Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
Lögreglan leitar að 21 árs gamalli konu
Sást síðast
til hennar á
fimmtudag
LÖGREGLAN hóf leit á
fimmtudag að 21 árs gam-
alli stúlku, Helgu Helgadótt-
ur, og var hennar leitað úr
þyrlu á föstudag og laugar-
dag.
Stúlkan hélt af stað á bíl sínum,
silfurgráum Renault Clio, árgerð
1992, þrennra dyra með skráning-
arnúmer YZ-179, frá Skeiðarvogi
í Reykjavík laust eftir hádegi á
fimmtudag og var ferð hennar
heitið áleiðis til Akraness, þar sem
hún hafði mælt sér mót við for-
eldra sína. Hún hefur ekki skilað
sér þangað. Ekkert er vitað um
ferðir hennar frá því um hádegis-
bilið á fímmtudag. Helga er 167
sm á hæð, með ljósrautt, stutt-
klippt hár.
Leitað úr þyrlu
Leitað var úr þyrlu á föstudag
og í gær án árangurs og til stóð
að lögreglan bæði um aðstoð
björgunarsveita. Tveir samstarfs-
menn konunnar hafa verið yfir-
heyrðir en ekkertjþað komið fram
sem auðveldað hefur leitina að
henni.
Saknað
HELGU Helgadóttur hefur verið
saknað frá því á fimmtudag.
Bíllinn
BÍLL sömu gerðar og Helga ek-
ur. Bíll Helgu er Renault Clio,
árgerð 1992, grá á lit og þrennra
dyra.
Hátt á annað þúsund
stúdentar útskrifast
Morgunblaðið/Kristinn
Stóra stundin
SKÓLASTJÓRI Verzlunarskóla íslands, Þorvarður Elíasson, út-
skrifar stúdenta við hátíðlega athöfn sl. fimmtudag.
RÚMLEGA 1.630 stúdentar út-
skrifast um þessar mundir frá
22 framhaldsskólum um land
allt. Flestir stúdentar útskrifast
hjá Verzlunarskóla íslands,
203, en Menntaskólinn í Reykja-
vík er næstur með 196 stúd-
enta. Flestir skólanna útskrif-
uðu sína stúdenta í gær. Nokkr-
ir skólar útskrifa stúdenta um
næstu helgi en Menntaskólinn
á Akureyri útskrifar sína stúd-
enta að venju 17. júní.
Að sögn Hjalta Kristgeirssonar
hjá Nemendaskrá Hagstofu ís-
lands lætur nærri að á síðustu
árum hafi þriðjungur karla og
helmingur kvenna í hveijum ár-
gangi tekið stúdentspróf. Árið
1991 útskrifuðust alls 1.755 stúd-
entar en ekki hafði verið tekið
saman hversu margir stúdentar
útskrifuðust á síðasta ári.
Sá fyrsti frá 1802
Bændaskólinn á Hólum útskrif-
ar nú einn stúdent og er það fyrsti
stúdentinn sem útskrifast frá
þessu sögufræga menntasetri eft-
ir að Hólaskóli hinn gamli var
lagður niður árið 1802. Að sögn
Jóns Bjarnasonar skólastjóra er
stúdentsprófið einungis aukabú-
grein hjá skólanum enda leggja
margir stúdentar þar stund á bú-
fræðinám.
Nokkrir verkmenntaskólar út-
skrifa nú stúdenta. Iðnskólinn í
Reykjavík útskrifar fimm stúd-
enta og Tækniskóli íslands út-
skrifar 32 nemendur með raun-
greinadeildarprófi sem gefur rétt-
indi til inngöngu í tilteknar deild-
ir Háskólans. Verkmenntaskóli
Austurlands í Neskaupstað býr
nemendur undir stúdentspróf en
þeir taka prófið við Menntaskól-
ann á Egilsstöðum.
Búast má við að stúdentar með
hvítar húfur setji svip á mannlífið
í flestum bæjum landsins um helg-
ina.
