Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
+
mnm ,ss auoAciuvíViu8 (uci ajbhuojiom
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
a ss
25
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Rétturinn til
lífsbjargar
Menn beina gjarnan sjónum
sínum að fyrirtækjum sem
í hvað mestum rekstrarörðugleik-
um eiga hveiju sinni og hugleiða
þá meðal annars hvað hafí farið
úrskeiðis, hveiju sé um að kenna,
hvað megi betur fara og hvernig
sé hægt að hrinda umbótum í
framkvæmd. Ýmis sjávarútvegs-
fyrirtæki hafa þannig undanfarna
mánuði verið undir smásjá þjóðar-
innar og má í þeim efnum benda
á Einar Guðfinnsson hf. í Bolung-
arvík, sem nú er þrotabú EG,
Borgey hf. á Höfn í Homafirði,
ísfélag Vestmannaeyja í Vest-
mannaeyjum og Vinnslustöðina
hf. í Vestmannaeyjum. Ugglaust
munu mörg önnur sjávarútvegs-
fyrirtæki verða í fréttum á næstu
vikum og misserum vegna
rekstrarörðugleika og erfiðrar af-
komu.
Segja má að vandi sjávarútvggs
Bolvíkinga sé vándi sjávarútvegs
íslendinga í hnotskum, og að gall-
ar kvótakerfísins kristallist í þeim
vanda sem Bolvíkingar eiga nú
við að glíma. Ekki verður í fljótu
bragði séð hvernig Bolvíkingar
leysa þann vanda, svo að blómleg
byggð og útgerð haldi áfram í
þessari eitt sinn öflugu verstöð.
Kvótakerfíð hefur fest sig í
sessi með slíkum hætti í hugum
útgerðaraðila, að það er sama
hversu bág staðan er, fæstir mega
hugsa þá hugsun til enda að
bjarga rekstri sínum með því að
selja fískiskip, því veiðiheimildirn-
ar eru bundnar skipunum. Al-
mennt er litið þannig á, að kvóta-
kerfíð sé lokað veiðikerfí, sem
nýir aðilar eigi erfitt með að kom-
ast inn í og þeir sem selji fiskskip-
in séu þar með að afsala sér um
aldur og ævi aðgangi að sameigin-
legri auðlind íslendinga, fískimið-
unum.
Þetta er höfuðástæða þess að
Bolvíkingar leita nú allra leiða til
þess að reyna að halda báðum
togurum þrotabús EG í Bolungar-
vík, Dagrúnu og Heiðúmu. Þeir
vita að með því að neyta forkaups-
réttár bæjarfélagsins á skipunum,
eru þeir líklega að nýta þann eina
möguleika sem þeir hafa til þess
að halda skipunum í byggðarlag-
inu. Bolvíkingar vita að þeir munu
ekki hafa bolmagn til þess að
kaupa fiskiskip og aflaheimildir á
fijálsum markaði í náinni framtíð.
Þeir telja að hrein auðn blasi við
byggðarlaginu, neyðist þeir til
þess að láta Dagrúnu af hendi og
þann kvóta sem bundinn er því
skipi. Þá sé ekki nema um 2.000
tonna kvóti eftir í Bolungarvík.
Til þess að missa ekki hin svo-
kölluðu „áunnu réttindi" til sjó-
sóknar til frambúðar, leita fyrir-
tæki og bæjarfélög allra annarra
leiða, en að selja frá sér fiskiskip-
in. Það gera raunar þeir einir sem
hyggjast hætta útgerð. Aðrir vilja
fremur selja burtu veiðiheimildirn-
ar, en binda skipin kvótalaus við
bryggju og bíða betri tíma. Þótt
slík nýting á fjárfestingunni sé
eins óarðbær og hugsast getur,
sjá menn alltént möguleikann á
því að kaupa síðar kvóta á nýjan
leik og hefja aukna sjósókn.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, kveðst ekki sjá ástæðu til
að „gefa umsögn um íslenska
smíð sem þýdd er í OECD,“ þegar
Morgunblaðið leitar álits hans á
efnisatriðurn í skýrslu Efnahags-
og framfarastofnunarinnar í Par-
ís, þar sem fram kemur að grund-
vallarvanda sjávarútvegs sé ekki
að fínna í rangri gengisskráningu
krónunnar, heldur megi fyrst og
fremst rekja hann til of mikillar
afkastagetu í greininni. Formaður
LÍÚ sér ekki ástæðu til þess að
svara þessum augljósu sannind-
um, vegna þess að hann telur að
þau hafí verið fest á blað á íslandi.
