Morgunblaðið - 05.05.1993, Side 32

Morgunblaðið - 05.05.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 Sigurlaug Hjartar- dottir fra Knarr- arhöfn - Minning Fædd 22. ágúst 1921 Dáin 23. apríl 1993 Lauga, eins og Sigurlaug Hjart- ardóttir var alltaf kölluð af vinum og vandamönnum, andaðist 23. apríl síðastliðinn. Hún var búin að þjást mikið undanfarna mánuði, svo að ég get ekki annað en verið sátt við að hún er nú laus úr viðjum mikilla veikinda, en mikið á ég eft- ir að sakna hennar. Sigurlaug Hjartardóttir, eins og hún hét fullu nafni, fæddist 22. ágúst 1921 í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu. Árið 1937 giftist hún Einari Álexanders- syni frá Skerðingsstöðum í sömu sveit. Þau stofnuðu fljótlega heimili í Skeijafirði og þar bjuggu þau í 15 ár í góða gamla þorpsfélaginu, uns þau fluttust í Stigahlíðina, þar sem heimili þeirra stóð æ síðan. Lauga og Einar eignuðust þijú böm, Magneu, gifta Bjama Kar- velssyni, þau eiga tvær dætur, Hörð Rúnar, kvæntan Sólveigu Valtýs- dóttur, þau eiga einnig tvær dætur og Erlu, sem gift var Aðalsteini Eyþórssyni og eiga þau einn son. 011 bömin hennar Laugu og fjöl- skyldur þeirra voru búsett í Reykja- vík og víst er að hún hafði allt fólk- ið sitt undir sínum verndarvæng meðan kraftar leyfðu. Og það var ekki í kot vísað að geta leitað til hennar. Um það getur undirritaður vitnað. Við vomm grannkonur í Skeijafirði einmitt á mínum fyrstu búskaparárum. Það má segja að ég hafí gengið í skóla til hennar hvað varðar allt húshald, svo sem að elda, baka, þrífa, sauma. Hvað sem var. Allt kunni Lauga og alltaf var hún boðin og búin að hjálpa við hin ýmsu tækifæri, jafnt þegar eitthvað bjátaði á og þegar meira þurfti að •hafa við. Hún var ein af þessum konum sem allt leikur í höndunum á. Henni fannst líka sjálfsagt að miðla öðrum og það er fallegur eig- inleiki. Okkar kunningsskapur hélst alla tíð. Ég og fjölskylda mín þökk- um fyrir að hafa átt hana að og sendum Einari og börnum þeirra innilegar samúðrkveðjur. Lauga dvaldist oft með hugann við æskustöðvarnar í Dölunum sem hún unni mjög. Nú þegar vorið „kemur hægt og hægt“, finnst mér hæfa að kveðja hana með erindi úr Vorinu góða hans Jóhannesar úr Kötlum: Það seytlar inn í hjarta mitt sem sólskin fagurhvítt, sem vöggukvæði erlunnar, svo undur fínt og blítt, sem blæilmur frá víðirunni, vorið grænt og hlýtt. Guðfinna Jensdóttir. Hún var fædd í Knarrarhöfn í Hvammssveit 22. ágúst 1921. For- eldrar hennar voru Hjörtur Guð- mundur Egilsson bóndi þar og eig- inkona hans Ingunn Ólafsdóttir. Sigurlaug varð þeirrar gæfu að- njótandi að alast upp í stórum systkinahópi, þar eð böm þeirra hjóna urðu 12 talsins. Það má því nærri geta að oft hefur verið glatt á hjalla á heimilinu, enda var Sigur- laug létt í lund og kunni að líta á björtu hliðarnar og sjá alltaf lífið frá þeim sjónarhóli. Henni var líka tamt að miðla öðrum af bjartsýni sinni. Að loknu venjulegu skólanámi og þar að auki námi í Húsmæðra- skólanum að Staðarfelli tók alvara lífsins við, því árið 1947 giftist Sig- urlaug eftirlifandi manni sínum, Einari Alexanderssyni frá Skerð- ingsstöðum í Hvammssveit. