Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 Brúardalir Arnardalur, Alftadalur eftir Björn Ingvarsson Við erum stödd austan við Möðrudal á Fjöllum, framundan til suðurs liggur Kverkfjallaleið F98. Við erum á ieið inn í Arnar- dal en fyrst skulum við virða fyr- ir okkur nánasta umhverfi. Aust- an við okkur rís Möðrudalsfjall- garður jökulsorfinn og ávalur og lengra til suðurs Brattifjallgarður. Til suðurs opnast mikil háslétta, við sjáum svört hvassbrýnd fell eða kamba rísa úr sléttunni til suðvesturs, næst er Tindhóll síðan Kjólstaðahólar þá Lindhóli, kamb- ar þessir eru myndaðir í sprungu- gosi við lok síðustu ísaldar. Lengra til suðurs sést Eggertshnjúkur og enn fjær Arn- ardalsfjöll. Til vesturs er Fram- land vel gróið og fjær Kjalfell og norður af því löng keðja keilulaga hnjúka sem endar í Víðidalsfjöll- um. Ef við lítum á landabréfið sjáum við að þessi fjallakeðja myndar beina línu en hún er mynduð við sprungugos undir jökli á síðustu ísöld og er þetta móbergsmyndun. Svo er einnig um fleiri fjallshala á þessum slóð- um og hefur t.d. ein gossprungan legið þar sem nú eru Arnardals- fjöll, Eggertshnjúkur og Miklafell sem rís keilulaga rétt suðaustan við okkur úr sléttunni. En nú er mál að leggja af stað inn í Arnar- dal, leiðin er um 25 km löng og ágætlega fær, hér er sendið og þurrt, landið slétt og gróðurlítið. Rétt norðan við Eggertshnjúk er leiðin hálfnuð, Bæjaröxl í Bratta- fjallgarði er á vinstri hönd en eyðileg slétta er Grjót nefnist á hægri. Nú fer að bera á Dyngju- hálsi framundan en hann er um 5 km langur og liggur að Arnar- dal að austan, af honum er fag- urt að sjá yfir Arnardalslægðina. Slóðin liggur inn með Dyngjuhálsi áð austan og tengist Þríhyrnings- leið á móts við Ytramynni, en hún liggur niður að Brú á Efra Dal. Við höldum áfram inn með Dyngjuhálsi þar til kemur að litlu skilti við veginn sem á stendur Arnardalur. Margir sem hér eru ókunnugir aka hér framhjá án þess að staldra hér við og skoða Arnardal, og það er alveg þess virði að sveigja af leið til vesturs og athuga hvernig þessi dalur lít- ur út. Slóðin að Dyngju er aðeins um einn km að lengd, en Dyngja er nafn á eyðibýli sem er austast í Amardalslægðinni. Lítill ferða- mannakofi er á Dyngjuhólnum og rústir af gangnamannakofa frá 1944. Mannvistarleifar hafa fund- ist hér frá 12. öld, og virðist byggð hafa haldist í þrjár aldir, en þá sennilega lagst af eftir eldgosið mikla í Veiðivötnum 1477. Vatns- miklar lindir eru hér rétt hjá og eru þær skoðunar verðar. Arnar- dalurinn er grunnur en grösugur. Hann afmarkast af Dyngjuhálsi að austan, Arnardalsfjöllum að vestan, Álftadalsá að sunnan en norðurmörk eru óljós á móts við hákoll Dyngjuhálsins. Lengd dals- ins er rúmir 4 km en breidd gróð- urlendisins er um 1 km. Dalbotn- inn liggur í u.