Kvótakerfíð er ekki einungis
hróplega ranglátt kerfí, heldur
vinnur það beinlínis gegn því að
hægt sé að draga úr umfram-
afkastagetu greinarinnar, eins og
glöggt sést á dæmi því frá Bolung-
arvík, sem greint er frá hér að
ofan.
Fiskveiðistjórnunin verður með-
al annars að gera hagsmunaaðil-
um í sjávarútvegi kleift að draga
úr offjárfestingunni, án þess að
heilu byggðarlögin, oft og tíðum
þær verstöðvar sem hvað mesta
nálægð hafa við gjöfulustu fiski-
miðin, þurfí um aldur og ævi að
afsala sér réttinum til lífsbjargar.
Það var markmiðið með fyrirhug-
aðri stofnun Þróunarsjóðs^jávar-
útvegsins.
Er ekki tími til kominn að horf-
ast í augu við galla kvótakerfisins
og sameinast í átaki sem skili
þióðinni betra, hagkvæmara og
réttlátara stjómunarkerfi í undir-
stöðuatvinnugrein okkar íslend-
inga, sjávarútvegi?
Hetjur og ljóð
IMÉR ER TIL
• efs að ljóðið
gegni lengur neinu
sérstöku hlutverki
einsog áðurfyr. Við lifum ekki á
ljóðrænum tímum ef svo mætti
segja. Við erum fædd inní plast.
Og umbúðirnar um Iíf okkar eru
úr gerviefni. Fyrr á öldum nærðist
fólk á goðsögulegum dæmisögum
einsog við sjáum í hómerskviðum
og biblíunni og ljóðlistin stóð í
órofatengslum við þessa klassísku
menningu sem birtist svo með sér-
stæðum hætti í eddukvæðum og
dróttkvæðum erindum og konunga-
kvæðum síðar. Konungakvæða-
hefðin átti sér ekkisízt rætur í því
að konungar vildu láta mæra sig
og í skáldskap átti nafn þeirra og
orðstír að lifa. Við sjáum þetta einn-
ig í hómerskviðum þarsem hetjum-
ar vildu láta syngja um sig í kvæð-
um og takmark þeirra var ekkisízt
að eignast nafn einsog segir ein-
hvers staðar í Hómer, en þessi ár-
átta var ein helzta hvötin að íslenzk-
um miðaldakvæðum þarsem kon-
ungarnir voru dýrkaðir, þótt ekki
væri það með sama hætti og hóm-
ershetjur sem urðu helzt að vera
guðlegar verur, eða aðminnstakosti
af guðlegu ætterni. í kristinni
menningu var slík dýrkun einungis
ætluð frelsaranum og fjölskyldu
hans og svo helztu dýrlingum. En
konungakvæðin studdust ekkisíður
en annar miðaldakveðskapur við
goðsöguleg heiti og kenningar sem
voru merkingarlaus ef menn skildu
ekki goðsögur ásatrúarmanna.
HELGI
spjall
Þannig gekk hómers-
menningin aftur ef
svo mætti segja í kon-
ungakvæðaarfleifð
okkar. En hún heyrir
nú sögunni til.
Tilgangur ljóðlist-
arinnar er ekki orðinn annar en ljóð-
listin sjálf. Það vantar því miður á
að hún gegni sama hlutverki og
áður. En sem vitnisburður um
mannlegar kenndir, tilfínningar,
ást, þrá, ótta og hatur svo eitthvað
sé nefnt, er hún að sjálfsögðu mikil-
væg listgrein og verður væntanlega
áfram.
Ljóðlistin er ágæt leið að mannin-
um sjálfum því hún getur sagt hið
ósagða og þótt hún geti verið áleit-
in þarf hún ekki að vera óvinur eða
andstæðingur, heldur góð sam-
fylgd. En hún er að sjálfsögðu einn-
ig afhjúpandi í hlédrægni sinni,
myndmáli, líkingum og margræðni
og af þeim sökum heldur illa séður
gestur í einræðisríkjum. Hún gegn-
ir kannski ekki miklu hlutverki í
tæknibúnu allsnægtarríki þarsem
allt snýst um peninga og koma sér
fyrir, en er þá því mikilvægari þar-
sem þjáning og ótti eru helztu fylgi-
fískar mannlífsins.
