urriði hefur verið í Veiðivötnum um aldabil, en reýrislan sýn- ir að bleikjan á til að fjölga sér um of og verður urriðinn þá gjarn- an undir í baráttunni og hverfur, en eftir situr of stór stofn smárr- ar og lélegrar bleikju sem er til lítilla eða engra nytja. Sú þróun hefur orðið í nokkrum vötnum í næsta nágrenni Veiðivatna og má nefna Kirkjufellsvatn og Bjallavatn. Magnús Jóhannsson fiskifræð- ingur í útibúi Veiðimálastofnunar á Selfossi sagði í samtali við Morgun- blaðið að bleikja þessi væri komin í vötn sem tengdust af Vatnakvísl. Hún rennur vítt og breitt á milli vatna á þessum slóðum og endar í Tungnaá. Bleikjan er komin þaðan, upprunalega úr vötnum sem sleppt var í bleikjuseiðum á sjöunda ára- tugnum. Sum þeirra hafa frá- rennsli til Tungnaár þannig að bleikjan hefur átt greiða leið. Er komin bleikja í Snjóölduvatn, Nýja- vatn, Bréiðavatn, Eskivatn, Langa- vatn og Tjaldvatn svo einhver séu nefnd, en í umræddum hópi eru sum af þekktustu veiðivötnum svæðis- ins. Afskekktari vötn eins og Hraunsvötn hafa sloppið, svo og Fossvötnin litla og stóra, en úr þeim rennur Vatnakvíslin í nógu háum fossi svo að bleikjan kemst ekki upp fyrir. Bleikja er enn fremur komin 4 Skálavatn sem tengist ekki Vatna- kvísl og sagði Magnús að það væri hulin ráðgáta hvernig bleikjan rat- aði þangað. „Þetta eru fallegir fiskar enn sem komið er, en gallinn er sá að þeir veiðast lítið á stöng. Stangaveiði- menn geta því á engan hátt hjálpað til við grisjun. Bleikjunni fjölgar og gerðar hafa verið ráðstafanir til að fækka henni, t.d. var gert átak í Snjóölduvatni og gekk það vel. En hættan er fyrir hendi að það sæki í sama horfið. Það er vissulega möguleiki að farið geti fyrir sumum rþessara vatna eins og Bjallavatni og Kirkjufellsvatni, en allur urriði í þeim er horfinn en eftir eru bakka- full vötn af smábleikju", sagði Magnús. Við bætist að ekki er unnt að styrkja urriðastofninn með sleppingu seiða, því há tíðni nýma- veikismits hefur greinst í klakfiski í mörgum vatnanna. Morgunblaðið/Kristinn Leifum vetrar skolað burt STARFSMENN Reykjavíkurborgar eru nú í óða önn að þrífa borgina eftir veturinnt en slíkar vorhreingemingar em nauðsynlegar hjá þeim sem öðmm. Á gangstéttum er til dæmis sandur, sem þarf að skola burt. Þessum sandi var dreift til að gangandi vegfarendur ættu auð- veldara með að fóta sig í hálkunni. Hann er vonandi óþarfur nú. Verð minni bíla hækkar LÖG um vörugjald á bifreiðar taka gildi 1. júlí næstkomandi og verða þá lagðir á fjórir flokkar vörugjalda í stað innheimtu tolla. Vörugjaldið miðast við rúmtak vélar og að meðaltali verður 4% verð- hækkun á bílum með minnstu vélar- stærðir vegna vömgjaldsins, en bílar með stærstu vélamar lækka um 3% að meðaltali í verði. Sjá bls. C1 Könnun Hagfræöistofnunar á útgjöldum íslenskra ferðamanna í Evrópu 1992 Heildarútgjöld ferðamanna í okt.-des. nær 1.500 milljónir Sömu innkaup hérlendis hefðu getað aukið landsframleiðslu um 787 millj. kr. HEILDARÚTGJÖLD íslenskra ferðamanna erlendis sem komu með flugi frá Evrópu um Leifsstöð á tímabilinu 4. októ- ber til 8. desember á síðasta ári voru 1.464 milljónir króna. Þar af voru innkaup um 880 milljónir kr. Þetta eru niðurstöð- ur könnunar á útgjöldum íslenskraferðamanna erlendis sem Kristjana Blöndal og Oddný Þóra Óladóttir hafa unnið fyrir Hagfræðistofnun Háskóla íslands. Einnig var lagt mat á áhrif innkaupa íslenskra ferðamanna erlendis á íslenska