Morgunblaðið - 14.05.1993, Page 39

Morgunblaðið - 14.05.1993, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAI 1993 IAM-fr IiUAag7r í©M- -æ 39 Inga Þórbjörg Sváv- arsdóttir — Minning Fædd 11. júní 1938 Dáin 9. maí 1993 Þér gefíð var allt, sem getur prýtt: gleðinnar bros og viðmót hlýtt, þó vekti þér sorg í sinni. Trú þín gaf þér í stríði styrk, stór og göfug og mikilvirk, og samboðin sálu þinni. (Dr. Sveinn E. Bjömsson) Þessar ljóðlínur minna mig á Ingu frænku mína, sem látin er eftir þungbær veikindi. Henni tókst ekki að vinna bug á þeim þrátt fyrir framfarir í læknavísindum, einstak- an viljastyrk og lífslöngun. Inga var fædd á Akureyri 11. júní 1938. Hún var dóttir Helgu Ingimarsdóttur, móðursystur minnar og Svavars Helgasonar verksmiðjustjóra í Smjörlíkisgerð Kaupfélags Eyfirðinga, sem látinn er fyrir mörgum árum. Inga ólst upp, ásamt tveim systrum sínum, Valborgu og Agnesi, á myndarlegu og fallegu heimili í Kaupvangs- stræti 25, sem nú nefnist Listagil. Ég minnist Ingu sem lítillar glað- legrar stelpu geislandi af lífsorku, atorkusamrar skátastúlku og mynd- arlegrar húsmóður í Vanabyggð 10 d, þar sem hún og eiginmaður henn- ar Guðmundur Þorsteinsson verk- stjóri hjá Slippstöðinni og organisti bjuggu lengst af. Þau eignuðust þtjá syni: Elstur er Ingimar sjúkra- þjálfari, hann er búsettur í Noregi ásamt Elínu Harðardóttur, frá Bol- ungarvík. Hún stundar nám í nær- ingarfræði við Óslóarháskóla. Þau eiga einn son, Loga, sem var sólar- geisli ömmu sinnar. Næstur er Ár- mann Helgi rafeindavirki. Unnusta hans er Elsa Guðmundsdóttir nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Yngstur er Svavar Þór, sambýlis- kona hans er Hildur Pétursdóttir, frá Bolungarvík. Þau stunda bæði nám í Háskóla Islands. Vinnudagur Ingu var aðallega innan heimilisins og við verslunar- störf á síðari árum. Sjaldan hef ég séð glaðari hjón en Ingu og Guð- mund er þau lögðu upp í ferð með karlakórnum Fóstbræðrum í söng- för til Kanada. Guðmundur var fenginn til að syngja með kómum og Inga „flaut með“, eins og hún komst að orði sjálf. Ferðarinnar nutu þau í ríkum mæli. Ingu frænku minni kynntist ég best þegar veikindin heijuðu á hana og hún dvaldist vikum saman á sjúkrahúsum hér í Reykjavík. Bjart- sýnin og vonbrigðin toguðust á, er beðið var nær daglega eftir fréttum af því hvað rannsóknir leiddu í ljós. Hún ræddi sjúkdóminn, krabba- meinið af einlægni, hvemig það þró- aðist og hvaða möguleikar virtust vera fyrir hendi, staðráðin í því að standast allar þrautir. Maður fór því ríkari frá henni og fullur aðdáun- ar. Hjá henni voru engar efasemdir um líf eftir dauðann og trúin á kraftaverkin leiddu hana áfram á erfiðum stundum. í veikindum sín- um naut hún einstakrar umönnuhar fjölskyldunnar allrar, sem umvafði hana kærleika og fylgdist með henni til hinsta dags. Með virðing og þökk kveð ég kæra frænku mína og votta fjöl- skyldu og vinum dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Bryndís Steinþórsdóttir Minning Sigríður S. Bjarklind Fædd 7. marz 1910 Dáinn 8. maí 1993 Elskuleg Sissí okkar er látin. Hún varð 83 ára gömul 7. mars sl., fædd 1910. Hún var vinkona okkar allra í fjölskyldunni og Húsavíkursystir mín og hefur verið það síðan 1932, er ég var 10 ára gömul og var svo heppin að vera boðin í sumardvöl til þessa