Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 Málefni aldraðra eftir Jón Sæmund Sigurjónsson Nú undanfarið hafa farið fram umræður um stöðu aldraðra í þjóð- félaginu, bæði hvað snertir eftir- laun, lífeyri og skipulagsmál þeim tengdum annars vegar og svo stofn- ana- og heimilisþjónustu aldraðra hins vegar. í nýlegri skýrslu um stöðu öldrunarmála til Alþingis er fjallað ítarlega um þessi mál, en stuðst er við upplýsingar úr henni hér á eftir. Þjónustusviðið Öldruðum fjölgar mest allra ald- urshópa í þjóðfélaginu. í árslok 1989 voru 70 ára og eldri 7,1% af þjóðinni. Til samanburðar má geta þess að þessi hópur var 5% þjóðar- innar 1950 og því er spáð að hann verði 11,6% árið 2020. Ljóst er einnig að háöldruðum mun fjölga jafnvel hraðar. Þetta er mikilvægt þegar haft er í huga að miðað við aldurshópinn 65-74 ára hafa 85 ára og eldri liðlega þrefalt auknar líkur á því að tapa sjálfs- bjargargetu og sjöfalt auknar líkur á að hafna á hjúkrunarheimili. Tölur um vistrými fyrir aldraða hér á landi sýna svo ekki verður um villst að fjöldi hjúkrunarrýma hér er talsvert meiri en viðmiðunar- tölur, bæði innlendar, gera ráð fyr- ir. Á þetta bæði við ef litið er á landið í heild og einstök umdæmi. ísland stendur því í fremstu röð hvað þennan þátt snertir. Þrátt fyrir þetta er mikið rætt um skort á hjúkrunarrými af ýms- um ástæðum. Ein ástæðan er sú að ekki hefur enn tekist að byggja upp öldrunarþjónustuna um allt land með þeim hætti að hún myndi eina samfellda þjónustukeðju. Ef t.d. heimaþjónusta er óviðunandi þá eykst þiýstingurinn á stofnana- þjónustu. Með sama hætti eykst eftirspurn eftir hjúkrunarrými ef annað rými á lægra þjónustustigi er af skornum skammti. Þannig má ætla að oft á tíðum séu einstakl- ingar vistaðir á röngum stað meðan aðrir sem helst þurfa á þjónustu- og hjúkrunarrými að halda bíða utan dyra. Þetta kallar á betri upp- byggingu og meiri samfellu í þjón- ustunni annars vegar og hins vegar á vandaðra vistunarmat. Á næstu árum þarf með enn markvissari hætti að byggja upp heimaþjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun um land allt. Vel skipulögð heimaþjónusta og stofn- anaþjónusta við hæfi tryggir sam- fellda þjónustukeðju á sviði öldrun- armála og er grunnur þess að aldr- aðir megi eiga áhyggjulaust ævi- kvöld. Ár aldraðra Lönd EB hafa gert árið 1993 a'ð ári aldraðra. Áhrifa þess gætir víða þannig að í öðrum löndum er efnt til ýmissa uppákoma af því tilefni. Stjómvöld annarra landa utan EB hafa hins vegar ekki séð ástæðu til sérstakra ráðstafana vegna þessa, þar eð EB hugði ekki að því að leita samstöðu annarra um þetta fyrirfram t.d. á vettvangi Samein- uðu þjóðanna eða á vegum Evrópu- ráðsins. Hins vegar hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lýst því yfir á Alþingi að öll ár á íslandi séu ár aldraðra. Hann skýrði frá því við það tækifæri hvað helst væri á döf- inni í þeim efnum. Á árinu 1992 vom tekin í notkun á annað hund- rað þjónustu- og hjúkmnarrými fýrir aldraða. Á því ári tókst í fyrsta skipti að uppfylla allar þarfir fyrir heimahjúkmn og hvíldarinnlagnir aldraðra á Reykjavíkursvæðinu og