Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR ,15- MAÍ 1993 Sigmjón Sigtryggs- son - Minning Fæddur 2. júlí 1916 Dáinn 10. maí 1993 Siguijón Sigtryggsson fræðimað- ur á Siglufirði lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 10. maí síð- astliðinn. Útför hans verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag. Siguijón gekkst undir mikla að- gerð í síðastliðnum mánuði sem þótti takast mjög vel og batahorfur voru góðar. En annað sjúkdómsáfall kom í kjölfarið sem ekki varð við ráðið. Fræðimaðurinn hafði á orði við mig nokkrum dögum fyrir áfallið, að nú ætti hann aðeins eftir eins mánaðar vinnu við að raða saman handriti sínu að Æviskrám Siglfirðinga til setningar og útgáfuundirbúnings. Hugur hans var mjög bundinn þessu verki, sem til stóð að gefa út á næstu misserum. í mörg ár hafði hann set- ið iðnum stundum í sínu litla vinnu- herbergi á Suðurgötu 39 á Siglufirði og rakið ættir og feril Siglfirðinga fyrr og síðar. Vandvirkni og skipu- lögð vinnubrögð gera það auðvelt að taka aftur upp þráðinn frá Siguijóni og reka smiðshöggið á hans metnað- arfulla verk. Siguijón fæddist á Hæringsstöð- um í Svarfaðardal 2. júlí 1916. For- eldrar hans voru Sigtryggur Davíðs- son, húsmaður víða í Svarfaðardal og sjómaður, síðast á Dalvík, f. 22. júlí 1887 í Hjaltadal í Fnjóskadal, d. 25. mars 1922, og kona hans Sig- ríður Jóhannesdóttir, f. 2. okt. 1886 á Göngustöðum í Svarfaðardal, d. 31. ágúst 1972. Sigtryggur var lengst af sjómaður og hneigðist nokkuð til fræðimennsku og rit- starfa, en öll handrit hans glötuðust er hann fórst með m/k Talisman. Siguijón hefur líkast til erft fróð- leiksfýsnina úr föðurættinni. Foreldrar Sigtryggs voru Davíð Davíðsson, bóndi í Hjaltadal, og kona hans, Guðrún Kristín Sigurðardóttir. Sigríður giftist aftur eftir lát Sig- tryggs, Helga Jónssyni, verkamanni í Ólafsfirði. Foreldrar Sigríðar voru Jón Jóhannes Sigurðsson, bóndi í Göngustaðakoti og Hæringsstöðum, og konu hans Jónína Jónsdóttir. Al- systkini Siguijóns voru: 1. Sigrún, f. 2. ágúst 1913 á Skeiði í Svarfaðar- dal, húsfreyja í Ólafsfirði og síðar á Akureyri. Maður hennar var Bergþór Kristinn Guðleifur Guðmundsson, t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG ANNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR Ijósmóðir frá Vorsabæjarhjáleigu, lést miðvikudaginn 12. maí sl. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingimar Ottósson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hilmar Fr. Guðjónsson, Katrín Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Þ. Jónsdóttir. t GUÐRÚN INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Asparvík, Austurbrún 6, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum 13. maf. Systkinin. Hjartkær móðir okkar, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Hátúni 4, Reykjavík, lést í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, 13. maí. Sigurður Kr. Óskarsson, Nanna Óskarsdóttir, Jórunn Óskarsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, PETREA JÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis í Grænugötu 12, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt 14. maí. Elsa Jónsdóttir, Marfa Jónsdóttir, Níels Jónsson, Jóhanna Helga Jónsdóttir og fjölskyldur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför föður okkar, BERGSVEINS LONG, Hriseyjargötu 1, Akureyri. Einar Long, Kristrún Bergsveinsdóttir, Guðbjörg Bergsveinsdóttir og fjölskyldur þeirra. vélstjóri. Þau eignuðust sex böm. 2. Helga, f. 29. sept. 1919 á Hrísum í Svarfaðardal, d. 25. júní 1924. Hálfsystur Siguijóns voru: 3. Ingi- björg Friðrika, f. 27. nóv. 1930 í Olafsfirði, húsfreyja á Jarðbrú í Svarfaðardal. Maður hennar var Halldór Jónsson, bóndi og oddviti