Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1993 HANDKNATTLEIKUR / LOKAHOF 1. DEILDAR Draumurinn úti DRAUMUR íslendinga um að komast í 8-liða úrslit í Evrópu- . keppni U-18 ára varð að engu I er þeir töpuðu fyrir Rúmenum 0:1 á Akranesi ígærkvöldi. ■ Aðstæður til knattspyrnuið- kunnar voru vægast sagt afleit- ar — norðan rok sem setti mark sitt á leikinn. Islendingar bytjuðu frísklega og strax á 5. mínútu komst Helgi Sigurðsson í gott færi eftir að hafa brotist í gegnum vörn Rúmena, en Eiríksson markvörður þeirra skrifar varði fast skot hans alveg út við stöng. Rúmenar gerðu eina mark leiksins í fyrstu sókn sinni og var heppnisst- impill yfír því. Bakvörður þeirra átti fast skot að íslenska markinu, knötturinn hrökk í íslenskan vam- armann og af honum fyrir fætur Bogdans sem átti auðvelt með að stýra knettinum í markið. Helgi Sigurðsson slapp í gegnum vörn Rúmena á 21. mínútu en markvörðurinn sá enn við honum. A 43. mín. fékk íslenska liðið auka- spyrnu út við hliðarlínu sem Pálmi tók. Hann gaf vel fyrir markið og beint á höfuðið Ottós, en skalli hans var ekki nægilega fastur og fór knötturinn í fang markvarðarins. íslenska liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik með vindinn í bakið. Strax á 50. mínútu átti Sig- þór þrumuskot af 20 metra færi sem rúmenski markvörðurinn varði með tilþrifum út við stöng. Helgi komst skömmu síðar í gott færi en skaut framhjá. Eftir þessa fjörlegu byijun var eins og leikur íslendinga fjaraði út og Rúmenar náðu góðum tökum á leiknum og vörðsut vel. Síðasta marktækifæri íslands kom rétt fyrir leikslok. Pálmi tók horn- spyrnu, sem markvörður Rúmena missti af og skyndilega voru Sigþór og Sigbjörn báðir í góðri aðstöðu til að skalla 1 netið, en misskilning- ur var til þess að þeir náðu ekki til knattarins. Lúðvík Jónasson, Helgi Sigurðs- son og Pálmi Haraldsson stóðu sig best í íslenska liðinu. Hjá Rúmenum var Christian Muntcue, markvörð- ur, bestur og eins var Bogdan mjög hættulegur frammi. I I I I I I fl I 4 Eyjólfur góður gegn Dorlmund Inga Lára Þórisdóttir Geir Sveinsson EYJÓLFUR Sverrisson lék mjög vel með Stuttgart á útivelli gegn Dortmund íþýsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær- kvöldi. Lið Stuttgart lék einn besta leik sinn á keppnistíma- bilinu, sigraði 4:0, og gerði Eyjólfur sfðasta markið. pyjólfur fékk það hlutverk að ™ hafa gætur á landsliðsmannin- um Matthias Sammer, sem keyptur var frá Inter Milan í vetur og hefur stjómað leik Dort- mund á miðjunni undanfarið. Eyjólfur skilaði hlutverki sínu með prýði, svo ekki sé meira sagt, því Sammer hreinlega sást ekki. Knup gerði fyrsta mark Stuttgart, Strehmel það næsta, Gaudino þriðja — og átti Eyjólfur þátt í undirbúningi þess — og íslendingurinn undir- strikaði svo góða frammistöðu með því að gera fjórða og síðasta mark- ið; skoraði úr þvögu af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Fré Jóni Halldórí Garðarssyni ÍÞýskalandi URSLIT ísland - Rúmenía 0:1 íþróttavöllurinn á Akranesi, Evrópukeppni Ú-18 ára landsliða í knattspymu — 16-liða úrslit, föstudaginn 14. maí 1993. Mark Rúmena: Bogdan Audowe (9.). Gult spjald: Sigþór Júlíusson (33.). Curet (14.) Nicustu (75.), Audowe (89.). Lið íslands: Atli Knútsson; Þorvaldur Ás- geirsson, Magnús Sigurðsson, Eysteinn Hauksson, Lúðvík Jónasson; Sigurbjöm Hreiðarsson, Sigþór Júlíusson, Kristinn Hafliðason, (Þorvaldur Sigbjömsson vm 69.), Ottó Ottósson, (ívar Bjarklind vm. 46.); Pálmi Haraldsson, Helgi Sigurðsson. Dómari: Finn Lambek frá Danmörku. Stóð sig vel. Áhorfendur: Um 100. Körfuknattleikur EM unglinga í Helsinki íslenska unglingalandsliðið ! körfuknattleik tapaði öðmm leik sínum í millirðli Evrópu- keppninnar gegn Litháen í gær, 63:80. Staðan í hálfleik var 25:46. Stíg íslands: Helgi Guðfinnsson 21, Ólafur Jón Ormsson 14, Gunnar Einarsson 13, Bergur Emilsson 4, Hafsteinn Lúðvíksson 4, Ægir Gunnarsson 2, Friðrik Stefánsson 2, Arnþór Birgisson 2, Ómar Sigmarsson 1. Önnur úrslit á mótinu: Litháen - Pólland..............83:70 