Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 2

Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 2
EFBMI 2 FRETTIR/INNLENT ' MOEGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 Morgunblaðið/Þorkell Tími vorhreingernmganna VORIN nýta menn til að gera hreint eftir vetur- inn. í Reykjavík hefur frá síðustu helgi staðið yfir átak til hreinsunar garða og lýkur því í næstu viku. Starfsmenn hreinsunardeildar borg- arinnar fara um borgarhverfin og Qarlægja ruslapoka sem húseigendur skilja eftir við lóða- mörk. Starfsfólki sveitarfélaga er um þessar mundir að berast liðsauki skólafólks sem víða sinnir hreinsunarstörfum, eins og tvímenning- amir sem voru að fegra nágrenni umferðar- gatna í Hafnarfírði. Trúlegt er að fljótlega verði kominn mannskapur til að takast á við það verkefni að hreinsa til við lækinn á myndinni til vinstri en hann er ofan Reykjanesbrautar, skammt norðan við Kaplakrika. Landsbanki og Búnaðarbanki segja mat ASÍ um vaxtalækkun óraunhæft Kjarasammngarnir gætu leitt til vaxtahækkunar KJARASAMNINGARNIR ýta undir vaxtahækkun að mati banka- stjóra Búnaðarbanka og Landsbanka. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans segir að mat ASÍ um að svigrúm sé til 3-4% lækkunar vaxta á almennum skuldabréfum sé úr lausu lofti gripið og segir að ekki sé hægt að eiga rökræður við menn sem slái slíku fram. „Menn geta sett sér markmið, en niðurstaðan hefur áhrif í hina áttina. Samningarnir gera ráð fyrir meiri eyðslu ríkisins, meiri lánsfjárþörf þess og þetta spenn- ir upp vexti. Gera menn sér grein fyrir því að Iánsfjárþörfin var 3,3 milljörðum hærri en sem nam öllum sparnaði þjóðarinn- ar á síðasta ári?“ sagði Sverrir. Drengirnir notuðu gamalt reipi við sigið DRENGIRNIR sem sigu eftir eggjum I Hánni í Vestmannaeyjum á föstudag með þeim afleiðingum að einn hrapaði og lærbrotnaði fundu reipið, sem þeir notuðu við bjargsigið á bryggjunni, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglunnar í Eyjum eru spottar þeir sem notaðir væru við sprang undir eftirliti hjá bæn- um og lögreglunni og væru jafnan teknir niður ef ástæða þætti til. Á sumrin væru haldin námskeið í sprangi og fjallaferðum og slíkar íþróttir væru undir eftirliti. Starfsmaður lögreglunnar sagði það forkastanlegt þegar foreldrar væru að leyfa bráðungum bömum að fara í eggjatöku eftirlitslaust. Hallarekstur orsökin „Hallarekstur ríkissjóðs er aðal- orsök þess að vextir spennast upp og hann er aukinn með þessum síð- ustu samningum. Hin lága verð- bólga á út af fyrir sig að gefa skil- yrði til þess að vextir gætu lækkað, en á meðan ekki nást önnur tök á ríkisfjármálunum þá er það borin von að vaxtalækkun verði nema bara að nafninu til. Eitthvað til að þykjast," sagði Sverrir. Hann sagði að það væri til ráða að hætta að reka ríkissjóð með halla. Engin önnur leið sé fær en að skera niður útgjöldin. „Það er hægara sagt en gert á atvinnuleys- istímum, en það er óhjákvæmilegt að skera niður eða hækka skatta. Ég myndi að vísu velja þá