Morgunblaðið - 23.05.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.05.1993, Qupperneq 16
16 ■ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI 1993 Í MOSKVU, ÞAR SEM GLÆPIR VORU ÁÐUR FÁTÍÐIR, ER FÓLK ÁHYGGJUFULLT OG FORÐAST AÐ VERA EITT Á Á FERLI eftir Lórus Jóhonnesson, Moskvu Glæpaalda hefur riðið yílr Rússland að undanförnu. Gildir þar einu hvers eðlis þeir eru, en þó virðist aukningin hafa oröið mest í ofbeld- isverkum og moröum. Á þrengingartímum stendur lögreglan ráð- þrota, fáir glæpir eru upplýstir. í Moskvu, sem áður var mjög örugg borg, er fólk áhyggjufullt og forðast að vera eitt á á ferli. Vegna skorts á nákvæmum ijpplýsingum hefur sérfræðingum reynst erfitt að graf- ast fyrir um orsakir vandans. Flestir þeirra eru þó sammála um að rótin liggi í því stórkostlega öngþveiti sem nú ríkir í landinu. egar sá sem þetta ritar kom til Rússlands í byrjun árs fengust 400 rúblur fyrir einn bandaríkjadal, í dag fást 850 rúblur fyrir sama dalinn. Það sem af er árinu hefur verð á matvælum hækkað um 70% að meðaltali. Neysla á kjöti, fiski og mjólk hefur dregist saman jafnt og þétt og er nú um 60% af því sem hún var 1990. Talað er um fátækramörk við 10.000 rúblna mánaðarlaun en mikill meiri- hluti manna hefur minna. í fyrra enduðu þijú af hveijum fjórum hjónaböndum með skilnaði í Moskvu. Þessar tölur eru lægri til sveita, mjög erfitt er fyrir ungt fólk að fá húsnæði í borgum og ef það tekst er oftast þröngt á þingi. Stofn- un og slit hjúskapar er ekki vand- kvæðum bundið, vígsla kostar rúblu en skilnaður tvær og tekur gildi um leið. Á sama tíma fækkar Rússum, 11% færri fæðingar voru í fyrra en 1991. Það sem af er árinu er dánar- tíðni 2,6 sinnum hærri en fæðingar. Hér eru 6 fóstureyðingar á móti hverri fæðingu. Atvinnuleysi eykst jafnt og þétt. I byijun mánaðarins var rúmlega ein milljón manna skráð opinberlega atvinnulaus. Talað er um aðrar 3 milljónir sem dulbúna atvinnuleysingja, það er þá, sem vinna hjá ríkisfyrirtækjum sem eru í raun gjaldþrota en er haldið gang- andi. Vinnuafl í Rússlandi er áætlað 73 milljónir þannig að atvinnuiausir eru um 6%. Þetta segir þó ekki alla söguna, hagræðing er óhjákvæmileg og erfiðlega gengur að skapa ný atvinnutækifæri. Við götuna þar sem greinarhöf- undur býr eru strákar sem deyja ekki ráðalausir. Þeir bjóða bílaþvott hveijum sem vill og verðið er samn- ingsátriði. Roman og Alexander ætla báðir að verða moldríkir og búa í útlöndum. Þeir eru 13 ára og til- heyra her ungs fólks sem leggur Gömul kona reynir að kaupa fisk fyrir gamla peysu á flóamarkaði í Moskvu. Fólk gerir ekki neitt, það er hrætt. Nýlega kom upp í Moskvu dæmi um mafíu, eða skipulagða glæpastarf- semi, sem vakið hefur óhug. Það hefur tíðkast í nokkurn tíma að gam- alt fólk selji fasteignasölum íbúðir sínar fyrirfram. Fólk fær þá greitt við undirskrift samnings og fast- eignasalan fær íbúðina að fólkinu látnu. Báðir aðilar hagnast, ef svo má að orði komast, gámla fólkið hefur samastað til æviloka auk nægra peninga, fasteignasalan fær íbúðina oftast langt undir markaðs- verði. íbúðir sem venjulega kosta um 35 þúsund dollara seljast á 