Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
SAGAN
• •
KORTLOGÐ
eftir Guðno Einarsson
„ALLAR menningarþjóðir eiga sinn söguatlas," segir Jón Karlsson
hjá Bókaútgáfunni Iðunni sem nýlega gaf ut 3. og síðasta bindi Is-
lensks söguatlass. Þar með er lokið útgáfu eins viðamesta alþýðu-
fræðslurits sem komið hefur um sögu íslensku þjóðarinnar. Telja
kunnugir að hinn íslenski sögvatlas sé einstakur um margt og að
ekki hafi áður verið unnið verk af þessu tagi um sögu einnar þjóðar.
í\ ðalhöfund-
/ % ar Söguat-
-*-lassins eru
sagnfræðingamir
Ámi Danlel Júlíus-
son og Jón Ólafur
ísberg, meðritstjóri
þeirra er Helgi Skúli
Kjartansson lektor.
Auk þeirra hafa sjö
aðrir komið að verk-
inu sem unnið var á
5 árum. Til saman-
burðar má nefna
danskan söguatlas,
sem byggist fyrst
og fremst á land-
fræðilegum kortum.
Sá atlas var 9 ár í
smíðum og komu við
sögu tugir sérfræð-
inga á hinum ýmsu
sviðum. Bækumar þijár eru alls rúm-
lega 700 blaðsíður og í stóru broti.
Þær eru að öllu leyti unnar á Islandi
og bera íslensku prentverki gott vitni
enda hlaut 2. bindi Söguatlassins
viðurkenningu Félags íslenska prent-
iðnaðarins fyrir faglega hlið útgáf-
unnar. Nýjasta bindið spannar tím-
ann frá fullveldisárinu 1918 til árs-
loka 1992. Líkt og í fyrri bindum
er gerð grein fyrir sögulegri fram-
vindu hér á landi og hún tengd lands-
háttum, samtímaþróun erlendis,
tísku og menningarsviptingum. Efnið
er mjög aðgengilegt, hver opna er
heildstæð og segir afmarkaðan hluta
sögijnnar.
Áhugi Jóns Ólafs ísberg á að-
gengilegri framsetningu sagnfræði
kviknaði á menntaskóiaárunum þeg-
ar honum áskotnaðist lítill mann-
kynssöguatlas í vasabroti. Hug-
myndin að því að gera stóran ísiensk-
an söguatlas kviknaði síðan á háskól-
atröppunum haustið 1987 þegar þeir
Ámi Daníel og Jón Ólafur voru við
að ljúka námi. „Við sömdum gróft
uppkast að efnisyfirliti og bárum
hugmyndina undir marga bókaútgef-
endur. Þeir höfnuðu henni allir nema
Bjöm Jónasson hjá Svörtu og hvítu.
Hann spurði hvort við gætum ekki
komið strax! Við Ámi unnum ekki
við annað frá því snemma árs 1988
til ársloka I fyrra,“ segir Jón Ólafur.
Ámi Daníel er nú farinn til Kaup-
mannahafnar til doktorsnáms I sagn-
fræði og Jón Ólafur vinnur við skrift-
ir.
Erfið meðganga
Fyrstu ár Söguatlassins urðu hálf-
gerð þrautaganga og segir Jón Ólaf-
ur hremmingar fyrri útgefenda
verksins hafa verið erfíðastar í
vinnslu verksins. Bókaforlagið Svart
á hvítu lenti I rekstrarstöðvun og
verkið var selt til Almenna bókafé-
lagsins, sem gaf 1. bindi Söguatlass-
ins út. Almenna bókafélagið átti
einnig I rekstrarerfiðleikum og Bóka-
útgáfan Iðunn tók við útgáfunni.
Iðunn hafði burði til að gefa Söguatl-
asinn út, endurútgaf 1. bindið, gaf
út 2. bindið í fyrra og nú, tæpu ári
síðar, kemur 3. og síðasta bindið.