leið að hækka skatta og að skattahækkun- in kæmi þyngst niður hjá þeim sem mest mega sín,“ sagði Sverrir. Undrast mat ASÍ Stefán Pálsson bankastjóri Bún- aðarbanka íslands kvaðst vera undrandi á mati ASÍ um að svigrúm sé til 3-4% vaxtalækkunar. „Verð- bólgan hefur verið lítil og með þess- um kjarasamningum er enn reynt að viðhalda stöðugleikanum. Það er sagt að lífeyrissjóðimir komi inn í og auðvitað verðum við að sjá fyrst hvað þeir ætla að bjóða. Við höfum ekki orðið varir við annað fram til þessa en að lífeyrissjóðirnir hafí boðið út sitt fé á uppboðsmark- aði,“ sagði Stefán. Hann kvaðst ekki sjá að verið væri að búa í haginn fyrir vaxta- lækkun með þessum kjarasamning- um. „Ríkissjóður þarf að fjármagna þetta með einhverjum hætti og það er hætt við að það spenni upp vexti. Um næstu áramót er boðaður 10%‘ vaxtaskattur. Ég hef ekki trú á öðm en að það valdi vaxtahækkun, að almenningur sætti sig ekki við að fá á sig þann skatt bótalaust. Ríkissjóður virðist þurfa aukið fé og ef hann ætlar að sækja það á innlendan markað þá held ég að það hljóti að valda fremur þenslu en hjöðnun," sagði Stefán. Valur Valsson bankastjóri ís- landsbanka og Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis vildu ekki tjá sig um þetta mál í gær. Lækkun virðisaukaskatts á matvælum í 14% Ýmsar vörutegundir lækka um allt að 8,4% f EFTIRFARANDI töflu sjást áhrif fyrirhugaðrar lækkunar virðisauka- Fiskbollur, bollur o.fl. 14,00 -4,4 skatts á matvörum á verð ýmissa vara. Matvörur lækka mismikið, ýmist Kavíar, túnfískur 14,00 -8,4 vegna þess að nú þegar er hluti virðisaukaskatts af þeim endurgreidd- Fiskréttir 14,00 -4,4 ur, eða vegna þess að vörugjöld verða lögð á þær til að jafna lækkun Mjólk, ostur, egg 14,00 -5,4 virðisaukaskattsins. í fremri töludálkinum sést á hvaða vörur kemur Mjólk, undanrenna, G-mjólk 14,00 0 vörugjald. í aftari dálkinum sést áætluð verðlækkun. Þar sem vsk. Aðrar mjólkurvörur 14,00 -8,4 hefur áður verið 24,5%, án endurgreiðslu, og verður 14%, án álagning- Aðrar matvörur 16,55 -5,6 ar vörugjalds, er verðlækkunin 8,4% og lækka ýmsar vörur sem þvi Tómatar 14,00 0 nemur. Agúrkur 14,00 0 Vöru- Verð- Svínakjöt, saltað, reykt 14,00 -5,8 Sveppir 14,00 0 gjald áhrif Kryddað kjöt 14,00 -3,0 Kartöflur (50%) 14,00 0 & VSK % Unnar kjötvörur 14,00 -4,4 Ávaxtasafi 24,50 0 1. Matvæli 14,00 -5,3 Fiskur og fískmeti 14,00 -4,1 Kakó, suðusúkkul. 24,50 0 Komvörur og brauð 14,00 -8,4 Ýsuflök, ný 14,00 0 Sælgæti 24,50 0 Kjöt og kjötvörur 14,00 -3,1 Ýsa, slægð og hausuð 14,00 0 Aðrar matvörur 14,00 -8,4 Dilkakjöt, nýtt 14,00 -0 Frystur fískur 14,00 0 2. Óáfengar drykkjarvörur o.fl. 17,00 •5,1 Nautakjöt, nýtt 14,00 -2,6 Lúða 14,00 0 Gosdrykkir, öl 24,50 0 Svínakjöt, nýtt 14,00 -5,0 Lax 14,00 -8,4 Kaffihús, veitingahús 14,00 -8,4 Hrossakjöt, nýtt 14,00 -8,4 Rækjur 14,00 -8,4 Gos með mat 24,50 0 Alifuglakjöt 14,00 -6,6 Saltfiskur 14,00 0 Skyndibitastaðir 14,00 -8,4 Hakkað kjöt, kjötfars 14,00 -3,0 Reyktur lax 14,00 -8,4 Heimsendur matur 14,00 -8,4 Dilkakjöt, saltað, reykt 14,00 -3,0 Marineruð síld 14,00 -8,4 Mötuneyti 14,00 -3,0 Hrossakjöt, saltað, reykt 14,00 -8,4 Harðfískur 14,00 -8,4 Matvæli og óáfengar drykkjarv. 