Morgunblaðið - 23.05.1993, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUUA(;UU 23. MAÍ 1993
1T\ \ /^ersunnudagurinn23. maí, 143. dagur árs-
-L'-Ll-VJr ins, 6 sd. eftir páska. Rúmhelg vika. Ár-
degisflóð í Reykjavík kl. 7.22 og síðdegisflóð kl. 19.41. Pjara
kl. 1.20 og kl. 13.28. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.48 og
sólarlag kl. 23.04. Tunglið í suðri kl. 9.33. (Almanak Há-
skóla íslands.)
Því að ritað er: „Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drott-
inn, fyrir mér skulu öll kné beygja sig og sérhver tunga
vegsama Guð.“ (Róm. 14,11.)
FRÉTTIR/MANNAMÓT
FRÉTTIR
FÉLAGSSTARF aldraðra í
Reylqavík. Kl. 14 í dag sýnir
danshópur úr félagsstarfi
aldraðra undir stjóm Sigvalda
Þorgilssonar.
FÉLAG eldri borgara.
Bridskeppni, tvímenningur kl.
13. Félagsvist kl. 14 í Risinu.
Dansað í Goðheimum kl. 20.
Reykjanes, Garðskagi,
Grindavík. 26 maí farið frá
Risinu Hverfisgötu 105 kl.
10. Leiðsögumaður Jón Tóm-
asson. Skrásetningí s. 28812.
Lögfræðingurinn er til viðtals
alla þriðjudaga. Panta þarf
tíma.
FORNBÍLAKLÚBBUR ís-
lands heldur aðalfund sinn í
dag í Holiday Inn kl. 13.30.
FÉLAGSSTARF aldraðra,
Hraunbæ 105. Á morgun kl.
9 fótsnyrting. Kl. 9 búta-
saumur. Kl. 13 taumálun.
ABK er með félagsvist í Þing-
hól, Hamraborg 11 á morgun
mánudag kl. 20.30.
HÚ SMÆÐR AORLOF
Kópavogs verður að Hvann-
eyri vikuna 30. júní til 6. júlí.
Þátttöku þarf að tilkynna í
s. 42546 Inga, eða 40388
Ólöf.
HALLGRÍMSSÓKN heldur
aðalfund sinn á morgun
mánudag kl. 20.30.
BREIÐABÓLSTAÐAR-
prestakall. Vorferð sunnu-
dagaskólabama á Hvamms-
tanga, Vatnsnesi og í Vestur-
hópi verður nk. þriðjudag 25.
maí og hefst kl. 11. Skrán-
ingu þarf að tilkynna í s.
95-12655.
KIRKJA
SELTJARNARNES-
KIRKJA: Fundur í æskulýðs-
félaginu í kvöld kl. 20.30.
ÁRBÆJARKIRKJA: Opið
hús fyrir eldri borgara mánu-
daga og miðvikudaga kl.
13-15.30.
FELLA- og Hólakirlqa:
Æskulýðsfundur mánudags-
kvöld kl. 20.30. Upplestur hjá
félagsstarfi aldraðra í Fella-
og Hólabrekkusóknum í
Gerðubergi mánudag kl.
14.30. Lesnir verða Davíðs
sálmar og Orðskviðir Salóm-
ons konungs.
SELJAKIRKJA: Æskulýðs-
fundur í kvöld kl. 20—22.
SKIPIIM
REYKJAVÍKURHÖFN:
í dag em væntanleg til hafn-
ar Engey, Selfoss og Helga
II. og Ottó N. Þorláksson
kemur af veiðum á morgun,
mánudag.