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Þau eru Magnea Laufey, fóstra, gift Bjarna Karvelssyni, börn þeirra eru Sigurlaug Birna og Hahna Kristín; Hörður Rúnar, aðal- bókari hjá íslenskum sjávarafurð- um hf., kvæntur Sólveigu Valtýs- dóttur, börn þeirra eru Hrönn og Helga; Erla, hjúkrunarfræðingur, sambýlismaður Sigurður Karl Linn- et, sonur hennar af fyrra hjóna- bandi heitir Einar. Sigurlaug og Einar bjuggu alla sína tíð hér fyrir sunnan, fyrstu 15 árin í Skeijafírði, síðan í Stigahlíð 22. Laugu minni, eins og ég kalla hana, kynntist ég fyrir 20 árum. Þá unnum við í Lindarbæ, en þar unnum við saman í 10 ár og áttum margar gleðistundir. Lauga var alltaf kát og hress og það geislaði af henni gleðin. Lauga var ráðskona þar en ég vann við þjónustustörf. Álltaf kom okkur vel saman og það var stór- kostlegt að vinna með henni. Hún var svo rösk og dugleg. Það var alltaf eins og við værum að leika okkur. Og alltaf hlökkuðum við til að fara í vinnuna. Lauga var mikil matargerðar- kona og auk þess að búa til mat í Lindarbæ var hún fengin til að búa til mat í veislur úti um allan bæ, við_ allskyns tækifæri. í sláturtíðinni á haustin fór Lauga á mörg heimilin og bjó til slátur. Mitt heimili var eitt af þeim og þá var nú mikil kátína og mikið hlegið, en gleðin var alltaf í fyrir- rúmi þar sem Lauga var. En þessi mikla hjartahlýja, gleði og óþijótandi dugnaður var það sem mest einkenndi Laugu mína. Aldrei gat hún sagt nei, hvemig svo sem stóð á hjá henni. Og gleymi ég aldrei þegar ég var að fara í stórt ferðalag fyrir rúmu ári og Lauga bjó mig út eins og væri ég dóttir hennar, en þannig kom hún alltaf fram við mig. Þá sem oftar komu fram listamannshendur henn- ar. Hún var stórkostleg saumakona. Aldrei mátti ég ræða um borgun við hana hvað sem hún gerði fyrir mig. Börnunum mínum reyndist hún líka yndislega góð og þau elskuðu Laugu sína. Lauga var sérdeilis hnyttin í svör- um og hef ég aldrei kynnst hennar líka í þeim efnum. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að reyna að segja allt það góða um þessa látnu vinkonu mína sem hún ætti skilið, en eitt er víst að kínverska spakmælið hans Kung Jóhanna G. Ellerts dóttir - Minning Mér er bæði ljúft og skylt að minnast kærrar vinkonu og sauma- klúbbssystur til margra ára, Jó- hönnu G. Ellertsdóttur, eða Hönnu í Vík eins og við kölluðum hana alltaf. Fædd og uppalin var hún á Lambastöðum í Saurbæ, einúm grösugasta og fegursta stað í Dala- sýslu. Eiginmaðurinn Finnbogi Olafsson er ættaður frá Hvamms- tanga, en nær öll sín samveruár bjuggju þau í Stykkishólmi, fyrst í Vík við Stykkishólm, og síðan á Tangagötu 4. Á þessum tveim stöð- um stóðu heimili þeirra, og eignuð- ust þau fjögur böm, sem öll eru myndar- og dugnaðarfólk. Hanna okkar dó inn í sumarið, þegar náttúran er að vakna af vetr- ardvala. Á hveijum degi bætast nýir tónar í fuglasinfóníu vorsins við Breiðafjörð. Við, sem nú kveðj- um kæra vinkonu, spyijum gjaman: „Af hveiju fékk hún ekki að lifa vorið og sumarið og njóta þess með manni sínum, bömum og bama- börnum?" Þannig spyijum við fávís- ar manneskjur. En öllum er okkur afmarkaður tími. Það eina sem við vitum með fullri vissu er að eitt sinn skal hver deyja. Samt kemur dauðinn okkur alltaf á óvart. Við erum aldrei tilbúin eða sátt við að vinir hverfí úr lífs- göngunni. Við hefðum viljað njóta samvistanna miklu lengur. En þeg- ar sjúkdómurinn er búinn að taka öll völd, er dauðinn lausn og veitir kærkomna hvíld frá þjáningunni. Fjársjúk var hún, er ég heim- sótti hana í síðasta sinn. Þó brá fyrir brosi, og hún gat gert að gamni sínu. Þá spurði hún um líðan annarra. Þannig fylgdist hún með vinum sínum fram á síðustu stundu. Börnin hennar, eiginmaður og systkini veittu henni allan þann stuðning og hjálp sem í mannlegu valdi stóð, og var hún umvafín kærleika og fyrirbænum allt til loka. Ekki má gleyma að hún naut góðrar hjúkrunar á