Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 KNATTSPYRNA Bandaríkjamaður tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í dag; John Harkes, miðvallarleikmaður hjá Sheffield Wednesday. Hann gerði einmitt mark liðsins er það tapaði úrslitaleik deildarbikarkeppninnar gegn Ars- enal á Wembley um daginn. Ian Wright, framherji Arsenal, von- + ast til að skora loks í stórleik í 'dag. Wright hefur gert 54 mörk i 77 leikjum með Arsenal, en aldrei í úrslitaleik. Þá hefur hann ekki náð að skora í neinum þeirra átta land- sleikja sem hann á að baki fyrir England. Knötturinn hefur tvisvar sprungið í bikarúrslitaleik á Wembley — árin 1946 og 1947. Arsenal leikur í dag í tólfta skipti til úrslita í bikarkeppninni. Ekkert lið hefur komist jafn oft í úrslit. Reglum verður breytt í Englandi frá og með næsta keppnistíma- bili þannig að nafn leikmanns skal ætíð skráð á bak keppnistreyju hans. Forskot verður tekið á þessu sælu í dag, og verða allir leikmennirnir á Wembley merktir á þennan hátt. i Htlit er fyrir gott veður í London \S í dag, þó ekki sé búist við sól- skini, þannig að úrslitaleikurinn fer eflaust fram við bestu ákjósanlegu aðstæður eins og svo oft áður. Bleiknað er með að enski lands- -íiJi* liðsmaðurinn David Hirst verði í framlínunni hjá Sheffield Wed- nesday í dag, en hann hefur verið meiddur undanfarið. Ekki er vitað hvort Mark Bright eða Paul War- hurst verða með honum í sókninni, en hugsanlega verður þeim öllum þremur 'stillt upp þar. Warhurst er varnarrhaður, sem settur var í sókn- ina eftir að Hirst meiddist og hefur gert 18 mörk í vetur. Steve Morrow, hetja Arsenal í úrslitaleik deildarbikarkeppn- innar gegn Sheff. Wednesday á Wembley um daginn, fær verðlauna- pening sinn fyrir þann sigur í dag. Hann slasaðist í fagnaðarlátunum ^eftir sigur Arsenal og var fluttur á sjúkrahús. Hann gengur upp þrepin að heiðursstúkunni og tekur við pen- ingi sínum 25 mín. áður en leikurinn hefst í dag. Leikmaður í treyju númer 9 hefur gert 50 af 178 mörkum í bikar- úrslitaleikjum, síðan treyjur leik- manna voru fyrst númeraðar fyrir sextíu árum — árið 1933. Innan vallar á Wembley í dag verða engir skoskir leikmenn, og verður íþað í fyrsta skipti síðan 1975 sem "slíkt gerist. Trevor Francis og George Graham verða í dag fyrstu fram- kvæmdastjórar bikarúrslitaliða sem fá verðlaunapeninga að leik loknum, eins og leikmenn. Þeir eiga að ganga upp þrepin frægu á eftir leikmönnum *pg ná í peningana. Tekst Arsenal að stöðva Waddle? ARSENAL og Sheffield Wed- nesday mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar ídag á Wembley. Ávallt er mikið í húf i þegar komið er í úrslit keppn- innar — en aðstæður eru jaf n- vel óvenju spennandi að þessu sinni, því það gerðist í vetur í fyrsta skipti að sömu lið mæt- ast í úrslitum bikarkeppninnar og deildarbikarkeppninnar. Arsenal ha'fði betur ífyrri viður- eigninni, og ætla leikmenn liðs- ins sér að sjálfsögðu sigur aft- ur nú, en leikmenn Wednesday ætla sér hins vegar ekki að þurfa að kyngja tapi aftur. Það er talið velta mikið á frammistöðu útherjans Chris Waddles hjá Sheffield Wednesday, hvort lið hans á möguleika á sigri. Waddle náði sér ekki á strik í fyrri leiknum, og þar með komst lið hans aldrei almennilega í gang. Waddle var kjörinn knattspyrnumaður árs- ins í Englandi á dögunum, af frétta- mönnum og bíða menn spenntir eftir frammistöðu hans í dag. Hvort hann nær að kóróna frábært keppn- istímabil með bikarmeistaratitli, eða hvort allt fer á sömu leið og síðast. Herbragð George Grahams, stjóra Arsenal, í úrslitaleik deildar- bikarkeppninnar, heppnaðist full- komnlega. Hann reyndi ekki að láta taka Waddle sérstaklega úr umferð heldur lét hann unglinginn Steve Morrow elta