Pólland - Hvita-Rússland......122:72 Litháen - Hvíta Rússland......121:60 PóIIand - Finnland.............86:80 Eyjólfur skoraði fjórða mark Stuttg- art gegn Dortmund. Önnur úrslit í Þýskalandi í gær- kvöldi urðu þau að Kaiserslautem vann Bayer Uerdingen 2:1 og Gladbach sigraði Bremen 3:1. HANDBOLTI Redbergslid sænskur meistari Redbergslid tryggði sér í gærkvöldi sænska meist- aratitilinn í handknattleik í 24. sinn í sögu félagsins. Liðið sigr- aði Sávehof 21:16 í fímmta úr- slitaleik liðanna um meistaratit- ilinn. Sávehof, sem vann þriðja og fjórða leikinn, hafði yfír í hálfleik 7:9. S.Agnarsson, Svíþjóð Geir og Inga Lára best Geir Sveinsson, fyrirliði íslands- og bikanneistara Vals og Inga Lára Þórisdóttir, fyrirliði ís- landsmeistara Víkings, voru kjörin bestu leikmenn Íslandsmótsins í handknattleik í vetur. Kjöri þeirra var lýst í lokahófí handknattleiks- manna á Hótel íslandi í gærkvöldi. Valsmaðurinn Ólafur Stefánsson og Harpa Melsteð, Haukum, voru kjörin efnilegustu leikmenn fyrstu deildar karla og kvenna. Bestu þjálfararnir voru körnir Þorbjörn Jensson, þjálfari karlaliðs Vals og Theódór Guðfinnsson, þjálf- ari kvennaliðs Víkings. Bestu mark- verðimir vom Sigmar Þröstur Ósk- arsson, ÍBV og Maija Samandizja Víkingi. Geir Sveinsson og Guðný Gunn- steinsdóttir, Stjörnunni, voru bestu vamarmennimir og Sigurður Sveinsson, Selfossi og Halla María Helgadóttir, Víkingi, bestu sóknar- mennirnir. Þá voru Sigurður Sveinsson og Andrea Atladóttir, ÍBV, heiðruð fyrir að vera marka- hæst í 1. deildarkeppninni. Bestur dómarar vetrarins að mati leikmanna og þjálfara vom Skagamennirnir Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Tímabært að breyta til - sagði PatrekurJóhannesson sem gekktil liðs við FH Patrekur Jóhannesson, einn efni- legasti handknattleiksmaður landsins sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin ár, hefur ákveðið að leika með FH-ingum næsta vetur. „Eg held að það sé tímbært að breyta til,“ sagði Pat- rekur. Hann sagðist hafa valið FH vegna þess að félagið væri með góða leikmenn og eins tæki það þátt í Evrópukeppninni næsta vet- ur. „Ég hef trú á því að ég passi vel inní liðsheildina hjá FH. Það verður spennandi að takast á við nýtt verkefni og ég vona að ég bæti mig sem handboltamaður," sagði Patrekur. Hann sagði að félögin ættu eftir að ganga frá félagaskiptunum sín í milli. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna í fyrra og er því samningsbundin félaginu. „Eg trúi ekki öðm en að félögin nái samkomulagi um félagaskipti mín. Eitt er víst að ég spila ekki fyrir Stjörnuna næsta tímabil," sagði Patrekur. Konráð í stað Patreks? Konráð Olavson, hornamaður sem lék með Haukum í úrslita- keppninni, hefur verið í samninga- viðræðum við Stjörnuna. „Eins og staðan er í dag bendir flest til þess að ég leiki með Stjörnunni næsta vetur. En það er ekki búið að ganga frá samningi, en hann er vel á veg kominn. Ég er ekki skuldbundinn neinu félagi og get því skipt yfír í hvaða félags sem er,“ sagði Konráð við Morgunblaðið í gær. Stjaman ræðir við Hans Hans Guðmundsson, sem lék með HK í vetur, hefur átt í viðræðum við Syörnuna um að hann gangi til liðs V:ð félagið. Hann sagðist í Sam- tali við Morgunblaðið ætla að hitta Stjörnumenn aftur á morgun og ræða þessi mál frekar. Patrekur Jóhannesson klæðist FH- búningnum næsta vetur og mun ör- ugglega styrkja Hafnarfjarðarliðið. BORÐTENNIS / HIVI ísland neðst í riðlinum Island hafnaði í neðsta sæti í sínum riðli á heimsmeistaramótinu í borð- tennis, sem nú stendur yfir í Gautaborg í Svíþjóð. íslenska karlaliðið tapaði öllum fórum leikjunum í riðlinum. í gær fyrir Ghana, 2:3 og á fimmtudag fyrir Ástralíu, 0:3. Karlaliðið leikur í dag í milliriðli um 81. - 84. sætið á mótinu. Fótboltastelpur! Kvennalið B.Í., ísafirði, vantar markvörð fyrir sumarið 1993. Getum útvegað vinnu og húsnæði. Upplýsingar í síma 94-3008 á kvöldin. Boltafélag ísafjarðar. ÞÝSKALAND KNATTSPYRNA / EM U-18 ARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.