St. Franciskus- sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Alltaf var jafn gott að hitta þau hjón. Gleðin yfir að taka á móti gestum og bera fram veitingar var þeim svo eðlislæg, að maður fann fyrir hlýju og gleði í hvert sinn er fundum bar saman. Við saumaklúbbssystur sögðum stundum að óhætt væri að borða á gólfínu hjá Hönnu, því að aldrei sást duft á neinu, allt var fágað og tandurhreint, hvenær sem komið var að Tangagötu 4. Þó var aldrei neinn asi á henni, verk sín vann hún hávaða- og fumlaust, velvirk á öll húsverk og hvers konar sauma- skapur lék í höndum hennar. Þá vann hún mörg ár hjá fyrirtæki Sigurðar Ágústssonar hf. á kaffí- stofu og við ræstingar og hélt þar öllu skínandi hreinu, eins og á sínu eigin heimili. Útför Hönnu var gerð frá Stykkishólmskirkju laugardag- inn 24. apríl sl. að viðstöddu miklu fjölmenni og í hinu fegursta veðri. Við saumaklúbbssystur þökkum Hönnu samfylgdina og óskum henni Guðsfriðar í nýjum heimkynnum. Eiginmanni, börnum, móður og systkinum vottum við innilega sam- úð. Góður Guð blessi minningu Hönnu frá Vík. Unnur Lára. Fu-tse á vel við: „Mikilmenni er sá sem ekki glatar bamshjarta sínu.“ Enda duldist engum, sem kynnt- ust þessari ágætu konu, að hún átti jafn gott með að ná sambandi við börn á sinn elskulega hátt og að ræða vandasöm mál við fullorðna af sinni einstöku smekkvísi, sama um hvað var rætt. Lauga var trúuð kona og tókst að halda í sína bamatrú, eins og fram kemur í spakmælum, enda vona ég að þetta erindi eftir S. Kr. Pétursson nái að bera til hennar mínar hugsanir sem munu fylgja henni alla tíð. Þegar ævirððull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinu megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Einar minn, ég sendi þér og fjöl- skyldu þinni mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Það er huggun harmi gegn að eiga minninguna um slíka konu. Sigrún Sigurðardóttir. Hún elsku amma Lauga er dáin. Við eigum erfitt með að trúa því að hún sé farin frá okkur og dvelj- ist núna hjá Guði. Það er skrítið þegar við komum núna niður í Stigahlíð að heyra ekki lengur saurpavélarniðinn og söng ömmu hljóma út úr saumaherberginu. Því að þar sat hún dögum saman við að sauma. Það var daglegt brauð hjá ömmu að þjóna og stjana í kringum aðra, hvort sem það var við saumaskap eða matargerð. Amma kunni allt og alltaf hafði hún ráð við öllu. Þegar við barnabörnin vorum lít- il fórum vð oft í pössun til ömmu og afa. Þar fengum við alltaf eitt- hvert góðgæti í munninn og oft lánaði ainma okkur töluboxin sín til að þræða tölur upp á band. Við hlökkuðum ætíð jafnmikið til að fara í mat til ömmu og afa á aðfangadagskvöld, því að þar beið okkar svo sannarlega mikil veisla. Maturinn hennar ömmu var til- hlökkunarefnið og síðast en ekki síst heimatilbúni jólaísinn hennar. Allur matur sem amma bjó til var hreinasta lostæti. Á hveiju sumri fórum við í sum- arbústað í Húsafell með ömmu og afa. Þar kenndi afi okkur að synda og á meðan bjó amma til pönnukök- ur og kakó sem hún gaf okkur svo þegar við komum til baka. Okkur er einnig ofarlega í huga „bjúdíbox- ið“ hennar ömmu sem hún tók allt- af með sér í ferðalög. í því var allt til alls hvort sem mann vantaði piástur eða skrúfjárn. Það var amma með í boxinu. Sá tími sem við dvöldum með þeim leið svo fljótt að við tókum varla eftir því og við vorum strax farin að hlakka til næsta sumars. Amma var mikið fyrir það að hafa allt í röð og reglu á heimilinu sínu. Hún vildi ganga að hlutunum vísum og þótt hún væri orðin sárlas- in