En þarsem dauðinn er sú byrði
sem við þurfum öll að bera á ljóðlist-
in einnig erindi við þá sem er ekki
íþyngt af neinni þjóðfélagsógæfu,
en þurfa einfaldlega að horfast í
augu við sjálfa sig og örlög sín.
Hlutverk Ijóðlistar er þannig ekki
á enda svo lengi sem maðurinn er
háður tilfinningum sínum og sigð
dauðans er í augsýn. Þarsem á því
verður engin breýting einsog mað-
urinn er af guði gerður og örlög
hans afráðin andspænis dauðanum
og þá ekkisízt þarsem ástin er aug-
sýnilega dýpsta kennd hans mun
ljóðlistin gegna því hlutverki í lífi ■
hans sem nú blasir við, þótt hún
hafi glatað goðsögulegu hlutverki
sinu gagnvart hetjunni. En dýrkun
hennar er ekkiheldur úr sögunni,
síðuren svo, og nægir að minna á
John Wayne og ýmsar aðrar plast-
hetjur kvikmyndanna, svoog Elvis
Presley, Martin Luther King, John
F. Kennedy og Pavarotti. Gyðjurnar
eru meira að segja á sínum stað,
Marilyn Monroe og Madonna.
Hetjurnar kunna nú bezt við sig í
kvikmyndum og öðrum fjölmiðlum,
en enginn veit hversu þar er lífvæn-
legt þegar plastið hrúgast upp og
enginn hefur tök á að fylgjast með
allri framleiðslunni. Þá má telja lík-
legt að tíminn sigti verðmætin frá
einsog hann hefur alltaf gert og
kannski hann verði þá til að rétta
hlut ljóðsins. Það á enn margt
ósagt.
Ef ljóðlistin dæi á íslandi yrði
það eitthvað svipað því og ef ís-
lenzka birkið hætti að laufgast einn
góðan veðurdag. Þá yrðum við ís-
lenzkum skógarilmi fátækari. Og
landið yrði naktara og fáskrúðugra.
Tengslin við arfleifð okkar og upp-
runa yrðu ekki hin sömu.
Nú þegar ljóðlistin hefur yfírgef-
ið guði og hetjur og snúið sér að
venjulegu fólki og hversdaglegu lífi
er vonandi að hún verði áfram einn
þáttur þess og mikilvæg tenging
við arfleifð okkar og uppruna. Ljóð-
listin er tæki tungunnar sem hefur
gert okkur að sérstakri þjóð, enda
helzta einkenni okkar. M
(meira næsta sunnudag)
Enn um
uppgjörið
við marxista
í SÍÐASTA BREFI
var fjallað um upp-
gjör við gamla
marxista og sam-
fylgdarménn
þeirra og bent á
að það sé ekkert sérstakt hlutverk Morg-
unblaðsins að.gera upp við þá nú þegar
kommúnisminn er hruninn. Vitnað var
til orða Milans Kundera í nýlegri grein
og skal nú enn vikið að henni hér í upp-
hafí bréfs, ef það mætti verða til þess
menn gerðu sér betur grein fyrir því en
ella hve viðkvæmt og vandmeðfarið slíkt
uppgjör er. Vísast það missi marks án
þess hver og einn horfíst í augu við sjálf-
an sig og samtíð sína og taki á sig þá
ábyrgð sem honum ber að axla. Við skul-
um líta á þann kafla í grein Milans Kund-
era sem heitir Réttarhöldin yfir öldinni,
en það er áhrifamikill pistill sem okkur
öllum væri hollt að hugleiða á þeim mikil-
vægu en óvissu tímamótum sem við nú
lifum. Það gæti verið að einhveijir græfu
stríðsöxina og væru fremur fúsir til sátta
og samstarfs eftir þann lestur. í Réttar-
höldum yfír öldinni kemst Milan Kundera
svo að orði: „Evrópa hefur lotið ægivaldi
réttarhalda undanfarin sjötíu ár eða svo.