góða fólks í Formannshúsi á Húsavík. Foreldrar hennar voru Sigurður S. Bjarklind og Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (Hulda). Auk Sissíar áttu þau synina Jón og Benedikt. Þetta var einstaklega elskuleg fjölskylda. Benedikt lést árið 1963. Á heimilinu voru einnig foreldrar Unnar, Guðný Halldórsdóttir og Benedikt Jónsson frá Auðnum í Laxárdal, tvær stúlkur sem sáu um húsverkin og Fúsi sem sá um kýrn- ar. Þetta fólk var allt svo gott við mig, að ég fæ það aldrei fullþakk- að. Þetta var sólskinssumar og mik- ið um að vera, mikill gestagangur - bæði næturgestir og aðrir sem áttu leið um og komu í mat og kaffi. Það var full þörf á að hafa tvær stúlkur. Sissi tók þátt í þessu öllu og stjórnaði heimilinu, því að móðir hennar var oft veik.þetta sumar. Þetta var heimili í þjóðbraut - menn- ingarheimili. Árið 1935 fluttist Bjarklindfjöl- skyldan til Reykjavíkur og settist að á Mímisvegi 4 og bjó þar fyrstu árin. Þangað var alltaf jafn gott að koma, í afmæli og jólaboð og hve- nær sem var þar fyrir utan. Fljót- lega eftir komuna til Reykjavíkur fékk Sissí vinnu á skrifstofu Álþing- is og starfaði þar fram yfir sjötugt. Oft voru vökunætur fyrir jólafrí þingmanna og fyrir þingslit á vorin. Þá lagði hún oft nótt við dag í vinn- unni. Sissí var mikil handavinnukona, saumaði t.d. mörg falleg veggteppi og hjálpaði mörgum konum að velja liti í teppi. Það lék allt í höndum hennar, hvort sem það handavinna eða matargerð. Sissí bjó í mörg ár á Austurbrún 4, í nágrenni við okk- ur og kom sem betur fer oft i heim- sókn til okkar. Það var svo notalegt að njóta tryggðarinnar sem hún sýndi okkur alla tíð og þá var sam- band hennar og Jóns bróður hennar og fjölskyldna hans mjög elskulegt. Hinn 27. nóvember 1990 veiktist Sissí og hefur legið á Borgarspítal- anum síðan þar til hún lést 8. mai sl. Hún kvartaði aldrei og þakkaði svo vel fyrir allt sem fyrir hana var gert. Það var hugsað mjög vel um hana. Þökk sé öllum þeim sem tóku þátt í því. Ég sé fyrir mér þá sem hafa tek- ið á móti henni eftir að hún skildi við héma megin. Það hefur verið góð heimkoma. Guð blessi Sissí okkar. Hafí hún þökk fyrir allt. Björg Jónsdóttir. í dag er til moldar borin Sigríður S. Bjarklind, en hún lézt á Borgar- spítalanum 8. maí sl. eftir langvinn veikindi. Hún fæddist á Húsavík 7. marz 1910, og var af merkum þingeysk- um ættum, einkadóttir hjónanna Unnar Benediktsdóttur frá Auðn- um, sem er betur þekkt undir nafn- inu Hulda skáldkona, og Sigurðar Sigfússonar Bjarklind, kaupfélags- stjóra þar, en auk Sigríðar áttu þau hjón tvo syni, Benedikt og Jón. Þótt Sigríðður væri ekki lang- skólagengin, þá var hún gagn- menntuð kona og vel að sér og mjög fjölhæf um margt. Hún dvald- ist um tíma bæði í Englandi og Danmörku, en lengst af bjó hún hér í Reykjavík og starfaði í fjöldamörg ár sem ritari á skrifstofu Alþingis. Ég var ung að árum, þegar kynni tókust með okkur Sigríði heima hjá móðursystur minni, þar sem hún var tíður gestur, enda þær miklar og góðar vinkonur, frá því að þær kynntust í Danmörku. Þegar ég eltist, var mér það sér- stakt tilhlökkunarefni að hitta Sig- ríði eða Sissý, eins og hún var oft- ast kölluð meðal vina og vanda- manna, þá er ég og foreldrar mínir fórum til móðursystur minnar um helgar og hátíðir, þótt fljótlega hafi Sissý