gat hún alltaf sagt manni til hvar hlutirnir væru. Amma var mikil saumakona og voru flíkurnar sem hún saumaði eins og þær hefðu verið gerðar af meistarans höndum. Ef við fórum til hennar og töluðum við hana og sögðum að okkur langaði í nýjan kjól eða eitthvað annað var ekkert sjálfsagðara en sauma það í snar- hasti. Amma Lauga var alltaf í góðu skapi, hress og fjörug svo af henni geislaði gleðin og góðmennskan. Hún var svo ung í anda og alltaf mátti heyra söngva hljóma af vör- um hennar. Það voru ætíð allir vel- komnir í Stigahlíðina hvort sem það voru vinir okkar eða einhveijir aðr- ir. Það er erfitt að koma öllu í orð sem okkur langar að segja um ömmu Laugu og enn erfíðara að hugsa sér lífið án hennar. Hún sem gaf okkur svo mikið og studdi okk- ur alltaf í öllu sem við verðum. Elsku amma okkar var búin að vera svo mikið veik og það var mjög erfítt að horfa upp á hana svona veika. Þrátt fyrir að heilsu hennar hrakaði mikið var hún alltaf að reyna að vera jafn glöð og áð- ur. Hún lét okkur bamabömin aldr- ei vita annað en henni liði vel. Okk- ur fínnst sem Guð hafi tekið ömmu okkar alltof snemma burt frá okk- ur, en við vitum vel að henni líður vel hjá Guði og þá þarf hún ekki lengur að þjást. Minning ömmu mun alltaf lifa í hjörtum okkar og við munum aldrei gleyma því sem hún gaf okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku afí, Guð blessi þig og gefi þér styrk í sorg þinni. Sigurlaug Birna, Hrönn, Helga og Hanna Kristín. Mig langar að minnast elskulegrar tengdamóður minnar Sigurlaugar Hjartardóttur frá Knarrarhöfn í Hvammsveit í Dalasýslu. Lauga eins og hún var alltaf köll- uð átti fallegt og notalegt heimili ásamt eiginmanni sínum Einari Alex- anderssyni sem nú syrgir góða eigin- konu. Lauga bar umhyggju fyrir öll- um og vildi öllum svo vel og þeim sem henni kynntust var hlýtt til hennar, því að alltaf stóð faðmur hennar opinn. Þegar ég kom fyrst inn á heimilið til hennar fyrir 20 árum tók hún mér strax opnum örm- um og á milli okkar myndaðist strax góð vinátta sem hélst alla tíð. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór að kynnast henni var hversu ákveðin kona hún var og að hún vildi hafa allt í röð og reglu. Það virtu þetta allir og báru mikla virðingu fyrir henni. Lauga var mjög verklagin kona og var skipulögð í sínum verkum. Allt hennar handbragð var til fyrir- myndar og hef ég tamið mér margt af því við mína vinnu. Öll hennar vinna var við eldamennsku, þjónustu og saumaska!p bæði heima og á fjöl- mörgum vinnustöðum úti í bæ. Það eru ófáir sem notið hafa aðstoðar Laugu til dæmis I veislum stórum og smáum, nú eða fengið viðgerðar saumsprettur eða saumaða á sig heilu kjólana og kápurnar. Ánægðust var hún ef hún gat orðið öðrum að liði, en vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Við Lauga bjuggum í 8 ár í sömu blokk og var því stutt á milli okkar og nutum við báðar góðs af. Á fyrstu búskaparárum okkar Rúnars bað ég hana að hjálpa mér að taka fimm slátur. Hún sagði: Elsku Solla mín, þú tekur ekki 5 slátur, þú tekur 10-15 úr því að við förum í þetta á annað borð. Eða þegar ég bað hana að kenna mér að búa til kleinur var það sjálfsagt og áður en ég vissi af vorum við búna,r að steikja 500 klein- ur. Oft þegar ég hringdi til hennar að morgni og spurði frétta var hún búin að standa við eldavélina síðan snemma um morguninn og baka 200 pönnukökur því að hún átti að vera með kaffí í dag á einhveijum af þess- um mörgu vinnustöðum sem hún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.