8 þúsund. Nú kemur til sögunnar ný fasteignasala og velur úr gamalt fólk sem á við vandamál að stríða, svo sem sykursýki. Samningar tak- ast en fólkið hverfur stuttu síðar eða lendir í slysum. Lögregluyfirvöld eru að rannsaka að minnsta kosti 20 slík tilfelli. Ýmislegt bendir tl að mafían sem við þekkjum, t.d. Cosa Nostra hin sikileyska, sé komin til Rússlands til samstarfs. Yfirvöld telja að verið sé að kenna rússnesku mafíunni að þvo peninga. Þá er peningum sem aflað er með ólöglegum hætti komið inn í lögleg fyrirtæki og þar með hægt að nota þá. Sérfræðingar Iög- reglunnar segja að skipulagðir hringar hafi flutt úr landi í fyrra 17 milljarða dala. Því er einnig hald- ið fram að Pólland sé staðurinn þar sem mafía austurs og vesturs ræður ráðum sínum. Þar hafi þegar farið fram mikilvægir fundir um sameig- inlegar aðgerðir og innra skipulag. Innanríkisráðuneyti Rússlands hefur skipað sérstaka deild til að stemma stigu við þessari þróun. Það hefur farið fram á 3,7 milljarða dala til baráttunnar. En hvað er hægt að gera í landi þar sem flestir sjóðir eru tómir? Á meðan halda glæpir áfram að aukast. skólagöngu á hilluna og fer út í „bissness". Oleg er 22 ára „vemd- ari“ ungra stráka sem selja varning við Rauða torgið. „Hvers vegna að ganga menntaveginn, vinur minn er viðskiptafræðingur og fær 28 dollara á mánuði ég hef 1.500. Ef strákarn- ir eru duglegir fá þeir 25 dollara á dag, meira en foreldrar þeirra á mánuði. Skilurðu?" í gamla kerfinu voru æskulýðs- hallir vettvangur unglinga þar sem boðið var upp á allt milli himins og jarðar. Þessum stöðum er nú lokað í hundraðatali og ekkert kemur í staðinn. Tónlistarskólar eru nú til dæmis lokaðir efnilegu ungu fólki nema það geti borgað rándýr skóla- gjöld. Börn eiga æ erfiðara með að fóta sig, samkvæmt opinberum tölum frömdu 2.000 börn sjálfsmorð í fyrra. í Moskvu einni komu 1.000 börn á spítala eftir misheppnaðar tilraunir til sjálfsmorðs. Það bendir til þess að opinberar tölur séu allt of lágar. 154 þúsund börn flýðu að heiman í fyrra og 34 þúsund mæður neituðu að taka börn sín heim af fæðingardeild. Munaðarleysingja- hæli eru yfirfull og aðbúnaður slæm- ur, 70% barna þar eiga við geðræn vandamál að stríða. í vor drápu tveir 11 ára strákar vin sinn á hæli í Pétursborg. Ástæðan: Þá langaði að eignast leðuijakkann hans. Á sama tíma eyða stjórnvöld 0,1% af útgjöld- um til mannúðarmála og sömu tölu til byggingar skóla og stofnana. Vændi verður nú sífellt meira áberandi. í Moskvu eru starfandi 200 skipulagðir vændishringir. Margar stúlkur eiga sér ekki vðreisnar von, þær eru oft pikkaðar upp á lestarstöðum og fengnar til starfa. Þær koma í leit að betra lífi. Olga og Marina eru frá Sfberíu, þar var ekkert að hafa. „Á lestarstöðinni kom til okkar maður og spurði hvort vð hefðum samastað. Við hugsum um hvern dag fyrir sig og reynum að vera saman uppá öryggið. Við störfum á hótelum og þekkjum stelp- ur sem sendar hafa verið utan.