síðan var lagður gmndvöllur fyrir því að það verði áfram unnt á þessu ári. Þá er verið að undirbúa að hefja kennslu í öldrunarfræðum, bæði við læknadeild Háskóla íslands og einn- ig í framhaldsskólum. Þá hefur samstarfsnefnd aldraðra verið að kanna hvernig megi koma á alþjóð- lega viðurkenndum mælingum á þjónustuþörf innan stofnana líkt og komið hefur verið á um vistunar- mat. Árið 1993 verður fyrsta árið þar sem liggur fyrir mat á vistunar- þörf aldraðra í öllum kjördæmum landsins. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið mun beita sér fyrir því að tryggt verði að stofnanarými nýtist þeim sem mest þurfa á þeim að halda. Samstarfsnefnd Norðurlanda í öldrunarmálum þingar á íslandi í haust og mun það tækifæri verða notað til að boða til fundar með þeim aðilum sem vinna að öldrunar- málum hér á landi og þeim norrænu gestum sem hingað koma. Ýmis áhugaverð rannsóknarverkefni eru í gangi á þessu sviði svo sem sam- norræn rannsókn á högum 80 ára og eldri svo og samanburðarverk- efni fímm bæja á Norðurlöndum með 15-20 þús. íbúa þar sem Akur- eyri hefur verið valin fulltrúi Is- lands, en þar er einnig í gangi sér- stakt rannsóknarverkefni um sam- starf heimahjúkrunar og heima- þjónustu með stuðningi ráðuneytis- ins. Umræðan um eftirlaun og lífeyr- ismál hefur einnig verið sérstaklega lífleg á þessu ári, þannig að einnig frá þeim sjónarhóli hafa málefni aldraðra verið í brennidepli. Lífeyrismálin Tekjumöguleikar aldraðra síð- asta æviskeiðið byggjast fyrst og fremst á bótagreiðslum almanna- trygginga frá Tryggingastofnun ríkisins, sem greiðir ellilífeyri frá 67 ára aldri og ef svo ber undir margvíslegar bætur tengdar hon- um. Allar þessar bætur eru nú tekjutengdar, þannig að mögulegar Jón Sæmundur Sigurjónsson „Lang stærsti hluti tekna lífeyrissjóðanna fer í eignamyndun.“ atvinnutekjur, svo og lífeyristekjur að vissu marki, skerða bæturnar við ákveðið tekjumark. Eins og aðr- ar bætur almannatrygginga eru þessar bætur íjármagnaðar af fjár- lögum hvers árs. Því miður hefur ekki tekist að þróa samfellt kerfi lífeyrissjóða á Islandi, sem veitir öllum þegnum landsins sama rétt fyrir sömu greiðslur. Þó eru að lang stærstum hluta þeir menn í forstöðu fyrir flestum þeirra 90 lífeyrissjóða sem hvað ákafast kalla eftir jöfnum rétti og jöfnun kjara á öðrum vettvangi. Iðgjaldagreiðendur eru í viðjum stéttarfélaga sinna og hafa engin áhrif á það, hvort þeir lenda í slæm- um lífeyrissjóði eða góðum. Krafan um einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn hefur ekki fundið hljómgrunn á Alþingi. Undirritaður flutti frum- varp í tvígang á árunum 1989 og 1990 fyrir fijálsu vali iðgjaldagreið- enda milli lífeyrissjóða án þess að það fengi nauðsynlegar undirtektir. Á þessu þingi kom fram frumvarp og þingsályktunartillaga sama efnis og þá loks tók a.m.k. Morgunblaðið við sér og kallaði þau tímamótamál í leiðara. Því miður hefur Alþingi enn ekki sýnt nein viðbrögð við þessari góðu viðleitni. Lífeyrissjóðir dagsins í dag eru ekki fyrir lífeyrisþegar íslands i dag. Áðeins örsmár hluti tekna þeirra fer í að greiða lífeyri. Lang stærsti hluti tekna lífeyrissjóðanna fer í eignamyndun fyrir framtíðina. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna nema nú hátt í 200 milljarða króna. Helstu áhyggjur stjórnenda þeirra eru ekki lífeyrisþegar eða þeirra kjör, heldur hvort vaxtastigið sé nú nógu hátt, eða hvort íslenski hluta- bréfamarkaðurinn sé nógu vænleg- ur til íjárfestinga eða hvort ekki sé rétt að snúa sér alfarið að erlend- um áhættubréfum. Ef lífeyrissjóðir verða ekki helsta uppspretta fjármagnsflótta úr landi í framtíðinni, þá munu þeir festa fjármagn meira eða minna í íslensk- um hlutabréfum, sem erfitt verður að losa án vandræða fyrir atvinnu- lífið þegar þar að kemur. Alla vega munu lífeyrissjóðir í vaxandi mæli fjarlægjast hinn upprunalega til- gang sinn, því ekkert síður en í dag munu lífeyrisþegar framtíðarinnar verða algjört aukaatriði. Þetta er afleiðing þess að lífeyris- sjóðir fylgja auðsöfnunarreglunni, eins og gerist hér á landi, í stað þess að fylgja gegnumstreymisregl- unni eins og bætur almannatrygg- inga byggjast á. Með þeirri reglu mætti bæta hag lífeyrisþega stór- kostlega í dag, en lifeyrisþegar hvers tíma myndu þá njóta þeirra kjara sem þjóðin stæði undir hveiju sinni. Mismunandi réttur í mismunandi lífeyrissjóðum er því dapur veruleiki lífeyrisþegans og iðgjaldagreiðand- ans á Islandi í dag. Höfundur er formaður Tryggingaráðs. Hugleiðing um skila- boð og misskilning eftir Ragnheiði Stephensen Þjónusta eða stuðningur Þegar ný starfsemi eða breyting- ar á starfsemi fara fram þarf að finna ný orð og hugtök yfir starf- semina. Oft eru tekin orð og hug- tök sem notuð hafa verið og tengd annarri starfsemi og kalla því fram væntingar, hughrif sem ekki eru raunhæf í því sambandi sem þau eru notuð í nýja hlutverkinu. Ein- staka orð hljóta þau örlög að verða ofnotuð, notuð í tíma og ótíma, sem forskeyti, sem viðskeyti og sem nafnorð og sagnorð. I sambandi við aldraða og starf- semi tengda þeim hefur orðið þjón- usta verið eitt af þessum ofnotuðu orðum og valdið óraunhæfum væntingum. Þegar við heyrum orð- ið þjónusta kemur fyrst upp í hug- ann hótel, þau eru merkt með stjömum eftir því hve góða þjón- ustu þau veita. Þú ferð inn í versl- un, ef þú færð lélega þjónustu þá skiptir þú ekki aftur við sömu versl- un. Veitingastaður, þú sest inn og það fer eftir þjónustunni hvort þú kemur aftur. Þú kaupir þér þjón- ustuíbúð aldraðra en þjónustan er alls engin, alla vega ekki sú þjón- usta sem þú leggur í hugtakið þjón- usta. Stuðningsíbúð væri nær lagi að fyrirbærið héti sem á undanförn- um árum hefur þotið upp á mark- aðnum. Þú færð stuðning og aðstoð en ekki þjónustu. Ef þú kaupir stuðningsíbúð þá káupir þú hana með öðru hugarfari en þjónustu- íbúð, en í okkar huga táknar það sitt hvað. Oft hefði verið hægt að girða fyrir óþarfa vonbrigði og erf- iðleika ef réttnefni hefði verið notað yfir þessar íbúðir. Hótelgestir eða heimilisfólk Við sem störfum á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra verð- um oft áþreifanlega vör við mis- skilning í sambandi við orðið þjón- usta. Við hjúkrum heimilisfólkinu, önnumst það og veitum því stuðn- ing til sjálfbjargar