Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAI 1993 27 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Komið var við í Hlaðhömrum, dvalarheimili aldraðra í Mosfellsbæ. Frá vinstri talið séra Jón Þorsteinsson sóknarprestur, Helga Magnúsdóttir frá Blikastöðum, Ásdís Hauksdóttir forstöðukona dvalarheimilisins, herra Ólafur Skúlason biskup, Steinunn Júlíusdóttir, séra Bragi Friðriksson prófastur, Þengill Oddsson bæjarfulltrúi og Björn Ástmundsson formaður sóknarnefndar. Biskup vísiteraði Mosféllsprestakall BISKUPINN yfir íslandi herra Ólafur Skúlason vísiteraði fyrir skömmu kirkju og söfnuð í MosfellsprestakalIi.Var biskup þijá daga á ferð um sóknina og heimsótti skóla og stofnanir. Prédikaði biskup í tveimur hátíðarmessum sem voru í tilefni vísitasíunnar í Mofells og Lágafellskirlgu. orgelsmiðurinn hefur komið sér Meðal stofnana sem biskup heimsótti má nefna vistheimilin i Víðinesi, Hlaðgerðarkoti, Tjaldanesi, Skálatúni og Reykja- lund þar sem einnig var messað og flutti biskup þar prédikun og blessun. Þá heimsótti hann Gagnfræðaskóla Mosfellssveitar, Varmárskóla og dvalarheimili aldraðra í Mosfellsbæ. Ennfrem- ur var komið við í gamla fjósinu að Blikastöðum þar sem Björg- vin Tómasson eini fullmenntaði upp orgelsmiðju. I fylgd með biskupi var séra Bragi Friðriksson prófastur Kjal- amesprófastsdæmis. Af hálfu fylgdarmanna fylgdu sóknar- presturinn séra Jón Þorsteins- son, Sigrún Ásgeirsdóttir safn- aðarfulltrúi, Jóhann S. Bjömsson framkvæmdastjóri sóknamefnd- ar, Bjöm Ástmundsson formaður sóknarnefndar, Svanhildur Þor- kelsdóttir gjaldkeri sóknamefnd- ar og Sigurður Hreiðar Hreiðars- son sóknarnefndarmaður. Vísit- asíunni lauk með kaffísamsæti í Hlégarði að lokinni messu í Lágafellskirkju. Þar færði for- maður sóknarnefndar Björn Ást- mundsson biskupshjónunum gjöf til minningar um heimsóknina í Mosfellsbæ, leirmynd eftir Stein- unni Marteinsdóttur í Hulduhól- um. Prófastshjónunum færði hann leirvasa eftir Steinunni. Biskup þakkaði góðar gjafir og móttökur allar. Fór hann góðum orðum um stofnanir og mannlíf í sókninni og lauk máli sínu með því að biðja einstaklingum og stofnunum blessunar. ■ DREGIÐ var í Pampers- lukkuleiknum síðasta vetrardag sem Íslensk-ameríska efndi til á vormánuðum í samvinnu við Bif- reiðaumboðið Heklu og Út- varpsstöðina Bylgjuna. Aðal- vinningurinn bifreið af tegundinni Mitsubishi Lancer kom í hlaut Bryiyu Pálsdóttur, Stórholti 21, Húsavík. Myndin var tekin þegar Brynja veitti bifreiðinni viðtöku í húsakynnum Heklu hf.^Með henni á myndinni eru Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri íslensk-amer- íska hf. og Stefán Sandholt sölu- stjóri Heklu hf. (Fréttatilkynning) Góður árangur Is- lands á „Nordia ’93“ Laugarhóli. ÍSLENDINGAR tóku þátt í norrænu frímerkjasýningunni „Nordia ’93“ í Helsingfors í Finnlandi, sem lauk sunnudaginn 9. maí. Umboðsmaður sýningarinnar var Ólafur Elíasson verk- fræðingur. Dómarar héðan á sýningunni voru þeir Sigurður R. Pétursson forstjóri og Hálfdán Helgason tækniteiknari. íslendingar hlutu þarna tvö silfruð brons, tvö silfur, tvö stór silfur og eitt stórt gyllt silfur, eða vermeil, eins og það er nefnt á tæknimáli. Þá hlaut íslenskt efni í eigu erlendra manna eitt gyllt silfur og eitt stórt gyllt silfur og einnig tvö stór silfur. Auk þeirra sem sýndu í sam- keppni, sýndi íslenska Póstmála- stofnunin í opinberum flokki