“ Alþjóðleg samtök sem beijast gegn eyðni hafa áhyggjur af þróun mála í Rússlandi. Hinn 15. mars voru þó aðeins 111 skráð tilfelli af eyðni frá upphafí. Margir vita lítið um smitleiðir og landið gæti verið tímasprengja. Um daginn rakst fréttaritari á frétt í Pétursborgar- fréttum þar sem sagt var frá að margir hefðu látist í vetur af völdum farsótta sem hefði mátt koma í veg fyrir með bólusetningu. í samtali við Morgunblaðið sagði Gennady Kole- snikov hjá heilbrigðisráðuneytinu í borginni að fólk þyrði ekki í spraut- ur af ótta við eyðni. Hann nefndi einnig hættuna af völdum aukinnar eiturlyfjaneyslu. Samkvæmt nýlegri könnun hafa um 5 milljónir unglinga í Rússlandi prófað eiturlyf þar af hálf milljón sem notar þau reglu- lega. Menn búast við að neytendur almennt verði orðnir hátt á áttundu milljón eftir 2 ár. Rússnesk löggjöf er í þessum efnum brothætt, í fljótu bragði verður ekki annað séð en ólöglegt sé að kaupa og selja efni en löglegt að neyta þeirra. Eins banna lög framleiðslu á 5 tegundum hamps en 295 aðrar tegundir eru ræktaðar víðs vegar um Rússland. Hvort er mikilvægara í dag lýð- ræði eða lög og regla? Þessa spurn- ingu lagði Moskvufréttir fyrir 2.000 borgarbúa um miðjan síðasta mán- uð. 9% voru ekki viss 8% völdu lýð- ræði en 83% vildu röð og reglu. Þetta fólk hefur kannski haft í huga 91 morð sem framið var í borginni í fyrsta mánuði þessa árs. Yfirvöld benda á að talan sé ekki há miðað við borg af þessari stærð en það sem veldur áhyggjum er hve aukningin er hröð. í janúar 1992 voru framin 42 morð og allt það ár 886 en 1991 voru þau 464. Glæpir gegn útlend- ingum verða stöðugt fleiri og hefur þeim Ijölgað um 63% frá því í fyrra, sem samt var metár er glæpir tvö- földuðust frá 1991. Hjá sendiráðum Bandaríkjanna, Þýskalands og Nor- egs hafa menn orðið varir við þessa aukningu en tölur þeirra innihalda einungis þá sem leita sérstaklega til þeirra. Fjölmörg tilfelli, sérstaklega varðandi ferðamenn sem stoppa stutt, koma aldrei til þeirra kasta. Nú eru milli 80 og 100 þúsund út- lendingar að staðaldri í Moskvu og búa gjaman í blokkum eða samstæð- um þar sem öryggisgæsla er fyrir hendi. Undanfarið hafa þó komið upp tilfelli þar sem brotist hefur verið inn og hafa yfirvöld lofað bættri gæslu. Helga Berthelsen, ritari í íslenska sendiráðinu, býr í blokk sem einung- is hýsir útlendinga en hefur ekki orðið fyrir óþægindum. Hún sagði útlendinga vera illa setta ef þeir lentu í vandræðum hér, fólk væri ekki hjálplegt og lögreglu stæði oft- ar en ekki á sama. Þeir sem þyrftu að sækja sjúkrahús heim lentu í erf- iðleikum og læknar færu oftar en ekki fram á peninga undir borðið. Venjulegt fólk í Rússlandi kann illa að bregðast við þessum þjóðfé- lagsbreytingum. Þegar talað er um glæpi eða svartamarkaðsbrask er orðið mafía aldrei langt undan. Oft er ekki gott að átta sig á hvað er átt við. Þegar ekkert grænmeti nema kál fékkst í Pétursborg í vetUr nema á sérstökum mörkuðum og það á uppsprengdu verði, sem enginn venjulegur maður hafði efni á að borga, er það mafía. Um áramótin gerðu margir í einu hverfi sömu borgar sér glaðan dag og keyptu kampavínsflösku. Meðalmánaðar- laun hefðu dugað fyrir 8 flöskum og þegar flöskurnar voru teknar upp var sápuvatn í þeim. Það er mafía.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.