hagkerfið og gáfu niðurstöður til kynna að ef innkaup hefðu átt sér stað hér á landi hefði landsframleiðsla aukist um 787 milljón- ir og atvinnutækifærum í verslun hefði fjölgað um 72 ársverk. Ferðakönnunin fór fram í Leifs- stöð á tímabilinu 4. okt. til 8. des. 1992 og náði til íslenskra ferða- manna sem komu til landsins með áætlunar- eða leiguflugi frá Evr- ópu. Náði hún til 1.071 einstakl- ings og hjóna og var svörun 79,5%. Flestir aðspurðra töldu verðlag erlendis lægra eða miklu lægra en hér á landi og rúmlega helming- ur taldi þjónustu í verslunum er- lendis sambærilega við þjónustu hérlendis. Það að auki voru flestir þátttakendur þeirrar skoðunar að vörugæði erlendis væru sambæri- leg vörugæðum hérlendis og að vöruúrval væri meira eða miklu meira erlendis en hér á landi. Dagleg útgjöld 13 þús. kr. á mann Fram kom í könnuninni að dag- leg útgjöld erlendis fyrir utan flug og gistingu voru að meðaltali tæp- lega 13 þús. krónur á mann. Inn- kaup á dag voru tæpar 8 þús. krónur og fóru 90% þeirra í fatn- að. Um 70% ferðamanna notuðu greiðslukort og að meðaltali var 38,3% af útgjöldum erlendis greidd með greiðslukorti. Talsverður munur var á inn- kaupum ferðamanna eftir því hvar þeir dvöldu. Innkaup meðal Bret- lands- og írlandsfara voru tæpar 11.500 kr. sem var næstum tvö- falt hærri upphæð en innkaup þeirra sem ferðuðust til megin- lands Evrópu. Tæplega 45% af heildarinnkaupum erlendis á tíma- bilinu voru gerð í innkaupaborgun- um þremur, Dyflinni, Edinborg og Newcastle. Athugun á skiptingu innkaupa eftir vöruflokkum sýndi hæst hlut- fall fata- og skóinnkaupa, eða 85,4%. Tiitölulega jafnt hlutfall innkaupa fór í leikföng og aðrar vörur, einkum skartgripi, hljóm- plötur, geisladiska, listmuni og bækur. Raftæki voru hins vegar innan við 2% af heildarinnkaupum. Litlar sem engar vaxta- breytingar á morgun LÍTILLA sem engra vaxta- breytinga er að vænta hjá inn- lánsstofnunum á morgun sam- kvæmt upplýsingum Búnaðar- banka, Landsbanka og íslands- banka. Verði teknar ákvarðan- ir um vaxtabreytingar, þurfa innlánsstofnanir að tilkynna þær ákvarðanir sínar í dag. Þeir Stefán Pálsson, banka- stjóri Búnaðarbankans og Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans sögðu í gær, að engar vaxtabreytingar yrðu á morgun í bönkunum. Valur Vals- son, bankastjóri íslandsbanka, sagði að ef um einhveijar vaxta- breytingar yrði að ræða hjá bank- anum yrðu þær sáralitlar, en endanleg ákvörðun þar um yrði ekki tekin fyrr en í dag. Verðhrun á gúrkum Fyrirhugað vörugjald VERÐ á íslenskum gúrkum hefur lækkað verulega upp á síðkastið samfara auknu framboði, en fram- boðið á gúrkum er nú í hámarki. Að sögn Pálma Haraldssonar framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna var algengt smá- söluverð um 300 kr. kílóið þegar fyrstu íslensku gúrkurnar komu á markað í vor, en verðið er nú komið talsvert niður fyrir 100 kr. kflóið. „Það er toppur í framleiðslunni núna og stendur hann í nokkra daga, og maður vonar bara að neytendur taki við sér og borði gott íslenskt grænmeti. Verðlækkunin er gífurieg. Eg vona bara að neytendur komi til móts við íslenska framleiðendur og kaupi góðar ódýrar vörur. Þetta sýn- ir að íslensk garðyrkja svarar strax auknu framboði og lætur neytendur njóta þess, en hér gildir einungis lög- málið um lægra verð samfara auknu framboði," sagði Pálmi. ------4-4-4-------

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.