Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 19

Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI 1993 19 Blái steinninn. „Mig langaði bara svo mikið til að eignast böm.“ Einyrkjar - Var hann ekkert hikandi, mað- urinn, orðinn fimmtugur? „Nei. Hann var afar fijálslegur og gladdist yfir hveiju bami.“ - Var þetta ekkert erfitt fyrir þig? „Auðvitað varð þetta meira álag þegar hann fór að eldast. En hann var heilsugóður og hörkuduglegur. Við byijuðum okkar líf sem ein- yrkjar á ríkisjörð sem var að niður- lotum komin. Húsakosturinn hélt varla vatni eða vindi. En ég taldi betra fyrir börnin að alast upp í sveit, jafnvel þótt maðurinn minn þyrfti að fara í burtu frá okkur til að vinna fyrir heimilinu fyrstu vet- uma. Það liðu mörg ár áður en við gátum fengið okkur kind,“ segir Soffía glettin, „en þær vom líka orðnar yfir hundrað áður en við brugðum búi og einn sonur okkar tók við.“ - Átti hann engin börn fyrir? „Jú, þijá syni af fyrra hjóna- bandi, en þeir vom allir farnir að heiman. Samt var ég alveg til í að vera þeim sem móðir. En þeir vom ekkert til í að taka við móðurum- hyggju minni,“ segir Soffía og hlær dátt. „Ég skil ekkert í mér núna. Ég var ósköp hlægileg. Þetta vom menn á mínum aldri og mér fannst ég nú svosem vera orðin nógu full- orðin.“ - Urðu engin læti þegar þú gift- ist svo fullorðnum manni? „Mamma var nú þannig gerð að hún lét mig ráða þessu. Hún sagði: „Þú verður að ráða þessu sjálf, þótt mér finnist aldursmunurinn heldur mikill.“ Faðir minn var í Danmörku og sagði ekkert. En það voru aðrir með læti. Fólk sem var ekkert svo tengt okkur.“ Fyrstu búskaparárin höfðu Soffía og maður hennar tvö aukabörn í heimili. Fyrstu fimm börn þeirra sjálfra fæddust með 14-16 mánaða millibili, svo mjög fljótlega voru sjö börn á heimilinu. Síðustu tvö börnin fæddust nokkru seinna. Eir var þetta ekkert erfitt? „Ija. Erfitt? Kannski miðað við nútímann. En ég hugsaði ekkert um það. Ég bara þvoði; þvoði þvott alla daga, eins og þú getur ímyndað þér á heimili þar sem eru sjö spræk- ir krakkar og sá elsti tólf ára. Ég hélt reyndar að þetta myndi verða öðruvísi. Við vorum ekki með neinn heyskap fyrstu árin og ég reyndi að pjakka niður garðholu. En það var ekki auðvelt mál. Annars er saga okkar hjónanna ekkert frá- brugðin sögu annarra einyrkja í þessu landi. Við komum þó öllum börnunum okkar til manns og þegar öllu er á botninn hvolft er það mest virði af öllu.“ Draugagangur - Varstu aldrei hrædd í kotinu þínu, þegar maðurinn þinn var í burtu að vinna — og þú ein með börnin? „Yfirleitt ekki. Þó kom það fyrir. Það var mikill draugagangur á Bjargi fyrstu árin sem við bjuggum þar, en hann hvarf smám saman. Og við heyrðum öll umganginn, enda var hann svo mikill til að byija með að við komumst ekki hjá því. Fyrst fannst mér þetta skrítið, en svo vandist það. Þó varð ég fyrir óhugnanlegri reynslu einu sinni þegar ég var alein heima. Það var að kvöldlagi. í eldhúsinu hjá mér var gríðarstór nagli og á honum hékk blóðsía. Naglinn