Viðskipti Reykjavíkupborgar við veitínga- og gistihús 1989-93
1989 1989 1989 1989 1989 Samtals
Brauðbær/ÓðinsvéA/iðey 4.392.832 4.628.454 4.107.442 2.523.830 1.179.842 16.832.400
Perlan hf. - - 6.657.697 6.156.946 379.875 13.194.518
Hótel Saga 2.742.853 2.755.944 2.145.510 1.956.051 1.037.465 10.637.823
Hótel Hólt 1.376.565 1.661.679 1.605.072 1.452.238 28.947 6.124.501
Holliday Inn - \f; 853.883 647.836 2.603.502 460.280 4.565.501
Óperukjallarinn hf. 1.010.849 3.377.722 0 0 0 4.388.571
Hótel Loftleiðir 120.050 0 755.565 899.490 16.270 1.791.375
Naustið 227.450 176.030 87.948 475.160 371.430 1.338.018
Gullni Haninn 16.492 553.800 54.020 143.760 23.220 791.292
Hallargarðurinn 0 0 310.683 188.830 288.415 787.928
Hótel Borg 89.025 46.970 37.750 373.500 16.340 563.585
61.015.512
Deilt um viðskipti við veitingahús í borgarráði
Hótel Borg hefur notið
minni viðskipta en aðrir
MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri segir að Hótel Borg hafi
notið minni viðskipta en önnur hótel og betri veitingahús í borg-
inni. Það sé því réttlætis- og sanngirnismál að hún sitji við sama
borð og önnur veitingahús. Þetta kemur fram í greinargerð borgar-
stjóra, sem lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. Fulltrúar
minnihlutans létu bóka að með greinargerðinni hefði borgarstjór-
inn dregið til baka tilmæli sín, sem birzt hefðu í bréfi til 46 for-
stöðumanna borgarstofnana, að beina viðskiptum sinum til Hótels
Borgar.
Á fundi borgarráðs síðastliðinn
þriðjudag var lagt fram bréf frá
Sambandi veitinga- og gistihúsa,
þar sem mótmælt er harðlega
„þeim vinnubröðgum æðsta emb-
ættismanns borgarinnar að mælast
til þess við aðra embættismenn að
þeir beini viðskiptum Reykjavíkur-
borgar sérstaklega til eins tiltekins
fyrirtækis, þegar um fjölmörg
sambærileg fyrirtæki er að ræða
í Reykjavík," eins og segir þar.
Þá beinir stjórn sambandsins þeirri
fyrirspurn til meirihluta borgar-
stjórnar hvort það sé ný stefna
borgaryfírvalda að koma á einokun
í viðskiptum með tilskipunum frá
borgarstjóra.
Ekki í umboði borgarráðs
í tillögu þeirri sem fulltrúar
minnihlutans, þær Ólína Þor-
varðardóttir, Guðrún Ágústsdóttir,
Sigrún Magnúsdóttir og Margrét
Sæmundsdóttir, lögðu fram á
þriðjudag, segir að borgarráð taki
ekki undir nein tilmæli þess efnis
að borgarstofnanir beini viðskipt-
um sínum að einum verslunar- eða
þjónustuaðila öðrum fremur. Til-
mæli, sem nýlega hafi verið send
borgarstofnunum um viðskipti við
Hótel Borg, hafi ekki verið send í
umboði borgarráðs og skuli því
dregin til baka.
Rangsleitni minnihlutans
Borgarstjóri, sem ekki sat fund-
inn á þriðjudag, svaraði fyrir sig
með greinargerð á fundi borgar-
ráðs í gær. Hann víkur að tillögu
minnihlutans og segir: „Þetta er
rangsleitni enda ekki stafkrókur í
umræddu bréfi mínu um að útiloka
við skipti við önnur gisti- og veit-
ingahús en Hótel Borg. Það er af
og frá að þann skilning hafi átt
að leggja í orðalag bréfsins að um
einstefnu væri að ræða í slíkum
viðskiptum. Hafi einhver misskilið
efni bréfsins á þann veg er það
miður og skal það leiðrétt."
Borgarstjóri lagði fram yfirlit
um helztu viðskipti Reykjavíkur-
borgar, borgarsjóðs og allra stofn-
ana og fyrirtækja borgarinnar
samanlagt, við veitinga- og gisti-
hús í Reykjavík á árunum 1989-
1993.