miðvallarleikmanninn John Sheridan hvert sem hann fór. Sheridan hefur verið mjög kraft- mikill á miðjunni hjá Wednesday, yerið iðinn að vinna knöttinn og látið Waddle síðan hafa hann. Þetta tókst liði Arsenal að stöðva í síð- asta úrslitaleik og Waddle var því nánast vængstífður vegna þess hve sjaldan hann fékk boltann. Bolta- laus skapaði hann ekki mikla hættu. Hetjan fjarri Morrow, sem auk þess að taka Sheridan algjörlega úr umferð gerði sigurmarkið á Wembley, er illa fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla sem hann hlaut í fagnaðar- látunum eftir þann Ieik. Pyrirliði Arsenal, Tony Adams, var með hann á háhest en missti strákinn, þannig að hann handleggsbrotnaði. Ekki var ljóst í gær hver kæmi í liðið í hans stað en líklegast er að það verði Daninn John Jensen — sem lítið hefur fengið að spreyta sig síðan hann kom til Arsenal sl. sumar, eða unglingurinn Ian Selley. Stuðningsmenn ArsenalíÖlveri Arsenal-klúbburinn gengst fyrir opnu húsi í veitingahúsinu Ölveri í Glæsibæ í dag, í tilefni bikarúrslita- leiksins í Englandi. Húsið verður opnað kl. 14, hálftíma fyrir leik. Knattspyrnumaður ársins Chris Waddle, leikmaður Wednesday, sem kjörinn var knattspyrnumaður ársins í Englandi á dögunum af blaðamönnum. Búist er við að það velti mikið á frammistöðu hans í dag hvort lið hans sigri. Venables rekinn en heldur starfinu Terry Venables, stjórnarmaður í enska knattspyrnufélaginu Tottenham og framkvæmdastjóri þar á bæ, var í gær rekinn frá félaginu — en síðar um daginn kvað dómari upp þann úrskurð að Venables skyldi settur í starfið á ný! Venables var á sínum tíma leík- maður Tottenham, síðar fram- kvæmdastjóri liðsins — keypti þá m.a. Guðna Bergsson — en hætti síðan að skipta sér af liðinu 'sjálfu og er nú einn eiganda, stjórnarmað- ur, og sér um rekstur fyrirtækis- ins, sem hann á 23% hlut 5. Það var stærstí hhithafmn, Alan Sugar — sem er forstjóri tölvufyrir- tækisins Amstrad — sem sá til þess að Venables var látinn fjúka. Sugar á 46% hlutafjár í Tottenham. Hópur stuðningsmanna Totten- ham safnaðist saman fyrir utan White Hart Lane, leikvang félags- ins, strax og fréttir bárust af brott- rekstri Venables. Kröfðust þeir að hann yrði um kyrrt en Sugar færi á brott. Nokkrir leikmanna Totten- ham tóku fréttunum einnig illa, og hótuðu að yfirgéfa féiagið ef Vena- bles kæmi ekki aftur til starfa. Siðdegis bárust svo þær fregnir að dómari héfði úrskurðað á þá leið að Venables skyldi settur í starfið á nýjan leik, og féllst þar með á rok hans að brottreksturinn hefði ekki verið ákveðinn með hagsmuni féiagsins að teiðarijósi. Nánar verður fjallað um málið fyr- ir dómi 25. maí. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Chicago óstöðvandi Charles Barkley með stórleikiyrir Phoenix gegn Spurs Chicago Bulls hefur leikið mjög vel í NBA-úrslitakeppninni og er eina liðið sem ekki hefur tapað leik það sem af er. í fyrrinótt sigraði Chicago lið Cleve- land örugglega 104:85 og hefur nú yfir 2:0. Næstu tveir leikir fara fram í Cleveland, en það lið sem fyrr vinnur fjóra kemst áfram. Frá Gunnarí Valgeirssyni i Bandaríkjunum Horace Grant var stigahæstur í liði meistaranna með 20 stig og Scottie Pippen kom næstur með 19 stig. Michael Jordan tilkynnti fyrir leik- irin að hann væri meiddur á úlnlið hægri handar og gæti því ekki beitt sér að fullu í leiknum. Hann gerði þó 18 stig en lék aðeins þrjá leik- hluta. Charles Barkley var í miklu stuði er Phoenix vann San Antonio Spurs 109:103. „Sir" Charles gerði 35 stig og tók 10 fráköst. Hann skor- aði úr 12 af 18 skottilraunum sín- um, en í fyrsta leik liðanna náði hann aðeins að nýta fimm af 21. Eftir þann leik fór hann á sérstaka skotæfingu aleinn og sú æfíng skil- aði sér í