á Jarðbrú. Þau eignuðust sex börn. 4. Rósa Steinunn, f. 27. nóv. 1930 í Ólafsfirði, húsfreyja í Keflavík. Mað- ur hennar er Hörður Guðmundsson, rakarameistari. Þau eiga fjórar dæt- ur. '> Siguijón ólst upp á ýmsum bæjum í Svarfaðardal. Fyrstu fímmtán ár ævinnar hafði hann átt heimili á þrettán stöðum í þeirri sveit, síðustu þijú árin í Sauðaneskoti á Upsa- strönd. Móðir hans giftist 1. janúar 1931, séinni manni sínum, Helga Jónssjmi, sem sest hafði að í Ólafs- firði. Þangað flutti Siguijón vorið 1932 og þar stundaði hann sjó- mennsku allt til ársins 1945 að hann flutti til Siglufjarðar. Þar starfaði hann að neta- og veiðafæragerð næstu tvo áratugi, síðar var hann verkamaður í fiskvinnslu á Siglufirði. Siguijón kvæntist 1. júní 1948 hinni ágætustu konu, Kristbjörgu Ásgeirsdóttur, f. 23. des. 1915 á Brimbergi við Seyðisfjörð. Hún er dóttir Ásgeirs Kristjáns Guðmunds- sonar, útvegsbónda á Landamóti við Seyðisfjörð, og konu hans, Jónu Bjömsdóttur. Hjónaband þeirra hef- ur verið ástsælt. Heimili þeirra var í einu minnsta og elsta húsi Siglu- fjarðar. Þó svo að ekki væru húsa- kynnin stór var auðfundið er komið var þar í heimsókn að húsráðendur höfðu stórt hjarta. Samferðafólk mitt þangað var þar á einu máli. Böm Siguijóns og Kristbjargar em þijú: 1. Sigríður, f. 8. júní 1949 á Siglufirði, húsfreyja á Siglufirði. Maður hennar er Reynir Gunnarsson, vörubifreiðarstjóri, og eiga þau þijú börn og áður átti Sigríður einn son. 2. Sigtryggur, f. 4. júlí 1950 á Siglu- firði, verkamaður á Siglufirði. 3. Jó- hanna, f. 29. okt. 1951 á Siglufírði, húsfreyja á Seyðisfírði. Maður henn- ar er Jón Grétar Vigfússon, sjómað- ur. Þau eiga eina dóttur. Fræðistörf urðu fyrirferðarmikil hjá Siguijóni á hans efri ámm. Þjóð- legur fróðleikur var hans áhugasvið. Þau hémð sem höfðu fóstrað hann, Svarfaðardalur, Ólafsfjörður og Siglufjörður fengu mesta athygli hans, svo og Skagafjörður, sem hann rakti ættir sínar til. Fyrstu ritverk hans sem birtust á prenti vom grein- ar í Skagfírskum æviskrám, sem hann var síðan lengi viðloðandi. Greinar skrifaði hann einnig í Súlur og Sögu og var í ritstjórn Siglfírð- ingabókar og birti þar greinar. Fyrsta sjálfstæða ritið sem Siguijón sendi frá sér var þó tengt sjómannsá- ram hans í Ólafsfírði, Sjóferðaminn- ingar Sigurpáls Steinþórssonar, út- gefíð 1981. Á árinu 1986 gaf Sögu- steinn út stórvirki hans, Frá Hvannd- ölum til Úlfsdala, þættir úr sögu Hvanneyrarhrepps, þriggja binda verk. Þar var sögð saga einhverrar afskekktustu og harðbýlustu sveitar landsins. Þetta verk er einstakt sinnar tegundar, ekki fyrir það eitt að höfundurinn er „ómenntaður" al- þýðufræðimaður, heldur kóm hér fram ritverk, þar sem samhliða ætt- Minning Halla Jónsdóttir Fædd 18. ágúst 1898 Dáin 8. maí 1993 Gömul kona er gengin á vit feðra sinna. Enginn héraðsbrestur verður við slíka fregn, sérstaklega ekki þegar heilsan hefur verið bág til margra ára og engum gat vafíst hugur um að lausnin var fólgiri í því að fá að sofna svefninum langa. Halla Jónsdóttir var fædd á Kirkjulæk í Fljótshlíð 18. ágúst 1898 og var því tæpra 95 ára er hún kvaddi þennan heim. Hún unni alla tíð sinni fögm sveit og fór þangað eins oft og hún hafði tæki- færi til. Hún var fyrsta bam Jóns Bjömssonar, bónda í Bollakoti í Fljótshlíð, og Svanhildar Sveins- dóttur, en þeirra leiðir lágu ekki saman og ólst Halla upp að mestu hjá föður sínum, sem var tvígiftur. Þar eignaðist hún sjö hálfsystkin, þá Júlíus og Helga af fyrra hjóna- bandi föður síns og í því síðara fæddust þau Ragnar, Sigurlaug, Þorbjöm, Hreiðar og Þómnn. Eina hálfsystur, Guðrúnu Gísladóttur, átti hún frá móður sinni líka. Halla átti sinn stóra þátt í því að koma Bollakotssystkinunum á legg, enda fannst henni alla