„Við vorum oft hræddir um að þetta
dytti uppfyrir, samt hafa allir haft
óbilándi trú á þessu verki. Erfiðleik-
arnir við útgáfuna reyndust okkur
þungir í skauti og lá
nærri að við gæf-
umst upp þegar
verst lét,“ segir Jón
Ólafur. Þeir fengu
800 þúsund króna
styrk úr Vísinda-
sjóði 1991 og þakk-
ar Jón Ólafur þess-
um styrk að verkinu
var haldið áfram.
Myndirnar tala
Jón Ólafur segir
íslenska söguatl-
asinn gerðan með
hinn almenna le-
sanda í huga, en
ekki sérfræðingana.
„Við höfum reynt að
fylgja því sem kallað
er lýðræðisleg sögu-
skoðun. Þá koma fleiri við sögu en
höfðingjar og stofnanir. Manneskjan
hefur ekkert breyst milli alda, fólk
á árum áður var hvorki heilalaust
né viljalaust. Við reyndum að skrifa
um fólk og fyrir fólk. Markmið okk-
ar var að miðla sögunni til almenn-
ings.“ Jón Ólafur telur að af viðtök-
um að dæma hafi Söguatlasinn fallið
í góðan jarðveg. Eftir útkomu fyrri
binda, einkum þess fyrsta, linnti ekki
símhringingum lesenda sem vildu
ræða einstaka þætti sögunnar nánar.
Myndræn framsetning er notuð
eins og framast er unnt, en hún ryð-
ur sér æ meira til rúms í hvers kon-
ar útgáfu. Jón Ólafur segir heilmikil
fræði á bakvið hvemig kort eru upp-
sett, hvaða letur er notað við hvert
atriði og fleira. Nutu höfundamir
leiðsagnar Guðmundar Ó. Ingvars-
sonar landfræðings um hvemig ætti
að bera sig að við uppsetningu korta
og skýringarmynda. Það sem skiptir
máli er að rétt atriði gn'pi augað
þegar litið er á myndritið eða kortið.
Jón bendir á að samkvæmt nýlegri
lestrarkönnun hafi komið í Ijós það
er ekki aðeins að bóklestur íslenskra
ungmenna fari þverrandi, heldur
kunni þau ekki að lesa úr myndritum
og kortum. Slíkt ólæsi telur hann
að komi sér illa á öld myndrænnar
framsetningar. i Söguatlasinum er
mikið stuðst við ljósmyndir og upp-
lýsingar eru settar fram með línurit-
um og kortum. Stuðst hefur verið
við nýjustu tölvutækni við kortagerð-
ina og má greina örar framfarir á
því sviði milli binda verksins. Jón
Ólafur segir vinnubrögðin einnig
hafa breyst á milli binda, þegar 1.
bindið var unnið hafi höfundamir
ekki verið famir að hugsa jafn mynd-
rænt og I seinni bindunum. Við ritun
3. bindisins byijuðu höfundarnir á
að gera myndrit og teikningar, síðan
var textinn ritaður, og telur Jón Ólaf-
ur að þar hafi verið fundin hin rétta
aðferð. Þessi vinnubrögð helgast
einnig af því efni sem unnið var úr.
Sem skilja má er lítið um ljósmyndir
og tölfræðilegar upplýsingar frá
Sturlungaöld en ofgnótt af slíku efni
úr samtímanum.
Verk á borð við íslenska söguatl-
asinn er nær ótæmandi gagnagrunn-
ur fyrir fróðleiksfúsa á öllum aldri.
Á verki sem þessu má byggja gerð
fjölbreytts kennsluefnis og segir Jón
Sagnfræðingurinn
Jón Ólafur ísberg
VÖXTUR OPINBERRAR ÞJÓNUSTU OG STJÓRNSÝSLU
Fjðkh MfMityföðtu viwiuvikfia
1 40Ö.000
tm.ooo
t. 000,000
800000
000.000
400.000
>00.000
0
HIUTUB HlKISINS AH VINNANDI
MANNAP1.A
% s>
. MH octí«i tmitte
10 ...
M tífaO j
“ tfötínii .]
O Stj6msysia fimm \
tejv, Öntnx tíjtnn
«* MMftohoa C
'm HásfcðSaí
“ ga^rnQasktíw
m SéttíMXXt Ofl kOfmíð.