þ.b. 516 metra hæð sem er um 60 metrum hærra en Möðrudalur. Arnardalsfjöllin eru tvö og rísa svarblá úr marflatri sléttunni vestan dalsins. Á milfi þeirra er allbreitt skarð en um það fellur Arnardalsáin til norð- vesturs beina leið út í Jökulsá á Fjöllum á móts við Grafarlönd- austarL Arnardalsá fær vatn víða að, en Álftadalsá sameinast henni við Arnardalsfjöll og Þríhyrningsá rennur í hana skammt sunnan Dyngju, ein kvísl kemur úr Mynn- isfjallgarði og rennur suður með Dyngjuhálsi að vestan. Hún þorn- ar er líður á sumar. Mikið vatn kemur úr jörðu í Arnardal. Margar lindir eru rétt við Dyngjuhólinn og meðal annars þess vegna leggur ána yfirleitt ekki og heldur hún vel vatns- Ljósmynd/Björn Ingvarsson Horft af ytra Arnardalsfjalli vestur til Herðubreiðar, Arnardalsá í fprgrunni. Horft í austur af ytra Arnardalsfjalli yfir Arnardal. magni sínu jafnvel í miklum frost- um. Til að átta sig á margslungnu vatnakerfi Arnardalsins er útsýni einna best af ytra Arnardalsfjalli sem er 679 metra hátt. Til að komast að fjallinu þarf að krækja norður fyrir bugðu í Arnardals- ánni, en vestur af Dyngju er all- stór hólmi í ánni vel gróinn. Upp- ganga á fjallið er auðveld en brött. Fuglalíf er töluvert í dalnum, að vori má þar sjá álftir á hreiðri skammt? frá Dyngju og töluvert heiðagæsavarp er á bökkum ár- innar og á töngum og í hólmum. Sólskríkja verpir í grjóthleðslu í Dyngjuhólnum og ekki er ólíklegt að við sjáum þarna endur og jafn- vel lóma. Minkur hefur haldið til í dalnum og bendir það á að sil- ungur sé ekki langt undan, en ekki virðist minkurinn herja á fuglana. Norðaustur af Dyngju eru talsverðar freðmýrarústir og enn norðar dálítil tjörn undir hlíð- um Dyngjuhálsins. Hér er ánægjulegt að dvelja og margt að sjá en við höldum áfram ferð okkar og ökum aftur inn á Kverk- fjallaleið og sveigjum til suðurs. Á vinstri hönd í austurátt er Öskjufjallgarður, ávalur og gróð- urlítill en framundan til suðurs er mikið grjótflæmi sem heitir Álftadalsdyngja. Innan skamms komum við að lítilli á sem oftast er vel fær flestum bílum þetta er Þríhyrningsá sem rennur vestur úr Fremramynni, en hún á upptök sín í Þríhyrningsvatni. Á þessum slóðum tökum við eftir ljósum vik- ursköflum í dældum og brekkum, hér er á ferðinni vikur úr hinu fræga sprengigosi sem varð í Dyngjufjöllum á páskum árið 1875 og spúði ösku og eimyrju yfir stóran hluta Austurlands. Slóðin liggur nú meira til suðvest- urs og brátt erum við komin að Álftadalsá sem er ámóta vatns- fall og Þríhyrningsá. Álftadalur í raun er Álftadalur framhald af Arnardal og hefur í fyrstu sömu stefnu og Arnardalsáin í suðaust- ur. Dalurinn er um 20 km langur en hér við vaðið á Álftadalsánni sjáum við lítið af honum. Hér yst er hann þröngur og gróðurlítill og ekki tilkomumikill. Við höldum áfram eftir slóðinni í u.þ.b. einn km. Hér eru óljós vegamót og liggur slóð til suðurs sem við velj- um, en Kverkfjallaleið liggur til suðvesturs. Fljótlega hækkar landið og við ökum um grunnt gildrag sem heitir Vikradalur, inn af því eru Álftadalshæðir og nú fer útsýnið að aukast. Á vinstri hönd sér niður í Alftadalskrók sem er gróðurvin yst 5 dalnum þar sem hann víkkar og sveigir rneira til suðurs, framundan er Álftadals- fjall mikið og fagurt. Það rís aust- an dalsins snarbratt til vesturs með sterkgrænum gróðurtorfum í svörtum grunni og á hægri