stóð á ská upp í loftið og sían hékk þar blýföst. Þetta kvöld var ég komin upp í rúm, þegar ég heyri þennan dómadags gauragang í eldhúsinu. Ég hleyp þangað og þá liggur sían á gólfinu en naglinn var á sínum stað. Það var algerlega útilokað að hún hefði getað dottið af honum. Hún hafði verið tekin af naglanum og grýtt í gólfið. Þarna varð ég hrædd í fyrsta sinn. Ég varð svo hrædd að ég hljóp yfir á næsta bæ. En ég vaknaði iðulega við það að einhver kallaði á Jón — og ekki bara ég. Þegar ég fór að kanna málið, mörgum árum eftir að ég flutti að Bjargi, komst ég að því að sá sem byggði húsið og bjó þar fyrst, hét einmitt Jón. Það gerðist margt fleira. Þegar ég var ein með krakkana fyrsta árið var húsið í svo lélegu ástandi að við sváfum öll á sömu hæðinni, ég inni í stofu. Eina nóttina er ég að festa svefn, en finn þá að ég er komin út úr líkamanum og út á mitt gólf að málningunni minni. Þá er bankað, en áður en ég næ að svara er hurðin rifin upp. Mér brá svo að ég hrökklaðist aftur á bekk- inn og sameinaðist líkamanum. Það gekk einhver inn og hlunkaðist nið- ur á bekkinn hjá mér með þvílíkum dynk að ég hossaðist upp. Ég man hvað ég streðaði við að opna aug- un, en þegar það loksins tókst, sá ég engan. Hins vegar varð ég svo hrædd að ég dreif min inn í her- bergi til krakkanna og svaf aldrei í stofunni aftur.“ í öðru lífi - En þú hélst alltaf áfram að mála. „Já. Ég málaði alltaf öðru hveiju. ' Ég var að hlaupa í þetta. Eftir að ég hætti í höggmyndunum langaði mig alltaf til að mála altaristöflu og ég var alltaf að æfa mig. Ég er enn að æfa mig. Kannski geri ég það í næsta lífi.“ - Ha? „Það er sagt að hvert líf sé undir- búningur fyrir það næsta. Ég er búin að æfa mig að mála altaris- töflu þetta líf. Ég hlýt að mála hana næst,“ segir Soffía hress í bragði, að hálfu í gamni, að hálfu í alvöru og bætir að lokum við: „Ég er líka að hugsa um að byija að læra á píanó, svo ég kunni í það minnsta nóturnar, næst. þegar ég kem. Ég get ímyndað mér að það sé skemmtilegt að spila á píanó.“ Svo snýr hún fallega brosinu sínu út að glugga, svipurinn verður fjar- rænn, tíminn kjur, veikburða vor- blómin speglast í augum sem virð- ast þekkja órafjarlægð fortíðar og leyndardóma framtíðar, en velja samt aðeins að spegla það sem fag- urt er. Dagskráin í dag,sunnudag: Kl. 12:00 Opnum við. 14:00 Gaflarinn kemur fram. l5-3n°n Tískijsýning Módeisamtakanna. 76:00 Gaflarinn kemurfram 7 7:00 Eróbikk sýning. 17:45 Áskorendakeppni Sorpu. 18:00 Gaflarinn kemur fram. 19:00 Eróbikk sýning. 20:00 Gaflarinn kemur fram og kveður sýningagesti. 20:00 7LuspySakmamllUdeU^ 20:15 Danssýning. 21:00 Tískusýning Módelsamtakanna. „Veistu hvers vegna Hafnfírðingar læðast fram hjá apótekinu?“ - „77/ að vekja ekki svefnpillumar sýne»4*r S f a o^'o í fct^öj0 V0»«,rsig. OgiK‘ fefc Athofna Mia' dagarX) ^ a2 ára. ÓKeVP**?bW'*' O9ðgöo9^'ða^ \x bövn sm að9° AOO W- <Vnr Tfta toarna . en _ftnQVim'ða 4 da9 tra Nð9anQ! sevnf er W-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.