einnig orðið aufúsugestur á heimili foreldra minna, því að það var alltaf svo fróðlegt og skemmti- legt að tala við hana og heyra hana segja frá mörgu, sem fyrir hafði borið á lífsleiðinni. Hún var svo margfróð um menn og málefni á Húsavík, auk þess sem hún hafði alltaf einhveijar ‘sögur á takteinum af því, sem hafði gerst innan veggja Alþingishússins fyrr og síðar, og þá kom í ljós, hversu ríkri kímni- gáfu hún var gædd. Hver fugl skal þreyta flugið móti sðl, að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englaböm. Og eins og bamið ris frá svefnsins sæng, eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng. Er tungan kennir töfra söngs og máls, 5 þá teygir hann sinn hvíta svanaháls. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar pðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Inga, móðursystir okkar, var dóttir hjónanna Helgu Ingimars- dóttur og Svavars Helgasonar á Akureyri. Hún var gift Guðmundi Þorsteinssyni og áttu þau þijá syni, Ingimar, Ármann Helga og Svavar Þór. Milli fjölskyldna okkar hefur alltaf verið mikill samgangur og því eigum við margs að minnast þegar leiðir skilja um stundarsakir. Við vitum að Inga frænka trúði því að jarðneskur dauði væri ekki endalok, heldur upphaf að öðru lífi, á tilverusviði sem okkur er hulið, en við viljum samt sem áður byggja trú okkar á. Þess vegna er það okkur huggun að nú hafi fijáls andi hennar fundið griðastað, ný verk að vinna og eitt- hvað til að gleðjast yfir. Reyndar er ákaflega auðvelt að sjá hana fyrir sér syngja fyrir lítil englaböm eins og fuglamir gera í kvæði Davíðs því að hún hafði af- skaplega gaman af börnum og var okkur öllum afar góð frá því að við munum fyrst eftir okkur. Við stelp- ‘umar höfum a.m.k. örugglega allar fengið saumuð og pijónuð dúkkuföt- á dúkkumar okkar í jólagjöf frá Ingu og hún hafði gaman af að greiða þeim og punta þær fyrir okk- ur. Fjölskyldur okkar hittust oft og ég hugsa að öllum séu minnisstæðar sameiginlegar ferðir okkar á sumrin þegar við vorum yngri og þau okkar sem em elst muna þegar við vomm í Bjarkalundi í Vaglaskógi, busluð- um í læknum og spiluðum krikket á grasflötinni. Síðan þetta var höfum við öll fullorðnast og ánetjast striti hvers- dagsins, en minningarnar um sam- heldna og góða fjölskyldu bernsk- unnar hafa gefíð okkur öllum gott veganesti. Með þeim minningum mun Inga alltaf lifa. Inga hafði ýmis áhugamál. Hún var gamall skáti og hafði gaman af ferðalögum, útivem og tónlist, auk þess sem hún var mikil handar- vinnukona og greip í kennslu i grunnskóla í forföllum. En þrátt fyrir öll áhugamálin átti fjölskyldan hug hennar og hjarta og þá ekki síst barnabarnið sem hún gladdist yfir síðastliðin ár. Við þökkum Ingu fyrir allar góðu minningarnar og biðjum Guð að geyma hana hjá sér og styrkja ömmu, Munda, Ingimar, Ármann, Svavar og fjölskyldur þeirra á erfið- um stundum. Systrabörn. Ég kynntist líka snemma, hver fagurkeri hún var í bókmenntum og listum, og hversu ákveðnar skoð- anir hún hafði á þeim sviðum sem öðmm. Heimili hennar bar smekk- vísi hennar og fegurðarskyni einnig ljósan vott, og hversu listfeng hún var, en á því sviði áttum við margt sameiginlegt. Hún var höfðingi heim að sækja og góður gestgjafi. Ég tel mig mjög lánsama og ríka að hafa fengi að kynnast Sigríði, enda er mikill