Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
nj —^
t
Elskulegur sonur okkar,
INGIMUNDUR INGIMUNDARSON
bifreiðasmiður,
Vallartröð 1,
Kópavogi,
andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 21. maí.
Ingimundur Ingimundarson, Hrefna Kristín Gísladóttir.
t
JÓHANN KR. JÓNSSON,
Víðihvammi 18,
Kópavogi,
andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 20. maí. Jarðarförin
fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 15.
Valgerður Jóhannsdóttir, Haukur Ingimundarson
og fjölskylda.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR FRIÐBERTSSON,
Bogahlíð 20,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala 20. maí.
Bára Daníelsdóttir,
Hafdís Harðardóttir,
Haukur Harðarson,
Jórunn Harðardóttir, Guömundur Helgi Christensen
og barnabarn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR
frá Indriðastöðum,
í Skorradal,
síðasttil heimilis á Austurbrún 6,
verður jarðsungin frá Hvanneyrarkirkju miðvikudaginn 26. maí
kl. 14.00.
Rútuferð frá Umferðamiðstöðinni kl. 11.30 með Sæmundi.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu,
vinsamlega láti Slysavarnafélag íslands njóta þess.
Hilmar Guðmundsson, Erla Ragnarsdóttir,
Gylfi Þór Sigurðsson,
Sveinn Sigurðsson, Inger Heigadóttir,
Guðlaug Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR JÓHANNESSON,
frá Skálholtsvík,
Trönuhólum 14,
verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla-
kirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent
á Hjartavernd.
Guðríður Einarsdóttir,
Magnús Ingólfsson, Björg Björnsdóttir,
Guðrfður Erna Magnúsdóttir, Ásta Lilja Magnúsdóttir,
Ingólfur Már Magnússon.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ARNDÍS KRISTLEIFSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 25. maí kl. 13.30.
Kolbeinn Guðmundsson,
Marteinn Guðlaugsson,
Kristleifur Kolbeinsson, Stefanía Erla Gunnarsdóttir,
Kjartan Kolbeinsson, Helga Stefanfa Haraldsdóttir,
Guðmundur Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning
Bjarki Friðriksson
Nú hverfi oss sviðinn úr sárum
og sjatni öll beiskja í tárum,
því dauðinn til lífsins oss leiðir,
sjá, lausnarinn brautina greiðir.
Þótt líkaminn falli að foldu
og fellst sem stráið i moldu,
þá megnar Guðs miskunnarkraftur
af moldum að vekja hann aftur.
(Prudentius - þýð. Stefán Thorarensen.)
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast vinar okkar, Bjarka
Friðrikssonar.
Fyrstu kynni okkar af Bjarka
voru í Seljaskóla fyrir fjórum árum
og fór ekki á milli mála að þar var
á ferðinni skemmtilegur og indæll
drengur. En eins og oft vill verða
fóru leiðir okkar og Bjarka smám
saman að liggja sitt í hvora áttina.
Þó var alltaf jafn gaman að hitta
þennan síbrosandi og fjöruga strák.
Við efumst ekki um að með þessu
fyrirvaralausa kalli er Bjarka ætlað
eitthvert æðra hlutverk. Með þess-
um orðum viljum við votta fjöl-
skyldu Bjarka, ættingjum og vinum
hans okkar dýpstu samúð. Megi
Guð gefa þeim styrk í þessari miklu
sorg.
Asdís, Guðný, Helga, Karen,
Nanna, Regina, Ruth, Unnur
Guðný og Þóra Björk.
Þegar ungur drengur í blóma lífs-
ins er kallaður svo skjótt á fund
forfeðranna renna á mann tvær
grímur. Hver ræður? Hver stjórnar?
Bjarki Friðriksson stundaði nám
á félagsfræðibraut við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti. Hann var virk-
ur þátttakandi í félagsstarfi skólans
og tók m.a. þátt í hinni stórgóðu
sýningu „Ðí Kommittments".
Bjarki spilaði á Hammond-orgel í
hljómsveitinni sjálfri og átti hann
þátt í að gera hljómsveitina að því
sem hún var orðin og auka þar með
hróður skólans út á við.
Það sló okkur mjög þegar við
fréttum að tónleikunum sem áttu
að fara fram fimmtudaginn 13. maí
hefði verið frestað. Bjarki var dáinn.
Við viljum votta aðstandendun-
um Bjarka okkar dýpstu samúð á
erfiðum stundum.
F.h. nemendafélags Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti,
Daníel. Brandur Sigurgeirsson,
Sigurður Rúnar Þórsson.
Lífið er hverfult og það er sárt
að horfa á eftir ungum, efnilegum
pilti, sem lífið blasir við. En skiln-
ingur okkar á tilverunni er tak-
mörkum háður og við kveðjum
þennan unga pilt í öruggri trú og
vissu á að hans bíði góðar móttökur.
Minn Guð og herra’ er hirðir minn,
mér hjálpararm hann réttir sinn.
Ég veit hann æ mér vill hið besta,
ég veit hann ei mig lætur bresta
það neitt, er getur gagnað mér,
því góður hirðir Drottinn er.
(V. Briem)
Bjarki Friðriksson var fæddur
24. ágúst 1973 og lést eftir stutt
veikindi 13. þessa mánaðar. Hann
var nemandi hér við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti, greindur vel og
gæddur skemmtilegu skopskyni.
Hann var ljúfur piltur og hógvær í
allri framkomu.