■ nnmxt. tíutoi
f| ifyMtnhúA, twteúwi
TaaniæknáMotur
“ o? siartetð t?
■ Vmis jS
H Kttfm&nwtíoinitt* ö
□ Kfftya oq t/uma!
m SiAfisglomteíóQ.
oJ.
1967
1977
1988
Fjölgun
opinberra
starfs-
manna
ÁRÚMLEGA
20 ámm fjölg-
aði slysatryggð-
um vinnuvikum
í opinberri þjón-
ustu og stjórn-
sýslu þrefalt. Á
þessari mynd
sést fjölgunin
og hvernig hún
skiptist milli
ólíkra sviða hins
opinbera.
Karlsson hjá Iðunni ýmislegt í bí-
gerð, þótt hann vildi ekki fara nánar
út í þá sálma. Þeir Árni Daníel og
Jón Ölafur hafa þegar skrifað eina
kennslubók, Aldir bændasamfélags-
ins, sem styðst að verulegu leyti við
íslenska söguatlasinn. Jón Ólafur
segir ekki fráleitt að gefa kortin sér-
staklega út til notkunar í skólum.
Þá telur hann kjörið að nota þennan
gagnagrunn til að byggja á stutta
sjónvarpsþætti um sagnfræði og ís-
lenskt samfélag. Hann segir flesta
skóla hafa fest kaup á Islenska sögu-
atlasinum og hann hafí frétt að bæk-
umar séu mikið notaðar á skólabóka-
söfnum.
Margt kemur á óvart
Höfundar Söguatlassins þræddu í
gengum íslandssöguna og könnuðu
hafsjó heimilda, gamla annála, ævi-
sögur, sagnfræðirit og nýjustu rann-
sóknir á sviði sagnfræðinnar. „Maður
rakst á margt áhugavert og gæti
haldið áfram næstu áratugi að
grúska í öllu því sem vakti áhuga.
Það var til dæmis margt spennandi
í kirkjusögu miðalda," segir Jón Ólaf-
ur. „Eins kom margt á óvart þegar
farið var að skoða sjálfstæðisbarátt-
una á sfðustu öld og stjómmálabar-
áttuna á þessari. Yfirlýsingar for-
ystumannanna á hátíðarstundum
hafa oft verið gjörsamlega úr takti
við gjörðir þeirra innan og utan
þings. Ágæt dæmi eru fijálshyggjan
í Sjálfstæðisflokknum, sem vart var
til nema í máli Jóns Þorlákssonar á
þriðja áratugnum. Ólafur Thors beitti
sér fyrir stofnun SÍF og þar ríkti sú
hugmyndafræði að íslendingar ættu
að hafa fáa fiskútflytjendur, til að
halda uppi háu fiskverði og marga
innflytjendur til að njóta góðs af
samkeppninni. Sjálfstæðismenn
studdu mjólkursölulögin sem voru
ekkert annað en einokunarlög. Ef
þeir hefðu fylgt fijálshyggju Jóns
hefðu þeir aldrei gert þetta. Eins
má spyija hvað kommúnistamir hafi
verið miklir kommúnistar. Einar 01-
geirsson með sína sveitarómantík og
dýrkun smákaupmanna varð síðar
það sem kalla má vaðmálsíhald að
sveitasið. Jónas á Hriflu og Fram-
sóknarflokkurinn voru á mjög svip-
aðri stefnu 1927 til 1931 og sovéski
kommúnistaflokkurinn. Þeir bókstaf-
lega hertóku stjórnkerfið og skipuðu
sína menn alstaðar. Ungmennafélög-
in, Framsóknarflokkurinn og Sam-
vinnuhreyfíngin var allt sama batt-
eríið. Ef einhver flokkur hefur haft
alræðistilhneigingar, þá er það
Framsóknarflokkurinn. Alþýðu-
bandalagið hefur verið á móti hem-
um þegar það hefur verið í stjómar-
andstöðu en lítið hefur farið fyrir
andstöðunni þegar það hefur setið í
stjóm. Fram til 1983 voru að mati
Alþýðubandalagsins erfiðisvinnu-
menn einir taldir til verkalýðsins, en
launþegar til dæmis hjá ríkinu voru
ekki verkalýður. Margar klisjur sem
gjaman hafa verið notaðar um
hægri, vinstri og fleiri stjómmála-
hugtök eiga ekki við nein rök að
styðjast. Þannig hafa gamlar klisjur
lifað þótt þær séu ekki í neinum
tengslum við veruleikann." Jón Ólaf-
ur telur að þeir sem skoði stjómmála-
söguna verði að losa sig undan ægi-
valdi klisjanna.
