Morgunblaðið - 23.05.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ATVIMNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
ATVIHMIIAf 1^1 Y^ÍMC^AR
Ritstjóri
Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga
og Hjúkrunarfélag íslands auglýsa lausa 50%
stöðu ritstjóra vegna fyrirhugaðrar útgáfu á
sameiginlegu tímariti félaganna.
Staðan er veitt í 6 mánuði til reynslu frá og
með 1. ágúst nk.
Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á útgáfu-
störfum og góða íslenskukunnáttu.
Umsóknir, með upplýsingum um starfsferil
og menntun, sendist til auglýsingadeildar
Mbl. merktar: „H - 2000“ fyrir 4. júní nk.
Verslunarstarf
Stór og glæsileg húsgagnaverslun í austur-
hluta Reykjavíkur í örum vexti óskar að bæta
við starfskrafti á sölugólf við að selja hús-
gögn og þjónusta fólk. Skemmtilegt starf í
tryggu umhverfi með góðu fólki.
Aðeins kemur til greina mjög vanur starfs-
kraftur við sölu á verslunargólfi þ.e.a.s. að
afgreiða út úr búð.
Vinsamlegast sendið strax á auglýsingadeild
Mbl. stutta og greinargóða eiginhandarum-
sókn merkta: „Kunnátta - 829“.
Skrifstofustarf
Við erum að leita okkur að starfsmanni á
skrifstofu.
Starfið er hefðbundin skrifstofuvinna.
Við leitum að hressum, samviskusömum
starfsmanni sem kann að tala og skrifa
ensku, getur unnið á tölvu og ekki er verra
ef þú kannt að færa bókhald.
Þarf að geta byrjað fljótlega.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 28. maí merktar: „Stundvís - 10914'1.
Reykjavíkurborg
óskar að ráða í eftirtalin störf hjá
íþrótta- og tómstundaráði (ÍTR);
Fjölskyldu- og
húsdýragarður
Rekstra rstjór n u n
Fjölbreytt stjórnunarstarf, m.a. umsjón með
starfsmannamálum og framkvæmd á dag-
legri dagskrá Fjölskyldugarðsins o.fl.
Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla-
menntun og reynslu af stjórnunarstörfum.
Kynningarmál
Fjölbreytt starf við Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn í Laugardal, sem m.a. er fólgið í að
miðla upplýsingum til gesta með texta- og
skiltagerð, hönnun og uppsetningu sýninga,
vinnu að kynningarmálum o.fl.
Æskilegt er að umsækjendur séu ritfærir,
hafi menntun á sviði myndlistar-, handíðar-
og/eða leiklistarsviði eða hafi aðra menntun
sem nýtist í starfi.
Störfin hefjast fljótlega og laun eru skv. kjara-
samningi borgarstarfsmanna.
Umsóknum skal skilað til ÍTR, Fríkirkjuvegi
11, á eyðublöðum sem þar fást (en einnig
er hægt að nálgast eyðuþlöð á Ráðningar-
stofu Reykjavíkur, Borgartúni 3 og í Húsdýra-
garði fyrir þriðjudaginn 1. júní 1993.
Nánari upplýsingar gefur Tómas Guðjóns-
son, forstöðumaður, í síma 684640.
Hárgreiðslusveinn
Hárgreiðslusveinn óskast til starfa á
Hársnyrtistofu Dóra, Langholtsvegi 128.
Upplýsingar í síma 685775 og 71878 eftir
kl. 18.00.
Lögreglumaður
Laus er til umsóknar staða lögregluþjóns til
sumarafleysinga í lögregluliði Seyðisfjarðar.
Ráðningartími er frá 15. júní til 1. september
1993. Umsækjendur þurfa að hafa lokið próf-
um frá lögregluskóla ríkisins.
Umsóknum ber að skila fyrir 1. júní.
Nánari upplýsingar um starfið gefur undirrit-
aður í síma 97-21408.
Sýslumaðurirm á Seyðisfirði,
21. maí 1993.
ATVINNUMIÐLUN
NÁMSMANNA
Sumarstarfsfólk
Atvinnumiðlun námsmanna útvegar fyrir-
tækjum og stofnunum sumarstarfsfólk.