15,30 •5,3 Maður stung- ínn með hnífí MAÐUR var stunginn með hnífí í Reykjavík. Tildrög málsins em ókunn því sá sem fyrir stungunni varð var ennþá undir læknishendi þegar Morgunblaðið hafði sam- band við lögregluna í gær. Sá sem verknaðinn framdi komst undan. Knattspyrna Unglingarnir í fimmta sæti ÍSLENDINGAR urðu í 5. sæti í alþjóðlegu móti átta knatt- spyrnulandsliða átján ára og yngri, sem Iauk í Piestany í Slóv- akíu í gær. í leik um sæti unnu íslenzku strákarnir sigur á Rúm- enum, 4-1. Rúmenar gerðu fyrsta mark leiksins, en tvö mörk Biynjars Gunnarssonar komu íslendingum yfír. í síðari hálfleik skomðu Sigur- bjöm Hreiðarsson Ragnar Gíslason mörk. Samræmd próf, aukin og bætt ►Hin umdeildu samræmdu próf eru í deiglunni. Nýjar tillögur eru um að fjölga prófunum og taka þau upp í 4. og 7. bekk og við lok stúdents- pr6fs./10 Hvers vegna eldumst við? ►Nýlegar rannsóknir á orsökum elli miðast að því að gera fólki kleift að lifa heilbrigðu og góðu lífi síðustu æviárin./14 Skálmöld í landi skorts- ins ►Glæpaalda hefur riðið yfír Rúss- land að undanfómu. Þar sem glæpir voru áður fátíðir, forðast fólk nú að veraáferli./16 Draumur listamanns ►Soffía Þorkelsdóttir frá Bjargi ræðir um myndlist sína og lífs- sýn./18 Sagan kortlögð ►Rætt við Jón Ólaf ísberg, annan aðalhöfunda íslensks söguatlass en þriðja og síðasta bindi hans er kom- ið út./20 Móðgaði ráðherra for- setann? ►Ummæli Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra um Mafíukvik- myndaáhuga Bandaríkjaforseta túlkuð sem móðgun í Washing- ton./23 Get ekki brosað ►Rætt við Ólöfu Eysteinsdóttur, sem er með sjaldgæfan sjúkdóm, vöðvaslensfár./26 B ► 1-32 Dýrmæt ár ► Auður Laxness segir frá ferð sinni til Parísar og Rúðuborgar og rifjar upp minningarbrot úr lífi sínu með Halldóri Laxness./l Hollywood gegn sið- menningunni ►Michael Medved segir kvikmynda- framleiðendum til syndanna, segir þá bjóða upp á fátt annað en hið illa og afskræmda./4 Einstakt safn lækn- ingatækja ►Þýsk-pólski þúsundþjalasmiðurinn Carl-Heinz Opolony hefur gert upp lækningatæki fyrir Nesstofu. Hann á um margt merkilega sögu að baki./4 Tinni og Hergé ►Um ást og hatur í lífi teikni- myndahetjunnar Tinna og höfundar hans, George Remi, öðru nafni Hergé./lO Harmleikur í Hollywood ►Þegar Johnny Stompanato fannst myrtur í svefnherbergi ástkonu sinn- ar, kvikmyndaleikkonunnar Lönu Túrner, var dóttir hennar grunuð um verknaðinn./18 FASTIR ÞÆTTIR Leiðari 24 ídag 20b Helgispjall 24 Fólk 1 fréttum 22b Reykjavíkurbréf 24 Myndasögur 24b Minningar 26 Brids 24b íþróttir 42 Stjömuspá 24b Útvarp/qónvarp 44 Skák 24b Gárur 47 Bíó/dans 25b Mannlifsstr. 8b Bréf til blaðsins 28b Kvikmyndir 14b Velvakandi 28b Dægurtónlist 15b Samsafnið 30b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR; 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.