hönd er Álftadalsdyngja, forn jökulsorf- in eldstöð. Þegar komið er á móts við Álftadalsfjall er rétt að staldra við og ganga spölkorn fram á brúnir dalsins og virða hann betur fyrir sér. Undir fjallinu er dalbotn- inn sléttur og hér eru fallegar gróðurvinjár og votlendi sem virð- ist ennþá tilkomumeira vegna andstæðnanna í nánasta um- hverfi. Innst heita Álftadalsdrög, þar mun hafa verið leitarmanna- skýli fyrr á árum. Slóðin liggur áfram samsíða vesturbrúnum dalsins sem sveigir nú til suðvest- urs í stefnu á Fagradal en þangað er meiningin að halda í næsta áfanga. NÆSTA LAUGARDAG: Fagridalur, Grágæsadalur. Höfundur er áhugamaður utn útívist og ferðalög. Öfuguggi á króknum eftír Bjórn Th. Björnsson Það gerðist oft hér á árum áður meðan við spiluðum enn 78-snún- inga plötur að nálin tók sig skyndi- lega upp úr rillunni og lenti í allt öðrum takti, eða þá að hún skrens- aði þvert yfir'um síðuna með urgi og skemmdum. Nokkuð þessu líkt kom mér í hug þegar ég ias viðtal Súsönnu Svavarsdóttur við Kjartan Guðjónsson listmálara í Menningar- og listakálfi Morgunblaðsins síðast- liðinn laugardag, „Þegar ekkert fiskaðist". Nú er það svo um þann ágæta mann Kjartan Guðjónsson, að fáir hafa tekið skeleggar til orða í ís- lenzkri listumræðu en hann og löng- um hafa stórkarlalegir dómar hans, Stretsbuxur kr. 2.900 Mikio úrval af allskonar buxum Opio á lauqardöqum kl. 11 - 16 Q\JQ& Nýbýlaveqi 12, sími 44433. ekki sízt um listfræðinga, verið íðil- hressilegir. Ég þekki Kjartan víðar að en úr blöðunum: við vorum skóla- bræður í gegnum gagnfræða- og menntaskóla, þar sem hann var skopteiknari okkar engum jafn, við höfum kennt saman í MHÍ í ára- tugi, svo að ég hef langa reynslu af þeim snarpa og hreinskiptna dreng. En nú gerist það um hann sem stundum vill verða um orðstóra menn, að grammófónsnál skynsem- innar skoppar hreinlega upp úr rill- unni og ekkert heyrist í músíkinni nema hávaði og rutl. Með þessum orðum á ég ekki við slíka erkivitleysu og þegar hann spyr: „Hver uppgötvaði til dæmis Kjarval? Ekki voru það listfræðing- arnir, heldur tók alþýðan hann upp á sína arma í fyllingu tímans." Þessu 'er nefnilega þveröfugt farið. Danskir gagnrýnendur, listfróðir, lofuðu hverja sýningu hans eftir aðra í Kaupmannahöfn á árum hans þar, töluðu um „undrahijóm efnis og lttar" sem geri málverk hans að „fagurri og skáldlegri sýn". En þegar hann kemur heim með sömu verk fá þau hina smánarlegustu útreið, vekja „viðbjóð og and- styggð", og einhver beztu verk hans, svo sem Jónsmessunótt, eru kölluð „skrípalæti" í blöðum. Þar var annarsvegar um að ræða list- fræðinga sem sáu verk hans í tjósi alþjóðlegrar listar, hinsvegar alls ófróða menn hér heima. „Uppgötv- unin" var ekki meiri en svo, að eig- inkona hans varð að flýja með börn þeirra til Danmerkur sakir fátæktar hans og skilningsskorts á list hans hér heima. Þannig stendur þessi sagnfræði Kjartans algerlega á haus. Önnur dellan sem upp úr honum vellur er heldur ekki tilefni þessara orða, en má þó nefna upp á sann- leiksgildið. „Það er einkenni á Iist- fræðingum að hirða