Hefur nokkur af helstu_ listamönnum
heimsins sloppið við þau? Ég ætla aðeins
að nefna þá sem skipta einhveiju máli
fyrir mig. Á þriðja áratugnum var sið-
ferðisdómstóll byltingarinnar á höttunum
eftir mönnum eins og: Búnín, Andreíev,
Meyerholt, Pílnía, Veprik (rússneskur
tónlistarmaður af gyðingaættum,
gleymdur píslarvottur nútímalistarinnar;
hann dirfðist að setja sig upp á móti
Stalín og veija óperur Sjóstakkóvits, sein
þá voru bannaðar, hann var umsvifalausí.'
sendur í þrælkunarbúðir, ég minnist þess
að faðir minn hafði unun af því að leika
píanóverk hans), Mandelstam, Halas
(skáld sem Lúðvík í Brandaranum dáði
mjög, en skáldið sætti ofsóknum post
mortem), eða, við aðrar kringumstæður,
Malraux. Síðan voru það þeir sem voru
hundeltir af byltingardómstól nasista:
Broch (ég er með mynd af honum á skrif-
borðinu mínu, þaðan sem hann horfír á
mig með pípu í munnvikinu), Schönberg,
Werfel, Brecht, Mann, Musil. Alræðis-
veldin með sín blóðugu réttarhöld eru
liðin undir lok, en andi réttarhaldanna
heldur uppi merki þeirra, hann er enn
fyrir hendi og sér um öll uppgjör. Þannig
hafa réttarhöld verið haldin eða verða
hugsanlega haldin yfír mönnum á borð
við: Hamsun, Céline, Heidegger (allir
tékkneskir hugsuðir sem hafa verið í
útlegð eiga honum skuld að gjalda, eink-
um og sér í lagi Patocka), Richard
Strauss, Gottfried Benn, Drieu de la
Rochelle, von Doderer; yfír stuðnings-
mönnum Mússolinis: Malaparte, Mari-
netti, Ezra Pound (bandaríski herinn
læsti hann inni í búri, í brennandi sólinni
á Ítalíu, eins og skepnu); yfir friðar-
sinnanum í Míinchen: Giono, Alain, Monr-
and, Montherland, Saint-John Perse
(hann var í frönsku sendinefndinni í
Miinchen og átti því beina aðild að því
að niðurlægja fæðingarland mitt). Síðan
voru það kommúnistamir og stuðnings-
menn þeirra: Majakovskí (hver skyldi enn
muna eftir ástarljóðunum hans, og mynd-
hverfunum ótrúlegu), Gorkí, G.B. Shaw,
Brecht (sem lenti þá í réttarhöldum öðru
sinni), Eluard (þessi engill eyðileggingar-
innar sem teiknaði tvö sverð við undir-
skrift sína), Picasso, Léger, Aragon
(hvernig get ég gleymt því að hann rétti
mér hjálparhönd á erfiðu tímabili í lífi
mínu?), Nezval (sjálfsmynd hans máluð
með olíu hangir hjá bókunum mínum),
Sartre, Gabriel Garcia Márquez. Verið
er að halda tvenn réttarhöld yfir sumum
þeirra. Fyrst eru þeir ákærðir fyrir að
hafa svikið byltinguna og síðan fyrir að
hafa þjónað henni á sínum tíma: Gide
(sem var tákngervingur Guðs í gömlu
kommúnistaríkjunum), Sjostakkovits
(hann skrifaði allskyns dellu fyrir stjórn-
völd til að bæta fyrir hvað hann hafði
skrifað erfíð tónverk; hann hélt því fram
að gildisleysi væri einskis virði fyrir lista-
söguna; hann vissi ekki að einmitt gildis-
leysið er það sem mestu skiptir fyrir
dómstólinn), Breton, Tibor Dery (hann
var dæmdur og fangelsaður eftir upp-
reisnina í Búdapest árið 1956; stutta
skáldsagan og þær fáu smásögur sem
hann náði að skrifa áður en hann var
handtekinn voru fyrstu bókmenntalegu
viðbrögðin, sem ég gleymi aldrei, við
ofsóknum stalínismans). Fegursta blóm
aldarinnar, nútímalist þriðja og fjórða
áratugarins, var meira að segja dregið
fyrir dómstóla í þrígang: fyrst fyrir dóm-
stól nasistanna, sem Entartete Kunst,
„úrkynjuð list“; síðan fyrir dómstól
kommúnista sem „formgerðarstefna sem
almenningur skilur ekki og nær aðeins
til fárra útvalinna", og loks, fyrir dóm-
stól hins sigri hrósandi auðvalds sem
segir að þessi list hafi nærst á blekking-
um byltingarinnar.