Pólitískar veifur
Það var fleira en pólitíkin sem kom
á óvart. Jón Ólafur segist hafa ætlað
að gera myndrit af hag útgerðarinn-
ar, en þar hafi hann rekist á slíkt
misræmi í tölum að hann hafí lagt
verkefnið til hliðar. „Við reyndum
að sannreyna að allar tölur sem við
notuðum væru réttmætar en ekki
einungis vopn í pólitískri baráttu.
Til dæmis eru 90 ár síðan togaraút-
gerð hófst hér á landi og þar af hef-
ur hún verið rekin með halla í um
60 ár samkvæmt opinberum tölum.
Þetta hreinlega stenst ekki! Ég leit-
aði til margra stofnana eftir skýring-
um, þar var mér hreinlega sagt að
það væri svo margt í opinberum
tölum sem stæðist ekki nánari skoð-
un. Ýmsar tölur, sem hafa verið not-
aðar hér, bæði á Alþingi og af stjóm-
völdum, hafa ekki haft neitt gildi
nema pólitískt. Ef tölumar reyndust
ekki vera annað en pólitísk veifa, þá
slepptum við þeim.“ Atvinnuástandið
hefur mjög verið til umræðu upp á
síðkastið. Jón Ólafur segir það vanta
í umræðuna að í ljósi íslandssögunn-
ar sé stöðug og mikil atvinna undan-
fama tvo áratugi einsdæmi. Það var
ekki fyrr en með skuttogaravæðing-
unni upp úr 1970 að stöðug vinna
varð allt árið um allt land. Fram að
því þótti tímabundið atvinnuleysi
ekki óeðlilegt víða um land.
Alveldi sérfræðinga?
Jón Ólafur segir pólitíska lands-
lagið í dag minna um margt á hrær-
ingar á öðmm og þriðja áratugnum.
Tök flokkanna á kerfinu séu að riðl-
ast. Pólitísk tök á bönkum, ýmsum
fyrirgreiðslustofnunum og fjölmiðl-
um fari sífellt minnkandi. „Þegar
sjónvarpið var stofnað var tekinn
einn blaðamaður af hveiju pólitísku
blaðanna til að viðhalda jafnvægi á
fréttastofunni. Þetta væri óhugsandi
í dag. Ég vona bara að alveldi sér-
fræðinganna taki ekki við af pólitík-
inni. Margir sérfræðingar hjá hinu
opinbera eiga stöðu sína að þakka
pólitískri fyrirgreiðslu. Þegar sér-
fræðingamir em komnir í stöðumar
vilja þeir ráða og segja að ekki eigi
að viðhafa pólitíska hentistefnu, þótt
þeir geti þakkað sömu hentistefnu-
pólitík að þeir sitja í stöðu sinni.
Þetta er hættuleg þróun og ýmsir
hafa bent á þessa hættu varðandi
Evrópubandalagið. Að það verði
skrifræðisveldi sérfræðinga, eins og
var í Sovétríkjunum, en ekki lýðræð-
islegt apparat."
Hvað heldur þú að verði ofaná?
„Ég hef trú á því að réttur fólksins
verði ekki fyrir borð borinn. Að upp-
lýsingaþjóðfélagið verði til að auka
áhrif almennings og miðstýring
minnki frekar en aukist. Sérfræðing-
ar eiga bara að gefa ráð, en ekki
að ráða. Þeir eiga ekki að stjórna
lífí okkar, við vitum best sjálf hvern-
ig við eigum að lifa.“