ekkert um sög- una, sem er þó eina menntunin sem þeir hafa," segir hann. Súsanna Svavarsdóttir segist hafa heyrt að Kjartan sé „alltaf með kjaftinn upp í raftinn", sem er alveg ágætt, nema þegar þeir nota hávaðann til ógrundaðs þvættings. Hirða list- fræðingar ekkert um söguna? Allar bækur Selmu heitinnar Jónsdóttur eru sögulegar listrannsóknir, Dómsdagurinn í Flatatungu, Saga Maríumyndar, Lýsingar í Stjórnar- handriti; Bera Nordal hefur unnið að rannsóknum Hardenberg-lög- bókarinnar og birt. um þær niður- stöður; hvað sjálfan mig snertir er obbinn af mínum ritum listsögulegs eðlis, en yngri listfræðingar hafa hver af öðrum gefið sig við sögu- legri könnun, Aðalsteinn, Hrafn- hildur, Júlíana og aðrir fleiri. Fyrr má nú kríta liðugt en að ljúga þann- ig að þjóðinni um heila stétt manna, enda þótt hún sé í munni Kjartans samansett af hinu hrakíegasta fólki. . En þá kem ég að því í samtalinu sem mér fannst út yfir taka í skiln- ingi - og að mínu viti algeru skiln- ingsleysi - í orðum hans. Það var sameiginlegt og óbifanlegt álit okk- ar sem störfuðum að eða rituðum Björn Th. Björnsson „ Við stóðum f ast á þeirri skoðun að epli Cézannes eða kartöflur van Goghs gætu verið - og væru - meiri lista- verk en heilar ávaxta- eða blómakörfur eftir lakari menn." um myndlist upp úr miðbiki þessar- ar aldar, að myndverk bæri að meta af listrænum gæðum þess en ekki af fyrirmyndinni" sem það sýndi. Við vorum allir sem einn andvígir þeirri natúralisku skoðun að myndverk væri þeim mun merki- legra sem það sýndi „frægari" eða „stórbrotnari hlut", t.d. að málverk af Öræfajökli hlyti að vera merki- legra listaverk en mynd af ein- hverri „ómerkari" mishæð náttúr- unnar. Við stóðum fast á þeirri skoðun að epli Cézannes eða kart- öflur van Goghs gætu verið - og væru - meiri listaverk en heilar ávaxta- eða blómakörfur eftir lak- ari menn. Með öðrum orðum: að listaverk helgast ekki af mótífinu, heldur listmætinu sem í túlkun þess væri lögð. En nú gerist sá ótrúlegi umsnún- ingur í viðhorfum Kjartans (sé það ekki hugsunarlaust blaður), að „mótífíð" helgi verkið, og af því mynd sé a/þessu en ekki hinu beri listasafni að kaupa hana. Orðrétt segir hann: „Ég hef lengi málað og teiknað vinnandi fólk og það er dálítið hlægilegt að Listasafn Al- þýðu á ekki eitt einasta verk eftir mig." í þessum orðum tekur út yfir allt sem ég hélt að listamaður léti nokkurntíma út úr sér. Samkvæmt þessu hefði safnið ekkert að gera við bláa servantinn hans Þorvalds, Hallmundarhraun Jóns Stefánsson- ar, Fjallamjólk Kjarvals eða upp- stillingu Nínu, svo dæmi séu tekin. Það ætti bara að meta „mótífið", ekki listina. Því miður hefur Lista- safn ASÍ aldrei fengi neitt fé til kaupa, en auk sinna gjafamynda fær það verk á leigukjörum hjá listamönnum á þær hundrað vinnu- staðasýningar sem það heldur á ári. „Unga fólkið lærir spillinguna af okkur sem eldri erum," segir Kjartan. Vonandi lærir sarrit enginn af þeirri spillingu vits og sanndæm- is sem viðtal þetta hafði að geyma. Höfundur er listfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.