MINNINGARSPJÖLD
MINNINGARSPJÖLD
Menningar- og minningar-
sjóðs kvenna em seld á eftir-
töldum stöðum: Á skrifstofu
Kvenréttindafélags íslands á
Hallveigarstöðum, Túngötu
14, skrifstofan er opin
mánud.—föstud. frá 9—12; í
Breiðholtsapóteki, Álfabakka
12; í Kirkjuhúsinu, Klapp-
arstíg 27; í versluninni Blóm-
álfinum, Vesturgötu 4. Auk
þess er hægt að fá upplýs-
ingar hjá Bergljótu í síma
35433.
MINNIN G ARKORT Fél.
nýrnasjúkra. em seld á þess-
um stöðum: Hjá Salome, með
gíróþjónustu í síma 681865,
Árbæjarapóteki, Hraunbæ
102; Blómabúð Mickelsen,
Lóuhólum; Stefánsblómi,
Skipholti 50B; Garðsapóteki,
Sogavegi 108; Holts Apóteki,
Langholtsvegi 84; Kirkjuhús-
inu Kirkjutorgi 4; Hafnar-
fjarðarapótek. Bókaverslun
Ándrésar Níelssonar Akra-
nesi; hjá Eddu Svavarsdóttur
í Vestmannaeyjum.
LÁRÉTT: 1 raup, 5 lægja,
8 minnast á, 9 snákar, 11
hindra, 14 afkvæmi, 15 gref-
ur, 16 dýrsins, 17 hvatningar-
hljóð, 19 mjög, 21 reykt, 22
rúmliggjandi, 25 þreyta, 26
poka, 27 leðja.
LÓÐRÉTT: 2 ílát, 3 dvelj-
ast, 4 mætra, 5 snuðrar, 6 á
frakka, 7 guð, 9 feiknarorka,
10 meðalgöngumaður, 14
trygga, 13 svaraðir, 18 skott,
20 sukk, 21 mynni, 23 róm-
versk taía, 24 drykkur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: 1 telur, 5 sálga, 8 reyks, 8 ódæði, 11 rifan,
14 móa, 15 rausa, 16 unaðs, 17 rit, 19 ólæs, 21 ekur, 22
rúmlega^ 25 nía, 26 átt, 27 rót.
LÓÐRÉTT: 2 eld, 3 urð, 4 reimar, 5 skraut, 6 Ási, 7 góa,
9 ófrjóan, 10 æmkæra, 12 frakkar, 13 Nasaret, 18 illt, 20
sú, 21 eg, 23 má, 24 et.
Ársskýrsla OECD um íslensk efnahagsmál I
Kreppan utan áhrifa
sviðs stjórnvalda
nJD-
Þú þarft ekki að biðja um annað en „tyggjó“. Þetta er ekkert okkur að kenna...
ORÐABÓKIN
Úldinn - fúll
Fyrir nokkm hlustaði
ég og fleiri á Rás 2, þjóð-
arsálina svonefndu, þar
sem kona á Austurlandi
var að kvarta yfír slæmri
mjólk, sem komið hafði
úr mjólkurbúi einu. Þá
sagði hún, að mjólkin
hefði verið drafúldin, og
endurtók þetta orð seinna
í samtalinu. Okkur, sem á
hlýddum, kom þetta orð
undarlega fyrir eyru, enda
einungis vön því á Suður-
landi, að mjólkin væri fúl,
þegar hún er ódrekkandi.
Hins vegar er talað um,
að kjöt eða fiskur sé úld-
inn, þegar farið er að slá
vel í hann, sbr. sögnina
að úldna. Þegar lengra er
komið, er talað um, að
kjötið sé drafúldið eða
dragúldið. Elzta dæmi um
lo. drafúldinn í OH er frá
um 1800. Þar segir: „vatn
var híá þeim gengid til
þurdar og draf-úldið
ordid.“ Hér er þá um
vökva að ræða. Eins er
dæmi um drafúldið blóð.
En ekkert dæmi er um
drafúldna mjólk. Svo eru
dæmi í OH frá okkar tím-
um um lo. úldinn um
mann. Hann var þá jafn
anskoti úldinn á svipinn
og hann var vanur.