lærdómur í því fólg- inn að kynnast fólki eins og henni. Hún var líka ákaflega vinholl og trygglynd þeim, sem hún kynntist. Því fengum við að kynnast, ég og foreldrar mínir. Kynslóðabil virtist heldur ekki fyrirfinnast, þar sem hún var annars vegar, enda var augljóst, að hún naut þess að hafa ungt fólk í kringum sig. Þegar ég nú kveð Sigríði Bjark- lind, er mér efst í huga þakklæti fyrir allar þær góðu stundir, sem við áttum saman, góða viðkynningu, trygga vináttu við mig og mína og allan þann fróðleik, sem hún miðl- aði mér og öðrum. Ég bið Guð að blessa henni heim- komuna og votta nánustu aðstand- endum samúð mína. Blessuð sé minning Sigríðar Bjarklind. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Kveðja frá starfsfólki Alþingis í dag er til moldar borin Sigríður Bjarklind er lést í Borgarspítalanum 8. maí sl. eftir langa og erfíða sjúkrahúslegu. Sigríður fæddist 7. mars 1910 og var því orðin 83ja ára er hún lést. Æskuheimili hennar var á Húsavík í Þingeyjarsýslu, en for- eldrar hennar voru Unnur og Sig- urður Bjarklind. Heimili hennar var mikið menningarheimili en móðir hennar var hin þjóðkunna skáldkona Hulda. Hún fluttist með foreldrum sinum til Reykjavíkur laust fyrir heims- styijöldina síðari og hóf störf í skrif- stofu Alþingis um það leyti. Starf- aði hún í skrifstofu Alþingis í meira en 40 ár með stuttum hléum. Þótt hún hafi látið af störfum fyrir allmörgum árum er hennar enn minnst með þökk og virðingu fyrir frábær störf og samviskusemi sem af bar. Svo er henni og þökkuð góð og ánægjuleg viðkynning. Sigríður giftist aldrei og eignaðist ekki börn, en lét sér alla tíð mjög annt um íjölskyldu bróður síns og sakna þau því vinar í stað. Kripalujóga Orka sem endist Eldri borgarar Síðasta númskeió fyrir sumarfrí. Kennt mónud. og fimmtud. kl. 10.30-11.30. Kennari Hulda G. Sigurðardóttir. Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). HÓPFERÐIR HÖFUM GÆÐA HÓPBIFREIÐAR FRÁ12TIL6S FARÞEGA jjli LEITIÐ UPPLÝSINGA H0PFERÐAMIÐST0ÐIN Bíldshöfða 2a, > ,::;1 sfmi 685055, Fax 674969 Enskunám í Englandi í boði fjölbreytt úrval námskeiða í hinum virta Bell School, sem staðsettur er víða i' Englandi. Upplýsingar veitir: Erla Aradóttir, 25 Stylemanroad, NR5 9ET, Norwich, Englandi. Simi 90-44-603-740-669. Málþing um gildi íþrótta íþróttanefnd ríkisins og menntamálaráóuneytið efna til málþings um gildi íþrótta laugardaginn 15. maí nk. í Holiday Inn, Reykjavík, kl. 13.00. Dagskrá Þingsetning: Ingi Björn Albertsson, formaður Iþrótta- nefndar rikisins. Ávörp flytja: • ÓlafurG. Einarsson, menntamálaráð- herra. • Ellert B. Schram, forseti ISI • Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitar- félaga. Erindi: Gildi iþrótta fyrir ungt fólk: Prófessor Þórólfur Þór- lindsson fjallar um niður- stöður úr könnun á við- horfum og þátttöku ungs fólks i íþróttum. Umrœöur - Kaffihlé Erindi: Endurskoðun íþróttalaga: Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins. Umrœóur - Önnur mál. Ráðstefnustjórar: Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi, og Lovísa Sigurðardóttir, Reykjavík. Gert er ráð fyrir að málþinginu Ijúki um kl. 16.30. Ollum er heimil þátttaka. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar j síma 609530. íþróttanefnd rikisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.