Hvernig má það vera að mesta þjóðar-
remba Sovétríkjanna, maðurinn sem
samdi áróðurskvæði, sá sem sjálfur Stal-
ín kallaði „mesta skáld okkar tíma“,
hvemig má það vera að þrátt fyrir að
allt þetta sé Majakovskí stórkostlegt
skáld, eitt mesta skáld allra tíma? Átti
það ekki fyrir ljóðræna skáldskapnum,
þessari ósnertanlegu gyðju, með allan
sinn ástríðublossa, táraflóð sem var svo
ákaft að varla sá út úr augum, að liggja
að verða einhvern daginn að fegrandi
hjúp um grimmdarverk og „vinna af fórn-
fysi í þeirra þágu“? Það voru spumingar
sem þessar sem heilluðu mig fyrir tutt-
ugu og þremur ámm, þegar ég var að
skrifa skáldsöguna Lífíð er annars stað-
ar, sem fjallar um Jaromil, tæplega tví-
tugt ungskáld, sem gerist dyggur þjónn
stalínískra stjórnvalda. Ég var skelfíngu
lostinn þegar gagnrýnendur, sem annars
lofuðu bókina mjög, litu á aðalhetjuna
mína sem lélegt skáld, jafnvel skíthæl.
Ég leit á Jaromil sem ósvikið ljóðskáld,
fróma sál. Ef ekki, var lítið varið í skáld-
söguna mína. Var það ég sem olli mis-
skilningi? Orðaði ég hugsun mína illa?
Ég held ekki. Að vera ósvikið skáld og
taka um leið þátt í óumdeilanlegum
grimmdarverkum (eins og Jaromil eða
Majakovskí) er hneyksli. Það er orðið sem
Frakkar nota yfír atburð sem ekki er
hægt að réttlæta, sætta sig við, sem
gengur gegn heilbrigðri skynsemi en er
þó raunverulegur. Innst inni langar ekk-
ert okkar að horfast í augu við hneyksli.
Þess vegna kjósum við heldur að segja
um þá menningarstólpa sem flæktust í
hryllingsmál aldarinnar, að þeir hafi ver-
ið skíthælar. En það er ekki rétt, heim-
spekingar og listamenn vita að það er
horft á þá, fylgst með þeim, þeir eru
dæmdir og því reyna þeir, þó ekki væri
nema til að sýnast, að vera heiðvirðir og
hugrakkir, vera réttum megin og hafa á
réttu að standa. Það gerir hneykslið enn
illþolanlegra, enn óskiljanlegra. Ef menn
vilja ekki ljúka þessari öld jafn heimskir
og þeir hófu hana verða menn að leggja
af hina auðveldu siðapredikun réttarhald-
anna og hugsa hneykslið allt til enda,
jafnvel þótt það þýði að við neyðumst til
að hugsa manninn, allar hans föstu sann-
færingar og öll hans heilögu gildi alveg
upp á nýtt.
EN HIÐ ÍHALDS-
sama almennings-
álit hefur tekið sér
vald dómstólsins,
og dómstóllinn má
ekki vera að því að
eyða tíma í flóknar
bollaleggingar,
hann á að sjá um réttarhöld. Nýlega las
Uppljóstr-
anir í
kirkju-
görðum
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 22. maí
Morgunblaðið/Kristinn
ég eftirfarandi frétt í dagblaði: borgar-
stjómin í franskri borg hefur ákveðið að
skíra upp breiðgötu sem ber nafn Alexis
Carrels. Ég slæ nafni hans upp í alfræði-
orðabók: „Fæddur árið 1873, dáinn 1944,
franskur skurðlæknir, hlaut Nóbelsverð-
laun í læknis- og lífeðlisfræði 1912 fyrir
uppgötvun aðferða við tengingu æða í
skurðaðgerðum.“ En árið 1935 skrifar
þessi vísindamaður aðgengilega bók í
anda amerísku erfðafræðinganna, þar
sem segir meðal annars að „fjöldi andófs-
manna og glæpamanna" valdi slíkum
vandamálum að þau verði ekki leyst á
annan hátt en með „aftökustofnun sem
útbúin yrði viðeigandi gasi“. Þessi orð
Carrels höfðu alls engin áhrif og féllu
brátt í gleymsku. En eins og við vitum
eru uppljóstrarar í kirkjugörðunum. „Ég
eins og margir fleiri las um skrif hans í
blöðunum fyrir fáum vikum, og ég er
þeirrar skoðunar að við getum ekki hald-
ið áfram að heiðra minningu Alexis Carr-
els,“ útskýrir borgarstjórinn og nafna-
gjafínn og mig langar að hvísla þessu
að honum: það er hægur vandi að nefna
götu upp á nýtt. Vandamálið er hins
vegar að hreinsa læknisfræðina af öllu
því sem þessi hræðilegi læknir færði
henni. Og ef til er fólk sem á líf sitt
uppgötvunum hans að þakka (því miður
er líklegt að það sé talsverður fjöldi)
verður að fá það til að skila aftur því
lífí sem þessi hroðalegi maður bjargaði."