Samkv. OM eru allmargar
merkingar í lo. fúll. Um
mann er það sagt, þegar
hann er í vondu skapi. Þá
er það haft um vont veð-
ur: fúlt veður. Svo er talað
um fúlt vatn, þegar það
er illa þefjandi. Sú merk-
ing á einmitt einnig við
um mjólkina. Þá er sagt,
að hún sé fúl. Loks er
sagt um eggið, að það sé
fúlt, sbr. fúlegg. -JAJ.
Dagbók Há-
skóla íslands
Vikuna
23. til 29.
maí verða
eftirtaldir
fundir, fyr-
irlestrar eða annars konar
samkomur haldnar í Háskóla
íslands. Nánari upplýsingar
um samkomumar má fá í
síma 694306.
Mánudagur 24. maí: Kl.
9.30, stofa 101, Odda. Rann-
sóknaráðstefna nema í lækn-
isfræði. Efni: 4. árs lækna-
nemar kynna niðurstöður
rannsóknaverkefna sinna.
Umræður verða að loknu
hveiju erindi. Fyrri hluti. Kl.
17.00 og kl. 20.00. Tækni-
garður. Byijendanámskeið í
ítölsku hefst á vegum Endur-
menntunarstofnunar Há-
skólans. Leiðbeinandi: Lucia
Pantalco, sendikennari frá
Studio di Italiano í Róm.
Þriðjudagur 25. maí: Kl.
9.30. Stofa 101, Odda.
Rannsóknaráðstefna lækna-
nema: Efni: 4. árs lækna-
nemar kynna niðurstöður
rannsóknaverkefna sinna.
Seinni hluti.
Miðvikudagur 26. maí. Kl.
8.00. Oddi. Námskeið fyrir
almenningsbókaverði frá
Norður-Eystrasalts-
löndunum hefst. Yfirskrift
námskeiðsins er: „Teenagers
and information." Kl. 9.00.
Tæknigarður. Skráning
vegna þátttöku á heimsþingi
réttarheimspekinga (IVR),
sem hefst 27. maí. Heims-
þingið er öllum opið en þátt-
takendur verða að skrá sig.
Fimmtudagur 27. maí. Kl.
9.00. Háskólabíó. Setning
heimsþings IVR, alþjóðlegra
samtaka um heimspeki, rétt
og menningu. Yfirskrift
heimsþingsins er: „Réttur,
réttlæti og ríkið.“ Á heims-
þinginu verður m.a. fjallað
um stöðu lítilla þjóðríkja í
hinni nýju Evrópu, réttindi
smárra og fátækari ríkja og
ýmissa minnihlutahópa. Fyr-
irlestrar og störf vinnuhópa
þingsins fara fram í Háskóla-
bíói, Odda, Lögbergi og Ár-
nagarði dagana 27. maí til
2. júní.
Morgunblaöið/Ágúst Blöndal
*
Atakgegn slysum á börnum
Neskaupstað.
NÝLEGA fór af stað á Neskaupstað átaksverkefni gegn slys-
um á bömum. Verkefnið hófst með svokölluðum hjólreiða-
degi en þá fóru forsvarsmenn átaksins í grunnskólann og
kynntu börnum notkun öryggishjálma og umferðarreglurn-
ar. Hjól barnanna voru skoðuð og síðan farið í hjólreiðaferð
um bæinn og skoðaðir þeir staðir sem hættulegastir eru
taldir í umferðinni. Þá voru seldir öryggishjálmar á niður-
settu verði og seldist töluvert á annað hundrað hjálma. Það
voru kvennadeild Slysavarnafélagsins, Foreldrafélag grunn-
skólans og lögreglan sem stóðu að þessum hjólreiðadegi og
Kvennadeildin og Foreldrafélagið greiddu niður hjálmana. A
myndinni sést hjólreiðahópur við hlið nýja hús Slysavarnafé-
lagsins.
- Agúst.