þessum leik. David Robin- son var að vanda stigahæstur í liði San Antonio með 27 stig. Phoenix er 2:0 yfir í einvíginu. Frá Bob Hennessy i Englandi FOLK ¦ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Englandsmeistara Manchester United, var í gær út- nefndur framkvæmdastjóri ársins. Hann er fyrsti stjór- inn sem stýrir liði til meistaratitils bæði í Skotlandi og Eng- landi. ¦ FERGUSON fékk ávísun upp á 5.000 pund (tæp 500 þúsund kr.) í viðurkenningarskyni, ásamt verð- launagrip. ¦ SIR Matt Busby, sem síðastur stýrði liði United til Englands- meistaratitils, árið 1967, var sá síð- asti úr herbúðum liðsins til að hljóta titilinn framkvæmdastjóri ársins. Það var 1968, eftir að liðið varð Evrópumeistari. M KEVIN Keegan, sem nú er við stjórnvölinn hjá Newcastle — sem sigraði í 1. deild með yfírburðum — var kjörinn framkvæmdastjóri árs- ins í 1. deild. ¦ TILKYNNT var í gær að nokkrir eldri leikmanna Leeds, sem varð enskur meistari í fyrra, séu til sölu. Það eru þeir Lee Chap- man, sem verið hefur markahæsti leikmaður Leeds síðustu þrjú keppnistímabil, varnarmarmaður- inn Chris Whyte og framherjinn Carl Shutt. Þeir eru allir komnir yfir' þrítugt. ¦ JAMIE Redknapp, 19 ára mið- vallarleikmaður sem lék mjög vel með Liverpool í vetur, hefur gert nýjan fjögurra ára samning við fé- lagið. Hann er í enska landsliðinu skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. Faðir hans, Harry Redknapp, er aðstoðar fram- kvæmdastjóri West Ham. H BRIANFlynn, stjóri Wrexham, ákvað í vikunni að leyfa gömlu jöxl- unum Jimmy Case, sem gerði frægan með Liverpool á sínum tíma, og Mickey Thomas, sem m.a. lék með Man. Utd., að fara frá félaginu án þess að krefjast greiðslu fyrir þá. UM HELGINA Golf Fyrsta stigamót ársins, bæði í karla og kvennaflokki, verður hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði um helgina. Leiknar verða 36 holur, með og án forgjafar. Golfmót sem frestað var 2. mat fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík á morgun, sunnudaginn 16. maí. Skráning er í dag frá kl. 16-21. Almenningshlaup Víðavangshlaup íslands fer fram á morg- un, sunnudag, og hefst kl. 14 við Hamar- svelli í Borgarnesi. Húsasmiðjuhlaupið verður í dag og hefst kl. 11 við Húsasmiðjuna í Hafharfirði. Skráning hefst kl. 8.30 á sama stað. Hægt er að velja milli þess að hlaupa 4 km, 10 km eða hálfmaraþon. Þátttökugjald er 1.000 krónur fyrir hálfmaraþon en 500 krónur fyrir hinar vegalengdirnar, nema hvað 14 ára og yngri greiða 300 krónur. Ptlukast Reykjavíkurmeistaramót í pílukasti, hið þriðja í röðinni, fer fram á morgun, sunnu- dag 16. maí, í matsal Stálsmiðjunnar við Mýrargötu. Keppni hefst kl. 12. Veggtennis íslandsmót í veggtennis (raquetball) hefst í Dansstúdíói Sóleyjar í dag. Þá fer fram keppni í undanriðlum í karlaflokki. Málþing um gildi íþrótta íþróttanefnd ríkisins og menntamála- ráðuneytið efna til málþings um gildi íþrótta í dag, laugardaginn 15. maí, á Holiday Inn kl. 13. Körfuskotkeppni Körfuskotkeppni verður haldin á Lækjar- torgi í dag á vegum Tommahamborgara. Keppnin hefst kl. 13 og er öllum heimil þátttaka. Að keppninni standa Tommaham- borgarar, Körfuknattleikssambandið og FM 95,7 en Austurbakki veitir verðlaun fyrir bestan árangur. Karialandsliðið mætir á staðinn og sýnir „götukörfubolta". Uppskeruhátíft KR Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar KR fyrir alla flokka verður á morgun, sunnudag 16. maf, kl. 14.00 í félagsmiðstöð- inni við Frostaskjól. Verðlaunaafhendingar og veítingar. Frjálsíþróttir Vormðt HSK, sem átti að vera á Varmár- velli í Mosfellsbæ í dag, hefur verið frest- að. Mótið verður á sama stað á þriðjudags- kvöld kl. 20. 4 í 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.