allt eftir þörfum hvers og eins, en við þjónum því ekki. Að hluta til er þetta okkur sjálf- um að kenna því nú dugar ekki orðið hjúkrun, heldur er farið að tala um hjúkrunarþjónustu. Það að nota sömu hugtök á hóteli og á hjúkrunar- og dvalarheimili ýtir undir þennan rugling. Það er leitt að heyra heimilisfólk tala um lélega herbergisþjónustu og að starfsfólk- ið sé til að þjóna því eins og á hóteli. Það tekur oft langan tíma að leiðrétta þennan misskilning og rangar væntingar bæði hjá heim- ilisfólki og ættingjum þess. Og það sé hvorki af leti né illgimi sem við ætlumst til að heimilisfólk bjargi sér með þá hluti sem það er fært um að inna af hendi sjálft, allt frá því að klæða sig og til þess að geta þurrkað af í kringum sig. Það er oft fljótlegra fyrir starfsfólk að gera hlutina sjálft en að aðstoða heimilisfólk til framkvæmda, en um Ragnheiður Stephensen „A vinnustað mínum er starfrækt dagvistun eða dægradvöl eins og við nefnum þessa starf- semi. Við komumst að raun um að orðið dag- vistun orkaði fráhrind- andi á margt eldra fólk, tilhugsunin að fara í vistun og vera vistaður eins og um gæslu væri að ræða þótti ekki eftir- sóknarvert.“ leið erum við að draga úr færni viðkomandi í stað þess að stuðla að sjálfsbjörg. Trjáplöntur - runnar - sumarblóm Höfum opnað okkar árlegu sölu á trjáplöntum, runnum og sumarblómum. Úrval og verð aldrei hagstæðara. Sértilboð á einstökum tegundum í hverri viku. Verið velkomin! Garöyrkjustööin Grímsstaöir, Heiðmörk 52, Hveragerði. Opið frá kl. 9-21. Sendum plöntulista. Dagvistun eða dægradvöl Á vinnustað mínum er starfrækt dagvistun eða dægradvöl eins og við nefnum þessa starfsemi. Við komumst að raun um að orðið dagvistun orkaði fráhrindandi á margt eldra fólk, tilhugsunin að fara í vistun og vera vistaður eins og um gæslu væri að ræða þótti ekki eftirsóknarvert. Við breyttum því dagvistunarnafninu í dægra- dvöl, en dægradvöl táknar dægra- stytting eða sama og afþreying og skemmtun. Dægradvöl er mun já- kvæðara orð og tilgangurinn hjá mörgu því fólki sem dvelur hér í dægradvöl er að stytta daginn. Margir búa einir eða hjá ættingjum sem eru fjarri lungann úr deginum, uppteknir í vinnu eða skólum. Eflaust þykja þessar aðfinnslur mínar um orðfæri og hugtök vera sparðatíningur. En orð vega þungt og mér er minnisstætt hve heimilis- fólki á mínum vinnustað var mikið í mun að útrýma orðinu vistfólk og nota í stað þess heimilisfólk. Við búum hér og þetta er heimili okkar, því erum við heimilisfólk hér en ekki vistfólk. Höfum hugfast að hjúkrunar- og dvalarheimili er heimili og íbúar þess heimilisfólk sem nýtur hjúkr- unar, umönnunar og stuðnings bæði andlega og líkamlega eftir þörfum. Og öll starfsemi sem fram fer innan veggja heimilisins stend- ur heimilisfólki til boða eftir getu hvers og eins. Við starfsfólk ættum að einbeita okkur að því að nota þau orð sem raunverulega lýsa þeim störfum, starfsemi og mark- miðum sem um er að ræða og í boði eru. Notum ekki orð sem vekja óraunhæfar væntingar og vonir. Höfundur er lyúkrunarfnunkvæmdasljórí á Hrafnistu í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.