Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 23

Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 23 HÓGVÆR OG SAKLAUS Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir ummæli sín um Bill Clint- on Bandaríkj aforseta hafa verið saklaus og hógvær. FYRTUST VIÐ Bandarísk stjórnvöld fyrtust við ummælum sjávarútvegsráðherra og komu á framfæri mótmælum við utanríkisráðuneyti Islands. UMMÆLI ÞORSTEINS PALSSOIMAR UM MAFIU- KVIKMYNDAÁHUGA CLINTONS BANDARÍKJA- FORSETA TÚLKUÐ SEM MÓÐGUN í WASHINGTON eftir Agnesi Bragadóttur UMMÆLI Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra í sjón- varpsfréttatíma nú fyrir skömmu, í þá veru að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi horft á of margar mafíukvikmyndir, hafa dregið ákveðinn dilk á eftir sér. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins í Washington líta bandarísk stjórnvöld á þessi ummæli sem móðgun í garð Bandaríkjaforseta og hefur verið komið á framfæri formlegum mótmælum af hálfu bandarískra stjórnvalda við ísíenska utanríkisráðuneytið vegna þessara ummæla. Þorsteinn Pálsson segist engar athugasemdir hafa fengið vegna þessara ummæla sinna, en sér sé kunnugt um að bandarísk stjórnvöld hafi komið á framfæri athugasemdum við utanríkisráðuneyti íslands. Þorsteinn telur reyndar að ummælin hafi verið „nyög saklaus og hógvær“ miðað við fram- komu Bandar íkj amanna í garð Islendinga. Islensk stjórnvöld hafa farið með ofangreindar athuga- semdir bandarískra stjórn- valda nánast eins og mannsmorð, samkvæmt mínum heimildum, og sú ákvörðun mun hafa verið tekin að reyna að halda vitneskju um athugasemd bandarískra stjórn- valda á sem fæstra vitorði. Þessa varð áþreifanlega vart nú á föstu- dag, þegar hringt var í ýmsar stofnanir hins íslenska stjórnkerfis til þess að afla nákvæmra upplýs- inga um orðalag athugasemdar- innar. íslensk stjómvöld telja að hér sé um afskaplega erfitt og vand- ræðalegt mál að ræða, og vilja sem minnst um málið segja. Af sam- tölum við embættismenn og ráð- herra mátti ráða, að stjórnvöld hafa gert sér vonir um að þaga mætti mál þetta í hel. Stefnt er að því að viðræðufund- ur íslenskra og bandarískra emb- ættismanna um framtíð og fyrir- komulag varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli fari fram hér í Reykjavík 7. og 8. júní næstkom- andi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins stóð til að senda nefnd embættismanna til Wash- ington 19. maí, en frá því var horfið, þar sem íslensk stjórnvöld mátu svör Bandaríkjamanna á þann veg, að slík sendiför þjónaði að svo stöddu engum tilgangi. Sú ákvörðun mun fyrst og fremst hafa byggst á því að íslensk stjórn- völd hafi talið að bandaríska utan- ríkisráðuneytið, varnarmálaráðu- neytið og hernaðaryfirvöld ættu enn eftir að útkljá ákveðin mál sín á milli, og þar til það hefði verið gert væri ástæðulaust að senda íslenska sendinefnd til Bandaríkj- anna. írafár í kjölfar ummæla sjávarútvegsráðherra Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um að í kjölfar yfírlýsinga Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra í tengslum við hvalveið- iumræðu, um Bandaríkjamenn, bandarísk stjórnvöld, einkum og sér í lagi um Bill Clinton, Banda- ríkjaforseta, sem ráðherrann sagði hafa séð of margar kvikmyndir um mafíuna, hafi allar viðræður á milli aðila nánast stöðvast um stundarsakir. Heimildarmenn blaðsins eru ekki þeirrar skoðunar að ummæli sjávarútvegsráðherra hafi varan- leg áhrif á samskipti þjóðanna til hins verra, en þau l afí vissulega hleypt illsku í málin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er litið þannig á að sjávarútvegsráðherra hafi með þessum ummælum móðg- að Bandaríkjaforseta. Það mat mun hafa ráðið úrslitum um að bandaríska utanríkisráðuneytið kom á framfæri við íslensk stjórn- völd athugasemd vegna þessara ummæla sjávarútvegsráðherrans. Menn greinir á um það hvort ofangreind ummæli Þorsteins Pálssonar um Bandaríkjaforseta hafi verið móðgandi. Ýmist er tal- ið að þessi ummæli hafi sist verið of gróf í garð forsetans, eftir það sem á undan var gengið, eða rætt er um að í ummælunum hafi falist gróf móðgun, og jafnvel eru til þeir menn sem telja að sjávarút- vegsráðherra kunni að hafa gerst brotlegur við 95. grein íslenskra hegningarlaga. Hver sem smánar þjóðhöfðingja... í 95. grein hegningarlaga segir m.a.: „Hver sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess, eða annað viður- kennt þjóðarmerki ... skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsun allt að 6 árum, ef miklar sakir eru. Sömu refsingar skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammar- yrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi að- dróttanir við aðra starfsmenn er- lends ríkis ...“ 97. grein íslenskra hegningar- laga er á hinn bóginn svohljóð- andi: „Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því að- eins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll opinberri meðferð.“ Þar sem Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sem lét of- angreind ummæli um kvik- myndaáhorf Bandaríkjaforseta falla í sjónvarpsviðtali í fréttatíma Sjónvarps, er jafnframt dóms- málaráðherra, hlýturþað að teljast afar ólíklegt að dómsmálaráðherra taki ákvörðun um að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra vegna þessa máls. Þorsteinn Pálsson sagði að sér hefðu ekki borist í hendur neinar athugasemdir bandarískra stjórn- valda vegna ofangreindra um- mæla sinna. „Mér er hins vegar kunnugt um að bandarísk stjórn- völd hafa gert athugasemdir við þessi ummæli mín við utanríkis- ráðuneytið. Ég tel það auðvitað mjög mikilvægt ef þeir hafa tekið alvarlega mótmæli íslendinga og vonandi leiðir það til þess að þeir líti á þetta mál með raunsærri augum,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið upplýsti fyrst um hótanirnar Þorsteinn sagði að hluti þeirrar gagnrýni sem beindist að honum í athugasemd bandarískra stjórn- valda, beindist að því að hann hefði sagt frá bréfí Bandaríkja- manna og hótunum þeirra, að því er varðaði möguleikann á því að íslendingar hæfu hvalveiðar á nýj- an leik. „Þetta er auðvitað al- rangt, því það var Morgunblaðið sem birti fyrst upplýsingar um hótanirnar og efni bréfsins. Sjáv- arútvegsráðuneytið hafði i engu upplýst um efni bréfsins, þegar Morgunblaðið birti sína frétt,“ sagði Þorsteinn. Langsótt að sækja í hegningarlögin Aðspurður hvort hann teldi að ummæli hans um Bandaríkjafor- seta féllu undir 95. grein hegning- arlaganna, sagði sjávarútvegsráð- herra: „Nei, það tel ég ekki. Þetta voru mjög saklaus ummæli og hógvær miðað við framkomu þeirra í okkar garð. Ég hef verið að veija réttindi Islendinga i hval- veiðimálinu og mér sýnist að það sé nokkuð langsótt að heimfæra það sem ég hef sagt og gert í þeim tilgangi undir refsiákvæði í landráðakafla hegningarlaganna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.