Borgarstjóri segir í greinargerð
sinni að Hótel Borg hafi notið mun
minni viðskipta við Reykjavíkur-
borg en flest hótel og betri veit-
ingastaðir í borginni. „Má þar
vissulega því um kenna, að hótelið
hafði dregizt aftur úr og var farið
að láta á sjá, þegar Reykjavíkur-
borg tók þá pólitísku ákvörðun
árið 1990 að tryggja áframhald-
andi rekstur gisti- og veitingahúss
á Hótel Borg og keypti hótelið,"
segir borgarstjóri.
Margt á döfmni
á hjóladeginum
ÍÞRÓTTIR fyrir alla og G.Á. Pétursson hf. gangast fyrir hjóladegi
i Laugardal sunnudaginn 23. maí.
Sett verður upp sérstækt svæði
í Laugardalnum með mörgum tjöld-
um, þar sem ýmislegt tengt hjólum
og hjólaferðum verður kynnt. Meðal
annars munu ÍFHK - ísl. fjallahjóla-
klúbburinn, HFR - Hjólreiðafélag
Reykjavíkur, Ferðafélag íslands og
Útivist kynna starfsemi sína á þess-
um vettvangi.
Hjólað verður í Laugardal úr
hverfunum og síðan heim aftur í
lögreglufylgd. Lagt verður af stað
kl. 13 frá Árseli, Fjörgyn, Fella-
helli, Hólmaseli og Frostaskjóli.
Börn innan 10 ára þurfa að vera í
fylgd fullorðinna. Heimferð er áætl-
uð kl. 16.
Fjallahjól á hjóladegi
íslenski fjallahjólaklúbburinn
(ÍFHK), Ferðafélag Islands og Úti-
vist ætla að halda upp hjólreiðadag-
inn. í bígerð er að byija daginn á
léttum hjólreiðatúr upp í Heiðmörk.
Lagt verður af stað kl. 11 frá Jarlin-
um við Bústaðaveg (við Fák). Hjól-
að verður eftir Elliðaárdalnum upp
í Heiðmörk. Ferðinni lýkur í Laug-
ardalnum þar sem megindagskrá
hjólreiðadagsins byijar kl. 14. Þar
mun klúbburinn kynna starfsemi
sína og ferðir sumarsins með FÍ og
Útivist'. Auk þess munu klúbbfélag-
ar ráðleggja áhugasömu reiðhjóla-
fólki um undirbúning hjólaferða-
laga o.fl.
Tónleikar í
Bústaðakirkju
TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja-
vík heldur tónleika í Bústaða-
kirkju mánudaginn 24. maí og
hefjast þeir kl. 20.30.
Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík og strengjakvartett flytja
Strengjakvartett op. 44 nr. 3 eftir
Mendelssohn og Holberg-svítuna
eftir Grieg. Stjórnandi er Mark
Reedman.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Lokaskólaganga
Útivistar í dag
í TÍUNDA og síðasta áfanga Skólagöngu Útivistar 1993, sunnudaginn
23. maí, verður gengið í gegnum sögu Grunnskólans í Grindavík. Sam-
tímis verður genginn hluti leiðar sem nýútskrifaður cand. mag. frá
Hafnarháskóla fór fyrir um hundrað árum til fjölskyldu sinnar í Grinda-
vík. Þarna var á ferð verðandi brautryðjandi í rannsóknum á dýralífi
í sjónum við ísland.
Farið verður frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 10.30 og Fitjanesti í
Narðvík kl. 11.15. Þátttakendur fá
afhent göngukort sem viðurkenningu
fyrir þátttöku.
í barnaskólagöngunni verður
gengið að gömlum skólastæðum og
skólahúsum í Staðarhverfí, Jámgerð-
arstaðahverfí og Hrauni. í lok
göngunnar tekur Gunnlaugur Dan
Olafsson, skólastjóri, og nemendur
tíunda bekkjar á móti hópnum í
Grunnskólanum.
I embættisgöngunni verður gengin
gamla Skógfellaleiðin, fom leið úr
Vogunum til Grindavíkur. Frá Voga-
stapa verður farið upp Vogaheiðina
og með Skógfellunum uní Sund-
hnúkahraun og niður Hópsheiðina
að Járngerðarstöðum. Síðan verður
sameinást barnaskólagöngunni.
Staðfróðir heimamenn og tíunda-
bekkingar Grunnskólans verða fylgd-
armenn.
(Fréttatilkynning)