Þegar ég hugsa til hans og okkar
samskipta, koma mér þessar línur
í hug úr Bókinni um veginn eftir
Lao Tse.
„Hann býst ekki í skart, þess vegna ljómar
ann.
Hann heldur sér ekki fram, og það er ágæti
ans.
Hann er laus við sjálfhælni, og þess vegna
er hann virtur.
Hann er laus við sjálfsþótta og ber því af
öðrum."
Með þökk fyrir samfylgdina.
Halldóra M. Halldórsdóttir,
kennari í FB.
Að missa Bjarka var líkt og hann
hefði verið lostinn þrumu af heiðum
himni. Engum var ljóst hvað var
að gerast fyrr en örfáum klukku-
stundum fyrir andlátið og eykur það
einungis á áfall fjölskyldu og vina,
sem ég votta samúð mína.
Líkt og allir er vel þekktu til
Bjarka, þá syrgi ég hann. En sorg-
in er gríma gleðinnar, líkt og spá-
maðurinn sagði, og ef maður íhugar
eigin sorg þá sér maður að það sem
hryggir okkur í dag, var eitt sinn
gleði okkar.
Það sem okkur þótti vænst 'um
í fari Bjarka er okkur nú ljósara,
og það er margt. Eftir að hann
yfirgaf okkur sjáum við það betur
líkt og við sjáum fjöllin skýrar í
fjarska heldur en er við stöndum
upp við þau.
Bjarki var æskuvinur minn og
félagi, ég andmælti honum ótta-
laust og var honum sammála af
heilum hug. Ég gæti skrifað heilu
ritverkin um verðleika hans en læt
fá orð segja allt sem þarf til minn-
Minning
Sigurður Gunnarsson,
Bjargi, VíkíMýrdal
Fæddur 28. ágúst 1911
Dáinn 16. maí 1993
Loksins sennilega fyrir hann
sjálfan er frændi minn Sigurður á
Bjargi dáinn. Mér þótti mikið vænt
um þennan mann sem bjó yfir
rammíslenskum krafti til verka og
visku til lestrar, vinstrisinnaður
að hætti Leníns sem vonlaust var
í þessum heimi en gaf mér samt
skondnar stundir á Bjargi.
Ég veit ekki hvernig ég á að
kveðja þig, frændi, en þú gafst
mér svo mikið sem ég mun geyma
í hjarta mínu.
Eitt sinn fyrir nokkrum árum
sagðirðu að við gætum borðað
skötu saman tvisvar í viðbót, sem
og við gerðum, en þijóska mín
vildi ekki hafa skiptin fleiri.
Ég skrifaði ekkert um konu þína
Kristínu Loftsdóttur sem ég var
samt þess heiðurs aðnjótandi að
sitja yfir þegar hún kvaddi þetta
líf. Hún var einhver gæskuríkasta
kona sem ég hef kynnst.
Megi friður Guðs vera með ykk-
a
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
,vV
ingar um hann: „Ég græt þig,
Bjarki.“
Magnús Hjaltalín Jónsson.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhj. Vilhj.)
Fimmtudaginn 13. maí rann upp
og veðrið var yndislegt, prófin búin
og sumarið brosti við okkur. Þetta
kvöld áttu fyrstu tónleikar okkar í
sumar að fara fram. Dagur sem við
höfðum öll beðið eftir. Við vorum
að undirbúa kvöldið, öll spennt og
tilhlökkunin var mikil, en þá frétt-
um við að Bjarki hefði skyndilega
veikst og verið fluttur á spítala.
Bjarki sem höfðum talað við kvöld-
ið áður um sumaráformin. Hann
var hress, lífsglaður og bjartsýnn
eins og hans var von og vísa. Okk-
ur datt ekki annað í hug en við
myndum sjá Bjarka aftur, brosandi
bakvið Hammond-orgelið sem átti
hug hans allan, en raunin varð önn-
ur. Bjarki lést um kvöldið. Við vor-
um harmi slegin. Svo snöggt var
hann horfinn burtu frá okkur öllum.
Tryggur og góður félagi í blóma
lífsins sem hafði hafið glæstan tón-
listarferil sem endaði allt of
snemma.
Flest okkar kynntust Bjarka þeg-
ar hljómsveitin var stofnuð fýrir
árshátíðarsýningu Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti en önnur höfðu
þekkt hann lengur. Það voru ólíkir
einstaklingar í hóp sem sem var
valinn í þetta verkefni, hópnum sem
á næstu mánuðum átti eftir að
mynda eina heild. Samstarfið gekk
það vel að við ákváðum að halda
áfram og framhaldið leit vel út.
Bjarki er farinn og það er erfitt
að horfast í augu við þá staðreynd,
en við vitum öll að hann er á góðum
stað.
Við erum öll þakklát fyrir að
hafa kynnst Bjarka og mun minning
hans ætíð lifa í hjörtum okkar.
Við vottum ijölskyldu hans og
hans nánustu, okkar dýpstu samúð.
Kallið er kornið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hljómsveitin
Hinir skuldbundnu.
ur báðum.
Hugur minn er bundinn við
þorpið. Er það sandurinn, sjórinn,
drangarnir eða fjöllin sem toga
mig til sín? Á Bjargi er ekkert
pijál eða bruðl, heldur byggt á
sósíalískri hugsjón sem gerði bor-
garpilti ekkert illt. Hvergi var
svefninn eins vær. Inn til þín barst
sjávamiður ásamt gargi í mávi og
kríu.
Þökk fyrir allt.
Jónas.