Yfir 1000 námsmenn á skrá með margvíslega
menntun og reynslu.
Skjót og örugg þjónusta.
Atvinnumiðiun námsmanna,
Stúdentaheimilinu við Hringbraut,
sími 621080.
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarfræði-
nemar óskast til sumarafleysinga á heilsu-
gæslu og hjúkrunardeildir. Ýmsar vaktir
koma til greina m.a. 8-16, 16-24, 16-22,
17-23.
Upplýsingar veita ída hjúkrunarforstjóri og
Jónína hjúkrunarframkvæmdastjóri í símum
35262 og 689500.
Frá Háskóla íslands
Laus er til umsóknar tímabundin dósents-
staða á sviði raforkufræða við rafmagns-
verkfræðiskor verkfræðideildar.
Dósentinn á að leysa af fastan kennara sem
verður í leyfi í allt að tvö ár. Gert er ráð fyrir
að ráða í stöðuna í eitt ár frá 1. september
1993 að telja, en framlenging ráðningar um
eitt ár getur komið til greina. Kennsla miðar
við skyldunámskeið í vinnslu og dreifingu raf-
orku, svo og hugsanleg valnámskeið á raforku-
sviði. Rannsóknir verða í raforkufræðum.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum
sínúm rækilega skýrslu um vísindastörf þau
er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil og störf. Með umsóknum
skulu send eintök af vísindalegum ritum og
ritgerðum umsækjenda, prentuðum og
óprentuðum. Laun skv. kjarasamningi Félags
háskólakennara og fjármálaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur er til 28. júní 1993 og skal
umsóknum skilað til starfsmannasviðs Há-
skóla íslands, aðalbyggingu við Suðurgötu,
101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Þór Kjart-
ansson, skorarformaður rafmagnsverkfræði-
skorar, í síma 694633.
p———q
Kennararóskast
Kennara vantar í Grunnskóla Suðureyrar.
Ýmis hlunnindi í boði.
Upplýsingar gefa formaður skólanefndar í
hs: 94-6250 eða skólastjóri í vs: 94-6129/
hs: 94-6140.
Kópavogsbær
Skólaritari
Staða skólaritara við Snælandsskóla er laus
til umsóknar frá 15. ágúst 1993 að telja.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 44911.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skal skilað til skólastjóra
Snælandsskóla í síðasta lagi 7. júní nk.
Starfsmannastjóri.
iS! BORGARSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðing vantar nú þegar til starfa
í dagvinnu alla virka daga. Starfið felst aðal-
lega í hjúkrun barna eftir aðgerðir.
Upplýsingar veitir Laura Scheving Thor-
steinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri
starfsmannaþjónustu, í síma 696356.
Tónlistarkennarar
Skólastjóra og einn tónlistarkennara vantar
við Tónlistarskóla Raufarhafnar næsta skóla-
ár. Þurfa m.a. að geta kennt á píanó og gít-
ar. Þurfa einnig að annast tónmennta-
kennslu við Grunnskólann á Raufarhöfn, svo
og starf organista og kórstjórn kirkjukórs
Raufarhafnarkirkju.
Húsnæði er til reiðu á staðnum.
Frekari upplýsingar veita grunnskólastjóri í
síma 96-51131 og sveitarstjóri í síma
96-51151.
Umsóknir skal senda skrifstofu Raufarhafn-
arhrepps, Aðalbraut 2, Raufarhöfn, fyrir 10.
júní nk.
Efnablöndun
Fyrirtækið er rótgróið og öflugt framleiðslu-
fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Starfið felst í umsjón með blöndun á hrá-
efni, mælingum, sýnatöku og öðrum sér-
hæfðum störfum.
Áhersla er lögð á að umsækjendur hafi
reynslu af sambærilegu, séu heiðarlegir,
nákvæmir og skipulagðir í vinnubrögðum auk
þess að sýna árvekni í hvívetna.
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí nk.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst. Reykleysi er skilyrði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
1/Q Cí P ÍH f ) Q
Guðný Harðardóttir
Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavik
Sími 91-628488