tíð hún eiga tölu- Sérfræðingar i blómaskroyliiiguin vió öll lækilau'i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 vert í þeim, sem hún og átti. Systk- inin em öll á lífí nema Júlíus, sem lést á síðasta ári. Halla hleypti heimdraganum um tvítugsaldurinn og hóf að vinna fyrir sér, fyrst I heimasveitinni og í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík, þar sem hún bjó meiri hluta ævi sinnar. Hún starfaði eink- anlega við hússtörf, inni á heimil- um, og var einstakt hve fólk sem hún hafði unnið hjá var henni tryggt, sumt alla ævi, enda má full- yrða að tryggara hjú hafi vart ver- ið hægt að fínna. Um árabil var hún á heimili Steingríms J. Þor- steinssonar prófessors og tók þá að sér aukalega þrif í Háskóla Is- lands. Hélt hún því starfí fram á níræðisaldur. Lund Höllu gat verið létt og af- skaplega þótti henni gaman að rök- ræða við fólk um hin ólíklegustu mál. Var hún víða heima og kunni mörg lög og kvæði. Hún unni böm- um og naut þess að sjá ungviðið í fjölskyldunni vaxa úr grasi. Trúmál vom henni hugleikin og engum bókum unni hún meira en Vídalíns- postillu og Passíusálmunum sem hún tekur með sér í kistuna. Frí- kirkjan var hennar kirkja og þeir vom ekki margir sunnudagarnir sem hana vantaði þar í marga ára- tugi svo að hennar var saknað þá sjaldan hana vantaði. Við emm þess fullviss að heim- koma Höllu hefur verið góð og J FLÍSAR :4i ll! m [l-LJ'i» Stórhöfða 17, við GuIIinbrú, sími 67 48 44 rakningum er gerð grein fyrir lífs- hlaupi allra íbúa eins héraðs, á löng- um tíma, jafnt alþýðufólks sem emb- ættismanna. Þessi tilraun þótti heppnast vel, enda voru ritdómar samhljóða í lofi sínu um verkið. Ekki hefur síðan verið gerð tilraun til að vinna sambærilegt verk um annað hérað. Svarfaðardalur var Siguijóni hug- leikinn, enda var hann fóstraður þar. Kynni sín af Svarfdælingum og öðm frændfólki sinu endurnýjaði Siguijón er hann tók saman niðjatal Sigurðar Jónssonar bóndi í Hreiðarsstaðakoti í Svarfaðardal og konu hans Stein- unnar Jónsdóttur; kom ritið út hjá Sögusteini í tveimur bindum árið 1988. Eftir því sem fleiri sigrar vom unnir í fræðimennskunni gerðust verkefni Siguijóns metnaðarfyllri og umfangsmeiri. Hann setti sér að rita æviskrár allra Ólafsfírðinga og Sigl- fírðinga. Hann kom sér niður á vinnuaðferð við skráninguna, sem engin fyrirmynd var að. Þessum verkefnum helgaði hann sig síðustu fímm árin en hafði áður lagt að þeim gmnn. í byijun þessa árs bað Sigur- jón undirritaðan að koma norður tl að meta stöðu verksins með sér. Með mér í för var Ólafur Haukur Símon- arson sem ætlaði að skoða með hon- um efni I sögulegt frásagnarverk- efni. Áttum við notalegan tíma með þeim hjónum, og mikil bjartsýni ríkti um framvindu mála. Farið var að hilla undir lokaundirbúning útgáf- unnar þegar kallið kom svo öllum að óvömm . Siguijón vildi sínum sveitum og sveitungum vel. Áður en langt um líður fá þeir að njóta þess verks sem hann ætlaði þeim. Míns góða vinar minnist ég með þökk og aðdáun. Þótt hann sé nú horfinn yfír móðuna miklu, mun hans um langan tíma verða minnst af verkum sínum. Kristbjörgu og bömum hans þrem- ur sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Jónsson. treystum því að hún sé laus við ellibelginn, sem farinn var að hijá hana svo mjög. Þakkir eru hér færð- ar hinu góða starfsfólki dvalarheim- ilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli, sem sýndi henni frábæra natni og um- hyggju þau ár sem hún dvaldist þar, svo og á Kumbaravogi þar sem hún dvaldi síðustu þijá mánuðina. Við þökkum Höllu góða sam- fylgd. Ásdís og fjölskylda. Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá geng- in, vélrituð og með góðu línu- bili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.