Baráttan
umjörðina
sjálfa
í SÍÐASTA
Reykjavíkurbréfí
var einnig rætt um
regnskógana og
því ekki úr vegi að
hverfa út hingað
heim til íslands og líta á hvað dr. Ágúst
Valfells hefur til málanna að leggja um
gróðurfar hérlendis í skýrslu sinni Aftur
til framtíðar, ísland 2000. Hann segir
að gróið land muni vera u.þ.b. 20.000
km2, þar af séu tún um 1.500 km2. Af-
gangurinn sé mýrlendi, valllendi, móar
og skóglendi. Árleg nýræktun túna sé
nú um 30 km2 og sé þá aðallega um að
ræða breytingu á valllendi og mýrlendi
í tún. Góður árangur hefur orðið af vemd-
un og uppgræðslu lands eins og kunnugt
er og samkvæmt síðustu skoðanakönnun-
um er ljóst að íslendingar vilja stórefla
þessa starfsemi og endurheimta það
gróna land sem glatazt hefur í áranna
rás, bæði vegna náttúruhamfara og bú-
skaparhátta, því að búseta hefur ekki ein
valdið rýrnun gróðurlendis heldur einnig
náttúran og þá ef til vill ekki sízt kóln-
andi veðrátta, svo og eldgos. Auðvitað
hefur gróðureyðing alltaf átt sér stað af
völdum kulda, vatnavaxta og eldgosa
fyrir landnám, en þá nær gróðurinn sér
aftur miklu fljótar en nú þegar ekki var
um að ræða beit né skógarhögg til kola-
gerðar og annarra nytja.
Um það hefur verið rætt að rækta
mætti land upp að 400 metra hæðarlínu
og þá gæti gróið land orðið u.þ.b. 40
þúsund km2 eða svipað og áætlað er að
það hafí verið við landnám. „Hinsvegar
krefst slík uppgræðsla mikils áburðar og
annars tilkostnaðar,“ segir dr. Ágúst,
„auk þess sem friða þarf landið um all-
langan tíma. Því mun endurræktun ógró-
ins lands ekki arðbær fyrr en eftir tals-
vert langan tíma. Endurræktun ógróins
lands mun nú líklega vera heldur meiri
en 20 km2 á ári, en áframhaldandi lan-
deyðing líklega um 20 kmz á ári (sam-
kvæmt upplýsingum frá Ingva Þorsteins-
syni, deildarstjóra Landnýtingardeildar
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins).
Því er ekki víst, að landgræðslan geri
meira en að halda í við landeyðinguna."
Þó að regnskógabeltið sé okkur mikil-
vægt eins og öðrum þjóðum á jörðinni
höfum við nóg með okkur ef vel á að
takast til um jarðvemd og uppgræðslu.
En með því að veija landið og rétta gróðr-
inum hjálparhönd ættum við að geta
unnið marktæka sigra í þessari hörðu
baráttu. Átökin um ísland og framtíð
þess eru þannig ekki ósvipuð þeirri bar-
áttu sem nú fer fram á regnskógabelti
Amazon-fljóts. Verndun lífs og gróðurs
á jörðinni er undir því komin að vel tak-
ist til í þessari baráttu, hvar sem hún
er háð. Það er í raun barátta um jörðina
sjáífa og sköpunarverkið eins og það
horfir við okkur jarðarbúum.
„Átökin um ísland
og framtíð þess
eru þannig ekki
ósvipuð þeirri
baráttu sem nú
fer fram á regn-
skógabelti
Amazon-fljóts.
Verndun lífs og
gróðurs á jörðinni
er undir því kom-
inað veltakisttil
í þessari baráttu,
hvar sem fiún er
háð. Það er í raun
barátta um jörð-
ina sjálfa og sköp-
unarverkið eins
og það horfir við
okkur j ar ðarbú-
um.“
H-