Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 23. MAÍ 1993
14
4.
í BARÁTTUNNIVIÐ ELLI KERLINGU HEFUR ÝMISLEGT
KOMIÐ í UÓS SEM GÆTI EKKIAÐEINS ORÐIÐ TIL ÞESS AÐ VIÐ LIFUM EITTHVAÐ
LENGUR, HELDUR EINNIG MUN HEILBRIGÐARA OG BETRA LÍFI í ELLINNI
eftir Urði Gunnarsdóttur,
mynd Ragnar Axelsson og Ómar Óskarsson
DRAUMURINN um eilíft líf
viröist vera býsna lífseigur
meöal manna. Allt tal um
yngingarbrunna hefur þó ekki
verið talið raunhæft en á því
kynni að verða breyting ef
marka má rannsóknir banda-
rískra vísindamanna á því
hvers vegna við eldumst. Þeir
taka það þó skýrt fram að ósk
sín sé ekki að færa fólki eilíft
líf heldur að gefa því kost á
að eldast með sjálfsvirðingu
og reisn. í rannsóknum á or-
sðkum elli kynni lykillinn að
lausn ýmissa vandamála sem
henni fylgja að liggja, en um
leið hrannast upp siðferðileg-
ar spurningar um hvar beri
að setja mörkin. Vísindamenn
og lækna dreymir um að eftir
15-20 ár verði búið að leysa
elligátuna og telja að í fram-
haldi af því takist að vinna
bug á sjúkdómum tengdum
elli. Þá dreymir um að ekkert
veröi sjálfsagðara en að 75 ára
gamall maður geti stundað
líkamsrækt og lyftingar, unn-
ið fulla vinnu og lifað kynlífi.
Þessi sigur þurfi hins vegar
ekki að þýða að við lifum
miklu lengur, lieldur einfald-
lega betra lífi.
Líkamsklukkan sé eftir sem
áður stillt og þegar okkar tími
sé kominn, verði endalokin
ekki umflúin.
Það sem marga dreymir
um, er að lifa löngu og
heilbrigðu lífi sem lýkur
með því að líkaminn
hrömar snögglega og
maður deyr standandi, eins og þeir
segja í kúrekamyndunum," segir
Michal Jazwinski við læknaskólann
í New Orleans.
Hvað felst í hrörnun?
A síðasta áratug hefur þekking
vísindamanna aukist mikið á því
hvað felst í hrörnun; m.a. áhrif á
minni, ónæmiskerfi, starfsemi
hjarta- og æðakerfis og hæfnina til
að bregðast við streitu. Hrörnunar-
sjúkdómar eru til dæmis hjarta- og
æðasjúkdómar, sumar tegundir
krabbameins, gigt, beinþynning og
alzheimer-sjúkdómur. „Það má líkja
öldrun við það að við göngum á vara-
forða líffæranna. Hann tæmist smám
saman en mishratt eftir líffærum.
Meðal þess sem getur leitt til ótíma-
bærrar hrörnunar eru reykingar,"
segir Guðmundur Þorgeirsson, sér-
fræðingur í hjartasjúkdómum.
Vitað er að elli felst í grófum drátt-
um í því að líkaminn slitnar, dagleg
„notkun" veldur smám saman
skemmdum á vefjum líkamans. Þetta
slit tengist hins vegar ekki endilega
hrörnun, hún getur ekki síst átt sér
stað í líffærum sem lítið reynir á. Á
sama tíma dregur úr hæfni líkamans
til að verjast sjúkdómum og bæta
þann skaða sem þeir valda. Þrátt
fyrir að sjúkdómar leggist tilviljana*
kennt á fólk; liggur hæfnin til að
veijast þeim í genunum. Það er skýr-
ingin á því hvers vegna sumir geta
ástundað óheilbrigða lifnaðarhætti
alla ævi án þess að kenna sér meins,
en aðrir lúta í lægra haldi fyrir sjúk-