safn frímerkja frá 1973. Þá sýndi Jón Aðalsteinn Jónsson safn sitt af tví- litum dönskum merkjum frá 1870- 1905 og fékk stórt silfur fyrir það og 76 stig af 100 mögulegum. Páll H. Ásgeirsson sýndi flugsafn sitt frá 1928-1945 og fékk hæstu verðlaun íslendinga á sýningunni. Hann fékk 83 stig og stórt gyllt silfur. Næstur var svo Björgvin Ingi Ólafsson í unglingadeild, sem fékk stórt silfur og 77 stig fýrir safn sitt af fuglum á eyjum í Atlants- hafi. Þorvaldur S. Jóhannesson fékk silfur og 74 stig fyrir safn sitt af merkum íslendingum. Þá hlutu tveir unglingar silfrað brons, Pétur H. Ólafsson, sem fékk 68 stig fyrir safn sitt „Sumarólympíuleikar" og Jón Þór Sigurðsson sem fékk 66 stig fyrir safn sitt „Saga flugsins". Af erlendum eigendum íslensks efnis á sýningunni má nefna safn Leifs Nielsens, sem fékk 78 stig og stórt silfur, en hann sýndi mjög gott safn bresks og bandarísks hér- pósts á íslandi. Lars Ingemann sýndi alls konar íslensk afbrigði og fékk 75 stig og stórt silfur fýrir safn sitt. Stig Österberg sýndi sér- safn með frímerkjunum með mynd tveggja konunga og fékk fyrir það 81 stig og gyllt silfur. Lars Trygg sýndi Islandssafn sitt og fékk fyrir það 88 stig og stórt vermeil. Þetta verður því að teljast góð útkoma fyrir ísland að fá tvö stór vermeil, eitt vermeil, fjögur stór silfur tvö silfur og tvö silfurbrons. S.H.Þ. Framkoma í fjölmiðl- um og óvígð sambúð UM ÞESSAR mundir eru að hefjast síðustu námskeið hjá Kvenrétt- indafélagi íslands. Námskeið í framkomu í fjölmiðlum og um óvigða sambúð. Námskeið á vegum félagsins eru opin öllum og reynt eí að fremsta megni að stilla þátttökugjöldum I hóf. Framkoma í fjölmiðlum er eins dags námskeið Leiðbeinandi er dr. Sigrún Stef- ánsdóttir, íjölmiðlafræðingur. Námskeiðið er ætlað þeim sem þurfa eða hafa áhuga á að koma fram í ljósvakamiðlum t.d. í við- tölum vegna starfs eða áhugamáls. Kennd verður og þjálfuð framkoma í útvarpi og sjónvarpi og m.a. fjalb að um viðtalstækni, útlit og radd- beitingu. Þriðjudaginn 18. maí kl. , laugardag 15. maí frá kl. 10-17. 20-22.30 er námskeið um óvígða sambúð. Nokkuð er um að fólk viti ekki lagalegan rétt sinn í óvígðri sambúð og telji ranglega að sama gildi um hana og sambúð giftra hjóna. Leiðbeinandi er Ingibjörg Rafnar, lögfræðingur. Námskeiðin eru haldin í kjailara Hallveigar- staða, Túngötu 14. Nánari upplýs- ingar eru veiítar á skrifstofu KRFÍ. (Frcttatakynning) Laugardaginn 15. maí opnum við verslunina /4%tí ^antu Laugavegi 92, sími 626355 (á móti versl. 17) w Handunnið íslenskt skart eftir listnema. Hálsmen, armbönd, eyrnalokkar, hárspennur og nælur úr járni, messing, kopar, silfri, gteri, leir o.fl. efnum. í tilefni dagsins fá viðskiptavinir gefins eyrnalokka í kaupbæti. 30 % AFSUTTUR Kristalsglös, matar- og kaffistell sem eru íframleiðslu til ársloka 1993 verða seld með 30% afslœtti til 30. mat. Fyrirliggjandi pantanir óskast sóttar. Tilvalið tœkifœri til að gera góð kaup á postulíni afbestu gerð. SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 689066 V^ji)j>) j „j‘J-£-ri_LUjxJjxJJJJ j /JÍJ£jj'3_rJ_fjj JÍ3f vjJíiJ_6 Laxá í Kjós Lausar stangir verða seldar á Veiðimessu í PERLUNNI dagana 15.-23. maí. VerÖ'er frá kr. 15.800 pr. stöng á dag. STANGVEIÐIFÉLAGIÐ LAX-Á Fagrahjalla 90, 200 Kópavogi. Sími 91-44604. Fax 91-45833. Bílasími 985-27531.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.